Morgunblaðið - 11.05.1983, Page 21

Morgunblaðið - 11.05.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 53 i 1 $ « I I I II ^Él^akandi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI . FÖSTUDAi K\ TIL FÖSTUDAGS „Þú, bláfjalla geimur með heiðjöklahring“ í.' ' , Þykir formanni Kvenrétt- indafélagsins broslegt að konur tali við konur? Sigríður Guðmundsdóttir skrifar: „Ég má til með að biðja þig, Velvakandi góður, fyrir svo- litla hvatningu til skíðafólks. Nú er besti skíðatíminn, en fara að verða síðustu forvöð að nýta hann. Ég er búin að fara í Bláfjöllin með barnabörnin mín síðdegis á hverjum degi nær alla vikuna og við höfum öll átt ógleymanlegar stundir. Það er svo miklu skemmti- legra að geta verið í sæmilegri hlýju og birtu, og snjórinn hefur verið einstaklega góður. Enda er áberandi hve mikið er af fólki með litla krakka núna. Með nýja skálanum er líka orðið svo miklu auðveldara og þægilegra að athafna sig, fara á snyrtingu með krakkana og láta þau hvíla sig svolítið á milli meðan þeim er gefið eitthvað heitt að drekka og eitthvað í svanginn. Sjálf verð ég líka fjarska fegin að geta fengið mér í ró- legheitum kaffibolla, jafnvel sest með hann út á pallinn. Krakkarnir hlæja að mér þeg- ar ég bæði heima og uppfrá raula „Þú, bláfjallageimur með heiðjöklahring" — alsæl. Má þó ekki syngja hátt, því þá skammast þau sín fyrir ömmu.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilislong verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Kvenréttindakona skrifar: „Velvakandi góður. Ég hef heyrt ýmsa fetta fingur út í það tiltæki Geirs Hallgríms- sonar að taka með sér þingkonur Sjálfstæðisflokksins til viðræðna við fulltrúa kvennalistanna á dög- unum. í Ríkisútvarpinu sl. sunnu- dag sagði Esther Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags ís- lands, að þetta hefði verið bros- legt, og engu líkara en að formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefði þurft að hafa með sér túlk til að ræða við þessar „skörulegu konur" eins og hún orðaði það. Hins vegar fæ ég ekki annað séð en að þetta hafi verið mjög svo rökrétt hjá for- manni Sjálfstæðisflokksins miðað við þann málflutning, sem full- trúar kvennalistans höfðu í kosn- ingabaráttunni. Þær sögðust ætla að vinna að öllum málum út frá forsendum kvenna, og reka stefnu hinnar hagsýnu húsmóður. Þær töluðu fjálglega um reynsluheim kvenna, kvennamál og gáfu í skyn að þetta væri nokkuð, sem kari- menn hefðu aldrei skilið og gætu ekki skilið. Er það því eitthvað óeðlilegt að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi þurft á túlkum að halda í viðræðum sínum við þess- ar skörulegu konur? Þykir for- manni Kvenréttindafélagsins broslegt að konur tali við konur?" GÆTUM TUNGUNNAR Að líta við merkir að líta um öxl, horfa til baka, en það merkir ekki að líta inn, eða koma við. við fulltrúa kvennalistanna á dög- unum. í Ríkisútvarpinu sl. sunnu- dag sagði Esther Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags ís- lands, að þetta hefði verið bros- legt, og engu líkara en að formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefði þurft að hafa með sér túlk til að ræða við þessar „skörulegu konur" eins og hún orðaði það. Hins vegar fæ ég ekki annað séð en að þetta hafi verið mjög svo rökrétt hjá for- manni Sjálfstæðisflokksins miðað við þann málflutning, sem full- trúar kvennalistans höfðu í kosn- ingabaráttunni. Þær sögðust ætla að vinna að öllum málum út frá forsendum kvenna, og reka stefnu hinnar hagsýnu húsmóður. Þær töluðu fjálglega um reynsluheim kvenna, kvennamál og gáfu í skyn að þetta væri nokkuð, sem karl- menn hefðu aldrei skilið og gætu ekki skilið. Er það því eitthvað óeðlilegt að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi þurft á túlkum að halda í viðræðum sínum við þess- ar skörulegu konur? Þykir for- manni Kvenréttindafélagsins broslegt að konur tali við konur?" Lítið minnst á öll þessi nýju tæki Steingrímur Sigurjónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er alltaf verið að gera svo mikið úr störfum kvenna á heimil- unum, hvað þessi störf séu erfið og krefjandi og hafi jafnvel staðið konum fyrir þrifum á öðrum svið- um þjóðlífsins. En þegar maður les blöðin, þá sér maður, að það er alltaf verið að auglýsa ný og full- komnari tæki til að létta heimil- isstörfin, m.a. þvottavélar, upp- þvottavélar og mörg fleiri. Og .........------------- — - — þessi tæki létta ekki einasta þau störf sem leysa þarf af hendi, heldur stytta stórkostlega tímann sem í þau fer. Það er einkennilegt, hvað lítið er minnst á öll þessi tæki, þegar verið er að ræða um heimilisstörfin. Tökum til saman- burðar störf sjómanna á hafi úti. Hver eru tækifæri sjómanna til að láta að sér kveða? Eða þeirra sem vinna við virkjunarframkvæmdir á fjöllum? Það eru bæði erfið og lýjandi störf sem þessir aðilar inna af hendi. Gleymum því ekki. Jafnréttisbarátta kvenna mætti beinast miklu meira en hingað til hefur verið að því að taka þátt í þessum störfum til jafns við karl- menn. Sama má segja um bygg- ingarframkvæmdir fjölskyldn- anna. Hræddur er ég um að hitinn og þunginn af öllu því erfiðinu lendi enn sem komið er fremur á herðum karla. Þar mættu konur einnig sækja fram. Blómasalur I kvöld bjóðum við gestum okkar gleðilegt sumar með sérstökum matseðli og léttum lögum. Matseðill Kjúklingakjötseyði Rcekjur í kampavíni Kúmenkryddaður grísahryggur Eplapœ Friðbjörn Jónsson tenórsöngvari syngur létt sumarlög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Borðapantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEtDA HÓTEL Þú svalar lestrarþörf dagsins ásfcium Moggans!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.