Morgunblaðið - 18.08.1983, Page 27

Morgunblaðið - 18.08.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 27 Sýning á indverskum myndum og munum Aðstandendur sýningarinnar: Rúnar Hreinsson, Jóhann Árnason og Oddur Sveinsson. „Somewhere in Time“ í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur í dag sýn- ingar á kvikmyndinni „Some- where in Time“ sem gerð er eftir bók Richard Matheson „Bid Time Return." Fjallar myndin um leik- ritaskáldið Richard, sem notar kenningar prófessors nokkurs um ferðir mannsandans fram og aftur í tíma. Kemst hann þannig í kynni við leikkonu sem dó árið 1912, en hana sá hann fyrst á mynd 1980. Helstu leikendur eru Christoph- er Reeve og Jane Seymor. Ljósmyndasýning VopnafjörAur, 14. ápíst. FIMMTUDAGINN 18. ágúst var opnuð Ijósmyndasvning í barnaskól- anum hér á Vopnafirði. Þeir sem að sýningunni standa eru þeir Jóhann Arnason, Rúnar Hreinsson og Oddur Sveinsson, en þeir hafa allir fengist við Ijósmyndun og framköll- un um nokkurt skeið. Að sögn þeirra félaga er á sýn- ingunni um að ræða þverskurð af því sem þeir hafa verið að fást við á undanförnum árum, alls um 120 myndir aðallega svart-hvítar," en þó nokkrar litmyndir inn á milli. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sýning sem þessi er haldin hér og að áliti undirritaðs er hér um að ræða mjög athyglisvert framtak og uppsetning og frágangur allur þeim félögum til mikils sóma. Sýningin verður opin fimmtudag- inn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst frá kl. 20—22, laugardaginn 20. frá kl. 16—23 og sunnudaginn 21. frá kl. 14-17. Hér kem ur Kalmar Fundi um lyfjanotkun aldraðra lauk í gær FUNDI sérfræðinga Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) um lyfjameðferð aldraðra lauk í Reykja- vík í gær. Markmið fundarins var að Ijúka gerð handbókar fyrir lækna og aðra starfsmenn í heilbrigðisþjón- ustunni, þar sem greint er frá sér- stökum varúðarráðstöfunum, sem þarf að viðhafa við lyfjameðferð hjá öldruðum. I fréttatilkynningu frá Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu segir m.a. að ellilífeyris- þegar í Evrópu og Norður-Amer- íku noti allt að þriðjungi meira af lyfjum en aðrir aldurshópar. Vandinn við lyfjameðferð hjá öldruðum er fyrst og fremst sá, að við öldrun verða ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, sem hvetja til sérstakrar aðgæslu við lyfjagjöf. Sum lyf eru þeirrar náttúru að auka verður skammtinn hjá öld- ruðum og önnur lyf hafa öflugri verkun hjá þessum aldurshópi. Jafnframt eru aldraðir sérstak- lega næmir fyrir aukaverkunum lyfja. Auk þessara læknisfræðilegu atriða eiga aldraðir við ýmis önn- ur vandamál að stríða vegna lyfja- töku, t.d. að opna lyfjaglös, lesa skriflegar leiðbeiningar á lyfja- glösum eða muna munnlegar leið- beiningar. Þetta eru atriði sem heilbrigðisstéttir þurfa að gefa sérstakan gaum. Þátttakendur fundarins eru sér- fræðingar í læknisfræði, lyfja- fræði og hjúkrun með sérstaka þekkingu á lyfjameðferð hjá öldr- uðum. Hinir erlendu þátttakendur eru frá Bretlandi, Vestur-Þýska- landi, Noregi, Spáni, Tékkóslóv- akíu, Ástralíu, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Indlandi. 6 manna starfslið frá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni og nokkrir Islend- ingar tóku einnig þátt í fundinum. í DAG, á afmælisdegi Reykjavíkur- borgar, hefst sýning á munum og myndum frá Indlandi að Fríkirkju- vegi 11. Það eru Indlandsvinir sem standa fyrir sýningunni og verður hún opin til 25. ágúst. Erindi verða flutt daglega eða rithöfundar, sem ritað hafa um Indland, lesa úr verkum sínum. Meðal þeirra sem fram koma eru: þau Geir Ágústsson, ljósmyndari, Gísli Þór Guðmundsson, Guð- mundur Sveinsson, skólastjóri, Gunnar Dal, rithöfundur, Harald- ur Ólafsson, lektor, Karl Sigurðs- son, kennari, Sigurður A. Magn- ússon, rithöfundur, Sigvaldi Hjálmarsson, rithöfundur, Þór- halla Björnsdóttir, félagsráðgjafi, og Ævar Kvaran, rithöfundur. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 20.30 nema laugardaga og sunnudaga frá kl. 17. Aðgangur er ókeypis og kaffiveitingar verða á staðnum. Ekið á kyrr- stæða bifreið ÞRIÐJUDAGINN 16. ágúst var ekið á kyrrstæða rauða Lada- bifreið 1500 station, á bilastæðinu viðað Lágmúla 7 fyrir framan Sjónvarpsbúðina. Atburðurinn átti sér stað á tímabilinu 6—6.30 í eftirmiðdag. Ökumaður bifreiðar- innar sem tjóninu olli eða vitni að atburðinum eru vinsamlegast beð- in um að gefa sig fram í síma 31499. Nú geta allir eignast Kalmar-eldhús á viðráðan- legu verði og fengið það afgreitt og uppsett á stuttum tíma. í nýja Kalmar-eldhúsinu sameinast nútíma þæg- indi, skemmtileg hönnun og síðast en ekki síst hagstætt verð. Líttu við í sýningarsal okkar eða fáðu heimsend- an bækling. Kalmar SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVlK - SlMI 82011 Opíð í kvöld til kl. 21 HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.