Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Bflar án skrásetningarnúmera: „Eftir umræður í ríkisstjórninni voru allir ráðherrar sammála um, að það væri ekki unnt að brúa fjárþörfina meira en ofangreindar tölur segja til um. Því yrði ekki unnt að lána meira en 90% af framfærslukostnaði að þessu sinni," sagði Geir. Hann sagði og að menn hefðu ekki talið það óeðlilegt, að námsmenn þyrftu að lúta einhverri kjaraskerðingu, þó aldrei meiri en launþegar í land- inu. „Að þessari ákvörðun stóð öll ríkisstjórnin og taldi sig ekki þurfa sérstakt samþykki þing- flokka, þar sem það verður eigi lánað sem ekki er til. Hins vegar þótti Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráðherra, varlegar að fá heimild til útgáfu bráðabirgða- laga, ef einstaka lántakendur meðal námsmanna bæru fyrir sig skýlaus ákvæði laga um að þeim bæri 95% af framfærslukostnaði þegar fjármagn sjóðsins leyfði það ekki,“ sagði Geir Hallgrímsson. Hann sagði að Ragnhildur hefði óskað eftir sérstakri umsögn Loga Einarssonar, fyrrverandi hæsta- réttardómara, sem telur útgáfu bráðabirgðalaga nauðsynlega þeg- ar svo stendur á sem hér segir. „Útgáfa bráðabirgðalaga er auðvitað á fyrsta stigi umræðu- efni í þingflokkum stjórnarflokka og ef ekki næst samkomulag á milli þeirra þar að lútandi, er eðli- legt að málið fari aftur fyrir ríkis- stjórnina, án digurbarkalegra yf- irlýsinga formanns annars þing- flokksins eða fyrrverandi mennta- málaráðherra. Með þeim hætti verður með mál þetta farið að þessu sinni," sagði Geir Hall- grímsson að lokum. Maöur slasast VINNUSLYS varð á Keflavíkur- flugvelli um miðjan dag í gær. Vinnupallur hrundi og maður sem var á honum féll til jarðar. Var það um 4 metra fall. Maðurinn reyndist ekki eins mikið slasaður og óttast var í fyrstu, en hann skarst á höfði og gekk úr axlar- liðnum meðal annars. Ekki var vitað í gær hver var orsökin fyrir því að vinnupallurinn féll. Menn frá Vinnueftirlitinu og öryggis- verðir hjá íslenskum aðalverktök- um komu á staðinn og könnuðu orsakir slyssins. sá Valt vegna hemlabilunar VÖRUBIFREIÐ með skreiðarfarm valt á horni Kringlumýrarbrautar og Sundlaugavegar um eittleytið í gærdag. Bifreiðin var að beygja af Kringlumýrarbrautinni til að aka austur Sundlaugaveginn þegar atburðurinn átti sér stað. Ökumaður vörubifreiðarinnar slapp ómeiddur og segir hann að hemlarnir hafi bilað og hafi hann því kotnið á of mikilli ferð í beygjuna. Slökkviliðið kom á staðinn því tilkynnt var að eldur hefði komið upp í bflnum og hreinsaði það upp olíu sem rann úr bflnum á götuna. MargunbiaAiA/júiius. nægu Lögreglan varar menn við ádur en adgerðir hefjast „VIÐ höfum verið að aðvara menn núna og gefa þeim þannig tækifæri til að fjarlægja bílana," sagði Óskar Olason, yfirlögregluþjónn í Reykja- vík, í samtali við Morgunblaðið í gær, en nú hefur tekið gildi breyting á lögreglusamþykkt Reykjavíkur- borgar, sem gerir lögreglunni heim- ilt að fjarlægja bíla án skrásetn- ingarnúmera, sem lagt er á götum og í almenn bifreiðastæði, á kostnað eigenda þeirra. „Aðgerðir hefjast fljótlega, en ekki alveg strax. Við viljum gefa fólki tækifæri til þess að átta sig á þessari breytingu og gera ráðstaf- anir varðandi bílana, annaðhvort að koma þeim í lag eða koma þeim fyrir í bílskúrum eða annars stað- ar, þar sem heimilt er að geyma þá. Fólk hefur kvartað mjög und- an númeralausum bifreiðum í reiðileysi og við munum hefja að- gerðir innan skamms og fjarlægja bifreiðirnar, láti menn sér ekki segjast og geri það sjálfir. Þá verða viðkomandi að greiða flutn- ings- og geymslukostnað og sektir fyrir að hafa gerst brotlegir við þessi ákvæði. Við viljum gjarna vera lausir við þetta og okkur þætti vænt um ef menn notuðu nú tímann til þess að fjarlægja bíl- ana, án þess að lögreglan þurfi að koma þar nærri. Þegar farið verð- ur af stað, verður farið í gegnum borgina með kranabíla og bílar án skrásetningarnúmera hirtir án frekari umsvifa," sagði Óskar að iokum. Fyrrverandi ríkisstjórn LIN ekki fyrir fé Bílvelta í Breiðholti BÍLL valt í fyrrinótt á Breið- holtsbrautinni á móts við kirkj- una, sem verið er að reisa í Mjódd- inni. Þrír voru í bílnum og slasað- ist enginn. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Þá varð árekstur um miðjan dag í gær á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Biðskylda er á Holta- vegi og var biðskylda brotin. Öku- menn beggja bifreiðanna voru fluttir á slysadeild, en þeir munu ekki vera alvarlega slasaðir; munu einkum hafa skorist. — segir Geir Hallgrímsson RÁÐHERRAR ríkisstjórnarinnar voni allir sammála um, að ekki væri unnt að lána meira en 90% af framfærslukostnaði námsmanna að þessu sinni. Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráðherra, þótti varlegar að sett yrðu bráðabirgðalög um þetta efni, svo einstaka lántakendur meðal námsmanna bæru ekki fyrir sig skýlaus lagaákvæði um að þeim bæri 95% framfærslu- kostnaðarins. Þetta kom m.a. fram í samtali sem Morgunblaðið átti við Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, í gær. Hann var inntur álits á þeirri ákvörðun þingflokks framsókn- armanna í fyrradag að hafna hugmynd Ragnhildar Heigadóttur um útgáfu sérstakra bráðabirgða- laga vegna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Geir sagði að málið yrði nú aftur tekið fyrir í ríkis- stjórninni. Ragnhildur er stödd erlendis um þessar mundir og á meðan fer Geir Hallgrímsson með hennar málaflokka. Ingvar Gíslason, alþingismaður, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ástæður þessarar ákvörð- unar þingflokksins væru einkum tvær: í fyrsta lagi hefði mönnum þótt óeðlilegt að gefa út bráða- birgðalög af ekki meira tilefni og í öðru lagi væri andstaða í þing- flokki framsóknarmanna gegn hugmyndum um að skerða náms- lánin. „Menn vildu fá betra tæki- færi til að hugleiða þessi mál,“ sagði Ingvar. Hann sagði að sam- staða hefði verið í þingflokknum um það, að styðja ekki slík bráða- birgðalög, endanleg afstaða hefði þó ekki verið tekin um skerðing- una sem slíka. Geir Hallgrímsson sagði að þeg- ar síðasta ríkisstjórn hefði látið af störfum, en í henni var Ingvar Gíslason menntamálaráðherra, hafi verið gerð áætlun um fjárþörf Lánasjóðs íslenskra námsmanna, þannig, að hann gæti fullnægt lagaskyldu sinni til lánveitinga. Þá hafi komið í ljós að yfir 180 milljónir króna hafi skort til þess að brúa fjárþörf sjóðsins. „Fráfar- andi ríkisstjórn hafði ekki aflað fjár til þess að standa við þessar skuldbindingar. Það féll því í hlut núverandi menntamálaráðherra og fjármálaráðherra að taka við þessum arfi,“ sagði Geir Hall- grímsson. „Eftir löng og ströng fundahöld með stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og fulltrúum ís- lenskra námsmanna, varð að ráði, eftir umræður í ríkisstjórn, að séð yrði fyrir rúmlega 130 milljón króna viðbótarfjárveitingu til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, umfram það sem fyrrverandi rík- isstjórn hafði ætlað honum. En auðvitað skorti ennþá milli 40 og 50 milljónir króna,“ sagði Geir Hallgrímsson. Hann bætti því við að samkvæmt lögum væri áskilin gerð áætlunar um framfærslu- kostnað námsmanna. Væri sjóðn- um skylt að lána á þessu ári 95% af framfærslukostnaði og á næsta ári 100%. DAGSKRÁ Reykjavíkurviku hefst í dag kl. 09.00, þegar Davíð Oddsson, borgarstjóri, ræsir kepp- endur í Ljómarallý ’83 af stað. Þá verður frá kl. 10.00 til kl. 18.00 fiskmarkaður á Lækjartorgi og bókabfll, en blómabúðin Blóm og ávextir skreyta Lækjartorg og Austurstræti. Þrjár sýningar eru í gangi, þ.e. sýning í Árbæjarsafni á gömlum Reykjavíkurkortum, listaverk í eigu Reykjavíkurborgar og „Kjarval á Þingvöllum" á Kjar- valsstöðum og sýning í Gerðu- bergi á listaverkum frá Lista- safni ASÍ. Þá flytur Nanna Her- mannsson, borgarminjavörður, erindi um Árbæjarsafn og sögu Reykjavíkur kl. 20.30 á Kjarvals- stöðum. Á vegum Borgarbókasafnsins verður bókasafn á Kjarvalsstöð- um og barnadeild í menningar- miðstöðinni að Gerðubergi. Útiskemmtun hefst á Lækjar- I________________________________ torgi kl. 17.00 og er hún á vegum Reykjavíkurborgar í samvinnu við SATT. Þar koma fram hljómsveit Gunnars Þórðarson- ar, Jóhann Helgason, Bergþóra Árnadóttir og leikhópur úr Reykjavíkurblús. Flutt verða m.a. lög um Reykjavík, atriði úr Reykjavíkurblús og frumsamið efni í tilefni dagsins. - Sumarhátíð Æskulýðsráðs Reykjavíkur hefst kl. 19.30 í Gerðubergi, en skemmtunin er fyrir þátttakendur í sumarstarfi æskulýðsráðs í félagsmiðstöðv- unum í Nauthólsvík og í Saltvík. „Reykjavík vorra daga“, kvik- mynd Óskars Gíslasonar verður síðan sýnd á kvikmyndasýningu í Iðnó kl. 20.30. Kynnir er Pétur Pétursson, þulur. Er því margt hægt að sjá og gera á afmælisdegi Reykjavíkur- borgar 18. ágúst, en í dag eru liðin 197 ár frá því Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi. Frá skoðunarferð að vatnsbólum Reykvíkinga í gær. Ljosm.: kbb. Dagskrá Reykjavíkurviku á afmælisdegi borgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.