Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 45

Morgunblaðið - 18.08.1983, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Dýr viögerd Kagnar Halldórsson hringdi: Fyrir nokkru setti ég vasadiskó- tæki af Sanyo-gerð í viðgerð hjá Gunnari Ásgeirssyni hf., en tækið, sem er nýtt, hafði ég keypt er- lendis. Seinna hringdi ég og for- vitnaðist um hvað viðgerðin kost- aði. Brá mér heldur betur í brún, því allt sem þurfti að gera var að setja innstungu á snúruna úr heyrnartækjunum, sem er sett í samband við segulbandið. Inn- stungan kostaði kr. 50, en viðgerð- in hljóðaði upp á kr. 495. Vil ég því benda fólki á að kynna sér verð áður en svona tæki eru sett í við- gerð. „Hækkað verð“ í bíó Jón Jóh. hringdi: Ágæti Velvakandi! Mig hefur lengi langað til að vita hvenær kvikmyndahús hér í bæ mega auglýsa hækkað verð á sýningar. Ef maður athugar aug- lýsingar frá þeim dagblöðum virð- ist ekki vera nein regla fyrir því hvenær verð er hækkað. Ekki fer það eftir lengd myndarinnar, því oft eru myndir sýndar kl. 5, 7, 9 og 11, en þá er myndin um tveggja klukkustunda löng, sem verður að teljast venjulegur sýningartími, en samt er hún auglýst með hækk- uðu verði. Ef einhver sem vit hefur á vildi vera svo vænn að svara þessu, þá gæti sá hinn sami ef til vill einnig sagt mér, hvort „hækkað verð“ geti verið mismunandi mikið hækkað. Ökumenn breyti umferðarmáta sínum Jóna Stína skrifar íslendingum eru ferðalög í blóð borin. Lengi vel þótti það heldur lákúrulegt ferðalag ef ekki var hoppað upp í flugvél og haldið til heitari landa. Sem betur fer hefur slíkur hugsunarháttur breyst og erum við íslendingar farnir að meta landið okkar sem skyldi, enda getum við státað okkur af einhverri fegurstu náttúru í heimi. Flest ferðumst við landleiðina staða á milli og þá oftast í eigin bílum. Reyndar hættir mörgum til að vera um of óþreyjufullir við að komast á áfangastað og sjá þá jafnvel lítið af því umhverfi sem þeir þeysa framhjá, langt yfir há- markshraða. Er þessháttar ferða- máti nokkuð sem ég ekki skil, því menn hljóta að koma öllu þreytt- ari úr ferðalaginu en þeir fóru í það. En svo verður hver að ferðast sem hann vill. Nú í sumar hef ég ferðast tölu- vert um landið, heimsótt Austfirð- ina, Suðurlandsundirlendið og Snæfellsnesið. Alls staðar hafa margir ferðamenn, innlendir sem erlendir, orðið á vegi mínum. Hef ég jafnvel lent í langri bílalest frá Reykjavík á föstudagskvöldum, þrátt fyrir ausandi rigningu. Það er útaf fyrir sig ánægjulegt að sjá hvað fólk er duglegt við að drífa sig af stað, þegar veðrið er eins og það er búið að vera í allt sumar, í stað þess að halda sig innandyra heilu helgarnar. Ég minntist á langar bílalestir og ausandi rigningu. Hefði ég nú haldið að við slík skilyrði reyndu ökumenn að halda sig innan leyfi- legra hraðamarka og sýna lipurð í umferðinni, en sú er raunin alls ekki og eru bersýnilega margir „Jónasar" á ferð. Menn virðast aldrei þurfa að flýta sér meira en þegar ekið er á blautu og hálu malbiki, nema ef væri í rykmekki og annarskonar slæmum skilyrð- um. Bílstjórar eru að reyna að taka fram úr öðrum bílum og það sem verra er, skeyta oft ekki um að láta vita af sér með því að flauta eða blikka ljósum. Nokkuð sem kostar litla fyrirhöfn, en get- ur bjargað mannslífum. Ekki á ég lausn á þessu vanda- máli, sem óþreyjufullir, hugsun- arlitlir ökumenn eru. Þarf að koma til mikið breyttur hugsunar- háttur og sameiginlegt átak allra landsmanna. Umferðarráð hefur í mörg ár unnið mikið og gott starf, en ekki virðist sem það dugi til og nú þurfa allir landsmenn að taka sig á og breyta ökumáta sínum. flpf pLLi cpA />..■ svartsýnina GÆTUM TUNGUNNAR Sýnishorn af matseöli kvöldsins Rækjuterta meö dillsósu og grænu salati Gljáö ali-önd meö appelsínusósu eða heilsteikt, fersk rauðspretta meö rækjum, ristuöum i hvitlauki Innbakaöur appelsinuís Hvíldarstaður í hádeginu Höll aö kvöldi Velkomin ARTiARHÓLL Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Boröapantanir í síma 18833. . —ai^íTiii Njótið kvöldsins umboróífíán Nú kitlum vid hragðlaukana með nýjum réttum. Kvöldverður Kvöldverður 18. ágúst 1983 Sæsniglar í hvítlauksmjöri meö ostabrauöi — O — Lundapaté meö portvínshlaupi — O — Heilsteikt rauöspretta fyllt meö humar, rækjum og svepp- um í humarsósu — O — Gratineraö lamafille meö koníaksrjómasósu, sveppum og W' sellery — O — Fersk jarðarber meö flórsykri og rjóma ilÞ Aðeins það besta er nógu gott . fyrir gesti okkar. HBH OqN Skólavördustíg 12, sími 10848 Rún, Hafnarfirði, hringdi: Ég var að lesa í Velvakanda bréf frá Sigrúnu, þar sem hún talar um svartsýni unga fólksins okkar. Vitnar Sigrún í sýningu Stúdenta- leikhússins „Reykjavíkurblús". Ég held að Sigrún hljóti að vera mjög svartsýn kona sjálf, því mér finnst einmitt bjartsýni og kraft- ur einkenna alla starfsemi þessa leikhúss. Ég sá Reykjavíkurblús og hafði mikið gaman af og gat hvergi séð þetta svartsýnisvið- horf. Sama get ég sagt um Lorca- dagskrána og tónlistarkvöld sem Stúdentaleikhúsið hélt nýlega. Þarna hefur tekist að skapa ánægjulega stemmningu og á þann hátt sem ég hélt að væri ekki til. Það þarf enginn að kvíða því að heimurinn sé á hraðri leið til glötunar, eins og Sigrún orðar það, þegar við eigum jafn duglegt ungt fólk og það sem starfar í anda Stúdentaleikhússins. Sagt var: Þessir tveir flokkar fengu sinnhvorn mann- inn. Rétt væri:... fengu sinn manninn hvor. SIGGA V/öGA S \/LVtRAU ÞHÐ TÆKI BÖRURNRR VERR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.