Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
27
Bókabrennur
Erlendar
bækur
Siglaugur Brynleifsson
Gerhard Sauder Hrg.: Die Biicher-
verbrennung — Zum 10. Mai 1933.
Carl Hanser Verlag 1983.
„Það var aðeins upphafið, þar
sem menn brenna bækur,
brenna menn að lokum fólk,"
(Heine: Úr Almansor, sorg-
arleik).
Bókabrennur eru jafn gamlar
bókagerð, valdhafar hafa á öllum
tímum látið bera á bál óæskilegar
bækur, bæði veraldlegir og kirkju-
legir valdhafar. Bókabrennur til
forna náðu til takmarkaðra hópa
innan samfélaganna, en bóka-
brennurnar 10. maí 1933 í þýskum
borgum áttu sínar forsendur í oft
ómeðvitaðri, oft meðvitaðri andúð
hluta þjóðarinnar á því sem
stundum er nefnt æðri menning.
Þessi afstaða er ekki ný af nálinni
og er til með öllum þjóðum, en í
Þýskalandi var hún nýtt af hinum
nýju valdhöfum og féll mjög vel að
hugmyndafræði þeirra. Þessi af-
staða til menningar er oft falin,
menn veigra sér við að láta slíkt í
ljósi, nema mjög gott tilefni gefist
og á þessum árum var ýtt undir
þessa afstöðu og hún réttlætt.
Nasistar töldu brýnt að hreinsa
marxísk og júðsk áhrif úr þýskri
menningu, en grannt skoðað var
það yfirskin, öll menning var
þessu liði andstyggð. Þeir bann-
færðu ekki verk Goethes, en það
var af heigulshætti, þeir skekktu
og bjöguðu verk ýmissa þýskra
höfunda til þess að geta logið þá
að hugmyndafræði sinni, t.d.
Nietzsche, og þeir svívirtu sögu
þýskrar menningar með athöfnum
sinum.
Fyrsta stigið var bókabrennan
og það leið ekki langur tími þegar
hafist var handa um að brenna
fólk.
í þessu riti er safnað saman
heimildum að undirbúningi og
framkvæmd bókabrennanna. I
Að lesa milli línanna
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Knut Hamsun: Að haustnóttum,
skáldsaga
Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi
þýddi
lltg. Almenna bókafélagið 1983
Knut Hamsun er meiri meistari
flestum í því að segja margt á ein-
faldan og tæran hátt. í bókum
hans verður að lesa meira milli
línanna en skrifað er, hér er vissu-
lega talað hljótt. Að haustnóttum
kom fyrst út hjá Helgafelli 1946
og er sjalfsagt löngu uppseld og
því fagnaðarefni að hún skuli gef-
in út aftur. Reyndar er það dap-
urlegt, hversu tiltölulega fáar
bækur Hamsuns hafa verið þýdd-
ar á íslenzku, en það er svo sem
ekki á hvers manns færi að snúa
þeim svo að skáldinu sé sá sómi
sýndur sem bækur hans kalla á.
Að haustnóttum kom út á for-
lagi Gyldendals 1906 og er Hams-
un þá kominn á fimmtugsaldur og
hún er með síðari bókum, sem
snúast um hann sjálfan öðru
fremur og þær hugsanir sem á
hann sóttu. í ágætum formála
Jóns Sigurðssonar með fyrri út-
gáfunni segir að tvær merkingar
felist í heiti þessarar sögu, sem
heitir á norsk „Under höststjern-
en“, hún gerist að hausti og haust-
fölvi sé tekinn að færast yfir ævi
þess manns, sem er lýst I sögunni
en það er Hamsun sjálfur. Þó átti
Hamsun eftir að skrifa tugi bóka
eftir þetta og var raunar að skrifa
fram á tíræðisaldur, ég man að
vísu ekki nákvæmlega hve gamall
hann var þegar Grónar götur
komu út, en alténd var höfundur
yfir nírætt vel. Augljóst er á þess-
um „reynslubókum" hans sem Að
haustnóttum telst með í, ásamt
Sulti, Viktóríu, Pan ofl. að á yngri
árum hefur Hamsun verið svarts-
ýnn á að maðurinn — hann —
myndi halda hæfni sinni til tján-
ingar öllu lengur en fram að sex-
tugsaldri. Vonleysi og þunglyndi
hrjá hann þegar aldurinn fer að
færast yfir og eins og mörgum
höfundum er tamt er aldrei fjarri
kvíðinn við hrörnunina og að geta
ekki skrifað af þeim krafti sem
áður var.
Það er í raun ekki þörf á því að
rekja söguþráð bókarinnar Að
haustnóttum. Líkja má henni við
ljóð og það er mikið gleðilegt að
Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi
skuli hafa komið nokkrum bókum
Hamsuns yfir á íslenzku. Fyrir
Hamsun-aðdáendur, sem eru
margir hérlendis, er sönn nautn
að lesa þær bækur sem Jón þýddi
og hreint makalaust að ekkert
missir sín í þýðingunni, sem er
bara snilldarleg í einu orði sagt.
En það er líka dapurlegt að honum
skyldi ekki endast aldur til að
færa okkur enn fleiri bækur en
hann þýddi.
Kápusíða bókarinnar er óvenju-
leg og umdeilanleg. Þegar ég fékk
hana i hendur og hafði ekki séð
höfundarnafnið hélt ég að þarna
væri á ferðinni einhvers konar
mynda- eða kynningarbók um
landslag og náttúru. Samt er káp-
an falleg við nánari kynni.
inngangi rekur útgefandinn laus-
lega frásagnir um bókabrennur
fyrri alda. Síðan rekur útgefandi
forsendurnar og réttlætingu þess-
ara athafna frá sjónarhorni nas-
istanna. Eldurinn skyldi eyða
óhreinum áhrifum, svo að hinn
hreini aríski kynstofn mætti
blómstra og þýsk æska gæti erft
hreint land og hreina aríska
menningu.
Þýsk-arísk þjóðmenning skyldi
ríkja og þýsk alþýða skyldi erfa
heiminn. Nasistarnir voru margir
hverjir sprottnir upp úr „lág-
menningarumhverfi" og voru
haldnir fordómum gagnvart öllum
og öllu, sem reis upp úr meðal-
mennskunni og þegar þeir náðu
völdunum hefndu þeir sín heldur
en ekki.
Svartir listar voru birtir þar
sem skráð voru nöfn og verk
þeirra höfunda sem töldust ekki
„sannir Þjóðverjar", verk þeirra
töldust siðspillandi og „andger-
mönsk". Þarna voru skráðir flest-
allir þeir höfundar, sem hæst bar
á Þýskalandi, svo sem: Thomas
Mann, Broch, Döblin, Heinrich
Mann Seghers, Werfel o.fl. o.fl.,
einnig erlendir höfundar, þýddir á
þýsku og öll verk varðandi marx-
isma og aðrar kenningar sem
stönguðust á við nasíska hug-
myndafræði. Allir höfundar af
gyðingaættum og þeir sem tengdir
voru gyðingum, bæði þýskir og
erlendir, voru bannfærðir.
Undirbúningur að þessum ráð-
stöfunum var hafinn í blöðum og
með bréfum og tilkynningum til
háskóla og bókasafna, stúdenta-
samtökum nasista var att til að-
gerða. Síðan hófst „karnivalið",
æskufólk og stúdentar fóru syngj-
andi um stræti allra stórborga
Þriðja ríkisins, undir kyndlum og
fánum, bílar hlaðnir bókum
stefndu á brennustað og þar var
bálkösturinn hlaðinn og kveikt í.
Frammámenn héldu hjartnæmar
ræður um framtak þýskrar æsku.
Ýmsir þessara ræðumanna voru
prófessorar og þeim varð tíðrætt
um hreinsun þýskrar menning-
arhelgi, átak til eflingar „þýsks
anda“ og nýrrar kynhreinnar ar-
ískrar menningar framtíðarinnar.
Gífurlegur mannfjöldi fylgdist
með þessu sjónarspili og þegar tók
að brenna og logarnir hófust til
himins, kváðu við fagnaðaróp
fjöldans og „hinn glæsilega og
dugmikia þýska æska hóf sigur-
sönginn".
Höfundurinn rekur atburðina
10. maí í helstu stórborgum
Þýskalands og birtir ræður sem
haldnar voru. Hann ræðir einnig
viðbrögð manna í nágrannalönd-
unum og viðbrögð þeirra, sem áttu
bækur í bálköstunum, en flestir
þeirra voru þá annaðhvort flúnir
úr landi eða þá í fangabúðum.
Áhugi almennings á bókabrenn-
unum var einnig snar þáttur
þeirrar andlegu farsóttar " sem
geisaði í Þýskalandi þessi ár,
sjúklegt ofstæki, hatur og terror-
ismi afskræmdu hegðun manna og
mat gagnvart hver öðrum og öðr-
um þjóðum. Uppblásin þjóðernis-
hyggja, skrípamynd eðlilegs mats
á þjóðlegum verðmætum, var
pískuð upp af manngerð, sem ólst
á hatri og öfund og andkristni.
Þróttheima og Þróttar
(á Þróttarsvæöi viö Holtaveg)
Laugardag kl. 13-17
Bikarkeppni 2. flokks, Þróttur — Valur kl. 13.00. Afsakiö; 14 manna
hljómsveit, Jómbí og töframaöurinn, fallhlífarstökk o.fl. o.fl.
Kaffiveitingar.
Um kvöldið kl. 9-1
Dansleikur: Hljómsveitirnar KIKK og MOGO HOMO, flugeldasýning á
miðnætti.
Fra
FANTA
Notaðir
í sérf lokki
Chrysler Lebaron
Árg. 1978. 8 cyl Lúxus bíll
með öllum þæglndum og auk
þess er hann fallega dökkblár.
Plymouth Volare
Premier ST
Árg. 1980. Hvítur meö viöar-
litum á hliöum. Draumabíll
fjölskyldunnar.
Talbot Samba
Árg. 1982. Léttur, nettur og
huggulegur bíll á góöu veröi.
Einn sá sparneytnasti.
Skoda 120 L
Árg. 1981. Gulur á lit og ekinn
aöeins 17.000 km og ekki
bruölar hann meö bensíniö
þessi.
og hér er annar ekki síöri
Skoda 120 GLS
Árg. 1982. Ekinn
14.000 km.
SK® DA ®cme€r
Opið 1—5 í dag
JOFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600