Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 Efiiahagsmál frá sjónarhóli áhorfenda eftir Hauk Svein- bjarnarson Hlutlaust yfirlit, á breiðum grundvelli, um nokkra þætti efna- hagsmála, til umhugsunar fyrir þá sem hafa og koma til með að hafa áhrif til stefnumörkunar. Grein þessi, mjög stytt, er birt eftir kosningar svo að lesendur haldi ekki að höfundur gangi með þá grillu að hann geti bjargað þjóðinni. Hins vegar hefur höf- undur skrifað árvisst greinar fyrir sjálfan sig um efnahagsmál, af áhuga, sér til glöggvunar. En þeir sem skrifa svona greinar hafa venjulega áhyggjur af ríkjandi ástandi og eru þær áhyggjur meiri nú en nokkru sinni vegna þess að það er svo auðvelt, einmitt nú, að gera ranga hluti sem skapa eymd hjá stórum hluta almennings. í fyrsta lagi vegna þess að erlendar skuldir eru allt of miklar og í öðru lagi vegna þess hvað álögur og gjöld eru allt of hátt hlutfall af launum hins vinnandi manns, sér- staklega ungs fólks. Erlendar skuldir verða ekki greiddar með meiri álögum og heldur ekki með eignaupptöku á neyslu sem þegar er orðin, því að báðir þessir liðir eru víxlverkandi og gagnverkandi og neikvæðir í framleiðni Við nú- verandi aðstædur. við núverandi aðstæður er aðeins hægt að halda í horfinu í vissum skilningi. Hag- vöxtur verður að vera einhver, en það getur hann ekki verið nema með einhverri verðbólgu, eftir- spurnin verður að vera lítið eitt meiri en framboðið. Og til þess að stuðla að þessu, þarf að fresta er- lendum greiðslu, auka framleiðni og stöðva víxlhækkanir kaups og veðlags. Þetta hefur margoft heyrst áður og allir stjórnmála- flokkar stefna beint eða óbeint að þessu. En menn greinir á um leiðir og það er það sem hefur skipt máli þegar litið er til baka og kemur til með að skipta máli nú. Verðbólga hefur verið frá stríðslokum til 1970 rúm 10% að meðaltali og síðar 40 til 80%. Á sama tíma hefur þjóðarfram- leiðsla aukist um 5%. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hagvöxt á hverjum tíma þar sem ekki er vitað hvort eða hvenær fjárfesting skilar arði. Erlendar lántökur hafa verið allt of miklar og nú upp á skíðkastið langt yfir eðlileg mörk, miðað við þjóðartekjur, þegar þess er gætt að fjárfesting hefur verið of oft óarðbær. Mikil fjárfesting og ör, án tillits til arðs, er í eðli sínu þenslu- og verðbólgu- valdur. Þensluáhrifin er þó hægt að minnka með stjórnum og að- haldi í framkvæmd verka. Sé fjár- festingin algjörlega óarðbær, skili ekki atvinnumöguleikum eins og henni er ef til vill ætlað, þá er hún ekki aðeins skaðleg, heldur háska- leg. Tímabundið (eyðslu-) jöfnun- arlán getur verið réttlætanlegt til að halda í horfinu atvinnu- og peningalega séu nýjar tekjur í sjónmáli. Verð peninga, vextirnir, hafa sí- hækkað og eru nú að nálgast 50% á ársgrundvelli og verðtrygging lána eru orðin algeng. Svokölluð raunvaxtastefna á að stuðla að frjálsum sparnaði, aukinni spari- fjármyndun, skynsamlegri fjár- festingu og minnkandi eftirspurn. En með auknum greiðsluskyldum í sköttum og framlögum til ýmissa sjóða hefur spariféð minnkað. Fjármagnið rennur þrengra og verður æ meira fyrir áhrifum og til ráðstöfunar opinberra aðila. Fjármagnið minnkar því á frjáls- um markaði og frjáls ráðstöfun fer dvínandi, fjármagnið verður óarðbærara þar sem aukin sam- neysla og félagshyggja er greidd með skattpeningum og þá auðvit- að með minnkandi ábyrgð ein- staklinganna. Deila má um mæli á ýmsum þáttum efnahagsmála, svo sem hvað eru raunvextir þegar áhrifa gætir frá millifærslum, niðurgreiðslum og ýmsum laga- boðum, svo sem skerðingu launa og verðlagseftirliti og jafnvel höftum. En þrátt fyrir háa vexti hefur eftirspurn eftir peningum aukist. Verður það að teljast sér- íslenskt fyrirbæri. Þetta stafar ef- laust af því að atvinna hefur verið nóg og hækkanir launa reglulegar í skjóli sterkra félagslegra og póli- tískra afla sem virka orðið af vana til áræðis og sem trygging. Sí- hækkandi skattar og nauðsynjar samfara auknum skyldum við ýmsa sjóði hafa frekar aukið eftir- spurn, af því áunninn eða fenginn lífsmáti er ekki látinn af hendi baráttulaust. Verðmætamat er orðið annað vegna breyttra neyslu- og við- skiptavenja sem beina fjármagn- llaukur Sveinbjarnarson „Embættismönnum fjölgar og allur tilkostn- aður magnast. Verði gengið of langt, leiðir það til miðstýringar, sjálfvirks embættis- kerfis... Of há eða mikil samneysla er stórhættuleg þjóðfélagi eins og okkar, sem hef- ur mjög einhæfan at- vinnurekstur.“ inu einnig inn á nýjar brautir, aukin ferðalög innanlands og utan, aukin orkueyðsla og aukin viðskipti með alls konar trygging- arbréfum, svo sem sjálfskuldar- ábyrgð. Einnig er hin aukna al- menna neyð farin að segja til sín með minnkandi atvinnu og raun- tekjum, til aukinnar eftirspurnar eftir peningum, lán eru tekin til að greiða lán. Hverskonar styrkir, samneysla og félagshyggja eru þættir sem allir eru verðbólguauk- andi séu þeir greiddir með ríkisfé. Sumir þessara þátta binda oftast fé til langs tíma og auka heldur á þá bindingu frekar en hitt. Hve miklu af skattpeningum til þess- ara þátta skal verja á hverjum tíma er vandamál og ávallt ágreiningsatriði. En reglan ætti að vera sú, að sem minnstu fé verði varið til þessara þátta án þess að öryggi samfélagsins sé stofnað í hættu. Verði aukning ör í samneyslunni vex ófyrirséður eða hliðarkostnaður oftast mun hraðar en gert er ráð fyrir. Emb- ættismönnum fjölgar og allur til- kostnaður magnast. Verði gengið of langt leiðir það til miðstýr- ingar, sjálfvirks embættiskerfis eða til „lög-reglu-valds“. Of há eða mikil samneysla er stórhættuleg þjóðfélagi eins og okkar sem hefur mjög einhæfan atvinnurekstur. Minnki þjóðartekjur verulega með almennu atvinnuleysi standa þegnarnir síður í skilum við ríkið og almennt eigna- og peningahrun er yfirvofandi. Lán, erlend eða innlend, til jöfnunar eru þá oft nauðsynleg til þess að stýra út úr vandanum eða til að leysa hann tímanlega. En þau eru alltaf vara- söm ef ekki er beitt miklu aðhaldi, sérstaklega ef skuldir eru miklar fyrir og afborganir örar. Þá þarf það að vera tryggt að lánin séu arðbær, skili fénu til baka á sem skemmstum tíma. Fjárhagsvandi fyrirtækja verð- ur æ meiri eftir því sem verðbólga eykst og ef í ofanálag bætist at- vinnuleysi, þá getur víða orðið erf- itt. Vanskil aukast, skammtíma- lán aukast að sama skapi og lausa- fjárstaða versnar. Tilhneigingar gætir til þess að fresta öllum greiðslum en innheimta harðnar að sama skapi. Hlutfallslega mið- að við verðbólgu minnkar lánsfé bankanna sem verða fyrir afskipt- um Seðlabankans í æ ríkara mæli. Dagleg stjórnun fyrirtækja verður meira og meira innheimtu- og fjármálalegs eðlis, þar sem hinir háu vextir virka ekki nema já- Tvær flugvélar lentu hjá „gullleitarmönnum“ á Skeiðarársandi í fyrradag, Mogginn og Frúin, undir stjórn Ragnars Axelssonar, Ijósmyndara Morgunblaðsins, og Ómars Ragnarssonar. Búðir „gullleitarmanna“ njörv- aöar á miðjum Skeiðarársandi jarðýtur. Til stóð að reisa búðirnar fram við sjó þar sem skipið liggur f sandinum, en vegna þess hve þar getur stormað og bulið sandur, var ákveðið að reisa búðirnar á malar- kenndara svæði en foksandinum fram við sjó. Gullleitarmenn sem munu fyrst og fremst leggja kapp á að ná upp flakinu af Het Wapen von Amst- erdam, eru nú að gera klárt fyrir vinnu á strandstað, en stórvirk jarðýta hefur breytt ósum Skeið- arár, fært þá um tvo km vestur frá flakinu af Het Wapen. Mikil vinna hefur farið i að ganga tryggilega frá búðunum og mannvirkjum þar, því ef vindur nær að blása hressilega á hinum víðáttumiklu söndum, fer flest á ferð sem upp úr rís. Ráðgert er að hefja vegagerð yfir sjálft vatna- svæðið um helgina, en búið er að leggja veg niður að svokölluðum Brúsastöðum, sem eru um 13 km frá þjóðveginum í Skaftafelli. Gullleitarmenn á Skeiðarársandi eru nú búnir að koma upp búðum sínum miðsvæðis á sandinum við Lækjarbakka. Risin er þyrping svefnhúsa, olíustöð, vatnsgeymar og fleira auk stórvirkra tækja sem til- heyra útgerðinni, svo sem skurðgröf- ur, beitabflar, vörubflar, veghefill og LjÓNmrnd Mbl. Ragnar Axelnson Unnið við að rafsjóða saman sver rör sem undirstöður undir mannvirki leitarmanna, en rörin eru síðan fyllt með rauðamöl og sandi. Frenist er Kristinn Guðbrandsson, en fjær eru Jói, Frans og Þórir við malarbinginn. Ljóamjnd: Árni Johnsen Búðir „gullleitarmanna" við Lækjarbakka á miðjum Skeiðarársandi, vistar- verurnar eru í miðri þyrpingunni. I fjarska sér á Skaftafellsjökul, en á miðri mynd er stór skurðgrafa að slétta malarfláka svo flugvélar geti lent þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.