Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 KYNNUM NÝJAR GERÐIR AF VÖNDUÐUM STÍLHREINUM INNRÉTTINGUM BEYKI — EIK — FURA 20% kynningarafsláttur Gásar írmúla 7, •ími 30500. ApóteH aðeins viðurkenndar vörur Eika-Grill-rallkeppnin: Ómar og Jón sýndu réttu handtökin Það fór sem marga grunaði. Bræðurnir ömar og Jón Ragnarssynir sigruðu Eika-Grill-rallkeppnina, sem fram fór í laugardaginn. Óku þeir Renault 5 sínum nsr hikstalaust gegnum stórskemmtilegt rallið, sem haldið var af Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Ljósm. Gunniaugur. Bræðurnir Ómar og Jón Ragn- arssynir áttu ekki í miklu vand- ræðum með að leggja andstæðinga sína í Eika-Grill-rallinu að velli á laugardaginn. Sigruðu þeir á Ren- ault 5 keppnisbíl sínum og voru tæpri mínútu á undan þeim Hall- dóri Úlfarssyni og Tryggva Aðal- steinssyni á Toyota Corolla 1600. Þriðju urðu Húsvíkingarnir Steingrímur Ingason og Svavar Gestsson á Datsun 1800, en þó ekki fyrr en eftir mikla keppni við Jón S. Halldórsson og Hjalta Haf- steinsson á BMW 2002. Óku þeir síðarnefndu glæsilega á síðustu leiðum rallsins, en náðu ekki að vinna upp um mínútu refsingu, sem þeir fengu við skoðun keppn- isbílanna fyrir rallið, og urðu tæpri mínútu frá þriðja sætinu. Eika-Grill rallið er ein al- Þau voru ófá stökkin sem keppnisbflarnir tóku í rallinu. Fréttist jafnvel af 30—40 metra flugum og hæðarmetið var um 5 metrar. Hérna svífur Lada Ríkharðs Kristinssonar, sem varð í einu af neðstu sætunum. Morgunblaðs-Escort Gunnlaugs og Tómasar valt á Reykjanesi í byrjun keppninnar, en þeir béldu óhikað áfram og skiluðu sér í sjöunda sæti og nældu í klúbbmeistaratitil Akstursíþróttafélags Suðurnesja. Hér sést Escort þeirra stuttu áður en þeir náðu að komast frammúr keppinaut sínum um titilinn. Ljósmyndir Gunnlaugur Björnanon. Lokastaðan í Eika-Grill-ralli '83 1. Ómar Ragnarss./ Jón Ragnarss., Renault 5 3,28 2. Halldór Olfarss./ Tryggvi Aðalsteinss., Corolla 1600 4,20 3. Sleingrímur Ingas./ Svavar Gestss., Datsun 1800 6,16 4. Jón S. Halldórss./ Hjalti Hafsteinss., BMW 2002 7,23 5. Jón Sigþórss./ Halldór Gíslas., Lancer 1600 7,53 6. Stefán Magnúss./ Ægir Ármanss., Subaru 1600 19,31 7. Gunnlaugur Rögnvaldss./ Tómas Hanss., Escort 1300 19,32 8. Árni Ó. Friðrikss./ Ragnar Kristjánss., Escort 1600 19,49 9. Eiríkur Hjartarss.3 Björn Ólafss., Datsun 1200 23,32 10. Ríkharöur Kristinss./ Atli Vilhjálmss., Lada 1500 33,02 11. Hafsteinn Haukss./ Birgir V. Halldórss., Escort 1600 33,08 12. Ævar Hjartarss./ Bergsveinn Ólafss., Lada 1600 35,44 13. Eiríkur Friöriksson/ Þráinn Sverriss., Escort 2000 51,16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.