Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 23 Erlendur Patursson lögþingsmaður í Kirkjubæ - Sjötugur I dag er Erlendur Patursson í Kirkjubæ í Færeyjum sjötugur. Hann er íslendingum að góðu kunnur frá skólaárum sínum hér og hve oft hann hefur gist land vort. Erlendur er fæddur 20. ágúst 1913 i Kirkjubæ. Voru foreldrar hans Jóhannes Patursson, kon- ungsbóndi í Kirkjubæ, og kona hans, Guðný Eiríksdóttir frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Systir hennar, Pálína, var gift Hans Mohr skipstjóra í Færeyjum. For- eldrar þeirra systra voru merkis- hjónin Eiríkur Björnsson frá Kirkjubóli í Vaðlavík, síðar bóndi á Karlsskála, og kona hans, Guð- laug Pétursdóttir frá Karlsskála. Jörð þessi varð stórbýli á búskap- arárum Eiríks, um hana mátti segja að hún væri hálf í sjó því sjávargagn var þar mikið. Eiríkur ræktaði mikið landið, en þó var sjávarútvegur hans stærri í snið- um. Hann gerði út báta og átti hlut í útgerð með Færeyingum er reru þar á sumrin. Hann var hjúa- sæll, stjórnsamur og vildi iáta fólk vinna, en einnig veita því gleði- stundir. Eiríkur efnaðist vel og var í tölu ríkustu bænda á Austur- landi. Um hann var sagt að hann væri drengskaparmaður við hvern sem var að eiga og eðlisvitur. Þeim hjónum varð átta barna auð- ið og heimilið var mannmargt á vertíðum. Guðný Eiríksdóttir frá Karlsskála kom því frá ríkum garði, umsvifamiklu heimili og reglusömu er hún gerðist hús- freyja á einu mesta höfuðbóli Færeyja, Kirkjubæ. Jóhannes Patursson var allt í senn kon- ungsbóndi, stjórnmálamaður, skáld og rithöfundur. Hann sat vel hið forna biskupssetur, hafði gengið á búnaðarskóla í Noregi og um skeið haldið bændaskóla í Kirkjubæ. I daglegu tali var hann jafnan nefndur Jóhannes bóndi í Kirkjubæ. Hann talaði íslensku ágætlega, er var honum töm, rit- aði um íslensk málefni og Hdgdist vel með málum heima á Islandi. Jóhannes var skáld gott er orti ættjarðarkvæði og líka dans- kvæði. Hann var um langa hríð forvígismaður sjálfstæðismanna í Færeyjum er kvað mikið að, sat á þjóðþingi Dana og lögþingi Fær- eyinga. Guðný kona hans var mikilhæf í búskapnum, stjórnsöm á heimil- inu og fylgdi manni sinum ótrauð í þjóðmálum. Þau hjón eignuðust margt barna, sum þeirra ílengdust á íslandi. Bergþóra, gift Þorsteini Scheving Thorsteinsson lyfsala í gamla apótekinu; Bergljót, gift Júlíusi Sigurjónssyni prófessor og tveir bræður þeirra stunduðu nám í Menntaskólanum í Reykjavík; Páll síðar bóndi í Kirkjubæ og Erlendur er varð stúdent 1933. Á námsárum sínum dvaldi hann á heimili Bergþóru systur sinnar við Austurvöll. Hann var því ekki neinn útlendingur er hann hóf nám sitt um fermingu, kunni vel málið og átti hér frændlið. Enda féll honum vel hér. Hann var vel látinn sem skólafélagi, tók mikinn þátt í félagslífinu og vel máli far- inn. Erlendur var snemma mála- fylgjumaður og eigi fyrir að láta hlut sinn, en góðgjarn í umgengni, tryggur vinum sínum og glaðvær á vinamótum. Eftir mikil ræðuhöld og mann- fagnað dreifðist stúdentahópurinn vorið 1933. Erlendur hóf nám í hagfræði við háskólann í Ósló, en hélt síðan til Kaupmannahafnar 1934, og stundaði þar áfram námi og varð cand. polit 1941. Hann kvæntist Morid, dóttur Niels Christian Holms, skipstjóra á Tvöroy í Suðurey í Færeyjum, hinni mætustu konu, og eiga þau fjögur uppkomin börn. — Erlend- ur dvaldi nú áfram í Höfn og var ritari í Arbejdsministeriet í Kaup- mannahöfn 1941—45- En þá flutt- ist hann alkominn heim til Fær- eyja og settist að í Þórshöfn. Mátti segja að Patursson væri vel lærður, verið í heimaskóla um málefni þjóðar sinnar, lokið hag- fræðiprófi og síðan starfað um árabil í stjórnarráðinu, sér til þjálfunar um þjóðarhag. Enda hélt hann ekki að sér höndum er hann tók land á sinni feðrastorð. Gerðist hann nú ritstjóri og útgef- andi færeysks tímarits er hét „Samfélagsrit". Hafði hann stofn- að það í Höfn í janúar 1945 en hélt því áfram í júní er heim kom og kom það út til 1952. Fjallaði ritið um landshagi og hagfræði og þótti fróðlegt. Mátti segja er Erlendur Pat- ursson kom heim, biðu hans þjóð- málin til að takast á við og feta í fótspor föður síns, en þá var mikil hreyfing í þjóðmálum Færeyinga. Árið 1947 var þjóðveldisflokkur- inn stofnaður og var Erlendur formaður hans. Þá hóf málgagn flokksins göngu sína, er nefnist 14. september. Kemur það út tvisvar í viku. Hefur Erlendur lengst af verið ritstjóri þess, en núverandi ritstjóri er sonur hans, Þórhallur Patursson. Erlendur var einnig formaður Sjómannafélagsins og lét mjög til sín taka málefni verkafólks. Þá voru kosningar í nánd, flokkur þjóðveldismanna hlaut gott fylgi og var Erlendur kosinn á Lögþing- ið er hann hefur setið á um langt árabil. Þá var hann um skeið þing- maður Færeyinga á Ríkisþingi Dana. Er samsteypustjórn var mynduð í Færeyjum 1963, var hún þriggja flokka stjórn, Fólka-, Þjóðveldis- og Sjálfstjórnar- flokka. Þá fékk Þjóðveldisflokkur- inn tvo menn í stjórn, var annar Erlendur Patursson atvinnumála- ráðherra. — Stjórn þessi starfaði til 1966. Stjórn þessi þótti mjög athafnasöm um atvinnuvegi Fær- eyinga. Erlendur Patursson hefur sam- ið mikið rit um sjávarútveg Fær- eyinga er hann nefnir „Fiskiveiði — Fiskimenn 1850—1939“. Kom þetta rit út á hans yngri árum 1961. Annað rit engu minna samdi hann á seinni árum er hann nefnir „Fiskivinna og fiskimál 1940—1947“, er sú bók í þremur bindum. Eru rit þessi hin fróðleg- ustu og sýna að höfundur er mik- ilvirkur fræðimaður um aðalat- vinnuveg Færeyinga. Þá hefur Erlendur átt sæti í Norðurlandaráði og barist fyrir auknum rétti Færeyinga á þessu málaþingi, er efla skal norræna samvinnu og góð kynni milli þjóð- anna. I þessum anda var Erlendi boðið að ferðast um Vestfirði og Norðurlandskjördæmi vestra á vegum Norræna félagsins, að flytja erindi um Færeyjar. Ferð þessi var honum og konu hans til ánægju um ókunn héruð. Ég hlustaði á hann flytja erindi sitt á^ Blönduósi. Minntist ég þá, er ég unglingui hlustaði á föður hans, Jóhannes Patursson, halda erindi um Færeyjar í Nýja Bíói í Reykja- vík. Svo sagði Erlendur mér er hann heimsótti mig á Skagaströnd að hann hefði í upphafi ferðalagsins sett það upp að sjá tvennt í ferð- inni, Látrabjarg og mig, sem gamlan bekkjarbróður. Nú á vordögum sáumst við flest- ir skólafélagar á fimmtíu ára stúdentsafmæli okkar við góðan fagnað. I hófinu á Hótel Sögu, er stjórnað var af Torfa Hjartarsyni f.v. tollstjóra, gat hann þess að meðal stúdenta væri maður frá öðru landi, það væri Erlendur Pat- ursson frv. ráðherra. Torfi kallaði hann síðan upp og lét alla stúd- enta hylla hann, er gert var við mikinn fögnuð eldri sem yngri stúdenta. Erlendur flutti stutta ræðu og gagnorða. Þannig var Er- lendur Patursson ættsonur ís- lands og Færeyja kvaddur af skóla sínum. Við bekkjarsystkini hans hugs- um nú til hans á sjötíu ára ald- ursdegi. Ég er einn þeirra á meðal. Pétur Þ. Ingjaldsson Liv Bergþórsdóttir sagðist ætla að hlusta á hljómsveitinrrar, en sagð- ist trúlega vera orðin of gömul til að taka þátt í keppninni. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir og Klín Sigríður Grétarsdóttir sögðust ætla að vera með ef þær gætu. Guðmundur Freyr Rúnarsson var áhorfandi að mótinu í fyrra, en sagðist kannski myndu keppa í Reykjavíkurmót barnanna: „Ég kem alveg örugglega“ Keykjavíkurmót barnanna hefst klukkan tvö á sunnudag í Hljóm- skálagarðinum. Hermann Gunn- arsson setur mótið og verður að því loknu hafin skráning í keppnir. Samhliða mótinu leika sjö ungar hljómsveitir og byrjar Kikk-tón- lcikana. Að skráningu lokinni byrj- ar kcppnin , kassabflarallíið fyrst og svo tekur við hvert aðtriðið af öðru, húlla, snú—snú, sippa, skalla bolta, reiðhjólakvartmíla og henda bolta í mark. Fyrir þá sem ekki taka þátt í keppninni verða skemmtileg einstaklingsverkefni og fá allir sem taka þátt í þeim viðurkenningarspjöld. Júdósýning verður um þrjúleytið, siglingar á Tjörninni, og margt fleira. Þátt- taka er öllum ókeypis, mótinu lýk- ur klukkan 17.20. í gær fór blm. Mbl. á stúfana og spjallaði um mótið við nokkra krakka. Hafrún Eva Arnarsdóttir og íris Rut Marteinsdóttir. Sú fyrrnefnda sagð- ist ekki hafa tekið þátt I mótinu í fyrra, en sagðist örugglega ekki ætla að missa af því í ár. Ef hún væri ekki nógu góð i snú-snú keppti hún bara í húlla. íris sagðist hins vegar hafa fylgst með mótinu í fyrra sem áhorf- andi, en nú langaði sig til að keppa í kassabflarallinu. Heldur sýningu á Mokka HANNA Jórunn Sturludóttir heldur um þessar mundir, sýningu á 20 verkum sínum á kafflhúsinu Mokka við Skólavörðustíg. Flest eru verkin blýantsteikningar, en nokkur eru unnin með túss. Þetta er 6. sýning Hönnu Jórunnar, en verkin á þessari sýningu eru flest gerð á þessu ári. Hanna Jórunn hef- ur ekki stundað nám í myndlist, og aðspurð sagðist hún ekki hyggja á myndlistarnám á næstunni. „Ég hef verið krotandi frá því ég man eftir mér og í Borgarfirð- inum, þar sem ég er fædd og upp- alin, umgengst ég mikið hesta," sagði Hanna Jórunn, en það vakti athygli blm. að flestar myndir Hönnu eru af hestum í öllum stærðum og gerðum. Hanna Jór- unn hefur, auk sýninganna sem hún tekur þátt í, gert nokkur kort fyrir Sólarfilmu hf. og þá helst jólakort. Sýning Hönnu Jórunnar var opnuð í gær, en henni lýkur 2. september. Yfirlýsing Til Morgunblaðsins, Keykjavík. VEGNA fréttar í Morgunblaðinu, hinn 16. þ.m., vil ég taka fram að ég hef engar upplýsingar gefið er varða efni greinarinnar i Helgarpóstinum 21. júlí síðastliðinn, né afhent skjöl úr bókhaldi fyrirtækisins Böðvar S. Bjarnason sf. Helgarspóstsmönnum. Upplýst var við rannsókn málsins hver afhenti Helgarpóstsmönnum skjölin. Það var ekki undirritaður. R„ 19. ágúst, 1983. Sigmundur Böðvarsson (sign) Revlon-mótið 1983 REVLON mótið í hestaíþróttum verður haldið dagana 20. og 21. ágúst. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið, en í fyrra þótti það heppnast sérstaklega vel. Vitað er, að allir okkar beztu knapa munu ma>ta með hesta sína alls staðar af lendinu. Sigurvegari knapi mótsins í fyrra var Sigurbjörn Bárðarson, og mun hann eflaust hvergi gefa eftir til að halda titlinum. Keppt verður í fimmgangi, tölti, fjórgangi, gæðingaskeiði, ungl- ingatölti, fjórgangi. Öll verðlaun eru gefin af ís- lenzk-Ameríska verzlunarfélag- inu, en þeir eru umboðsaðilar fyrir Revlon snyrtivörur sem mótið ber nafn af. Skráning fer fram hjá skrif- Stofu Fáks. (Fróttalilkynning) IHHIIIK. . cMmerióhar 1983 REVLON MOTID TOLT I VERDLAUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.