Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.05.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 29 Guðný Þórarins- dóttir - Minning Fædd 24. janúar 1905 Dáin 5. maí 1983 í dag fer fram frá Kópavogs- kirkju útför ömmu minnar, Guð- nýjar Vigdísar Þórarinsdóttur, sem lést aðfaranótt 5. þ.m. í Landspítalanum eftir tiltölulega skamma en erfiða sjúkralegu. Hún var fædd á Nesi við Norð- fjörð (síðar Neskaupstað) 24. janúar 1905. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Stefánsdóttir og Þórarinn Hávarðsson, útgerð- armaður. Þau Kristín og Þórarinn áttu alls fimm börn: Stefán, Há- varð, Ólöfu (sem lést kornung), Guðnýju Vigdísi og Rannveigu, en hún er nú sú eina af systkinunum sem enn er á lífi. Amma missti föður sinn meðan hún var barn að aldri, en hann drukknaði í Norðfjarðarflóa. Við fráfall hans stóð Kristín, móðir hennar, ein uppi með fjögur börn og þurfti að sjá þeim farborða. Var það að sjálfsögðu erfitt á þeim tímum og urðu börnin að fara að vinna fyrir sér jafnskjótt og þau urðu vinnufær. Setti þessi lífsreynsla mark sitt á ömmu. Vandist hún því að vinna hörðum höndum og féll henni, að ég man, sjaldan verk úr hendi. Þá bar hún alla tíð mjög fyrir brjósti hag þeirra sem minna mega sín í þjóð- félaginu. Árið 1925 gekk hún að eiga Ei- rík Ármannsson, skipstjóra og út- gerðarmann, sem jafnan var kenndur við Dagsbrún á Norðfirði. Bjuggu þau framan af ævi á Norð- firði, en síðustu árin í Kópavogi. Þau áttu eina dóttur, Þóru Krist- ínu. Þá dvöldu lengstum á heimili þeirra langamma mín, Kristín, og Stefán, elsti bróðir ömmu. Eirík- ur, afi minn, lést árið 1967. Þar eð móðir mín var eina barn þeirra afa og ömmu og við bræð- urnir þar af leiðandi einu barna- börnin, voru samskiptin okkar á milli, að ég held, enn nánari en gengur og gerist. Eftir að þau fluttu hingað suður má segja að um hafi verið að ræða eina stóra fjölskyldu. Amma var mjög sterk í trú sinni, allt til hinstu stundar. Hún trúði því statt og stöðugt að dauð- ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig vcrður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal cinnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. inn fæli ekki í sér endalok, heldur upphaf á annarri tilveru. Um leið og við bræðurnir og fjölskyldur okkar þökkum henni allt það, sem hún var okkur, biðjum við henni guðs blessunar. „Kom til að lífga, fjörga, gleðja, f«ða og frelsa, leysa, hugga, sefa, græða. í brosi þínu brotnar dauðans vigur, í blíðu þinni kyssir trúna sigur." (Matth. Jochumsson) Eiríkur Tómasson Ég minnist Guðnýjar Þór, frænku minnar, fyrst frá bernsku- árum mínum á Norðfirði. Hún bjó þá ásamt eiginmanni sínum, Ei- ríki Ármannssyni, föðurbróður mínum, í Efri-Dagsbrún. „Nabba", eins og við krakkarnir vorum van- ir að kalla hana, sennilega vegna þess að Guðný Björnsdóttir, frænka okkar, kallaði hana svo, var í miklu uppáhaldi hjá okkur börnunum. Hún var blíðlynda konan sem alltaf átti handa okkur vingjarnlegt bros eða glaðværan hlátur og ósjaldan lumaði hún á einhverju góðgæti handa okkur. Ég minnist þess t.d. óljóst að hafa einhverju sinni setið hjá henni í Efri-Dagsbrún og gætt mér á sjóð- andi heitum nýjum blóðmör. Ég var enn barnungur er þau Guðný og Eiríkur fluttu suður og reistu sér tvíbýlishús við Digra- nesveg í Kópavogi ásamt Þóru, dóttur sinni, og Tómasi Árnasyni, eiginmanni hennar. Leiðir okkar lágu ekki saman aftur fyrr en á skólaárum mínum í Reykjavík en öll þau ár stóð heimili þeirra góðu hjóna mér opið. Digranesvegur 30 og 32 varð mitt annað heimili. Þar átti ég alltaf öruggt athvarf og þar mætti ég svo miklum innileik og hlýju að mér fannst ég vera sonur þeirra Guðnýjar og Eiríks og það sama var raunar upp á teningnum í hin- um enda hússins, hjá þeim Þóru og Tómasi. Nokkrum árum síðar, er ég festi ráð mitt, hófum við hjónin búskap í kjallaranum hjá Guðnýju og þar bjuggum við þegar eldri dóttir okkar, Guðný, fæddist. Guðný Þór var þá orðin ekkja og mörg kvöld sátum við uppi hjá henni, horfðum á sjónvarp eða röbbuðum í eldhús- inu yfir kaffibolla og borðuðum ástarpunga. Lífsgleðin geislaði af henni. Hún átti enn sinn dillandi hlátur og rak upp stórar hláturs- rokur þegar hún rifjaði upp skemmtileg atvik frá liðinni tfð eða heyrði góða sögu. Sami inni- leikinn og hlýjan einkenndi allt hennar fas. Það var ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt um þessa konu og maður hlaut að finna að henni þótti vænt um mann. Raunar elskaði hún lífið og ég held að lífið hafi elskað hana. Hún var áreiðanlega hamingju- söm kona. Lífið hafði gefið henni mikið og hún kunni að meta gjafir þess. Þóra, Tómas og drengirnir, eiginkonur þeirra og barnabörnin, öll reyndust þau henni einstaklega vel. Samband þeirra var óvenju náið og þó hún byggi ein síðustu æviárin, þannig vildi hún hafa það, var hún aldrei einmana, tengsl hennar við ættingja og vini voru of sterk til þess. Hún var elskuð af öllum sem kynntust henni. Dætur okkar litu á hana sem ömmu sína og syrgja hana sem slíka. Við hjónin erum forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkri konu. Hún hefur auðgað líf okkar og margra ann- arra. Henni eigum við mikið að þakka. Minningin um Guðnýju Þór mun ylja okkur um mörg ókomin ár. Þóru, Tómasi, drengjunum og fjölskyldum þeirra sendi ég hjart- anlegar samúðarkveðjur frá fjöl- skyldu minni, móður, systkinum og fjölskyldum þeirra. Guðni Stefánsson NORDSJÖ Það er dýrt að mála — Þess vegna borgar sig að nota aðeins bestu fáanleg málningarefni. — Reynslan hefur sýnt að NORDSJÖ acryl- málning stenst betur grindvíkst veðurfar en nokkur önnur utanhússmálning. — Frábær litheldni — flagnar ekki né springur — sjálfhreinsandi gljáhúð — „Tintorama“-litakerfi. Haukur Guðjónsson málarameistari, sími 8200, Grindavík. Superfiller OÐRUVISI radialhjólbarðar Bridgestone Superfiller radialhjólbarðarnir eru með sérstyrktum hliðum, sem er síður haett við skemmdum, er ekið er á misjöfnum vegum. Hliðarnar eru ennfremur mýkri og sveigjanlegri en þekkist og bætir það fjöðrun við akstur á malarvegum. Valið er því ekki erfitt — BRIDGESTONE Superfiller undir bílinn. BRIDGESTONE á íslandi BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.