Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.08.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 29 „Post-Painting“ Myndlist Bragi Ásgeirsson Hugmyndafræðin blómstrar ennþá í margri mynd þótt hún hafi brevtt um svipmót um stund. I Nýlistasafninu við Vatnsstíg, þar sem er að finna mestu blómstrun í íslenzkri myndlist, ef trúa má fullyrðing- um þeirra er þar leggja hönd á plóginn, stendur nú yfir all sér- stæð sýning. Sérstæð fyrir það, að þetta er ekki sýning í venju- legum skilningi, heldur eftirlík- ingar myndverka annarra og heimskunnra myndlistarmanna. Allt virðist gjaldgengt nú á tím- um fylgi því einhverjar sérstæð- ar hugmyndafræðilegar útlist- anir, „manifest". Listamennirnir Bergljót R. og Elraer, sem hér eiga hlut að máli útskýra listmiðlun sína á eftir- farandi hátt: „Post-Painting hófst vorið 1981, sem eins konar tákn um heimsku listarinnar. Magnþrota gagnvart tilþrifum listarinnar reyndist Post-Painting eina hugsanlega úr- ræðið. Post-Painting er uppgjöf, tómagangur. Post-Painting er bein stæling á umheiminum." Hér virðist um sýningar- starfsemi að ræða, frekar en listsköpun og jafnframt dreif- ingu fáránlega altækra fullyrð- inga, — og slíkar eru dæmar til að falla um sjálfar sig svo sem dæmið sannar í allri saman- lagðri listasögunni. Að sjálf- sögðu verða þessir listamenn komnir með nýjar og altækar hugmyndir innan fárra ára, — fullkomlega óskeikular. Fyrirbærið er þannig fjarri því að vera nýtt og jafnan er mögulegt að nálgast allar við- teknar staðreyndir frá nýju sjónarhorni. Sjálfir gerendurnir lýsa því yfir að aðferðin hefjist á fjórða þrepi við tilraunir til stælinga og eru þau því máski fullsnemmt á ferðinni. Því að sýningin vekur óhjákvæmilega öðru fremur upp spurninguna hvernig þriðja og annað þrepið koma til með að verða, — að því fyrsta ógleymdu. Gerendurnir útiloka með öllu hvers konar skapandi listbrögð. Eftirlíking skal það vera, dýrkun tóma- rúmsins og upphafning þess í listinni. Hinar heimspekilegu hugleiðingar er fylgja sýning- unni á vélrituðum blöðum, og eiga að réttlæta framleiðsluna, eiga heima í myndrænum um- ræðum og útlistunum lærðra listsagnfræðinga frekar en í al- mennum listdómi og skal því staðar numið. Allir þeir, sem áhuga hafa á slíkum tiltektum - munu ábyggilega rata á þessa sýningu. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Húsaviðgerðir — Pípulagnir Lagfaerum leka á vatns-, skólp- og hitalögnum. Sklptum um gler — hurólr — glugga — skápa og margt fl. Smíöum handrlö á sval- ir — útitröppur — gangstíga og stéttir. Fagmenn simi 31760 — 72273. Húsnæöi óskast Stór ibúö óskast á leigu í miö- eöa vesturbæ. Uppl. í síma 16434 á kvöldln. Húsnæði óskast Læknanema og tónlistarnema vantar ibúö til leigu. Heitum reglusemi. Fyrirframgreiösla ef óskaö er. Uppl. í síma 96-43168 eöa 19967 eftir kl. 18.00. Akureyri 3ja herb. íbúö tll leigu. Roskin hjón ganga fyrir. 3ja mánaöa fyrirframgreiösla. Uppl. í sima 23159 Akureyri næstu daga. Rafmagnsþilofnar tH sölu. Upplýsingar í síma 92-3076 eftir kl. 8. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir 19.—21. ógúst 1. Kerlingarfjöll — lllahraun — Gljúfurleit. Gist í tjöldum. 2. Þórsmörk. Gist í Skag- fjörösskála í Langadal. 3. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í sæluhúsi í Laugum. 4. Hveravellir. Uppselt. 5. Álftavatn — Hattfell (909 m). Giat í sæluhúsi viö Álftavatn. í helgarferöum er tíminn noteö- ur til gönguferöa í nágrenni gististaöar. Allar upplýsingar um feröirnar er aö fá á skrif- stofu FÍ, Öldugötu 3. Feröafélag islands. e ÚTIVISTARFERÐIR Helgarferöir 19.—21. ágúst. 1. Þórsmörk. Gist í Ufivisfarskál- j anum i friösælum Básum. Gönguferöir viö allra hæfí. 2. Hóimsárbotnar — Strútslaug — Emstrur. Hús og tjöld. 3. Lakagígar — Eldgjá — Laug- ar. Svefnpokagisting Upplýs- ingar og farmiöar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, simi 14606 (sím- svari). Sjáumstl Útivlst. Vegurinn Almenn samkoma veröur i kvöld kl. 20.30 í Síðumúla 8. Allir velkomnir. Hörgshlíð Samkoma í kvöld, miövikudag kl. 8. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur haldin i safnaöarheimilinu i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardaginn 20. ágúst kl. 09: Uxahryggir — Línuvegurinn — Gullfoss. Verö kr. 500. Sunnudaginn 21. ágúst kl. 08: Kaldbaksfjall — Hrunakrókur. Ekiö upp Hrunamannahrepp aö Kaldbak og gengiö þaöan á Kaldbaksfjall (ca. 400 m). Verö kr. 500. Sunnudaginn 21. ágúst kl. 13: Djúpavatn — Vigdísarvellir í Reykjanesfólkvangi. Verö kr. 250. Brottför frá Umferöarmiðstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bil. Fritt fyrir börn í fylgd fullorö- inna. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ræöumaóur Gunnar Bjarnason. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Hjálpræöisherinn í kvöld kl. 20.30, lofgjöröar- samkoma. Mikill söngur og hljóöfærasláttur. Allir hjartan- lega velkomnir. handmenntaskólinn 91 - 2 76 44 ftio KYNNINGARRIT SKÚLANS SENT HEIM , fomhjclp Samkoma aö Hverfisgötu 42 í kvöld kl. 20.30. Söngur og vitn- isburöir. Ræöumaöur Óli Ag- ústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar Lögtök Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fóg- etaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lög- tök látin fara fram fyrir vangreiddum opin- berum gjöldum álögðum skv. 98. gr., sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskatt- ur, lífeyristr.gjald atvr. skv. 20. gr., slysa- tryggingagj. atvr. skv. 36. gr., kirkjugarös- gjald, vinnueftirlitsgjald, sóknargjald, sjúkra- tryggingargjald, gjald í framkv.sjóð aldr- aöara, útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysis- tryggingagjald, iðnlánasjóðsgj. og iðnaðar- málagj., sérst. skattur á skrst. og verslunar- húsn., slysatrygg. v/heimilis. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. norðurlandasamningi sbr. nr. 111/ 1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaöi, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. 16. ágúst 1983. Barnafataverslun Til sölu barnafataverslun í hjarta borgarinn- ar. Mjög þekkt vörumerki, góð umboð. Fal- legar innréttingar. Tilboö sendist auglýsinga- deild Mbl. merkt: „Barnafataverslun 8945“ fyrir 24. þ.m. húsnæöi óskast Heildsölufyrirtæki Höfum verið beðnir að útvega ca 100—150 fm húsnæði fyrir heildsölufyrirtæki. Inn- keyrsludyr æskilegar. Atvinnuhúsnæöi óskast. Óskum eftir vörugeymsluhúsnæði á leigu. 450—550 fm, þarf að vera meö einhverju útisvæöi. Upplýsingar um leigukjör og stað- setningu sendist afgr. blaösins merkt: „D- 3543 — Vörugeymsla" fyrir 15. september 1983. __________lögtök___________ Lögtaksúrskurður Hér meö úrskuröast að lögtak geti fariö fram fyrir gjaldföllnum en ógreiddum þinggjöldum ársins 1983 álögðum í Hafnarfirði, Garða- kaupstaö, Seltjarnarnesi og Kjósarsýslu, en þau eru: Tekjuskattur, eignaskattur, sóknar- gjald, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda skv. 20. gr„ atvinnuleysistryggingagjald, vinnueftirlits- gjald, launaskattur, kirkjugarðsgjald, sjúkra- tryggingagjald, gjald í framkvæmdasjóð aldr- aðra og skattur af skrifstofu- og verslunar- húsnæði. Einnig fyrir aðflutningsgjaldi, skipa- skoðunargjaldi, lestargjaldi og vitagjaldi, bif- reiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysa- tryggingagjaldi ökumanna 1983, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af inn- lendri framleiðslu sbr. lög 65/1975, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvæla- eftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatl- aðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sýslu- vegaskatti skv. 23. gr. laga nr. 6/1977, sölu- skatti sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagningum söluskatts vegna fyrri tímabila. Verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrir- vara á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð ríkis- sjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úr- skurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi, Garöa- kaupstaö og á Seltjarnarnesi. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu 16. ágúst 1983.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.