Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
Úrslitakostir
Alþýðuflokks
Stjórnarmyndunarvið-
ræður undir forystu
Geirs Hallgrímssonar eru
á lokastigi og senn kemur í
ljós, hvort þær leiða til
myndunar nýrrar ríkis-
stjórnar. Síðustu daga og
þar til í fyrrakvöld hafa
þær markvisst stefnt að
því að kanna grundvöll til
myndunar þriggja flokka
stjórnar Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Al-
þýðuflokks.
Frá því að Geir Hall-
grímsson fékk umboð sitt
til stjórnarmyndunar hef-
ur hann átt fjölda viðræðu-
funda með forystumönnum
annarra stjórnmálaflokka
og alveg sérstaklega rætt
við forystumenn Fram-
sóknarflokks og Alþýðu-
flokks. Viðræður við full-
trúa þessara flokka fóru
fram sitt í hvoru lagi þar
til sl. sunnudag að fyrsti
viðræðufundurinn fór fram
milli fulltrúa flokkanna
þriggja sameiginlega.
Þeir Geir Hallgrímsson
og Kjartan Jóhannsson
hafa átt svo marga við-
ræðufundi með sér frá því
að hinn fyrrnefndi fékk
umboð til stjórnarmyndun-
ar, að auðvelt hefði verið
fyrir formann Alþýðu-
flokksins að koma á fram-
færi þeirri skoðun flokks
síns, að viðræður við hann
væru tilgangslausar nema
Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur sam-
þykktu stjórnarforystu Al-
þýðuflokksins. Ekki er vit-
að til þess, að formaður Al-
þýðuflokksins hafi komið
þeim upplýsingum á fram-
færi. Þess í stað tók þing-
flokkur Alþýðuflokksins
ákvörðun um það sl.
sunnudag, að taka form-
lega þátt í viðræðum flokk-
anna þriggja og sátu full-
trúar hans slíka viðræðu-
fundi á sunnudag og mánu-
dag. Á mánudagskvöld
bregður hins vegar svo við,
að þingflokkurinn ákveður
að setja viðræðuaðilum
sínum úrslitakosti: forsæt-
isráðuneytið eða við hætt-
um þátttöku í þessum við-
ræðum.
Þetta eru næsta ein-
kennileg vinnubrögð, svo
að ekki sé meira sagt.
Hvers vegna sagði formað-
ur Alþýðuflokksins þetta
ekki á fyrri stigum, úr því
að þetta var slíkt úrslita-
atriði í hugum þessara
manna?
Myndun ríkisstjórnar
hlýtur fyrst og fremst að
byggjast á því, hvort flokk-
ar nái málefnalegri sam-
stöðu. Þegar sú samstaða
liggur fyrir er tímabært að
ræða, hvernig flokkarnir
skipta á milli sín ráðuneyt-
um — en ekki fyrr. Stjórn-
málabaráttan á íslandi er
ekki á háu stigi, ef hún á
fyrst að snúast um ráð-
herrastóla og síðan um
málefni.
Rök Alþýðuflokksins
fyrir þessum úrslitakost-
um eru þau, að einu póli-
tísku forsendurnar fyrir
aðild flokksins að þriggja
flokka stjórn séu þær, að
flokkurinn hafi stjórnar-
forystu á hendi. Hvers
vegna var þetta ekki lagt
fyrir Geir Hallgrímsson á
fyrri stigum málsins,
þannig, að ekki færi á milli
mála á hvaða forsendum
Alþýðuflokkurinn vildi
taka þátt í þessum viðræð-
um? Þeirri spurningu er
enn ósvarað af hálfu Al-
þýðuflokksins og formaður
hans á bersýnilega í ein-
hverjum erfiðleikum með
að svara þessari spurningu.
Það er eðlileg afleiðing af
úrslitakostum Alþýðu-
flokksins, að flokkurinn er
ekki lengur aðili að þeim
viðræðum, sem nú standa
yfir. Úrslitakostir af þessu
tagi eiga einfaldlega ekki
heima í slíkum viðræðum.
Alþýðuflokkurinn hefur
því miður sett mjög niður
vegna þessara einkenni-
legu vinnubragða.
Hitt er ljóst, að þing-
mönnum er mikill vandi á
höndum við stjórnarmynd-
un. Það er ekki margra
kosta völ, eins og Alþingi
er nú skipað. Við þessar að-
stæður verður seint mynd-
uð ríkisstjórn, sem allir
verða ánægðir með. Þess
verður væntanlega ekki
langt að bíða, að í ljós
komi, hvort málefnaleg
samstaða getur tekizt milli
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks.
Pyslurnar og meðlætið smakkast unga fólkinu greinilega vel.
Höfn, Hornafirði:
Garðveizla
á Lönguhólum
„Hvad skyldi þetta vera, ætli ég sleppi þvf
bara ekki.“
Fullorðna fólkið sá aðallega um matseldina, en vissara var
nú aö fylgjast með og gæta þess, að þvf yrði hvergi í í
messunni. Mor|(unbl»ðið/Stein«r
Höfn 8. maí.
ÞAÐ var mikið um dýrðir
hjá yngstu kynslóðinni
hér á Höfn í gær, þegar
garðveizla var haldin á
barnaheimilinu Lðnguhól-
um. Var foreldrum og
systkinum barnanna boð-
ið upp á grillaðar pylsur
og ýmislegt meðlæti.
Nemendur Tónlistarskól-
ans léku nokkur lög fyrir
veizlugesti, farið var í
ýmsa leiki með foreldrum
og trúður heimsótti
viðstadda. Auk þess var
margt fleira til skemmt-
unar.
Steinar
„Viðtökurnar vonum f
— segir Helgi Tómasson ballettdansari, sem hlot-
ið hefur frábæra dóma fyrir nýjan ballett sinn
„Já, ég er mjög ánægður með þessar
viðtökur, þær eru vonum framar,“
sagði Helgi Tómasson ballettdansari í
samtali við Morgunblaðið í gær, en
hann hefur hlotið góða dóma fyrir nýj-
an ballett sinn, Isoline, sem frumsýnd-
ur var við dansskóla City Ballett í New
York í fyrri viku. Gagnrýnandi New
York Times, Anna Kisselgoff, sagði
ballettinn risaskref á framabraut
Helga, sem verið hefur aðaldansari við
City Ballett í New York frá 1970.
„Ég get verið sæll yfir viðtökunum,
því ég er eiginlega byrjandi á þessu
sviði, samdi minn fyrsta ballett í
fyrravor og hann hlaut góðar undir-
tektir líka. Þetta er öllu stærri ball-
ett, 27 dansarar koma við sögu, sem
er talinn frekar stór ballett. Það er
enginn söguþráður í honum, ég samdi
hann við músík sem átt hefur örlítið í
mér.
Ballettinn verður tekinn til sýn-
ingar hjá City Ballett eftir þrjár til
fjórar vikur, og undirbúningur hefst í
þessari viku. Ég mun því hafa í
mörgu að snúast og nóg að gera eins
og er, því auk þess dansa ég í öðrum
verkum og kenni einnig við skólann.
Nei, ég efast um að ég dansi sjálfur
i uppsetningu City Ballett á Isoline og
mig langar ekkert frekar til þess. Ég
hafði það alls ekki í huga að minnsta
kosti, þegar ég samdi ballettinn, að ég
mundi dansa í honum sjálfur. Og ég
held það sé mikið auðveldara að
semja fyrir einhvern annan. Það er
nóg að semja og þurfa setja hann upp
sjálfur án þess að þurfa dansa líka.
Og það er tvennt ólíkt að semja ball-
ett, semja og setja saman spor, og að
dansa.
Ég byrjaði að kenna við ballettskól-
ann að einhverju ráði í fyrrahaust, og