Morgunblaðið - 01.07.1983, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983
+ Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, ÓLAFURPÉTURSSON, bóndi, ökrum, Moafellasveit, er látinn. Oddný Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Moöir min, ; RAKEL ÁGÚSTA GÍSLADÓTTIR, Ijósmóöir, Suöurgötu 38, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Hafrún Albertadóttir.
t Útför EINARS JÓHANNSSONAR, vélstjóra, sem lést i Hrafnistu 24. júní sl., fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 4. júlí kl. 10.30 f.h. Blóm afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysa- varnafélagið. Fyrir hönd ættingja hins látna, Jóhann Árnason
+ Bróðir okkar, mágur og frændi, GUNNAR DANÍEL GÍSLASON fré Vík, Grindavík, til heimilis aö Sunnubraut 8, verður jarösunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 2. júlí kl. 2.00. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Grindavíkurkirkju njóta þess. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Hulda Gísladóttir.
+ Innilegar þakkir sendum viö öllum er veittu hjálp og sýndu samúö og vinarhug viö fráfall og útför móður okkar og tengdamóöur, GUÐRÚNARJÓHANNSDÓTTUR fré Frambæ, Eyrarbakka, Hófgeröi 18, Kópavogi. Sigurveig Þórarinsdóttir, Baldur Teitsson, Jóhann Þórarinsson, Ingunn Ingvarsdóttir.
+ Þökkum af alhug auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför sonar okkar og bróöur, RAGNARS JÚLÍUSAR HALLMANNSSONAR. Sérstakar þakkir til þeirra sem stóöu aö björgunarstarfinu um borö í m.b. Gunnjóni. Hallmann Sigurösson, Aöalheiöur Júlfusdóttir, Bjarney M. Hallmannsdóttir, Brynjar Ó. Hallmannsson.
+ Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins mins, fööur okkar, tengdafööur, afa og iangafa, ÞORLÁKS SVEINSSONAR, bónda, Sandhóli. Sérstakt þakklæti til Brynleifs Steingrímssonar, læknis. Ragnheióur Runólfsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna fráfalls og jaröarfar- ar JÓNSÞÓROAR VALGARÐSSONAR. Jarðarförin fór fram í heimabæ hans, Port Washington, New York, r þ. 24. þ.m. Terry McCoy, Þóröur Jónsson, Sif Þórz, Valgarö J. Ólafsson, löunn Anna Valgarösdóttir, Eiöur Valgarösson, Gunnhildur Valgarösdóttir, Sigrún Valgarösdóttir.
Minning:
Bjarni Þóroddsson
póstafgreiðslumaður
í dag er til moldar borinn
Bjarni Þóroddsson póstaf-
greiðslumaður, Blönduhlíð 3,
Reykjavík. Það reiðarslag dundi
yfir okkur vini hans, að hann hefði
dottið og hlotið heilablæðingu,
sem að lokum dró hann til dauða.
Vitað var, að Bjarni hafði verið
veikur og mátti frekar búast við
annarri brottfararástæðu en slysi
því er raun varð á, en enginn má
sköpum renna. Bjarni var líka
viðbúinn hinni óhjákvæmilegu för
yfir landamærin; hann átti nefni-
lega frelsið í Jesú Kristi lausnara
sínum, og trú hans og gleði er nú
orðin fullkomnuð.
Bjarni var fæddur 15. septem-
ber 1903 í Reykjavík en foreldrar
hans voru Þóroddur Bjarnason
bréfberi í Reykjavík, Þóroddsson-
ar bónda að Helgastöðum í Ár-
nessýslu, og kona hans Guðjónína
skáldkona Bjarnadóttir, Jónsson-
ar bónda að Hraunholtum í Kol-
beinsstaðahreppi, Hnappadals-
sýslu. Bjarni var yngstur þriggja
systkina, og eru báðar systur
hans, Sólveig og Laufey, látnar
fyrir mörgum árum, en báðar voru
þær giftar dönskum mönnum.
Bjarni orðaði það venjulega svo
að hann hefði fæðst í Suðurgöt-
unni, slitið barnsskónum í Grjóta-
þorpinu, en lengst af eða þroska-
árin búið að Urðarstíg 12, en þar
+ Innilegar þakkir til allra nær og fjær sem heiöraö hafa minningu MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Birkilundi 15, Akureyri, og auösýnt okkur samúð viö andlát og jaröarför hennar. Kristín Tómasdóttir, Árni Árnason, Ólafur Tómasson, Stefanía M. Pétursdóttir og fjölskyldur.
+ Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, MAGÐALENU HINRIKSDÓTTUR, Stykkishólmi. Hinrik Finnsson, Katrín Oddsteinsdóttir, Kristinn Finnsson, Sigurbjörg Siguröardóttir, börn og barnabörn.
+ Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför JÚLÍUSAR ÞÓRARINSSONAR. Ragna Jónsdóttir, Steinar Júlíusson, Guörún Jónasdóttir, Vilhelm Þ. Júlíusson, Guóbjörg Benjamínsdóttir, Gylfi Júlíusson, Helga Viöarsdóttir, Aöalsteinn Júliusson, Elín L. Ingólfsdóttir og barnabörn.
+ Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, bónda, Stóra-Saurbæ, Ölfusi. Halldóra Þórðardóttir, Sigurjón Guðmundsson, Jón Guömundsson og aórir vandamenn.
+ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu vinum og vandamönnum sem auösýndu samúö og hjálp viö fráfall og útför sonar okkar, bróöur og frænda, EIRÍKS INGIMUNDARSONAR fré Innri-Njarövík. Guö blessi ykkur öll. Guöný Þorsteinsdóttir, Ingimundur Eiríksson, Helga Ingimundardóttir, Léra María Ingimundardóttir, Birna Rúnarsdóttir.
mun faðir hans fyrst hafa keypt
sér sitt eigið hús.
En annað og betra athvaf mun
fjölskyldan hafa átt, þar sem var
Jesús Kristur frelsari mannanna
og fyrir Hann mun öll fjölskyldan
hafa starfað og af Honum nærst,
einkum innan vébanda Hjálpræð-
ishersins.
Ungur byrjar Bjarni að breiða
út fagnaðarerindið, og ungur byrj-
ar hann að dreifa pósti, og sem
aldraður maður heyrir hann
marga lofa Drottin sinn með hans
lofsöngvum og ljóðum, og að end-
uðu ævistarfi á hann lengstan
starfsaldur meðal póstmanna að
baki.
Formlega gekk Bjarni í Hjálp-
ræðisherinn 1920, er hann vann
sitt hermannsheit, og alla tíð síð-
an var hann ein traustasta stoð
Hersins. Strax þrettán ára gamall
lék hann með Lúðrasveit Hjálp-
ræðishersins og frá 1953 var hann
stjórnandi hennar í rúma tvo ára-
tugi. En þeir voru fleiri sem vildu
njóta kunnáttu og krafta Bjarna.
Með Lúðrasveit Reykjavíkur hóf
hann hornablástur 1927 og lék þar
nær óslitið til ársins 1962.
Hann lék og í fyrstu útvarps-
hljómsveitinni, sem var undanfari
sinfóníuhljómsveitarinnar, en er
starfið þar og æfingar fóru að
krefjast fulls starfstíma og fullrar
starfsorku hætti hann, enda varð
hann þá að velja á milli póststarfa
eða hljómsveitar sem lífsstarfs.
Bjarni sat um tíma í stjórn Sam-
bands íslenzkra lúðrasveita, einn-
ig var hann endurskoðandi í
Póstmannafélagi íslands um
skeið.
Bjarni var í eðli sínu bæði
fræðimaður og listamaður. Hann
var mikill bókaunnandi og átti
gott safn fágætra bóka, einkum
ljóðabóka, enda var hann sjálfur
hagmæltur vel og liggja eftir hann
víða frumort og þýdd ljóð og sálm-
ar. Tónskáld var Bjarni einnig og
höfum við öll heyrt lög eftir hann
í útvarpinu, en þar að auki eru
mörg sem aðeins fáir hafa heyrt,
en eru hreinar gullperlur. Lista-
verk Bjarna hafa lyft mörgum
manninum upp á ljósara og göf-
ugra svið, enda hefur allt lífsstarf
og tilgangur Bjarna verið að
göfga, gleðja og gefa náunga sín-
um af guðsgjöfum þeim og auðæf-
um sem andi hans átti í svo ríkum
mæli.
Ekki er hægt að minnast svo á
Bjarna að konu hans sé ei getið, en
sjálfan sig hefði Bjarni aldrei svo
blessunarlega fundið né við hann,
ef hana hefði vantað. Þann 12. júli
1938 kvæntist hann Kristínu
Bjarnadóttur frá Miðvík í Aðalvík,
konu er starfaði sem foringi innan
Hjálpræðishersins, og sem átti
sömu köllun og þrá og hann, sem
sé að fá að vera farvegur blessun-
ar Drottins öðrum til handa og
Drottni til dýrðar.
Frá ailri fjölskyldunni hefur æ
stafað blessun og vinátta og mun
sá sem þetta ritar hafa notið þess
einna ríkulegast. Börn þeirra eru
Guðjónína, húsmóðir, og Sigur-
björn Þór, starfsmaður Lóran-
stöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli, og hafa þau og fjölskyldur
þeirra ekki látið sitt eftir liggja í
mannkærleiksmiðlun þeirri er for-
eldrarnir voru þeim fyrirmynd í.
Aldrei get ég fullþakkað fyrir
Bjarna og fjölskyldu hans og er
það vel, því sá er aðeins einn, sem
er fullríkur fyrir alla og dvelur
Bjarni nú í faðmi Hans.
Að Kristínu, hinum trúa lífs-
förunaut Bjarna, svo og börnum
þeirra, tengdabörnum og barna-
börnum er nú sár harmur kveðinn.
Ég sendi þeim öllum mína dýpstu
samúð og veit um leið að Lausnar-
inn eini sendir huggun sína ást-
vinum öllum. Megi Drottinn Jesús
blessa minningu Bjarna Þór-
oddssonar.
Einar J. Eiríksson
„Ég lifi og þér munuð lifa.'1
Bjarni okkar er nú farinn heim
til Jesú. Hann var dyggur hermað-
ur í Hjálpræðishernum, þýddi og
orti söngva og stjórnaði lúðra-
sveitinni í mörg ár með miklum
dugnaði og áhuga. Margir eru þeir
sem hafa hlotið hjálp og blessun
fyrir líf hans.
Bið ég Drottinn að veita Krist-
ínu konu hans og börnum þeirra
sinn frið og huggun í söknuðinum
Þetta er vitnisburður Bjarna í
söng:
„Annan svip fær allt þitt ráA,
ef þú kýst frelsi í dag.
FriAinn sannan færA af nád,
fagna munt sérhvern dag.
Ilann mun styðja og styrkja þig,
stjórn llans þig glaóur fel.
I>á mun ekkert illt þér granda,
en allt fer vel.“
Miriam Óskarsdóttir, lautinant.