Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 Óveður í rénun en tjónið mikið Franskur hermaður stendur vörð á götu í N’djamena, höfuðborg Chad. Fyrrverandi herforingi viðriðinn dauðasveitir BuenoN Aire.s, 19. ágúst. AP. DÓMARI, sem rannsakar umsvif dauðasveita hægri sinna á miðjum síðasta áratug, stefndi í dag Emilio Massera aðmíráli, fyrrum ráð- herra, vegna aðildar hans að mannhvarfi. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrrum yfirmaður í her landsins hefur verið stefnt fyrir meinta aðild að hvarfi manna af pólitísk- um ástæðum. Massera var yfirmaður í sjóher Argentínu og sat í herstjórninni frá 1976 til 1978. Hann hefur ver- ið í haldi frá 17. júní sl. vegna aðildar að hvarfi og meintu morði kaupsýslumannsins Fernando Branca 1977. Dómarinn yfirheyrði Massera í fimm stundir í gær áður en hann stefndi honum formlega fyrir að- ild að herferð gegn vinstri sinnum. Dómarinn rannsakar ásakanir mannréttindahreyfinga og fyrr- um yfirmanns í lögreglu landsins, sem er í útlegð, um að dauða- sveitirnar hafi rænt, pyntað og myrt fjölda fólks, sem grunað var um að eiga aðild að hryðjuverka- samtökum vinstri manna. Hermt er að dauðasveitirnar hafi verið settar á laggirnar 1974 meðan Isabella Peron sat á for- setastóli. í þeim voru nýfasistísk- ir hermenn og lögreglumenn, sem staðráðnir voru í að útrýma því sem þeir kölluðu „marxísku ógn- unina". I kjölfar þess að frú Peron var steypt 1976 settu nýju valdhaf- arnir baráttuna gegn undirróð- ursmönnum á oddinn. Mannrétt- indahópar segja milli 6 og 15 þús- und manns hafa horfið, í því sem herinn hefur kallað „skítuga stríðið", sem lauk 1979 er tekist hafði meira og minna að útrýma starfsemi hryðjverkamanna. Þakkað að hlaupa í skarðið Dr. Joshua Nkomo, stofnandi Afríkubandalags Zimbabwe, þakkar varamanni sínum, Josiah Chinamano, fyrir að líta eftir hagsmunum flokksins í fjarveru hans. Nkomo, sem óttaðist um líf sitt í Zimbabwe, hélt í útlegð til London í mars, en snéri aftur á þriðjudaginn var. Talsvert var um rán og grip- deildir í Galveston og Houston og á annað hundrað manns verið fangelsaðir fyrir þjófnað. Af sexmenningunum sem týnt hafa lífi í fellibylnum, fórust fimm er þeir urðu fyrir trjám sem rifnað höfðu upp með rótum. FLORENCIO CAMPOMANES, forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, tjáði blaðamamönnum í dag að hann hefði boðið ungverska stórmeistaranum Zoltan Ribli til fundar við sig til að skýra frá óskum sínum varðandi áskorendaeinvígin. Ribli var úrskurðaður sigurveg- ari í einvígi við Vasily Smyslov, þar sem Smyslov mætti ekki til leiks í Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum, þar sem einvígi þeirra Ribli skyldi fara fram. Campomanes sagði að Ribli hefði sent sér telex-skeyti 9. ágúst og lýst stuðningi við ákvörðun sína og spurt hvar og hvenær hann ætti að tefla gegn Viktor Korchnoi, sem úrskurðaður var sigurvegari í einvígi við Gary Kasparov, sem ekki mætti til leiks í áskorendaeinvígi í Pasadena í Kaliforníu. Hins vegar hafi Skáksamband Ungverjalands 18. ágúst sagt í skeyti að Ribli vildi nú tefla við Smyslov. „Ég vil komast að hinu sanna áður en ég gef þessu gaum. Ég vil fá að vita frá fyrstu hendi hvað Ribli vill,“ sagði Campoman- es. „Og ef Ungverjar leyfa Ribli ekki að koma til Luzern verð ég að gera ráð fyrir að fyrsta skeytið lýsi raunverulegum óskum hans sjálfs," sagði Campomanes. Sexburum heilsast vel Blankenberge, Bí-lgíu, og Neptune, New Jersey, 19. ájfúst. AP. KONA nokkur belgísk, 23 ára að aldri, sem ekki hafði áður alið barn, átti nú í vikunni sexbura, fimm drengi og eina stúlku, og heilsast þeim öllum mjög vel að því er yfirlæknir sjúkrahússins sagði í dag. Þetta er í fyrsta sinn, sem sexburar fæðast í Belgíu, og sagði yfirlæknirinn, að „meira en 80% líkur væru fyrir, að þeir lifðu allir“. Móðir þeirra hafði áður átt í erfiðleikum með að verða þunguð en þá voru henni gefin frjósemislyf með þessum árangri. Börnin voru tekin með keisaraskurði tveimur vikum fyrir tímann og vógu fimm til sex merkur. í Bandaríkjunum átti önnur kona margbura í dag, fimm tals- ins, þrjá drengi og tvær stúlkur, en óvíst þótti hvernig þeim myndi reiða af. Þeir vógu þrjár til fimm merkur og voru einnig fyrstu börn móður sinnar. Berezhkov í Moskvu á ný Moskvu, 19. ágúst. AP. SEXTÁN ára sonur sovézks sendi- ráðsstarfsmanns, sem sagt er að hafi beðið um að fá að vera í Bandaríkj- unum, kom aftur til Moskvu í dag og Handtökur á írlandi lA-tlerkenny, írlandi, 19. á||úst. Al*. LÖGREGLA hefur nú í haldi þrjá meinta hryðjuverkamenn úr röðurn írska þjóðfrelsishersins eftir að henni tókst að frelsa systur og stjúpföður uppljóstrarans Harry Kirkpatricks úr höndum mannræn- ingja. Hryðjuverkamenn, sem segja að þagga verði niður í uppljóstrurum með því að drepa þá, hafa þó eig- inkonu Kirkpatricks enn á sínu valdi og óttast nú lögregla um líf hennar. Lögregluyfirvöld í Dyflinni segjast halda að hryðjuverka- mennirnir haldi Elizabeth Kirk- patrick í Donegal-héraði í norður- hluta írska lýðveldisins. Kirk- patric, sem er tuttugu og fjögurra ára gömul, var rænt 18. maí í Belf- ast. sagðist „ekkert óttast“. Sovétmenn mótmæltu að drengnum yrði veitt landvistarleyfi í Bandarfkjunum og báru við friðhelgi sendiráðsstarfs- manna. Andrei Berezhkov, og faðir hans, Valentin, brostu breitt á stuttum fundi með bandarískum fréttamönnum, sem biðu þeirra á flugvellinum í Moskvu. „Ég er mjög ánægður að vera kominn aft- ur,“ sagði unglingurinn. Aðspurð- ur um hvort hann hefði verið ánægður að yfirgefa landið, þar sem sagt er að hann hafi óskað að búa, svaraði hann að bragði: „Já. Ánægður að fara.“ Örfáum klukkustundum eftir komu feðganna til Moskvu skýrði fréttastofan Tass frá því að utan- ríkisráðuneytið hefði sent banda- ríska sendiráðinu orðsendingu þar sem segði að „stjórn Bandaríkj- anna hefði í máli þessu gert sig seka um gróft brot á skuldbind- ingum sínum samkvæmt Vínar- sáttmáianum um sendiráðsmál". Fréttastofan sagði að Berezhkov- fjölskyldan hefði verið utan bandarískrar lögsögu og hefði því ekki verið réttlátt að neita drengnum um leyfi til að yfirgefa Bandaríkin unz hann hefði opin- berlega borið til baka frásagnir um að hann hefði sent Banda- ríkjaforseta beiðni um að fá að vera. Galveston, 19. ágúst. AP. Þjóðvarðliðar aðstoðuðu í dag við að koma í veg fyrir rán og grip- deildir í borgum og bæjum í Texas, sem orðið hafa illa úti af völdum feliibylsins „Alicia”, sem nú er í rénun og kallaður hitabeltisstorm- ur. Rúmlega 330 þúsund heimili í Houston voru enn rafmagnslaus og rúmlega þrjár milljónir íbúa þar hvattir til að sjóða sér drykkjarvatn. Að minnsta kosti sex manns hafa týnt lífi í felli- bylnum. Veðurhæðin í fellibylnum var 185 km á klukkustund og honum fylgdi fjögurra metra há flóð- bylgja. Heilu húsin splundruðust í veðrinu, tré rifnuðu með rótum og tjón á bifreiðum og bátum og mörgum mannvirkjum var til- finnanlegt. Flóðbylgjan olli miklu tjóni allt frá Galveston við ströndina að Houston, sem er 80 km inn í landi. Óveðrið færðist til norðvesturs í dag með gífurlegri úrkomu i mið- og norðurhlutum Texas. Úr- koman mældist til dæmis allt að 2,5 sentimetrar á klukkustund í Dallas og var flóðahættu lýst víða í ríkinu. ERLENT Campomanes vill ræða við Ribli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.