Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Módel Okkur vantar stúlkur á aldrinum 16—25 ára til aö vera hárgreiöslumódel fyrir Loreal-hárgreiöslu- meistara sem veröa hér á landi meö sýnikennslu sunnudaginn 21., mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. ágúst á Hótel Esju. Nánari uppl. í dag í síma 86700 milli kl. 1 og 5. iMAVsiv a> ©©. Laugaveg 178 — P.O. Box 338 — 105 Reykjavik — Iceland 30. ágúst Sumarhus og Tívolí á sama stao Bráðskemmtileg nýjung fyrir fjölskylduna sem vill stanslaust Tívolí- fjör í sumarleyfinu án aukakostnaðar. Gist verður í sumarhúsum við Pony Park, einn stærsta Tívolígarð Hollands. Innifalinn í verði ferðarinnar erfrjáls aðgangur að öllum tækjum, leikjum og sýningum í Pony Park og bílaleigubíll að auki! Verðdæmi: 4 saman i húsi kr.10.600.- Barnaafsláttur kr. 4.000.- Heildarverð fyrir 4ra manna fjölskyldu aðeins kr. 34.000.- Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting í sumarhúsi og ókeypis aðgangurað Pony Park, bílaleigubíllaf A-flokki íviku.ótakmarkaður kílómetrafjöldi, allar nauðsynlegar tryggingar og söluskattur. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Þrátefiið um Líbanon stendur sjálfsagt lengi enn ingar hypji sig á braut. Eins og málum er háttað nú er hætta á að það skapi fleiri vandamál en leysast. Spyrja má vitanlega hvað sé til ráða og hvernig megi vera, að Amin Gemayel Assad Þó svo að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hafi skipað nýjan sátta- semjara, Robcrt McFarlane, í málefnum Miðausturlanda og þá fyrst og fremst með það verkefni á herðunum að fá fsraela og Sýrlendinga til að hverfa með heri á brott úr Líbanon, virðist það ekki ætla að bera meiri árangur en viðleitni fyrirrennara hans, Philip Habibs. Sýrlendingar voru undir það síðasta orðnir mjög argir í garð Habibs, sem er af líbönsku bergi brotinn, og neituðu síðan að taka á móti honum til viðræðna, eins og fram hefur komið í fréttum. Robert McFarlane hefur þeg- ar þetta er ritað hafið ferðalög sín um þennan heims- hluta og hann átti viðræður við Assad Sýrlandsforseta á dögun- um. En það hefur ekkert komið fram sem bendir til að Sýrlend- ingar muni verða við þeim til- mælum að flytja hermenn sína í burtu. Þar með neita ísraelar að fara og samningur sá sem þeir gerðu við Líbani um brottflutn- ing herja til lítils. Robert McFarlane mun þó hafa fengið heldur vinsamlegar viðtökur í Sýrlandi og eitt af því sem rætt var á fundum hans og Assads var að byrja mætti með aðskilnaði ísraelskra og sýr- lenzkra herja í Beeka dal og síð- an mætti þoka sér áfram ef sam- komulag næðist um það. í sýr- lenzkum blöðum kemur fram að McFarlane hafi svo sem ekkert nýtt haft fram að færa og þar gætir beizkju sem fyrr í garð Bandaríkjanna, og Sýrlendingar segja öldungis auðsætt að Bandaríkjamenn vilji þá hvergi styggja og víli ekki fyrir sér að sýna öðrum aðilum í Líbanon ósvífni og yfirgang til að ísrael- ar fái vilja sínum framgengt. Samt eru sumir fréttaskýrendur á Vesturlöndum þeirrar skoðun- ar, að fyrir Sýrlendingum vaki með skrifum og viðbrögðum sín- um að láta Bandaríkjamenn ekki velkjast í neinum vafa með það, að geri þeir tilslakanir verði Bandaríkjamenn og ísraelar að greiða þær dýrt. Varnarmála- ráðherra Sýrlands, Mustafa Tlas, hefur sagt að herflokkar Sýrlendinga verði um kyrrt, enda megi segja að ísraelar séu ekki aðeins að ógna völtum friði í Líbanon heldur séu þeir einnig ógnun við Sýrlendinga. ísraelar hafa greint McFar- lane frá því og ítrekuðu það í ferð hans nú, að ekki kæmi til mála að þeir færu úr Líbanon, ef Sýrlendingar yrðu um kyrrt. Þetta þrátefli virðist engan endi ætla að taka, en vissulega má segja að afstaða beggja sé skilj- anleg, að minnsta kosti með hliðsjón af því ástandi og þeim fjandskap sem er milli ísraela og Sýrlendinga. Það má líka segja, að enginn geti gert því skóna, að allt falli í ljúfa löð í Líbanon um leið og hersveitir Sýrlendinga og ísraela væru farnar. Kannski fjarri því. Það sem hefur verið að gerast þar upp á síðkastið bendir að minnsta kosti ekki til þess: sundrung Líbana innbyrðis er hörmuleg; þar vegur hver annan, sprengingar eru daglegt brauð og uppbygging Beirút gengur heldur hægt fyrir sig sem eðlilegt er við þessar að- stæður. Og landið allt og íbúar þess eru raunar í sárum og allt ber vott þeirrar miklu eyðilegg- ingar, sem næstum því tíu ára samfelld átök víðs vegar um landið hafa haft í för með sér. Því er svo sem ekki einhlítt að líta á það sem einhverja himna- lausn að ísraelar og Sýrlend- að sinni eigin köku og kynda undir ófriðarbálið, þar sem þeim þykir þeir ekki hafa fengið nægi- lega mikið fyrir sinn snúð. Staða Reagans forseta gagn- vart ísraelum og Sýrlendingum er heldur ekki sterk: Bandaríkja- stjórn hefur mistekizt gersam- lega það ætlunarverk að koma á friði í Líbanon og fara þar með sáttaboð á milli. Væri tiltrú manna á styrk Reagans meiri, hefði honum sjálfsagt tekizt að fá einhverju áorkað. í Sýrlandi og ísrael ráða ríkj- Robert McFarlane Þannig var umhorfs í bænum Baalbek í Líbanon eftir bílsprenginguna á dögunum þegar 35 biðu bana og 133 slösuðust. A.m.k. 15 verslanir eyðilögðust Libanonmálið virðist beinlínis óleysanlegt. Skýringar eru ugg- laust margar, en nokkrar þeirra kynnu að vera: veik staða Ámins Gemayel forseta. Hann er ljúf- menni og velviljaður, en hann er ekki sterkur pólitíkus. Honum hefur ekki orðið neitt ágengt að sætta stríðandi öfl innan Líban- on sjálfs og þar af leiðandi er staða hans gagnvart Sýrlandi og fsrael mjög veik. Hefði sterkur forseti án efa getað hjálpað mik- ið upp á sakirnar. Drúsar, falangistar, PLO- menn kristnir, hvort sem þeir eru múhammeð8trúarmenn eða kristnir, hafa notfært sér veika stjórn Líbanon til að skara eld um tveir menn, Begin og Assad, sem þekktir hafa verið fyrir annað en sveigjanleika og vin- semd hvor í annars garð. Báðir vantreysta þeir þó Reagan og hvorugur hefur trú á Gemayel. En líklega gætu þeir ekki náð saman þrátt fyrir svipaða af- stöðu. Svo að harmleiknum í Líbanon er áreiðanlega langt frá lokið. Fólk heldur áfram að flýja þetta indæla land, sem einu sinni var eins og vin í Miðaust- urlöndum. Nú eru þar rjúkandi rústir, menn berast á banaspjót og friður er ekki í sjónmáli fyrir þessa hrjáðu og hröktu þjóð. (Heimildir: Jerusalem Post, AP, Syrian Times)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.