Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI EFTIR JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR ungis óhugsandi, að Ramalho Eanes forseti sé með ráðabrugg um að stofna eigin flokk og bjóða fram snarlega, ef stjórn- armyndunarviðræður nú leiða ekki til annars en þess að boðað verður til nýrra kosninga. Þeir segja þetta algerlega úr lausu lofti gripið, því að forsetinn hafi hvergi sýnt, að hann hefði hug á því og þaðan af síður að hann væri að setja saman nokkra stefnuskrá. Segja má að stjórnmálaþróun- in hin síðustu ár í Portúgal og útkoman í kosningunum nú sé ekki ósvipuð því sem hefur verið að gerast í ýmsum öðrum lönd- um Suður-Evrópu, þ.e. aukin áhrif sósfaldemókratískra flokka, hafnað er vinstri stefnu Stjórnarmyndunarviðræðum í Portúgal miðar vel áleiðis undir forystu Soares Stjórnarmyndunarviðræöum f Portúgal miðar dável og ef ekki kemur eitthvað alveg sérstakt upp á bendir allt til þess að tveir stærstu flokkarn- ir, Sósíalistaflokkurinn (PS) undir forystu Mario Soares, og Sósíaldemó- krataflokkurinn (PSD) með Mota Pinto í broddi fylkingar, nái samstöðu um nýja ríkisstjórn á allra næstu dögum. Eanes forseti hefur lagt mjög hart að stjórnmálaforingjum að vera snarir í snúningum, enda mat flestra að svo mikil og brýn vandamál bíði úrlausnar í efnahagsmálum, að það þoli ekki bið að starfhæf ríkisstjórn taki við stjórnartaumunum. PS og PSD hafa yfír 65% atkvæða samanlagt og þó svo að ekki sé alger einhugur innan Sósíalistaflokksins um að fara í stjórn með Sósíaldemó- krötum er þó af flestu sýnt að mikill meirihluti telur það réttan kost. Sósíaldemókrataflokkurinn getur svo sem ekki státað af algerri sam- stöðu heldur, en mönnum ber ásamt um, að þessir flokkar hafí nálgazt hvor annan svo mjög síðustu ár, að það ætti ekki að vera teljandi vandkvæðum bundið fyrir þá að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Eins og fram hefur komið í greinum um Portúgal má segja að Mario Soares hafí hreinlega strikað út nafn Marx sáluga, en lengi stóð það Sósíalistaflokkn um fyrir þrifum, hversu mörg og ólík brot voru innan hans vébanda. Mota Pinto, formaður Sósí- aldemókrata, er í þeim hópi sem er þeirrar skoðunar, að stjórn með Sósíalistaflokki sé eini raunhæfi kosturinn og það sé beinlínis skylda PSD að taka þátt i að greiða úr hinum vondu vandamálum Portúgals eftir óstjórn AD undir forystu Pinto Balsemaos. Það hefur ekki komið til greina — a.m.k. ekki að úrslitum fengnum — að reynt yrði að lífga við Alianca Democratica og enda mál manna að bandalagið hafi i reynd gefið upp öndina með fráfalli Sa Cameiro, fyrr- verandi forsætisráðherra. Mið- demókratar, CDS, sem höfðu um 18 prósent atkvæða, fengu nú 12 prósent, ögn betra en þeim hafði verið spáð í kosningabaráttunni. Margir stjórnmálaskýrendur segja að tap flokksins megi hikstalaust rekja til tveggja meginástæðna: í fyrsta lagi af- sagnar Freitos do Amaral, að- stoðarforsætisráðherra i Bals- emao-stjórninni og formanns miðdemókrata, svo og að Lucas Pires sem kjörinn var formaður eftir nokkrar sviptingar fékk sér til liðs Adrianou Moreira, gaml- an hægrisinna og ráðherra í stjórn Salazaars. „Portúgalir eru ekki kommúnistar — langt frá því, en þeir geta ekki hugsað sér hægriflokk, allra sízt með menn innan sinna vébanda í áhrifa- stöðum, sem voru áberandi í tíð einræðisstjórnarinnar og lái þeim það hver sem vill“ að því er stóð í forystugrein portúgalsks blaðs á dögunum. Lucas Pires er ungur maður, rétt þrítugur og stóð sig að mörgu leyti vel í kosningabaráttunni. Hins vegar hefur Miðdemókrataflokkurinn fjarlægzt býsna mikið uppruna- Mota Pinto lega stefnu sína og það féll sýni- lega ekki í kramið hjá Portúgöl- um, eftir útkomu flokksins í kosningunum að dæma. Sérfræðingar segja það öld- ef hún þýðir kommúnisma og hægri stefnu, ef hana má setja í eitthvert samhengi við fasisma og fyrri stjórnmálaflokka í þess- um löndum. Verðhækkanir hafa gengið yf- ir Portúgal síðustu árin og at- vinnuleysi hefur aukizt. Dug- leysi Pinto Balsemao og stjórnar hans verður líklega ekki til neins jafnað og mikil vonbrigði fólks með störf Alianca Democratica eftir lát Sa Carneiros eru ótví- ræð. Ýmsir hafa velt fyrir sér, hvort Freitos do Amaral, fyrr- verandi leiðtogi miðdemókrata hafi með brotthvarfi sínu af stjórnmálasviðinu tveimur mán- uðum fyrir kosningar, endanlega hætt afskiptum af pólitík. Það mun hins vegar vera opinbert leyndarmál, að minnsta kosti í Portúgal, að Do Amaral stefnir að því að bjóða sig fram til for- seta þegar síðara kjörtímabili Eanes lýkur. Samkvæmt stjórn- arskránni skal forseti aðeins sitja tvö kjörtímabil. Svo framarlega að ekki komi fram einhver óvæntur kandidat sem sér og sigrar, eru öll sólarmerki sem benda til þess að Freitos do Amaral muni fara létt með að vinna þær kosningar og verða næsti forseti landsins. En fyrst og fremst beinast auðvitað sjónir manna nú að stjórnarmyndunarviðræðunum. Röggsemi og skörungsskapur Mario Soares í þeim hefur vakið með mönnum nýjar vonir um bjartari framtíð í portúgölskum stjórnmálum Lucas Pires formaður CDS ásamt Adriano Moreira. Málverkauppboð Klausturhóla: Kjarvalsmynd á 138 þúsund krónur Málverk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval var dýrasta verkið sem slegið var á málverkauppboði Klausturhóla á mánudaginn. Var verkið slegið á rösklega 138 þúsund krónur með söluskatti. Næstdýrasta myndin var mál- verk eftir Gunnlaug Blöndal, sem slegið var á 74 þúsund krónur með söluskatti. Verk eftir Ásgrím Jónsson fór á tæp 62 þúsund krónur, mynd eftir Þórarinn B. Þorláksson á 57 þús- und og vatnslitamynd eftir Jón Þorleifsson var slegin á 37 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum er blaðamaður fékk í gær hjá Halldóri Runólfssyni verslunar- stjóra í Klausturhólum. Tæplega 100 málverk voru boðin upp, og fór ódýrasta verkið á 500 krónur. Þetta var síðasta málverkaupp- boð Klausturhóla á þessum vetri, en næsta uppboð verður í haust Afhenti forseta trúnaðarbréf NÝSKIPADIIR sendiherra Bretlands, hr. Richard Thomas, afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt á fímmtudag að Bessastöðum að viðstöddum Ólafí Jóhannessyni utanríkisráðherra. Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Bretlands hefur aðsetur í Reykjavík. Bær, Höfðaströnd: Erfitt að fá keypt hey B**, llöfða-strönd, 9. maí. HÉR er nú austan nepjukuldi og allt til sjávar er eins mikið um snjó og auða bletti. Úti í Fljótum er mér sagt að varla sjáist auð jörð. Eitthvað er um að bændur kaupi hey en þó er orðið erfítt að fá hey. Má því segja að útlitið sé ekki björgulegt ef ekki hlýnar mjög fljótlega. Vitanlega er ekki vottur af gróðri á jörð sem kemur undan snjó. Er talið að 20—50 sentimetra klaki sé í jörðu. Þeir sem stunda kartöflurækt óttast að garðlönd verði ekki nothæf fyrr en í júní. Svolítið hefur lifnað yfir þorsk- veiði í sjó en þó hæpið að útgerð borgi sig. Björn í Bæ. Dagur aldraðra: Sr. Jakob Jónsson dr. theol. prédikar við messu í Dómkirkjunni Á ÁRI aldraðra í fyrra var ákveðið, að uppstigningardagur skyldi fram- vegis vera helgaður málefnum aldr- aðra í kirkjum landsins. Nú á uppstigningardag, sem er á morgun, fimmtudag 12. maí, verður messa í Dómkirkjunni og hefst hún kl. 2.00. Sr. Jakob Jóns- son dr. theol. prédikar og er eldra fólk í sókninni sérstaklega boðið velkomið til messunnar. Eftir messu verður öllum kirkjugestum 60 ára og eldri boðið til kaffidrykkju í Oddfellowhús- inu. Á meðan gestir njóta veitinga mun Sigríður Gröndal syngja ein- söng við undirleik Marteins H. Friðrikssonar dómorganista, en Sigríður hlaut fyrstu verðlaun í söngkeppni sjónvarpsins nú ný- lega. Athygli skal vakin á því, að eng- in messa verður í Dómkirkjunni kl. 11.00, heldur þessi eina messa kl. 2 síðdegis og viljum við hvetja til almennrar kirkjugöngu þennan dag, bæði unga og aldna, þótt þessi dagur sé sérstaklega helgað- ur málefnum aldraðra. Hjalti Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.