Morgunblaðið - 01.07.1983, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ1983
Landsbanki íslands hefur opnað nýtt útibú á Patreksfirði,
Aðalstræti 75, sími: 94-1314.
Útibúið veitir alla almenna bankaþjónustu, innlenda og erlenda.
A fgreiðslutími:
Mánudaga til föstudaga kl. 9.15 til 12.30 og kl. 13.30 til 16.00.
LANDSBANKtNN
Banki allra landsmanna
Boðsmót Tafl-
félags Rvíkur
Skák
Jóhannes Gísli Jónsson
í fyrri viku lauk hinu árlega
boðsmóti Taflfélags Reykjavfkur.
Mót þetta var að vanda þéttskipað
ungum skíkmönnum, sem að þessu
sinni voru mjög atkvæðamiklir.
Samt fóru leikar þannig að einn úr
hópi „öldunga", Björn Þorsteinsson,
bar hæstan hlut frá borði eftir harða
keppni. Hann hlaut 6,5 vinninga,
leyfði aðeins eitt jafntefli gegn Stef-
áni Þórissyni.
Sigur Björns í mótinu er nánast
eins og eitt af lögmálum skáklist-
arinnar, enda hefur hann verið í
fremstu röð íslenskra skákmanna
um tveggja áratuga skeið og lætur
enn hvergi deigan síga.
f öðru sæti varð Guðmundur
Árnason TR með 6 vinninga. Hann
er aðeins 14 ára gamall og vann
það m.a. til afreka í mótinu að
leggja „íslandsmeistarann" Dan
Hansson að velli. Guðmundur er
því greinilega gott skákmannsefni
og lætur vonandi meira að sér
kveða er fram líða stundir.
Fast á hæla Guðmundar kom
Stefán Þórisson TR með 5,5 vinn-
inga. Hann var allan tímann í bar-
áttu um efsta sætið, en tap gegn
Guðmundi Árnasyni í síðustu um-
ferð gerði sigurvonir hans að
engu. Stefán er vaxandi skákmað-
ur og þarf því ekki að sýta þótt
ekki gangi allt að vonum.
Röð næstu manna varð sem hér
segir: 4.-6. Andri Áss Grétarsson,
Óli Valdimarsson og Snorri
Bergsson 5v. 7.-8. Dan Hansson
og Þröstur Þórhallsson 4,5 v.
Eftirfarandi skák var tefld í 6.
umferð og eigast þar við skák-
menn af yngri kynslóðinni. Þeir
eru báðir í framför á þessu móti
en eiga þó margt eftir ólært eins
og þessi skemmtilega skák ber
vitni um:
llvítt: Stefán G. Þórisson
Svart: Andri Áss Grétarsson
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4
—cxd4,4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6,
6. Be3 — e5, 7. Rb3 — Be6, 8. f3 —
Be7 Traustara framhald er 8. —
Rbd7, 9. Dd2 - b5,10. a4 - b4,11.
Rd5 — Bxd5, 12. exd5 — Rb6 með
góðum möguleikum til tafljöfnun-
ar. Eftir 8. — d5, 9. exd5 — Rxd5,
10. Rxd5 — Rxd5, 11. c4 — Bb4+
12. Kf2 - Be6, 13. Dxd8+ - Kxd8,
14. Hdl+ heldur hvítur hins vegar
frumkvæðinu. 9. Dd2 — Rbd7, 10.
g4 — Rb6 Aðrir og betri möguleik-
ar eru 10. — Dc7 eða 10. — h6 11.
0-0-0-0-0 12. h4 — Rc4, 13. Bxc4 —
Bxc4, 14. Kbl — b5, 15. h5 15. Bg5
kom einnig til álita. 15. — a5, 16.
g5 — Rd7, 17. g6?! Nákvæmara er
17. Hdgl fyrst. 17. — a4, 18. Rcl —
Da5? Rétt var að styrkja vörn og
leika 18. — Rf6 með 19. — Re8 og
20. — Bf6 í huga og svartur getur
að líkindum staðið af sér atlögu
hvíts. 19. h6? Hvítur gerist of óþol-
inmóður í sókn. Eftir 19. Hdgl er
vandséð hvernig svartur getur
varist er til lengdar lætur 19. —
fxg6, 20. hxg7 — Hxf3, 21. Dh2 f
fljótu bragði virðist 21. Bg5 væn-
legri kostur, en eftir 21. — Bxg5,
22. Dxg5 — Dd8 hefur svartur lítið
að óttast. 21. — h5, 22. Bd2 — b4,
23. Rd5 — Bxd5, 24. exd5 — a3!?
Djörf ákvörðun. Svartur vonast til
að holurnar í hvítu kóngsstöðunni
veiti sér nægileg gagnfæri. Var-
kárari sálir hefðu ugglaust leikið
24. — Dxd5 og unað hag sínum hið
besta. 25. b3 — Hc8, 26. Dg2 — Dc5
Eftir 26. - Dxd5, 27. Dxg6 - Df7?
28. Dh6! vinnur hvítur. 27. Dxg6
27. — Dd4? Tapleikurinn. Betra
var 27. Rf6! 28. Hh2 - e4, 29. Bel
— Hfl með hótuninni 30. — Hxel!
og 31. — Dc3, sem hvítur svarar
með 30. Dg3 og staðan er mjög
tvísýn. Aftur á móti gengur ekki
28. Bxb4 - Dxb4 29. Hxh5 -
Rxh5, 30. De6+ - Kh7, 31. Dxc8 -
Rxg7 og svartur getur varist. 28.
De6+ — Hf7, 29. Rd3 — Hxc2!?
Eftir 29. - e4, 30. Hxh5 - Dxg7,
31. Hdhl vinnur hvítur. 30. Hdgl
Hvítur hótar nú 31. Dxf7+ — Kxf7,
32. g8D+ Ekki var ráðlegt að leika
30. Hxhö? vegna 30. — Rf6 30. —
Hc8 Eftir 30. - Hb2+ 31. Kcl -
Hbl+ 32. Kxbl - Dxd3+ 33. Kcl er
öllum skákum lokið. 31. Hg3 —
Bf6, 32. Hxh5 — Bxg7, 33. Bh6
Fljótvirkara var 33. Hxg7+ —
Kxg7, 34. Dh6+ - Kg8, 35. Dh8
mát. 33. — e4, 34. Hxg7+ — Dxg7,
35. Bxg7 — exd3,36. Hh8+ — Kxg7,
37. Dh6 mát.
„Það ei* flcira cn
Kölnarvatu“ og súrkál,
scm gert hefur garðiiin
frægau lijá Þjóðverjum:44
t.d. Schiesser fyrirtœkid sem framleiðir m.a. kv^öld- og náttfatnað, baðföt
og sloppa, undirföt, blússur, stuttbuxur og boli. — Og allt þetta er nú á
boðstólum hjá okkur.
Schiesser eykur sjálfstraust og við höfum heyrt að margar konur bjóði nú
ögrandl gott kv'öld og góðan dag.
Schiesser® undirföt eru ávallt til í birgðum okkar.
lympíi
Laugavegi 26
sítnl 13300
Glæslbœ
sínii 31300