Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 32
4KttttnIrfofrtfr Berið BONDEXi á viðinn má/ning'if MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 Skipverjar á Árnýju ÞH 228 ganga frá um borð í lok netavertíðar frá Hornafirði. MorgunblaAid/Steinar. Netin tekin upp Vetrarvertíð lýkur á sunnudag, en hinn gamli, hefðbundni lokadagur er í dag, 11. maí. Vegna aflaleysis eru menn þegar farnir að taka upp netin, en sækja má um áframhald netaveiða eftir sunnudag. Á mánudag var Heimaey VE aflahæst á vertíðinni með 1.097 lestir. Skipstjóri er Hörður Jónsson. Friðrik Sigurðs- son ÁR er í öðru sæti með 1.034 lestir, skipstjóri er Sigurö- ur Bjarnason. í þriðja sæti er Jón á Hofi ÁR með 1.007 lestir, skipstjóri er Jón Björgvinsson. Næstu skip eru Suð- urey VE með 931 lest og Sighvatur Bjarnason VE með 895 lestir. Þetta eru allt netabátar. Af trojlbátum eru efstir Freyja RE með 894 lestir og Stokksey ÁR með 885 lestir. Miðast aflatölur við miðnætti síðastliðins mánudags. Úrslita að vænta í viðræðum í dag? Viðræðufund- ir árdegis — Þingflokka- fundir síðdegis YFIRLEITT var við því búizt í gærkvöldi, að til úrslita mundi draga í dag í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Fulltrúar flokkanna hafa átt víðtækar viðræður um efnahagsmál en í gærkvöldi var Ijóst, eð enn væru einhver ágreiningsmál, en skiptar skoðanir um hve djúpstæð þau væru. Það var mál kunnugra að staðan í viðræðum flokkanna væri tvísýn. Stöðugir fundir voru í þinghúsinu í gær milli fulltrúa flokkanna tveggja og hófust þeir snemma í gærmorgun og stóöu með nokkrum hlcum fram á kvöld. Jafnframt voru þingflokksfundir hjá báðum flokk- unum, m.a. tveir hjá Sjálfstæðis- flokknum. Innan þingflokks sjálfstæðis- manna hafa skoðanir verið skiptar um, hversu æskilegt tveggja flokka samstarf við Framsóknar- flokkinn væri og munu þingmenn hafa lagt áherzlu á framgang til- tekinna stefnumiða í því sam- bandi. Innan þingflokks Fram- sóknarflokksir.s eru einnig mis- munandi sjónarmið uppi um slíkt samstarf en í báðum þingflokkun- um eru einnig menn, sem telja, að náist ekki samstaða um samstjórn þessara tveggja flokka verði tæp- ast um að ræða myndun meiri- hlutastjórnar á því þingi, sem kos- ið var hinn 23. apríl sl. Skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins munu hin snöggu viðbrögð Geirs Hall- grímssonar við úrslitakostum þingflokks Alþýðuflokksins hafa komið þingmönnum Alþýðu- flokksins á óvart. Viðræðufundir fulltrúa Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefjast kl. 9 árdegis í dag og þing- flokkar beggja flokkanna hafa verið boðaðir á fundi kl. 14.00. Að þessum fundum liðnum er búizt við að ljóst verði, hvort tekizt hef- ur samkomulag þeirra í milli um stjórnarmyndun. Gefin saman undir minnisvarða Jóns Sigurðssonar: Konan taldi vígsluna vera glens — vill ógilda hana TUTTUGU og átta ára gömul kona hefur krafist þess, að hjóna- band, sem hún gekk í undir minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í nóvember síðastliðnum, verði lýst ógilt, þar sem ekki var stofnað til hjúskaparins með lögformlegum hætti að hennar áliti — hún taldi að um glens og gaman hefði verið að ræða á sínum tíma. Tildrög þessa máls eru þau, að konan fór upp úr hádegi dag nokkurn í nóvember síðastliðnum í veitingahúsið Óðal ásamt vinkonu sinni. í fylgd með þeim var kunningi þeirra, tæplega fertugur sjómaður. Þar komu þau auga á forstöðumann fámenns trúfélags hér á landi. Sjómaðurinn tók manninn tali og leitaði eftir að þau yrðu gefin saman. Forstöðumaðurinn tók vel í Forstöðumaðurinn kom síðar að það, ef þau kæmu út fyrir. Kon- an kvaðst hafa léð þessu eyra — talið að um glens og gaman væri að ræða. Ekki hefði hvarflað að henni að vígslan yrði marktæk. Athöfnin fór svo fram að við- stöddum svaramönnum klukkan 15 þennan nóvemberdag undir minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Þó skötuhjúin hafi talið at- höfnina marklausa, þá var for- stöðumaðurinn ekki sama sinnis. Hann kom skömmu síðar að máli við brúðgumann með nauð- synleg plögg til undirritunar og staðfestingar vígslunni. Mál æxluðust svo, að sjómaðurinn fékk konuna til þess að skrifa undir — kvaðst vilja eiga plögg- in til minningar um athöfnina. máli við brúðgumann og fékk plöggin, eftir nokkra eftir- gangsmuni þó. Svo fór að þau voru skráð hjón á Hagstofu lslands, eftir að for- stöðumaðurinn hafði farið þang- að með plöggin. Konunni varð ekki um sel þegar hún komst að því, að hún hafði verið gefin manni og sem slík komin í opinberar bækur. Hún fer fram á að hjúskapurinn verði lýstur ógildur. Hún vill ekki lögskilnað þar sem hún telur að ekki hafi verið til hjúskaparins stofnað með lögformlegum hætti. Mál þetta, sem ekki á sér for- dæmi, er nú hjá dómsmálaráðu- neytinu. í athugun er hvort vígslan sé þeim annmörkum háð að ógild sé eða ógildanleg. Mikið fryst af karfa í samninga næsta árs í LOK þessa mánaðar verður væntan- lega búið að frysta karfa upp í helming næsta árs samnings við Sovétmenn og hefur SH beint þeim tilmæluml til frystihúsa, að þau verki ekki karfa fyrir Rússlandsmarkað. Karfi er verð- bættur sem vannýttur stofn og nú mun vanta um 20 milljónir króna í þá deild aflatryggingasjóðs, sem greiðir verð- bæturnar. Þá hefur á síðustu dögum Dalglish leikur á Laugardalsvelli KENNY Dalglish, knattspyrnumaður árs- ins í Englandi, mun koma hingað til lands í júní nk. á vegum knattspyrnudeildar Vík- ings og leika með sérstöku stjörnuliði gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og félögum hans í þýzka félaginu Stuttgart á Laugardalsvell- inum 11. júní. Frá þessu var gengið nú í vikunni. Knattspyrnudeild Víkings vinnur að því að fá fleiri stórstjörnur í þennan leik. „Þetta er aðeins byrjunin á miklu stjörnuflóði, sem við ætlum að hafa í þessum leik,“ sagði Guðgeir Leifsson hjá knattspyrnudeild Víkings í gær. „Við ætlum að gera stjörnuleikinn að meiri háttar viðburði í íslenzkri knattspyrnu- sögu,“ sagði Guðgeir. Kenny Dalglish er 32ja ára gamall og hefur verið einn litríkasti leikmaður Liv- erpool undanfarin ár. Hann var kjörinn knattspyrnumaður ársins 1983 í Eng- landi bæði af leikmönnum og frétta- mönnum. Hann hefur einu sinni áður verið kjörinn af fréttamönnum, árið 1979, og hafa aðeins þrír aðrir knatt- spyrnumenn í Englandi verið kjörnir tvisvar. Sjá grein um Dalglish eg félaga hans hjá Liverpool og myndir af þeim á for- síðu og bls. 36 og 37 í aukablaði Mbl. í dag. Dalglish ásamt börnum sínum, Kelly (t.v.) og Paul. MorgunblaAjð/Skaptj Hallprfmaaon orðið 8 til 10% verðlækkun á karfa í Bandaríkjunum. Aukning á karfaafla landsmanna lönduðum hér á landi fyrstu þrjá mánuði þessa árs er um 25% eða sem samsvarar tæpum 5.000 lestum miðað við sömu mánuði í fyrra. Þrátt fyrir að karfinn sé talinn van- nýttur voru hér við land veiddar 55.000 lestir af honum á sfðasta ári umfram tillögur fiskifræðinga. Mið- að við meðalverð á karfa nema verð- bæturnar 68 aurum á kíló. Árið 1978 voru veiddar 33.469 lestir af karfa hér við land, en á síðasta ári 115.069. Þá lögðu fiskifræðingar til að veidd- ar yrðu 60.000 lestir af karfa, en nú er lagt til að hámarksaflinn verði um 80.000 lestir. Vegna aukins karfaafla hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna komið þeim tilmælum til frystihúsa sinna, að verka karfann ekki á markað fyrir Sovétríkin. Ekki mun svo komið enn hjá frystihúsum Sambandsins. Samið var við Sovét- menn um kaup á 17.000 tonnum af karfa héðan í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.