Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAl 1983 23 Stöðfirðingar urðu sigursælir í skóla- hlaupi Austurlands StöAvarfírdi, I. maí. 10. skólahlaup UÍA fór fram í Seyöisfirði 30. apríl. Sigurvegari annaó árið í röð varð Stöðvarfjarðarskóli með 321 stig, í öðru sæti Seyðisfjarðarskóli með 312 stig, Egilsstaðaskóli þriðji með 263 stig og Fáskníðsfjarðarskóli varð í fjórða sæti með 246 stig. Alls tóku 10 skólar þátt í hlaupinu og má hver skóli senda 3 keppendur í hvem flokk en flokkaskipan er þessi: Stelpur 9 ára og yngri (f. 1974 og síðar) hlaupa 800 m Strákar 9 ára og yngri (f. 1974 og síðar) hlaupa 800 m Stelpur 10-11 ára (f. 1972 og 1973) hlaupa 1.000 m Strákar 10-11 ára (f. 1972 og 1973) hlaupa 1.000 m Stelpur 12-13 ára (f. 1970 og 1971) hlaupa 1.200 m Strákar 12-13 ára (f. 1970 og 1971) hlaupa 1.200 m Stelpur 14-16 ára (f. 1967-1969) hlaupa 1.500 m Strákar 14-16 ára (f. 1967-1969) hlaupa 1.500 m Eins og fyrr segir var þetta 10. skólahlaup UÍ A og í annað sinn sem keppt er um þann bikar sem Stöðvarfjarðarskóli varðveitir næsta ár, en fyrri bikar sem keppt var um vann Fáskrúðsfjarðarskóli til eignar árið 1981. Myndirnar eru teknar af skólahlaupinu á Seyðisfirði. _ „ . Reykvískar konur vara við ofbeldismyndum EFTIRFARANDI ályktanir voru samþykktar á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík nýverið: Varað við ofbeldismyndum. Aðal- fundurinn fer þess á leit við eig- endur og forráðamenn mynd- bandaleiga og kvikmyndahúsa og stjórnendur sjónvarpsins að þeir sjái sóma sinn í að sýna hvorki né leigja út pyntinga- og ofbeldis- myndir. Bænakapellur á sjúkrastofnanir. Aðalfundurinn vill enn einu sinni leggja á það áherslu við stjórnend- ur sjúkrahúsa, öldrunarstofnana, heilsuhæla, sumarbúöa og fleiri, að útbúin verði aðstaða til hug- leiðinga og bænagjörða, þar sem það er ekki fyrir hendi nú þegar. Trúarlegt efni í sjónvarpi. Aðal- fundurinn beinir þeim tilmælum til forráðamanna sjónvarps að þeir fái til sýninga myndir um kristilegt efni, eins og mynd Zeff- erellis: Jesús frá Nasaret. I'áttur foreldra í fermingarundir- búningi: Aðalfundurinn hvetur foreldra og forráðamenn barna til þess að fara með börnum sínum til guðsþjónustu kirkjunnar og þá einkum í sambandi við fermingar- undirbúninginn. (Frétt frá Kirkjumálanefnd Bandalags kvenna, Rvfk.) Fyrsta sumarferð Fornbílaklúbbsins veröur farin á morgun uppstign ingardag ef veður leyfir. Lagt verður af stað frá bílastæðinu bak við Hótel Esju kl. 13.30. Félagarll Bjóöið nú fjölskyldunni með í skemmtilega ferð í gömlu glæsivögnunum ykkar! FORNBÍLAKLÚBBUR ÍSLANDS Því ekki að taka lífið létt öll fjölskyldan til Mallorka AFSLÁTTUR FYRIR BÖRNIN Nú er sumariö komiö á Mailorka tilvaliö að taka kostaboði Atlantik og öll fjölskyldan bregði sér til Mallorka, sleiki sólskinið og njóti lífsins reglulega vel í fallegu umhverfi. Hvað er eiginlega eftirsóknarverðara en ba 4TC44VTK Feröaskrifstofa, lönaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. símar 28388-28580 Brottfarardagar: 24/5 - 14/6 - 5/7 22 dagar 26/7 - 16/8 22 dagar 9/9 Nokkur sæti laus 27/9 29 dagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.