Morgunblaðið - 01.07.1983, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1983
Mál póst- og símstöðvarstjórans á Reyðarfirði:
Sýknaður í
Hæstarétti
NÝLEGA var kveðinn upp Hæstaréttardómur í máli því sem Póst- og
símamálastofnunin höfðaði gegn Arnþóri Þórólfssyni, fyrrum póst- og sím-
stöðvarstjóra á Reyðarfirði. Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 8.
nóvember 1977 vegna ætlaðrar óreiðu á sjóði stöðvarinnar. í aukadómþingi
Suður-.Múlasýslu 8. maí 1980 var Arnþór sýknaður af kröfu Póst- og
símamálastofnunarinnar og þessi dómur var staðfestur af Hæstarétti 6.
júní síðastliðinn.
í dómi Hæstaréttar segir svo
m.a.:„Af gögnum málsins er ljóst,
að óregla hefur verið á fjármálum
Póst- og símstöðvarinnar á Reyð-
arfirði á þeim tíma, sem máli
skiptir. Á hinn bóginn er ekki
sannað, að áfrýjandi (þ.e. Póst- og
símamálastofnunin) hafi beðið
fjárhagslegt tjón af þessum sök-
um, en gögn þau, sem færð hafa
verið fram af hans hálfu tjóni
sínu til sönnunar, eru um margt
ófullkomin. Samkvæmt því og að
öðru leyti með vísan til forsendna
hins áfrýjaða dóms, sem ekki hef-
ur yerið gagnáfrýjað, ber að stað-
festa hann.“
Forsaga máls þessa er í stórum
dráttum sú, að Arnþór Þórólfsson
veitti Póst- og símstöðinni á
Reyðarfirði forstöðu frá árinu
1967 og allt fram á mitt ár 1975.
þá var honum vikið úr starfi
vegna ætlaðrar óreiðu á sjóði
stöðvarinnar, en samkvæmt
skýrslu endurskoðenda Póst- og
símamálastofnunarinnar vantaði
kr. 841.994.00 gkr. í sjóð stöðvar-
innar. Með bréfi dagsettu 8. sept-
ember 1975 veitti póst- og síma-
málastjórnin Arnþóri því lausn
frá starfi um stundarsakir og til-
kynnti jafnframt að óskað yrði
eftir opinberri rannsókn á máli
hans.
í október sama ár hófst saka-
dómsrannsóknin og voru öll gögn
þeirrar rannsóknar lögð fram í
máli því sem hér greinir frá, §n í
munnlegum málflutningi fyrir
Hæstarétti kom fram, að opinbert
mál hefur ekki verið höfðað gegn
Arnþóri eftir þá sakadómsrann-
sókn sem fram fór á árinu 1975.
Með bréfi í desember 1975 til-
kynnti síðan póst- og símamála-
stjórnin Arnþóri, að dómsrann-
sóknin hefði leitt í ljós ýmsar yf-
irsjónir og vanrækslu í starfi,
þess eðlis, að ekki væri rétt að
hann gegndi starfinu áfram. Var
honum sagt upp starfinu frá
dagsetningu bréfsins að telja.
Póst- og símamálastofnunin
hélt því ekki fram í málinu, að
Arnþór hefði dregið sér fé úr sjóði
stöðvarinnar, heldur að sjóðsmis-
munurinn hafi stafað af van-
rækslu og eftirlitsleysi með starf-
semi stöðvarinnar sem hann bæri
ábyrgð á. Húseign Arnþórs var
kyrrsett að kröfu Póst- og síma-
málastofnunarinnar til trygg-
ingar stefnufjárhæðinni.
Arnþór hélt því fram, að ekki
bæri að skoða skýrslu endurskoð-
enda Póst- og símamálastofnun-
arinnar sem opinbert vottorð,
enda væru þeir starfsmenn stefn-
anda og að hann hefði aldrei haft
tækifæri til að fara yfir reikn-
ingsuppgjörið með nauðsynleg
gögn við hendina. Þá hélt hann
því fram að fjárdráttur væri ekki
sannaður og reyndar hefði ekki
verið reynt að sanna hann. Hann
hafi verið frá vinnu vegna veik-
inda frá því í apríl 1975 og fram í
ágúst það ár og því ekki óhlýðnast
fyrirmælum stefnanda á þeim
tíma og geti því ekki borið ábyrgð
á sjóðsvöntuninni.
í héraðsdómi var komist svo að
orði m.a.: „Af gögnum málsins
verður greinilega ráðið, að van-
rækt hefur verið á umræddum
tíma að halda reglulega þær bæk-
ur á símstöðinni á Reyðarfirði
sem halda bar. Vitna greinargerð-
ir endurskoðendanna skýrast um
þetta. Endurskoðendurnir fram-
kvæmdu talningu á sjóði stöðvar-
innar og gerðu reikninga hennar
upp þrisvar sinnum á árinu 1975
og í öllum tilvikum kom fram
óskýranlegur mismunur á sjóði
stöðvarinnar." Þá sagði í héraðs-
dóminum að skýrslur endurskoð-
endanna séu þó ekki fullnægjandi
sönnun um stöðu sjóðsreiknings-
ins, vegna þess, hve bækur voru
óreglulega haldnar.
Einnig segir í héraðsdómi að
Arnþór hafi fengið leyfi yfirboð-
ara síns til þess að ráða mann til
aðkallandi verkefna á meðan
hann fór á sjúkrahús í aprílmán-
uði 1975. Þeirri fullyrðingu hans,
að hann hafi síðan ekki komið til
starfa, hafi ekki verið hnekkt,
þótt sýnt hafi verið fram á, að
hann undirritaði nokkrar ávísanir
stöðvarinnar í maí, júní og júlí
þetta ár. Loks sagði í héraðs-
dómnum: „Sýnt er, að stefndi van-
rækti fyrirskipaðar og lögboðnar
bókhaldsfærslur stöðvarinnar áð-
ur en hann leitaði læknis í apr-
ílmánuði og ber skýrsla starfs-
manna ríkisendurskoðunar í þeim
mánuði um það glöggt vitni. Eftir
gögnum málsins virðist sjóðs-
vöntun þó ekki koma fram fyrr en
við uppgjörið í júlí mánuði. Áður
hafði óskýranlegur mismunur
komið fram við talningu í apríl og
júní-mánuðum, sem yfirboðurum
stefnda mátti vera um kunnugt
svo og um vanrækslu hans við
bókhaldsfærslur og loks var
kunnugt um, að hann varð veikur
í aprílmánuði og frá störfum af
þeim sökum. þegar framan rakið
er virt, þykir stefnandi (þ.e. Póst-
og símamálastofnunin) verða að
bera hallann, af því að ekki liggja
fyrir fullnægjandi gögn um tjón
hans og ber þegar af þeirri
ástæðu að sýkna stefnda af kröfu
stefnanda út af vöntun í sjóð
stöðvarinnar." Jafnframt var
löghaldsgerðinni á húsi Arnþórs
úr gildi felld. Sem fyrr getur var
hérðasdómurinn staðfestur í
Hæstarétti.
Morgunblaðið/ RAX
Slys af völdum dráttarvéla eru mjög tíð, á árunum 1970—1981 urðu til
dæmis að meðaltali tvö dauðaslys á ári af þeirra völdum.
Úr bæklingi sem Vinnueftirlitið hef-
ur látið prenta og hefur verið dreift
til allra bænda í landinu.
Eftirlit með landbúnað-
arstörfum að hefjast
VINNUEFTIRLIT ríkisins mun í sumar hefja leiðbeiningarstarf og eftirlit
með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi við landbúnaðarstörf. í fréttatil-
kynningu frá Vinnueftirlitinu segir, að í sumar muni eftirlitsmenn
Vinnueftirlitsins heimsækja nokkurn fjölda býla í hverjum landshluta, rúm-
lega þrjú hundruð býli alls.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt
eftirlit er framkvæmt á sveitabýl-
um, en það var ekki fyrr en með
lögunum um aðbúnað, hoilustu-
hætti og öryggi á vinnustöðum,
sem gengu í gildi fyrir tveimur og
hálfu ári síðan, að landbúnaður
féll undir slíka löggjöf. í framtíð-
inni er stefnt að því að taka upp
reglubundið eftirlit með öllum
bændabýlum landsins.
Til að byrja með verður megin-
áherslan lögð á dráttarvélar og
tæki tengd þeim, en reynslan sýn-
ir að slys af völdum þessara véla
eru mjög tíð, þannig hafa á árun-
um 1970—1981 orðið 20 dauðaslys
af þessum sökum. Jafnframt verð-
ur bændum bent á ýmis önnur at-
riði sem horfa til aukins öryggis
og bættra hollustuhátta, en margt
bendir til að atvinnusjúkdómar í
öndunarfærum séu algengari með-
al bænda en annarra starfsstétta.
Má þar t.d. nefna heymæði.
Til að hrinda þessu starfi af
stað hefur Vinnueftirlitið sent öll-
um bændum á landinu sérstakt
kynningarbréf, með ráðleggingum
um varnir gegn slysum og
atvinnusjúkdómum, auk litprent-
aðs bæklings um öryggi við notk-
un drifskafta sem Vinnueftirlitið
hefur nýverið gefið út. í leiðbein-
ingum þessum er drepið á nokkur
atriði sem bændur ættu daglega
að hafa í huga til að fyrirbyggja
slys og sjúkdóma af völdum at-
vinnu þeirra, s.s. hlífðarbúnað bú-
véla, meðferð varhugaverðra efna,
frágang bygginga og mannvirkja,
vinnu ungmenna og skyldur bónd-
ans í þessum efnum.
Skv. reglugerð sem sett er á
grundvelli vinnuverndarlaganna
frá 1980, starfar sérstök stjórn
vinnueftirlits í landbúnaði. f
henni eiga sæti einn fulltrúi til-
nefndur af Stéttarsambandi
bænda, einn tilnefndur af Búnað-
arfélagi fslands og tveir tilnefndir
af stjórn Vinnueftirlitsins, auk
stjórnarformanns þess sem jafn-
framt er formaður stjórnarinnar.
Það er von Vinnueftirlits ríkis-
ins að gott samstarf megi takast
með stofnuninni og bændum um
að vinna að þessu markmiði.
Opinbert eftirlit, hversu öflugt og
vel mannað sem það kann að vera,
getur ekki komið í stað árverkni
og samviskusemi þeirra sem
stjórna verkunum á vinnustað og
þeirra sem verkin vinna.
„Leikfangið“ í Stjörnubíói
STJÖRNUBÍÓ frumsýnir í dag
bandarísku gamanmyndina „Leik-
fangið“. Myndin fjallar um atvinnu-
lausan blaðamann sem ræður sig í
starf þvottakonu í stórverslun en er
snarlega tekin úr því starfi þegar
sonur verslunareigandans kemur í
heimsókn og fær að velja þaö sem
hann langar í úr búðinni.
Með aðalhlutverk fara þeir
Richard Pryor og Jackie Gleason
ásamt Scott Schwarz, sem leikur
drenginn. Tónlistin í myndinni er
samin af Patrick Williams en leik-
stjóri er Richard Donner.
Minning:
Ágúst A. Snæbjörns-
son fv. skipstjóri
Fddur 8. apríl 1909.
Dáinn 15. júní 1983.
Ágúst Snæbjörnsson, Dalbraut
25, Reykjavík, lést í Borgarspítal-
anum miðvikudaginn 15. júní sl.,
74 ára að aldri.
Ágúst var fæddur í ólafsvík 8.
apríl 1909. Foreldrar hans voru
Ólöf Jónsdóttir og Snæbjörn
Bjarnason skipstjóri. Hann fórst
með báti sínum, Hersi frá Reykja-
vík, í fiskiróðri frá Sandgerði árið
1919. Þau hjón áttu fjögur börn:
Ágúst, sem hér er minnst og þrjár
dætur, Margréti, Jónínu og Bjarn-
ínu.
Ólöf giftist síðar Þorgrími
Guðnasyni, Miðengi í Garði, og
áttu þau fjögur börn. Ólöf lést 1.
júlí 1946.
Ágúst kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Fríðu Zakkariu. Hún
er af færeyskum ættum. Móðir
hennar var Elsebet og faðir Hans
Jakob. Þau bjuggu á Asgir í
Þórshöfn. Hans stundaði sjó við
fsland á yngri árum, en síðar á
ævinni vann hann við síldarsöltun
á Siglufirði á sumrin. Hann var
mörgum íslendingum að góðu
kunnur.
Börn þeirra Ágústar og konu
hans eru: Elsa, fædd 2, mars 1939,
Snæbjörn O., vélstjóri, fæddur 23.
maí 1940 og Ágúst S., múrari,
fæddur 8. apríl 1948. Öll eiga þau
góð og myndarleg börn, sem voru
hænd að afa og ömmu, ekki síst
ainafni hans.
Um fermingaraldur fór Ágúst í
vegavinnu sumartímann en næsta
vetur á bát á vetrarvertíð og varð
hans ævistarf upp frá því sjó-
mennska. Tvítugur að aldri tók
Ágúst skipstjórapróf, hið minna.
Árið 1946 fór Ágúst í Sjómanna-
skólann og lauk skipstjóraprófi
hinu meira (öldungnum) með
ágætum.
Árið 1931 byrjaði Ágúst for-
mennsku og reri frá Sangerði á
mb. Trausta frá Gerðum. Utgerð-
armaðurinn var hinn síðar þjóð-
kunni útgerðarmaður, Finnbogi
Guðmundsson, og mun þetta hafa
verið hans fyrsta útgerð. Þar á
eftir var Ágúst með mb. Kára
fyrir Sveinbjörn Árnason frá
Kothúsum í Garði, og þar næst
mb. Stakk fyrir hinn kunna út-
gerðarmann, Óskar Halldórsson.
Ollum þessum bátum reri Ágúst
frá Sandgerði og vegnaði vel á þá
alla. Ég var öllum fyrrnefndum
útgerðarmönnum vel kunnugur og
veit að þeir áttu til hans hreina
tryggð og vináttu meðan þeir
lifðu.
Árið 1942 kom Ágústi og undir-
rituðum saman um að reyna að
eignast eigin útgerð. Þá höfðum
við hvorugur átt bát áður.
Skipið sem við keyptum, 22ja
tonna bátur, kölluðum við „Örn“ .
Ágústi vegnaði vel á bátnum.
Þetta var á miðjum stríðsárun-
um sem fyrr er getið. Okkur kom
saman um að selja þennan bát og
kaupa annan stærri. Við kölluðum
hann Ingólf Arnarson. Ágúst var
með hann þann bát í 6 ár. Hann
aflaði vel að vanda, en á þessum
árum varð mörgum útgerðin þung