Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Sýning á námsgögnum framlengd DAGANA 20.—24. júní sl. var hald- in aö Klúðum ráðstefna stærðfræði- kennara frá Norðurlöndum og sóttu hana rúmlega 30 kennarar frá Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og ís- landi. f tengslum við ráðstefnuna var haldin sýning á náms- og hjálp- argögnum í stærðfræðikennslu í kennslumiðstöð Námsgagnastofn- unar á Laugavegi 166 í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að framlengja sýninguna til 2. september. Verður hún opin mánudaga til föstudaga frá kl. 13.00—18.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. © INNLENT Þessi mynd var tekin um níuleytið á þriðjudagskvöldið, en þá var hlaupið í Súlu í hámarki. Brúin heitir Súlubrú, en undir henni koma saman árnar Súla og Núpsá. Sunnan megin brúarinnar er áin nefnd Núpsvötn. Morgiinbiaaia/KAx. Hlaupið í Súlu um garð gengið HLAUPIÐ í Súlu á Skeiðarársandi, sem hófst á þriðjudagsmorgun, sjatnaði mikið í gær og er nú að Sumarhátíð Æskulýðsráðs FIMMTUDAGINN 18. ágúst kl. 19.30 verður sumarhátíð fyrir börn sem tekið hafa þátt í sumarstarfi /Kskulýðsráðs Reykjavíkur, segir í fréttatilkynningu frá sumarstarfi Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Hátíðin sem er einnig fyrir for- eldrana verður haldin í Menning- armiðstöðinni við Gerðuberg. En fyrir þau sem ekki vita hvar hún er þá er hún beint á móti sundlaug Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Strætisvagn númer 12 stoppar beint fyrir utan. Skemmtunin hefst kl. 19.30 eins og áður sagði og meðal skemmtiatriða verður hinn eldhressi Tóti trúður, Hjalli töframaður, fjöldasöngur og skemmtiatriði frá félagsmiðstöðv- unum. Hægt verður að kaupa kaffi og annað góðgæti á staðnum. Skemmtunin er í tengslum við Reykjavíkurviku og aðgangur er ókeypis. mestu leyti um garð gengið. Að sögn Sigurjóns Rist, vatnamælingamanns, var hlaupið nú mjög í anda þeirra sem átt hafa sér stað undanfarin ár, en þau hafa verið frekar lítil. Engar skemmdir urðu á mannvirkjum og sagði Sigurjón að einu afleiðingar hlaupsins væru þær að ekki væri bílfært inn með Lómagnúpi að aust- an og verður sennilega ekki fyrr en á mánudaginn í fyrsta lagi. Hlaupið stafar af því að þver- dalur, sem liggur upp með Skeið- arárjökli að vestan, fyllist smám saman af vatni og myndar lón sem nefnt er Grænalón. Þegar vatns- magnið er orðið nægilega mikið í lóninu, lyftir það jöklinum, rennur undir hann og hleypur niður sand- ana. Jökullinn er hins vegar orð- inn svo ræfilslegur að vatnsborðið i lóninu þarf ekki ð ná meira en 20 metra hæð til að geta hafið hann upp. Áður fyrr þurfti vatnsyfir- borðið stundum að ná 200 metra hæð áður en jökullinn lyftist og Reykjavíkurmót barnanna 1983: Skalla-bolti og snú-snú — meðal keppnisgreina Reykjavíkurmót barnanna verður haldið næstkomandi sunnudag f Hljómskálagarðinum. Eins og þið vafalaust munið var það haldið í fyrsta skipti í fyrra og tókst þá al- veg feikilega vel. Skátafélagið Árbúar skipuleggur mótið núna eins og þá og hefur undirbúningur verið í fullum gangi að undanförnu. Á Reykjavíkurmóti barnanna verð- ur keppt í 10 íþróttagreinum, sem flest allir krakkar hafa mikla þjálf- un í. Þær eru: 1. að sippa, 2. í snú—snú, 3. að skjóta bolta í mark, 4. að úlla, 5. í reiðhjólakvartmílu- keppni, 6. í hundrað metra hlaupi, 7. í kassabflarallý, 8. að skaila bolta á milli, 9. að labba á grindverki, 10. að halda bolta á lofti. Keppt er í tveim flokkum í öll- um greinum. Yngri flokkur á aldrinum 7—9 ára og eldri flokk- ur 10—12 ára. Öllum er heimil þátttaka á mótinu og er hún ókeypis. Auk keppnisgreinanna verður skemmtileg fimmtarþraut og tugþraut, víðavangsleikir, sigl- ingar á tjðrninni, hæfileika- keppni og flugdrekaflug. Hljóm- sveitir slá á létta strengi, skemmtiatriði verða og margt, margt fleira. Öllum er veikomið að mæta með báta, skútur, flugdreka eða hvað annað sem gæti orðið til skemmtunar. Og ef rignir þá er bara vera við því búin og klæða sig vel. Krakkar, nú er um að gera að nota tíman fram á sunnu- dag til að æfa sig. Þessa mynd tók Emelía á Reykjavíkurmóti barnanna í fyrra. gátu hlaupin þá orðið gífurleg. Sigurjón sagðist ekki vita ná- kvæmlega hve mikið hefði lækkað í lóninu við hlaupið, það hefði ekki verið mælt, en giskaði á 8 til 20 metra. Meðfylgjandi mynd tók Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgun- blaðsins, úr lofti um níuleytið á þriðjudagskvöld, en þá var hlaupið í hámarki. Á myndinni kemur vel fram mikilvægt hlutverk leiði- garðanna norðan og vestan við brúna. Innan þeirra myndast lón, sem gerir það að verkum að ekki mæðir eins mikið á brúnni. Slíkir varnargarðar eru við allar brýrn- ar þrjár á Skeiðarársandi og hafa gefið mjög góða raun, að sögn Sig- urjóns. Norræna húsið: Opid hús í kvöld f OPNU húsi í dag kl. 20.30 verður Eyþór Einarsson grasafræðingur með erindi um íslensku flóruna og sýnir hann litskyggnur máli sínu til skýringar. Eftir kaffihlé um kl. 22 verða sýndar tvær kvikmyndir Osvalds Knudsens, sem lýsa íslensku flór- unni, en það eru kvikmyndirnar „Smávinir fagrir" og „Þórsmörk". Aðgangur er ókeypis. Þetta er næstsíðasta Opna húsið á þessu í sýningarsölum í kjallara standa nú yfir sýningar frá Græn- landi, sem fjalla um norrænt land- nám og búsetu á Grænlandi til forna. Sýningin er opin daglega kl. 14—19 til 28. ágúst. í anddyri er sýning á pastel- og vatnslitamyndum eftir græn- lensku listakonuna Kistat Lund. Þeirri sýningu lýkur nk. sunnu- dag. Reykjavíkurmynd frá 1862 gefin út n/tl/ IL'I/DIUM 1 AT ■ n - - . , - , „r BÓKASKEMMAN hefur gefið út mynd af Reykjavík eftir málverki frá 1862. Myndin er í litum. Mynd- flötur er 33 x 51,5 sm. Myndin er gerð eftir málverki A.W. Fowles árið 1862, en hann virðist hafa verið í för með skemmtisnekkjunni URANIA, er kom til Reykjavíkur í júlí 1862. Urania var 160 tonna snekkja og eigandi hennar W. Wise. í Þjóðólfi segir svo 30. júlí 1862. „Þá kom og írskr eðalmaður stórríkr, Weisse að nafni, á skemmtisnekkju sinni, er nefnist Urania. Hann ferðaðist til Geysis og fór aptr héðan 26. þ.m. Snekkja hans var einhver hin fríðasta og kostulegasta, sem hér hefur nokkru sinni komið til lands." Poltergeist“ frumsýnd 99 NÝJA BÍÓ frumsýnir kl. 17.00 í dag mynd Steven Spielberg „Polt- ergeist". Myndin segir frá banda- rískri fjölskyldu sem verður fyrir því að óvæntir hlutir taka að ger- ast á heimilinu. Með aðalhlutverk fara þau Craig T. Nelson, Jobeth Williams, og Beatrice Straight ásamt fleir- um. Myndin er gerð eftir sögu Spiel- berg en leikstjóri er Tobe Hooper og höfundur tónlistar Jerry Goldsmith.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.