Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 15 Atvik og endurminning Bókmenntir Erlendur Jónsson Hannes Pétursson: 36 LJÓÐ. 50 bls. Idunn. Reykjavík, 1983. Stund og staðir heitir ein bóka Hannesar Péturssonar. Vísar það heiti ekki aðeins til ljóðanna í þeirri bók heldur yrkisefna skáldsins yfirhöfuð. Skáldið horfir tíðum út frá tilteknum kunnugleg- um sjónarhóli og skyggnist þaðan vítt of veröld alla. Og smáatvik — svo smá sum hver að við köllum þau naumast atvik heldur svipleiftur — geta verið undarlega þaulsætin I endurminningunni ekki síður en svokallaðir stórviðburðir. Heim- kynni við sjó, síðasta ljóðabók Hannesar á undan þessari, var { bókstaflegum skilningi staðbund- in, þar var ljóðunum valið eins konar baksvið. 1 36 ljóðum eru það hins vegar liðin atvik sem verða skáldinu að yrkisefni, hversdags- leg oftar en hitt. Hestar á hlaup- um í haga, ganga um kirkjugarð fyrir norðan, hermaður á stríðsár- unum að bursta skóna sína, hvild á lækjarbakka — öll geta þessi smáu tilvik skírskotað til stærri miða og orðið skáldi tilefni til að hugleiða rök lífs og dauða. Tím- inn, líðandin, hverfleikinn hefur oft orðið Hannesi Péturssyni hug- leikið yrkisefni. Og svo er enn hér. Með því að rifja upp liðin atvik sem varðveitast ljóslifandi í hugskotinu minnir skáldið á að allt er forgengilegt, að sérhver dagur líður að kvöldi og ekkert er ódauðlegt. Og því nákvæmari og trúverðugri sem sú endurminning er, sem bundin er tiltekinni stund og stað, því augljósari verður jafn- framt sú staðreynd að engu and- artaki verður haldið kyrru, að allt hverfur að lokum inn í sama myrkrið. Hver er þá tilgangurinn? »Hverfur þá sálin svo hróplega snauð/ heim, inn í myrkrin köld og auð?« spurði Pétur Gautur. Hannes Pétursson veltir hinu sama fyrir sér í ljóði því sem i bókinni er auðkennt með tölunni 25 og er á þessa leið: Htí KKti þ»ð ekki verió vilji llöfundariiiN — tílfaagnr wm 088 tekst aldrei að skilja að hver maður sofni svefninum endalauaa hverfi til þa^narinnar |>aðan sem hann kom? Hví skyMi vera merkingarlaust að mynnast út í þöf(nina þá dularfullu þojjn m*m drýpur af stjörnunum? Hér er ekkert staðhæft, ljóðið endar með spurningamerki. En allt heldur áfram. Þótt andartak hverfi kemur annað í þess stað. Ljós og myrkur skiptast á. Ljóð, sem Hannes yrkir um endurminn- ingu sína af tunglmyrkva fyrir þrjátíu og fimm árum, verður þannig meira en umhverfis- og náttúrulýsing, það býr líka yfir víðtækari tilvistarlegri skírskot- un: (Im nokkra stund slær nöturlegum Hkugga hesturinn blár á hundinn sem er gulur. Ilm nokkra stund eins ojj nú sé að Ijúka ferðinni. Svo halda þeir áleiðis og ekkert hefur raskazt hesturinn okkar blár og hundurinn okkar pilur. Hvort sem horft er lengra eða skemmra út frá hinu beina efni þessa ljóðs geymir það ærið lífs- magn í sjálfu sér. Náttúrulýsingar Hannesar eru raunsæjar, meitlað- ar, naktar. Þær eru jafnan fáorðar og oft með óvæntum athugunum og niðurstöðum sem beina athygl- inni jafnt að hinu sýnilega sem að hinu tilfinningalega. Ljóð það, sem auðkennt er með tölunni 19, endar t.d. á þessum línum: Cleði þín og gleði mín er hið fyrsU sem glampar í lygnunni. Ef til vill má orða þetta svo að fyrir sjónum skáldsins sé hver sá blettur, þar sem maður hefur stig- ið fæti sínum, persónulegur sögu- staður, jafnvel þótt þar hafi ekki gerst annað en það að maður hafi tekið eftir umhverfinu og geymi mynd þess í huga sér. Mannleg skynjun og reynsla er oftast tengd stund og stað. Og staður orkar á mann fyrst og fremst vegna þeirra endurminninga sem við hann eru tengdar. Hannes Pétursson hefur alltaf verið trúr átthögum sínum. Þegar hann skoðar lífið í víð- tæku samhengi eru einstakar minningar þaðan gjarnan hafðar að viðmiðun. Bernskuheimilið er þá tákn öryggis og friðar »í skjóli veggjanna, skjóli hússins*. Þar á móti finnur ungur piltur anda köldu í næðingum höfuðborgar- innar þegar þar er komið á námsbrautinni að hann verður að fara þangað í skóla. Ljóðið, sem er hið tuttugasta og niunda í röðinni, vísar til þess en við það er sett ártalið 1946. Það er á þessa leið: Hannes Pétursson Bot(v|ötgr é(t d»K eftir d*K bdruðborKUKötur KenK éK ókunnuKur. IIHftiarlaunnr rÍKninKar: hrióar vatnn. Kilífar rÍKninKar. Kilíft Suó-Vesturland ... Sumarió er aó hrapa f hryójum reKnsinn Kult «K rautt ofan úr trjám í traók K»róa of strieta. t»K éK hrapa sjálfur heiman frá mér út f óvissu. Tveim árum síðar er skólapilt- urinn ungi tekinn að renna augum til skáldskapar, Ijóðlistar. Og lítur vitanlega upp til svo göfugrar iðju: ÉK hef upp hjarta mitt til skýjanna! Alla tíð síðan hefur skáldið gengið að listinni með alúð og virðingu. Nákvæmni í orðavali og sjálfsagi hefur einkennt hvaðeina sem Hannes Pétursson hefur sent frá sér. Ljóð hans eru byggð á gaumgæfitegri íhugun. Þar er allt í ákjósanlegum skorðum. Þó horft sé vítt og breitt til allra átta er einmitt hinu smáa oft lýst með hvað mestri varfærni. Og Hannes hefur í Ijóðum sínum lagt sérstaka rækt við hina ósviknu endurminn- ing. Hann er líka fundvís og næm- ur á það sem helst einkennir stað og stund: llallaö er Humri. Ileiöin kólnar í rót. Hér er ort fyrir augað og stemmninguna. Þegar gránar í rót á heiðum er haust í nánd; jörðin er orðin köld. Hér er miklu lýst með fáum orðum. Það er fyrst og fremst þetta gagnorða raunsæi í staðháttarlýsingum og endur- minningu sem gerir ljóðin áleitin. Og því aðeins verða svo áhrifa- mikil sem raun ber vitni þau sann- indi um líf og dauða sem skáldið minnir á að jafnan er skírskotað til einfaldra lífssanninda, náttúr- legra svipmynda sem maður sér fyrir sér eins glöggt og í raunveru- leikanum. Allt eru þetta sígild að- alsmerki ljóðlistar. Leiðrétting í BRÉFI sem birtist í Velvakanda 17. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Hættum að herja landið", mis- prentaðist eitt orð í síðustu setn- ingunni. Þar stóð „Hættum að herja landið og erjum í staðinn", en þarna átti að standa: „Hættum að herja landið og erjum í stað- inn“. Bréfritari er beðinn afsökunar á þessum mistökum. og notaöir Lada 1200 Lada 1200 Station Lada Safír Lada Canada Lada Sport kr. 139.400 kr. 150.600 kr. 159.900 kr. 188.800 kr. 267.100 Bílasoludeildm. , er opm ídag írá kl. 1-4 Tökum notaða, vel með farna Lada-bíla upp í nýja. Verð frá kr. 174.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.