Morgunblaðið - 11.05.1983, Side 19

Morgunblaðið - 11.05.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 19 Skagfirðingar ræða saman í einu af gestaboðunum (Drangey. Gestaboð fyrir eldri Skagfirðinga í Rvík Á uppstigningardag verður árlegt gestaboð Skagfirðingafélaganna í Drangey, Síðumúla 35, og hefst það klukkan 14.30, en það hefur verið snar þáttur í starfi félaganna um árabil. Að venju mun Skagafjarðar verða minnst í tali og tónum. Alla tíð hefur aðsókn að sam- komum þessum verið með ágætum og þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að líta við í Drangey, heilsa upp á gamla vini og kunn- ingja og minnast skemmtilegra stunda að fornu og nýju. Þeir sem óska eftir að verða sóttir í bíl hafi samband við Drangey. Sædýrasafn- id fær synjun ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin í máli Sædýrasafnsins, og hefur stjórn þess verið send synjun um áframhald- andi starfsleyfi, að sögn Ein- ars Ingimundarsonar bæjar- fógeta í Hafnarfirði. Mbl. hafði samband við Hörð Zóphaníasson formann stjórn- arinnar sem hafði enn ekki fengið synjunina í sínar hendur en kvað: „Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um hvað gert verður þar sem synjunin hefur ekki enn borist okkur. En það má reikna með að kallaður verði saman fundur seinna í mánuðin- um með fulltrúum þeirra sveit- arfélaga sem styrkt hafa starf- semi safnsins, og tekin ákvörðun INNLENTV um afdrif þess. En þangað til verður haldið áfram með lag- færingar á apahúsinu og vatns- lögnum því það má á margan hátt nýta þessi mannvirki sem þarna eru og verður reynt að koma þessum eignum í verð eins og hægt er. Gítartón- leikar í Bú- staðakirkju HUÓMSVEIT Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og þrír gít- arnemendur halda tónleika í Bú- staðakirkju í kvöld klukkan 20.30. Einleikararnir eru: Erik Mog- ensen, Friðrik Karlsson og Krist- inn H. Árnason. Fluttir verða þættir úr gítarkonsertum eftir Ferdinant Carulli, Castelnuovo Tedesco og Heitor Villa Lobos. Stjórnandi á tónleikunum er Sigursveinn Magnússon. Bílaland auglýsir fyrir bílinn: Startara, alternatora, nýja og verksmiðju- uppgerða ásamt varahlutum, spennu- stilla (cut-out), lands- ins besta úrval, mið- stöðvarmótora, rafmagns-bensín- dælur, stefnuljósa- blikkara, Relay, 12 og 24 v, flautur, 12 - og 24 v, kertaþræöi, háspennukefli, kerti, Bosch-super síur, Ijósaperur og sam- lokur, þurrkumótora, spíssadísur, glóða- kerti, skiptirofa 12 v og 24 v, búkkamót- ora og dælur, Lum- enition, Mark-ll, hleðslutæki, tíma- byssur, afgasmæla. ©BÍLALAIMD HÁBERGHF. Skeifunni 5. Sími: 91-84788. Hræsnað f Breiðholtshæðum Sá sem þessar línur ritar hefur hingað til ekki verið í vandræðum með að standa við skoðanir sínar á prenti og ekki þurft að etja öðrum á foraðið fyrir sína hönd. Gildir þá einu hvort skoðanir hans eru ódrengilegar og vanhugsaðar eða bara óheiðarlegar. Síðustu sjö ár- in eða svo hef ég stundum tekið að mér að áminna Geir Hallgrímsson og félaga þegar þeir eru um það bil að tapa áttum í Sjálfstæðis- flokknum. Hef ég þá stundum reynt að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og forðast allt rósa- mál. Flokksmanni og félögum hans er því eflaust fyrir löngu orð- ið ljóst, að ég vil nýja forystu í Sjálfstæðisflokknum við fyrsta tækifæri. Þeir geta því ekki reitt sig á mitt atkvæði þegar til kast- anna kemur á landsfundi. Hitt er öllu verra fyrir flokk og formann þegar hópar fólks flaðra upp um flokksmann í tíma og ótíma sem viðhlæjendur en ekki vinir í raun. Einn slíkur hópur sýnir formanni fölsk vinarhót í Morgunblaðinu á sunnudag. Landsfundur og þingreisn Hluti af stjórnarmönnum í þrem sjálfstæðisfélögum í Breið- holti sendir frá sér ósamþykkta fundarsamþykkt þann dag. Ástæðan er sú, að hópur sjálf- stæðismanna safnar nú undir- skriftum til að láta flýta lands- fundi flokksins og jafnframt að þingflokkur sjálfstæðismanna kjósi þrjá alþingismenn til að semja um stjórnarmyndun. í orðsendingu frá hluta af stjórnarmönnum sjálfstæðisfélag- anna þriggja, er ég sagður „upp- hafsmaður þessa ódrengilega og vanhugsaða tiltækis". Jafnframt furðar hluti stórnarmanna félag- anna þriggja sig á, að ég „skuli ekki kynna það sjálfur í dagblöð- um í stað þess að beita öðrum fyrir vagninn". Síðan er farið nokkrum orðum um óheiðarleika. Þetta er rangt mál. Ég á því miður ekki heiðurinn af þessu merka framtaki því hann fellur öðrum í skaut. Hitt er svo annað mál, að ég er hjartanlega sam- mála textanum í söfnun þeirra sjálfstæðismanna. Það átti að halda landsfund strax daginn eftir að flokksformaður hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri og engar refjar. Einnig er það fyrir neðan allar hellur að þingflokkur sjálf- stæðismanna skuii lúta forystu utanþingmanns við stjórnarmynd- un. Þetta mál er það ofarlega á baugi í umræðunni í dag, að ég rökstyð það ekki frekar hér. Forgöngumenn eru ofsóttir Ég frétti fyrst af þessari söfnun röskri viku áður en hún varð svo blaðamatur. Þá hringdi til mín kunningi minn og bauð mér að skrifa undir, en ég kom því ekki við, enda þá rúmfastur í inflúensu. Hins vegar lagði ég á ráðin um bæði orðalag og útbreiðslu. Enda er mér fúlasta alvara að Sjálf- stæðisflokkurinn söðli um áður en það verður um seinan. Þreif- ingarnar á stjórnarmyndun núna munu því miður ná að kljúfa flokkinn í herðar niður og reyta af honum kjörfylgið áður en yfir lýk- ur. Guðmundur Guðmundsson heit- ir málsvari forgöngumanna í söfn- un þessari. Þann röska mann hafði ég aldrei hitt á lífsleiðinni fyrr en fjórum dögum eftir að ég heyrði fyrst um söfnunina getið. Þá ræddum við málin nokkrum sinnum í síma. Guðmundur sat þá undir ofsóknum frá nokkrum stjórnarmönnum í Félagi sjálf- stæðismanna í Fella- og Hóla- hverfi. Þeir heimtuðu að hann segði tafarlaust af sér embætti varamanns í stjórn félagsins og léti af hendi almenn mannréttindi fyrir að hafa skoðun. En Guðmundur á heiður skilinn líkt og aðrir forgöngumenn í söfn- uninni fyrir að vilja festa á pappír þær skoðanir sem vaxandi meiri- hluti sjálfstæðismanna ræðir sín á milli þessa dagana. Hræsnað í Breiðholtshæðum í stjórnum sjálfstæðisfélaga í Breiðholtshæðum eru mætir borg- arar sem vilja formanni sínum vel. Þar eru einnig ágætir flokksmenn sem vilja skipta strax um forystu. Báðir hópar eru salt jarðar í Sjálfstæðisflokknum. En inn á milli tvístíga allt of margir viðhlæjendur. Þeir hvísla því einu í eyru formanns sem þeir halda að hann hafi velþóknun á. Fyrir bragðið er ósamþykkt fundarsamþykkt frá hluta af stjórnarmönnum í þrem félögum sjálfstæðismanna í Breiðholti bæði dautt og ómerkt plagg þegar í harðbakkann slær. Ásgeir Hannes Eiríksson. HITAMÆLAR SöyoHaygjiyir dJ<§XTD®®®in) & ©® Vesturgötu 16, sími 13280. Amerískur og um það þarf ekki fleiri orð. Fulltverðkr. 409.490,- Sérstakur afsláttur af árg. 1982 96.540,- Bengi 01. 05. 'B3 506.030 6 manna lúxus bíll Litir: silfurgrár - dökkgrænn sanseraöur - drapplitur - dökkblár Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri - Aflhemlar - Hituö afturrúða - Electronisk kveikja Deluxe innrétting - Digital klukka - Fjarstýröur hliðarspegill - Litaö gler JÖFUR HF Nýbylavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 ■t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.