Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 AF. NKOMU SNÝST TIL VARNAR Joshua Nkomu, sem fyrir fimm mánuðum flýði frá Zimbabwa vegna ótta við útsendara Mugabes, forsætisráðherra, sneri aftur heim í fyrra- dag. í gær mætti hann í þingið á ný og var þá vel fagnað af um 600 stuðningsmönnum sínum. Flokkur Mugabes, sem hefur meirihluta á þingi Zimbabwe, var ákveðinn í að svipta Nkomu þingsæti sínu vegna þess, að hann hafði ekki mætt á 21 þingfund í röð, en samkvæmt síðustu fréttum hefur verið hætt við það, í bili a.m.k. N ícaragua-menn teknir í Hondúras Egyptar vara Khadafy við Kaíró, 17. igúst. AP. Stuttfréttir: Atta dæmdir ÁTTA ísraelskir hermenn hafa verið dæmdir til fangelsisvist- ar fvrir að ræna líbanska veg- farendur við vegartálma. Fengu hermennirnir allt að 11 mánaða dóma. Allir eru viðkomandi her- menn úr mikils metinni fall- hlífaherdeild. Þeir sögðust hafa viljað hefna fyrir fallna félaga með þessu móti. Um umtalsverðar fjárhæðir var að ræða, t. d. rændi einn ísraeli andvirði 2.000 dollara af Líb- ana nokkrum. Samgöngutruflanir MIKLAR samgöngutruflanir urðu í Lundúnum snemma í gærmorgun, er eldur gaus upp í kjarrgróðri við smákökuverk- smiðju nokkra í suðurhluta borgarinnar. Var um talsverð- an eld að ræða og stöðvaði hann alla umferð lesta og bif- reiða á þessum slóðum í nokkr- ar klukkustundir. Allt að 3 kílómetra langar biðraðir bif- reiða mynduðust á götum og 130.000 farþegar strætisvagna og lesta urðu að sneiða með einhverjum hætti fram hjá brunasvæðinu. Skilnuðum fjölgar ÁRIÐ 1981 skildu 15.352 hjón í Belgíu, tvisvar sinnum fleiri heldur en árið 1971. Sama ár voru giftingar 64.380, eða 10.000 færri en tíu árum áður. Meðalaldur brúðguma er 24 ár, brúða 22 ár. Meðalskilnaðar- aldur: karlmanna 43 ár, kvenna 32 ár. Sleppti gíslum VOPNAÐUR Spánverji hélt spænska konsúlnum og fjórum öðrum í gíslingu í níu klukku- stundir í spænska ræðis- mannsbústaðnum í Los Angel- es í gær. Hann krafðist þess að kona hans og börn fengju að fara óáreitt til Puerto Rico, en þau höfðu verið stöðvuð á flugvellinum í Los Angeles og eiginkonan hneppt í varðhald. Spánverjinn sleppti gislum sínum eftir að þau tíðindi höfðu borist honum að hand- taka konunar hefði verið mis- skilningur og þau væru á leið til Puerto Rico. Engum varð meint af atvikinu. Sá blindi týndur EKKERT hefur spurst til 42 ára gamals sæfara, sem ætlaði sér blindur að verða fyrsti maðurinn til að sigla einn síns liðs yfir Kyrrahafið frá San Francisco til Hawaii-eyja. Dreymdi hann um að verða fyrsti blindi maðurinn til að heppnast slíkt. Hann hafði vatn og vistir til 100 daga út- halds, en ekkert hefur til hans spurst í 21 dag og er óttast um afdrif hans. Gershwin látinn IRA Gershwin, yngri bróðir tónskáldsins fræga George Gershwins, lést í Beverly Hills í gær, 86 ára að aldri. Hann var textahöfundur og samdi mörg fræg lög með bróður sínum, svo sem „I got rhythm". Einnig kom hann við sögu í tón- verkinu „Porgy and Bess“. Wa.shington, 17. ágúst. AP. HONDURASSTJÓRN hélt því fram í dag, að hermenn hennar hefðu handtekið „undirróðurs- og innrás- armenn“ frá Nicaragua og varaði þá við, sem hefðu sent þá til landsins, kvaðst hafa mátt til að knésetja þá, sem reyndu að valda ólgu í landinu. Yfirmaður hersins í Hondúras, Gustavo A. Martinez, hershöfð- ingi, sagði i dag á blaðamanna- fundi, að 200 Hondúrasmenn, sem þjálfaðir hefðu verið á Kúbu og í Sovétríkjunum, hefðu laumast inn Frakkaland: Er Gelli í Mónakó? Nissa, 17. ágúst. AP. LICIO GELLI, stórmeistari í P2-frímúrarastúkunni, sem slapp úr svissnesku fangelsi í síðustu viku, kann að vera í felum í Mónakó að því er yfirmaður ítölsku lögreglunni sagði í dag. Sagði lögreglumaðurinn að þyrla hefði verið tekin á leigu að morgni dags 10. ágúst sl. í frönsku borginni Anecy og flugmanninum sagt að fljúga til Nissa. Meðan á fluginu stóð hefðu farþegarnir þrír, sem töluðu ítölsku, beðið flugmanninn að fara heldur til Mónakó. Einn þessara manna hefði virst vera illa haldinn og haft klút um hálsinn. Gelli, sem er 64 ára að aldri, er ekki heill heilsu. Síðastliðinn föstudag handtók lögreglan í Sviss fangavörð, sem nun hafa hjálpað Gelli til að flýja, og segir lögreglan, að hann hafi flutt Gelli yfir landamærin til Frakklands. Þessar upplýsingar þykja gera að engu þær fullyrð- ingar lögfræðings Gellis, að hon- um hafi verið rænt úr fangelsi til að koma f veg fyrir, að hann segði allt af létta um „pólitísk hneyksl- ismál“. Licio Gelli í landið síðustu þrjár vikurnar. Væru þeir í 3000 manna hópi, sem ætlað væri að valda ólgu og grafa undan stjórn Roberto S. Gordova. Þessar fréttir koma á sama tíma og bandarískur her er að búa sig undir sameiginlegar heræf- ingar með hernum f Hondúras. EILBRIGÐISYFIRVOLD í Svíþjóð Ija, að allir kynvillingar í landinu erði teknir til rannsóknar í kjölfar ess, að einn maður hefur nú látist iar úr sjúkdómnum AIDS, eða lunninni ónæmisbæklun. „Það er engin ástæða fyrir fólk nér í landi til að vera hrætt," sagði ir. Georg von Krogh við Söder- sjúkrahúsið í Stokkhólmi í viðtali við Dagens Nyheter. „Við eigum hægt með að rannsaka stóran hluta þjoðarinnar og komast að því hverjum er mest hætta búin.“ Síðastliðinn föstudag varð 47 Varnarmálaráðherra Egypta- lands, Abdel Halim Abu Ghazala, Bandalag gert gegn Gandhi Nýju DeW, 17. ágúsl. AP. TVEIR stórir stjómarandstöðu- flokkar í Indlandi gerðu í dag með sér bandalag gegn Kongress-flokki Indiru Gandhi. Viðræður stóðu í fimm mánuði áður en samkomuiag náðist milli flokkanna og hefur bandalaginu verið valið nafnið „Þjóðlega lýð- ræðisfylkingin". Formaður hennar er Charan Singh, fyrrum forsæt- isráðherra, og sagði hann í dag, að stefnt væri að sameiginlegu fram- boði í öllum kjördæmum í næstu þingkosningum, sem búist er við að verði snemma árs 1985. Að minnsta kosti 12 flokkar á þingi hafa átt viðræður um banda- lag gegn Indiru Gandhi og flokki hennar, en ekkert hefur af því orð- ið fyrr en nú. Gandhi hefur fyrr látið þau orð falla um þessa til- burði stjórnarandstöðunnar, að þeir væru „skrítla" og „móðgun við indversku þjóðina". ára gamall maður fyrstur til að falla fyrir sjúkdómnum í Svíþjóð en vitað er um tvo aðra menn, sem eru sýktir. Fylgst er reglulega með 50 mönnum öðrum, sem hugsan- Jega geta verið með sjúkdóminn, en læknar segja, að hann verði að bana 80% þeirra, sem fá hann. Samtök sænskra kynvillinga hafa fagnað ákvörðun heilbrigðis- yfirvalda, en þrír af hverjum fjór- um, sem sýkjast af AIDS, eru kynvillingar. „Allt frá því í janúar höfum við lagt hart að þeim að hefjast handa og við krefjumst þess að fá að vita hvað við getum tilkynnti í gær, að Egyptar væru í þann mund að hefja framleiðslu á hinni sovéskhönnuðu SAM-7 eldflaug. Á framleiðsla að hefjast snemma á næsta ári. Ráðherrann varaði jafnframt við því, að væri öryggi Súdans ógnað á einn eða annan hátt, litu Egyptar svo á að þeirra öryggi væri einnig í hættu og því myndu þeir styðja Súdan í hernaði. „Hér er ekki um árásarstefnu í garð Khadafys og Líbíu að ræða, en Khadafy er að reyna að auka spennuna í þessum heimshluta á sama tíma og við erum að reyna að draga úr henni, það er því nauðsynlegt að hann geri sér grein fyrir því að árás á Súdan þýðir það sama og árás á Egyptaland," sagði ráð- herrann. Abu Ghazala gat þess jafn- framt, að Egyptar væru byrjað- ir að framleiða sína eigin skriðdreka og brynvarða her- bíla og þeir fyrstu yrðu tilbúnir í lok næsta árs. Eru vopnin að sovéskri fyrirmynd, en andað hefur köldu milli Egyptalands og Sovétríkjanna síðan árið 1974, er Egyptar hófu skyndi- lega að friðmælast við ísrael og vingast við Bandaríkin. gert til að sýkjast ekki og hvernig best er að greina sjúkdómsein- kennin," sagði Sten Pettersson, talsmaður samtaka kynvillinga. Þegar hann var spurður hvort sjúkdómurinn myndi e.t.v. valda nýrri andúðaröldu á kynvillingum svaraði hann: „Kynvilla snýst ekki um siðferði heldur mannréttindi. AIDS mun gera fólki ljóst, að við kynvillingar erum beittir misrétti og neyðumst til að sækja oft á tíðum vafasama staði og leggja lag okkar við menn, sem við ekki þekkjum." Æ' HONECKERí PÓLLANDI Varsjá, 17. ágúst. AP. ERICH HONECKER, aðalritari austur-þýska kommúnistaflokksins, kom í gær til pólska námubæjarins Katow- ice, á öðrum degi hinnar þriggja daga vináttuheimsóknar sinnar til Póllands. Á meðfylgjandi símamynd frá AP sést hvar Honecker, t.v., sæmir Wojciech Jaruzelski, hershöfðingja og forseta herstjórnarinnar í Póllandi, Marxorðunni. Þeir hafa átt miklar viðræður og þeim verið lýst sem „heiðarlegum og gagnlegum". Sænsk heilbrigðisyfírvöld: Vilja rannsaka alla kynvillinga í landinu vtokkhólmi, 17. áj^ÚNt. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.