Morgunblaðið - 18.08.1983, Page 36

Morgunblaðið - 18.08.1983, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 Jóhanni Haukssyni tókst aó sigra kvennaveklH) i eMra llokki unglinga og situr hann hestinn Giæsi. Nsst honum er Anný B. Sigfúsdóttir á Hálegg, þá nsst Valgerður Gunnarsdóttir á Flaumi, Hlín Pétursdóttir á Kyndli og lengst til hsgri er svo Lilja Þorvaldsdóttir á Vini. Nei, þetta eru ekki gangnamenn að leggja upp f leitir, heldur eru þetta áhugasamir hestamenn á leið með hryssur sínar á kynbótasýningu. Þegar mest rigndi var mönnum ekki ststt á öðru en galla sig upp ef þeir ekki vildu verða eins og hundar dregnir af sundi. Stórmótið á Hellu: Rigningin var ótvíræður sigurvegari þrátt fyrir góð tilþrif knapa og hesta Hestar Valdimar Kristinsson Þá er farið að hilla undir lok á keppnistímabili hestamanna, því um síðustu helgi var haldið síðasta meiriháttar hestamótið, nefnilega Stórmót sunnlenskra hestamanna. Eins og á flestum mótum sumarsins var rigningin í aðalhlutverki. Bar mótssvsðið þess óneitanlega merki að mikið hefur rignt undanfarnar vikur því segja má að völlurinn hafi verið umflotinn vatni meira og minna. Þrátt fyrir öll þessi ósköp tókst mótið með ágstum og var margt skemmtilegt á að horfa. B-flokkshestar í háum gæðaflokki Það sem mesta athygli vakti var hversu góðir klárhestarnir reynd- ust og voru fjórir efstu með ein- kunn 8,30 og þar yfir, sem verður að teljast góður árangur. Bestur af þeim var að sjálfsögðu hestur í fyrsta sæti, en það er nýja stjarn- an Snjall frá Gerðum í Landeyj- um. Þessi hestur skaust upp á stjörnuhimininn á nýafstöðnu íslandsmóti í hestaíþróttum á Faxaborg. Snjall er aðeins fimm vetra gamall undan ófeigi 882 frá Flugumýri og er óhætt að spá þessum efnilega hesti miklum frama ef þess verður gætt að hon- um verði ekki ofgert. Eins og þeir vita sem til þekkja er mikil hætta á slíku með unga og viljuga hesta sem búa yfir mikilli getu. í A- flokki voru einnig góð hross í sýn- ingu þótt ekki stæðu þau klárhest- unum á sporði í gæðum. Efst var Perla, Hafsteins Steindórssonar, og er það alltaf ánægjulegt þegar menn af gamla skólanum skjótast á toppinn, en það virðist alltaf gerast öðru hvoru. í unglinga- keppninni voru stúlkurnar nokkuð atkvæðamiklar og af þeim tíu unglingum sem verðlaun fengu voru sjö þeirra kvenkyns. Sér- staka athygli vakti Steinn Skúla- son sem keppti á Hlýju frá Eyrar- bakka, en hann varð efstur í yngri flokki unglinga auk þess sem þau urðu í fjórða sæti í A-flokki gæð- inga. Góður árangur hjá tólf ára unglingi. Yfir eitt hundrað hross í kynbótasýningu Á stórmótum sem haldin hafa verið á Hellu í gegnum tíðina hef- ur aldrei verið framkvæmd for- skoðun og þar af leiðandi hefur þátttaka í kynbótasýningu ávallt verið mikil en þó aldrei eins og nú. Lengi vel var þetta að miklum hluta „dót“ eins og hrossaræktar- ráðunautur kallaði það á sínum tíma, en hefur farið stig batnandi síðan. Eigi að síður má segja að að minnsta kosti 14 hluti af hrossun- um sem nú voru sýnd hefðu mátt heima sitja. Leistur frá Keldudal og Aðalsteinn sigruðu í 150 metra skeiðinu með nokkr- um yfirburðum og virðist Leistur vera í algjörum sérflokki á þessari vega- lengd. Einn stóðhestur var sýndur með afkvæmum, Bylur 892 frá Kolku- ósi. Bylur sem sjálfur er klár- hestur með tölti virðist gefa að mestum hluta skeiðlaus hross ef marka má þau hross sem sýnd voru með honum og þegar skeiðið vantar eru möguleikar á háum einkunnum litlir. Að skeiðinu slepptu má segja að útkoman hafi verið nokkuð góð, hann virðist gefa myndarleg klárhross með tölti og góða fætur. Af þeim hryss- um sem sýndar voru náði engin fyrstu verðlaunum en meirihlut- inn komst í ættbók. Eftir að hafa horft á þessa sýningu finnst manni orðið tímabært að hækka lágmarkseinkunn inn í ættbók. Það er 7,50 í dag en mætti að skað- lausu hækka í 7,60 því eins og flestir vita hafa orðið stórstígar framfarir í hrossaræktinni á und- anförnum árum og eigum við því að vera vandir að virðingu okkar og setja markið hátt. Kappreiðarhrossin fleyttu kerlingar á pollunum Ágætis tímar náðust á kapp- reiðunum þrátt fyrir rigningu og „stöðuvötn" hér og þar á hlaupa- brautinni. Bestum árangri náði Leistur frá Keldudal í 150 metra skeiði en eins og menn muna setti hann nýtt íslandsmet á Faxaborg helgina áður. Þó má geta þess að eftir er að staðfesta þennan árangur og því kannski óþarfa bráðlæti að tala um íslandsmet að svo komnu máli. Tími hans nú var 14,2 sek. sem er mjög góður árang- ur. Villingur sigraði í 250 metrun- um eins og svo oft áður. Reiknað var með í upphafi keppnistíma- bilsins að hann myndi slá núgild- andi Islandsmet sem er 21,6 sek. en nú virðist útséð um það. Á Faxaborg náði hann að jafna met- ið en herslumuninn vantaði. Ann- ars má segja að úrslit í þessum kappreiðum hafi farið svona nokk- uð eftir formúlunni.-þ.e.a.s. engin óvænt úrslit. Framkvæmd mótsins í góöu lagi Eins og kunnugt er af fréttum hefur Hella orðið fyrir valinu sem næsti landsmótsstaður. Mega því forráðamenn móta á Hellu á næstu árum búast við því að vera undir smásjánni hvað varðar framkvæmd móta og einnig má búast við að fylgst verði með upp- byggingu staðarins af miklum áhuga. Framkvæmd stórmótsins gekk ágætlega fyrir sig að þessu sinni, að vísu tókst ekki alveg að halda áætlun en litlu munaði. Mótssvæðið er fyrir löngu búið að sanna ágæti sitt í þurru veðri og nú sannaðist að svæðið virðist geta tekið við mikilli rigningu án þess að verða eitt forað. Á sunnu- Ljósmyndir Valdimar Kristiiuwon. Sigurvegarinn í A-flokki gæðinga, Perla. Það er eigandinn sjálfur, Hafsteinn Steindórsson sem situr Perlu. dag var völlurinn valtaður og var hann mjög góður þrátt fyrir mikla bleytu. Virðist hann geta hleypt miklu vatni í gegnum sig án þess að sporast mikið. Mikil aðsókn var að mótinu og fór vel um mótsgesti, hluti þeirra sat í bílum sinum en aðrir voru ýmist inni í veitinga- húsinu góða, sem byggt var fyrir nokkrum árum, eða þá á pallinum fyrir framan húsið, verönd getum við kallað það. Sem sagt ágætis- mót í misheppnuðu veðri. En úrslit Stór- mótsins urðu annars sem hér segir: Stóðhestur með afkvæmum: Bylur 892 frá Kolkuósi. F: Stíg- andi 625. M: Perla frá Kolkuósi, eigandi Sæmundur Holgeirsson, Hvolsvelli. Einkunn fyrir bygg- ingu afkvæma 7,85 og hæfileika 7,49, meðaleinkunn 7,67. Dómsorð: Bylur gefur virkjamikil, fönguleg og heldur viljug klárhross með tölti. Bylur hlýtur önnur verðlaun fyrir afkvæmi. Hryssur sex vetra og eldri: 1. Terna frá Kirkjubæ. F: Hlynur 865. M: Pálma-Skjóna, eigandi Jó- hanna Sigurjónsdóttir, einkunn fyrir byggingu 7,75 og hæfileika 8,08, meðaleinkunn 7,92. 2. Hula frá Langholtskoti. F: Kolbakur 730. M: Kengála 3018, eigandi Unnsteinn Hermannsson, einkunn fyrir byggingu 7,80 og fyrir hæfileika 7,98. 3. Perla frá Kjartansstöðum. F: Fengur. M: Brúnka frá Teigi, eig- andi Lára Ágústsdóttir, Kjart- ansstöðum, einkunn fyrir bygg- ingu 7,64 og fyrir hæfileika 8,07, meðaleinkunn 7,86. Hryssur fjögurra og fimm vetra: 1. Harpa frá Kúskerpi. F: Kuldi frá Borgarhóli. M: Brúnsokkótt frá Kúskerpi, eigandi Þormar Andrésson, Hvolsvelli, einkunn fyrir byggingu 7,76 og fyrir hæfi- leika 8,07, meðaleinkunn 7,92. 2. Hera frá Gerðum. F: Ófeigur 882. M: Gerpla, eigandi Benedikt Karlsson, einkunn fyrir byggingu 7,76 og fyrir hæfileika 7,97, meðal- einkunn 7,87. 3. Molda frá Kletti. F: Gustur 923. M: Lipurtá frá Kletti, eigandi Bjöm V. Sæmundsson, Vík, ein- kunn fyrir byggingu 7,88 og fyrir hæfileika 7,80, meðaleinkunn 7,84.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.