Morgunblaðið - 01.07.1983, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ 1983
Lensidælur
Lensi- og sjódælur fyrir
smábáta meö og án flot-
rofa. 12 og 24 volt. Einnig
vatnsdælur (brunndælur)
fyrir sumarbústaöi, til að
dæla út kjöllurum o.fl. 220
volt. Mjög ódýrar.
Atlas hf
Armula 7. simi 26755. Reykjavik
LEGUKOPAR
Legukopar og tóörlngar-
efni í hólkum og heilum
stöngum.
Vestur-þýzkt úrvals efni.
Atlas hf
Armúli 7 — Simi 26755.
Póstholf 493, Reykjavík
WAGNER-
sjálfstýringar
Wagner-sjálfstýringar,
komplett meö dælusettum
12 og 24 volt, kompás og
fjarstýringum fram á dekk,
ef óskaö er, fyrir allar
stæröir fiskiskipa og allt
niöur í smá trillur. Sjálf-
stýringarnar eru traustar
og öruggar og auöveldar í
uppsetningu. Höfum einn-
ig á iager fiestar stæröir
vökvastýrisvéla.
Hagstætt verð og
greiösluskilmálar.
Atlas hf
Ármúli 7 — Sími 26755.
Pósthólf 493, Reykjavík
Hvalveiðibannið
ekki á rökum reist
Tókíó, 30. júní. AP.
JAPANSKIR umhverfisverndarmenn hafa efnt til ráðstefnu í Tókíó, þar
sem tekin voru til meðferðar hin vísindalega, efnahagslega og umhverfis-
lega hlið hvalveiða. í hópi þeirra, sem ráðstefnuna sitja, eru háskólakenn-
arar, menn frá rannsóknastofnunum og embættismaður frá hvalveiðiborg-
inni Trichi. Þá er einn rithöfundur á meðal þátttakenda.
Það er álit ráðstefnumanna, að
andmælin gegn hvalveiðum frá
ýmsum öðrum umhverfisvernd-
araðilum í Japan og öðrum lönd-
um, einkum Bandaríkjunum, „séu
ekki byggðar á föstum, vísinda-
legum grundvelli". Sem kunnugt
er, þá hefur Alþjóðahvalveiðiráð-
ið samþykkt að banna allar hval-
veiðar og á bannið að ganga í
gildi 1986. Ef bannið verður látið
ná til Japans, eiga 50.000
starfsmenn japanska hvaliðnað-
arins eftir að missa atvinnuna.
Japan hefur ásamt Sovétríkj-
unum, Noregi og Perú mótmælt
samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins frá því í apríl 1982 og eiga
Reagan og Carter:
Alríkislögreglu
falin rannsókn
Washington, 30. júní. AI*.
BANDARÍSKU alríkislögregl-
unni hefur verið falið að rann-
saka hvernig aðstoðarmönnum
Ronald Reagans, Bandaríkja-
forseta, áskotnuðust undirbún-
ingsgögn Jimmy Carters fyrir
kappræðufund þeirra í kosn-
ingabaráttunni 1980. Banda-
ríska dómsmálaráðuneytið til-
kynnti um rannsóknina í dag.
Ákvörðunin ber þess vitni að
bandarískum yfirvöldum er
mjög áfram um að komast til
botns í málinu sem fyrst og
sagði talsmaður dómsmálaráðu-
neytisins, Tom Decair, í dag, að
formleg rannsókn hefði verið
hafin þegar á miðvikudagskvöld.
Fulltrúi alríkislögreglunnar,
Reagan Carter
Lane Bonner, segir, að ekki hafi
verið ákveðið í smáatriðum
hvernig rannsókninni verði hátt-
að, en dómsmálaráðuneytið mun
að jafnaði fara þess á leit við
alríkislögregluna að hún taki
viðtöl í klögumálum sem til
kasta þess koma.
Engin opinber skýring hefur
verið gefin á hvers vegna svo
kröftuglega er á málinu tekið í
byrjun, en Reagan mun hafa
óskað eftir að dómsmálaráðu-
neytið fylgdi málinu.eftir.
Japanir það nú á hættu að missa
fiskveiðiréttindi sín innan 200
mílna landhelgi Bandaríkjanna,
þar sem bandaríska stjórnin hef-
ur lýst yfir þeim ásetningi sínum
að skera niður fiskveiðikvóta
Japana innan bandarískrar land-
helgi, neiti Japanir að virða sam-
þykkt ráðsins.
Veður
víða um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
Brussel
Buenos Aires
Chicago
Oyflinni
Feneyjar
Frankfurt
Faereyjar
Genl
Helsinki
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Laa Palmas
Líssabon
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
Miami
Moskva
New York
Osió
Paris
Reykjavík
Róm
San Francisco
Stokkhólmur
Tókýó
Vancouver
Vín
15 lóttakýjaó
17 rigning
31 heióskírt
24 mistur
22 skýjaó
19 skýjaó
12 heióskírt
26 skýjaó
16 skýjað
24 heióskírt
20 rigning
9 alskýjaó
22 heióskirt
16 skýjaó
29 heíðskírt
16 heióskirt
23 skýjaó
31 heiðrfkt
19 skýjaó
25 rigning
32 heióskirt
26 mistur
27 lóttskýjaó
30 rigning
25 skýjaó
27 heióskírt
20 rigning
21 skýjaó
12 skýjaó
29 heiðskirt
19 heiöskírt
19 skýjaó
26 skýjaó
21 skýjað
23 skýjaó
Færri fá
atvinnu-
leysis-
styrk
London, 30. júní, AF.
FJÖLDI þeirra, sem njóta atvinnu-
leysisstyrks í Bretlandi, minnkaði
aöeins í júnímánuði og var nú
2.983.921 eða 12,5% í stað 3.049.351
eða 12,8% í maí. Var frá þessu skýrt
af hálfu brezka atvinnumálaráðu-
neytisins í dag.
Ráðuneytið viðurkenndi samt,
að við hina opinberu tölu þeirra,
sem atvinnuleysistyrk þiggja,
megi bæta 128.433 manns, sem
luku skólanámi í þessum mánuði
og vantar vinnu, en hafa ekki rétt
til þess að sækja um atvinnuleys-
isstyrk fyrr en í september nk.
Sovézk
njósna-
bauja
Providence, Rhode Island, 30. júní. AP.
BAUJA, sem bar áletrunina
„USSR, Academy of Science“ og
sjómenn fundu fyrr á þessu ári
fyrir utan austurströnd Banda-
ríkjanna, hefur rcynzt vera sov-
ézkt njósnatæki, sem beint var
að kafbátum. Skýrði blaðið The
Providence Journal frá þessu í
dag og kveðst hafa eftir áreiöan-
legum heimildum, að bauja þessi
hafi verið sett á flot í því skyni að
safna upplýsingum um banda-
ríska kafbáta, sem kæmu til
hafnar í Groton í Connecticut.
Bauja þessi var flutt á land í
marz sl., eftir að hún hafði
komið í vörpuna hjá togara,
sem var að veiðum fyrir utan
Block Island. Samkvæmt frá-
sögn The Providence Journal
var baujan búin tækjum til
þess að hlera öll hljóð, sem
bárust frá kafbátum og senda
þessar upplýsingar frá sér
sennilega til skipa í nágrenni
eða gervihnatta.
ftalía:
Vill stjórn mið-
og vinstriflokka
— sem njóti stuðn-
ings kommúnista
Róm, 30. júní. AP.
RINO FORMICA, einn af forystu-
mönnum ítalskra jafnaðarmanna,
hvatti í dag kristilega demókrata,
stærsta stjórnmálaflokk landsins, til
þess að fallast á samsteypustjórn
mið- og vinstri flokkanna í landinu,
sem nyti stuönings kommúnista á
þingi. Stjórn þessi hefði umboð til
þess að stjórna landinu í að minnsta
kosti þrjú ár og hæfist strax handa
við að leysa aðsteðjandi vandamál
landsins, sem þyldu enga bið, og þá
fyrst og fremst efnahagsmálin.
Formica, sem af mörgum er tal-
inn hægri hönd Bettino Craxi,
leiðtoga jafnaðarmanna, bar fram
áskorun sína í viðtali við blaðið
„La Republica", sem er vinstri
sinnað. Engin viðbrögð komu í dag
fram við áskorun Formica, hvorki
af hálfu kristilegra demókrata ná
af háifu kommúnista. Jafnaðar-
menn telja sig vera í lykilstöðu
varðandi myndun nýrrar stjórnar
á Ítalíu, þar sem kristilegir demó-
kratar neita að vinna með komm-
únistum, sem eru næst stærsti
flokkur landsins. „Sú stjórn, sem á
eftir að taka við, verður að njóta
stuðnings kommúnista," segir
Formica í viðtalinu við La Repu-
blica.