Morgunblaðið - 18.08.1983, Side 24

Morgunblaðið - 18.08.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 ftttvgui Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Tígrisdýr fyrir heimiliskött Fulltrúar íslands á þingi Alkirkjuráðsins í Van- couver hafa greint fjölmiðlum frá því markverðasta sem þar gerðist. í frásögn Morgun- blaðsins í gær af blaðamanna- fundi með þingfulltrúunum sagði meðal annars: „Sú slag- síða (hlutleysi í þágu sovéskra sjónarmiða; innsk. Mbl.) sem virðist vera á ályktun Al- kirkjuráðsins um alþjóðleg mál verður því að skoðast í ljósi þessa. Alkirkjuráðið er ekki hliðhollara Sovétríkjun- um eða samþykkt því sem þar er að gerast, en það velur þann kostinn að spara stór orð í mótmælum en að valda kirkjudeildum þessara landa (kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu; innsk. Mbl.) skaða.“ Lesendum Morgun- blaðsins er bent á að lesa þessi ummæli í ljósi þriggja greina sem birtust hér í blaðinu síð- astliðinn sunnudag. Því miður er það staðreynd að Kremlverjar hafa þau tök á opinberum fulltrúum kirkn- anna í Austur-Evrópu að þeir eru eins og hverjir aðrir stjórnarerindrekar þegar þeir sitja þing Alkirkjuráðsins. „Herskátt guðleysi er ekki til- viljanakennt aukaatriði í stefnu kommúnismans heldur aðalatriði," segir Alexander Solzhenitsyn hér í blaðinu á sunnudag, og bætir við: „Hve mjög hinn guðlausi heimur þráir að eyðileggja trúna, hve mjög trúin skal eyðilögð, var leitt í ljós með þeim samsæris- vef, sem umlukti tilraunir þær til þess að myrða páfann, er gerðar voru fyrir skömmu." Hvað getum við nú á tímum lært af reynslunni frá fjórða áratugnum, þegar tryggja átti „frið á vorum dögum“ með því að skrifa undir samninga við Adolf Hitler? í grein í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um friðarhugsjónina fyrr og nú er meðal annars vitnað í þessi ummæli eftir Adolf Hitler: „Ég er reiðubúinn að skrifa undir hvað sem er. Ég vil gera allt til að auðvelda sigur stjórnmálastefnu minnar. Ég er reiðubúinn að gera griða- sáttmála og vináttubandalag við hvaða ríki sem er. Það væri ekki annað en fásinna að vilja ekki færa sér í nyt slíkar I ráðstafanir af þeirri ástæðu einni, að upp gætu komið þær ! aðstæður, að brjóta yrði hátíð- J leg loforð. Það hefur aldrei I verið til eiðfastur samningur sem ekki hefur verið rofinn fyrr eða síðar. Ævarandi sáttmáli er ekki til.“ Einræðis- herrar í allri mannkynssög- unni hafa haft sama álit á samningum og Adolf Hitler, hvort heldur þeir eru gerðir milli einstakra ríkisstjórna eða á alþjóðlegum fundum. En í frumskógi alþjóðamála er sú tilhneiging rík að um- gangast Kremlverja og út- sendara þeirra eins og heimil- isketti. Éða eins Dean Rusk, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, orðaði það í Morgunblaðssamtali á sunnu- daginn: „Enda þótt Sovéttar hafi aldrei léð máls á alhliða friðarsamkomulagi, þá hafa alltaf verið í gangi viðræður milli þeirra og okkar og báðar þjóðir gengið fram í því að ná samkomulagi um ýmis smærri mál. Sovéttar eiga við sín inn- anríkisvandamál að stríða, rétt eins og við, en þó miklu viðameiri. Stundum hefur mér fundist í viðræðum við sov- éska ráðamenn að þeir væru lítið eitt smeykir vegna vanda- málanna heimafyrir — en það hefur aldrei verið mér nein huggun, því hræddur maður getur hæglega breyst í stór- hættulegan mann.“ Áhættan er mikil þegar menn taka sér tígrisdýr fyrir heimiliskött. Andvaraleysi getur leitt til stórslysa og þeim er bráður bani búinn sem gleymir því í gælunum að hann er með óargadýr í fang- inu. Afsökunartónninn í orð- unum um slagsíðuna í yfirlýs- ingum Alkirkjuráðsihs um al- þjóðamál er af hinu góða en breytir því ekki að fulltrúar Kremlverja á þinginu voru múlbundnir af fyrirmælum hinna guðlausu sovésku stjórnvalda. Sagan kennir okkur að aðeins með árvekni tekst mönnum að halda aftur af þeim sem einskis svífast. Vilji menn hins vegar ekki læra af sögunni verða þeir að reyna hana sjálfir Og á tímum kjarnorkuvopna á öld tveggja heimsstyrjalda mundi endur- tekning á sögunni aðeins leiða til gjöreyðingar. Eldsvodinn á Hellissandi Unnið að slökkvistörfum í fískmóttöku, en þar voru um 20 lestir af físki. Eldur er laus í útveggjum og þeir byrjaðir að hrynja. Frystihúsid brunnið eins og það leggur sig — segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Gunnar Már Kristófersson, oddviti. „ÞAÐ er Ijóst að hér hefur orðið tug- milljónatjón, frystihúsið virðist brunn- ið og ónýtt eins og það leggur sig. ís- klefi, tækjasalur, flókunarsalur, frysti- klefar, pökkunarsalur og báðar fisk- móttökurnar. Það verður því ekki einu sinni hægt að taka á móti fiski til verk- unar í salt, þó söltunarhúsið hafi slopp- ið. Þá voru nokkur þúsund kassar af freðfiski, 35 lestir af frystri síld og 20 lestir af smokkfiski i frystiklefunum. Vátryggingaupphæð er ekki nema smá- munir hjá því, sem kostar að byggja húsið upp að nýju,“ sagði Ólafur Rögn- valdsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hellissands hf. „Það var hins vegar lán í óláni, að Horfi með ugg til framtíðarinnar — segir Gunnar Már Kristófersson, oddviti Neshrepps utan Ennis „ÞETTA er mikið áfall þar sem allt að 60% vinnandi manna í byggðarlaginu hafa haft atvinnu við þetta fyrirtæki. Ég horfi því með ugg til framtíðarinnar og þess skarðs, sem fyrirsjáanlegt er að þessi atburður hefur höggvið í at- vinnulíf bér,“ sagði Gunnar Már Krist- ófersson, oddviti hreppsnefndar Neshrepps utan Ennis. „Hreppsnefndin koma saman í dag til að ræða þennan vanda og á þeim fundi var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis lýsir yfir áhyggjum sín- um vegna hins alvarlega ástands, er skapast mun í atvinnumálum í hreppnum vegna bruna Hraðfrysti- húss Hellissands í dag. Ljóst er, að nú þegar stærsta atvinnufyrirtæki í hreppnum er ekki lengur starfhæft mun skapast mjög alvarlegt ástand í atvinnumálum í hreppnum, sem hreppsnefnd hlýtur að hafa mjög miklar áhyggjur af. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis telur þvf mjög brýna þörf á að hraðað verði upp- byggingu Hraðfrystihúss Hellis- sands, þannig að eðlilegt ástand verði á ný í atvinnumálum í byggð- arlaginu." Þetta var síðan rætt fram og til baka, en á þessu stigi er ekki hægt að taka neinar ákvarðanir. Ég ber mikinn kvíða fyrir því hvernig at- vinnuástand verður hér í framtíð- inni, en maður verður að vona hið bezta. Þá vil ég komá á framfæri, fyrir hönd hreppsnefndar, þökkum til slökkviliðanna í Ólafsvík og Grundarfirði fyrir góða veitta að- stoð,“ sagði Gunnar Már Kristófers- son. við vorum nýlega búnir að losna við 7.500 kassa af freðfiski um borð í þrjú skip. Sumarfríi eftir nokkrar endurbætur á húsinu var nýlokið og var þetta þriðji dagurinn, sem unnið var eftir að fríinu lauk. Að meðaltali hafa 60 til 70 manns verið á launa- skrá hjá okkur og auk þess höfum við tekið við afla af þremur stórum bátum og mörgum smærri auk þess, sem við eigum hlut í togara í Ólafs- vík. Þetta er því verulegt áfall bæði fyrir fyrirtækið og byggðarlagið. Eldsins varð vart um 10-leytið. Ég var þá að tala við verkstjóra í síma og varð hann þá reyksins var. Hann fór til að athuga þetta betur og augnabliki síðar blossaði eldurinn upp. Hann hefur líklega komið upp í vélasal í austurenda hússins og breiðzt mjög hratt út undan sunnan- vindinum, sem var í morgun. Það var nánast ekkert hægt að gera, sagði Ólafur Rögnvaldsson. Ómar Ólafur Rögnvaldsson á þaki frystihússins. Ri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.