Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 7 Þakka öllum þeim sem glöddu mig á áttræöisafmæli mínu með gjöfum, skeytum og blómum! Guð blessi ykkur öU. Tómas Sveinsson, Faxastíg 13. Vestmannaeyjum. Kæru vinir, Alúðarþökk til þeirra er minntust mín 13. ágúst. Lifið heil! Krístbjörg Sveinbjarnardóttir Sjálfboðaliða vantar í byggingarvinnu og málningarvinnu. Hringið í síma 21204. Samtök um kvennaathvarf Ökukemsla — Hæfnisvottorð — GreiðsUtort Guðjón Hansson símar 74923 — 27716. iÞresti Ólafesyni boðin rimmfóld verkamannalaun *■ titt1111 , . .. .mnsmm" setfir I Lít á þetta sem uppsögn,“ segir 1 Ualldór Biörnsson varaformaftun Nýr forstjóri Dagsbrúnar Það er til marks um þau vandræði sem Guðmundur J. Guð- mundsson stendur nú frammi fyrir í Dagsbrún aö hann skuli segja eftirfarandi í Morgunblaðinu eftir að meirihluti stjórnar Dagsbrúnar hefur samþykkt tillögu hans um að ráða Þröst Ólafsson, forstjóra Dagsbrúnar. Guðmundur J. sagði: „Ég kannast ekki við aö Þröstur Ólafsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Dagsbrúnar. Hann hefur hvorki sótt um þaö starf, né gert ákveðnar launakröfur í því sambandi.“ Stjórn Dagsbrúnar klofnaöi þó um ráðningu Þrastar á fimmtudaginn og tillögu Guömundar J. um hana. Var Guðmundur J. kannski í Stykkishólmi á þessum stjórnarfundi Dagsbrúnar sem haldinn var í Reykjavík? „Gáfumaður“ í Dagsbrún Fáir hafa verið harðorð- ari f garð „gáfumanna- hópsins" í Alþýðubanda- laginu en Guðmundur J. Guðmundsson, alþingis- maður, forseti Verka- mannasambands íslands og formaður verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. Hef- ur Guðmundur J. oftar en einu sinni fundið þessum hópi allt til foráttu og talið hann ásamt Þjóðviljanum veikasta blettinn á Alþýðu- handalaginu. Nú bregður hins vegar svo einkenni- lega við að Guðmundur J. klýfur stjórn Dagsbrúnar með því að krefjast þess að einn af „gáfumönnum" Al- þýðubandalagsins, Þröstur Olafsson, fyrrum aðstoðar- maður Ragnars Arnalds { fjármálaráðuneytinu, verði ráðinn forstjóri Dagsbrún- ar á fimmröldum verka- mannalaunum. Telur Guð- mundur J. þessa ráðstöfun nauðsynlega til að styrkja Dagsbrún. Veikleiki Al- þýðubandalagsins verður þannig að styrkleika Dagsbrúnar að mati Guð- mundar J. enda ekki sama hvar „gáfumennirnir" eru eða hvort þeir keppa um þingsæti við Guðmund J. eða ekki. Ef marka má yf- irlýsingar stjórnarmanna i Dagsbrún í tilefni af því að tillaga Guðmundar J. um ráðningu Þrastar var sam- þykkt mun hún ekki að- eins leiða til þess að Guð- mundur J. fái sterkan al- þýðubandalagsmann á skrífstofuna, heldur hafa það og í för með sér að þeir Dagsbrúnarmenn hrökkl- ast af skrifstofunni sem Guðmundur J. hefur helst talið skyggja á sig þar og skal þá sérstaklega nefnd- ur Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar. Gert upp innan flokksins Allt bcndir til þess að til- laga Guðmundar J. um ráðningu Þrastar Olafsson- ar muni leiða af sér meiri boðafiill innan Alþýðu- bandalagsins en Dags- brúnar. Þannig hefur veríð haldið á málum í stjórn Dagsbrúnar um langt ára- bil að ákvarðanir þar eru í einu og ölhi f samræmi við það sem hentar Alþýðu- bandalaginu flokkslega, hafa félagsmenn nauðugir viljugir látið þetta yfir sig ganga. Af þessu hefur hins vegar leitt að stjórnarmenn hugsa fyrst til stöðunar innan Alþýðubandalagsins og síðan um það hvað fé- lagsmennirnir í Dagsbrún kunni að vilja. Klofningur- inn innan stjórnar Dags- brúnar vegna nýja forstjór- ans mun þvf fyrr koma til kasta |>eirra Svavars Gestssonar og Olafs R. Grímssonar, keppinauta Guðmundar J. um þingsæti f Reykjavík, en hafnar- verkamannanna sem með félagsgjöldum eiga að borga nýja forstjóranum hin fimmföldu Dagsbrún- arlaun. Auðvitað er það ekkert einkamál Alþýðubanda- lagsins hvernig háttað er ráðningu manna f for- stjórastöðu hjá Dagsbrún, en þannig er það þó í reynd eins og koma mun í Ijós f cftirleiknum nú þegar allt | logar { illindum innan Dagsbrúnar. Hitt er þó Ifk- legt að Halldór Björnsson muni ekki vilja sækja mál sitt gegn Guðmundi J. inn- an Alþýðubandalagsins heldur kjósa að snúa sér beint til félagsmannanna í Dagsbrún sem hann hefur mun mciri tengsl við en Guðmundur J. Heiðursfélagi vinnuveitenda Þegar Þröstur Ólafsson var aðstoðarmaður fjár- málaráðherra var hann ómyrkur í máli er honum þótti nóg um launakröfur opinberra starfsmanna. Af því tilefni voru þessar hug- leiðingar birtar f Stakstein- um 30. maí 1981: „Staðfesta í kjaravið- ræðum endist sjaldan lengi hjá ríkisstjórnum, fyrr eða síðar láta þa‘r undan þrýst- ingi. Fyrir það sæta þær jafnan gagnrýni vinnuveit- enda, sem finnst ríkisvald- ið sýna ábyrgðarleysi og láta ótta við atkvæðamissi ráða meiru en raunhæft mat á stöðu þjóðarbúsins I og öðrum lykilþáttum. Inn- an Vinnuveitendasam- bands íslands ríkir því mikil ánægja með ítrekaða hörku Þrastar Ólafssonar gagnvart kröfum opinberra starfsmanna. Munu uppi hugmyndir innan Vinnu- vcitendasambandsins að gera Þröst að heiðursfé- laga þess. Ólíklegt er, að vinnuveitendur séu reiðu- búnir að útnefna Þröst stru bæði vegna þess að þeir vilja ekki styggja Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, sem kynni að telja sig standa nær heiðr- inum miðað við tignarröð, og hins að Þröstur er yfir- lýstur marxisti og kynni hann að hafna nafnbótinni á þeim forsendum, að hún samrýmist ekki kenning- unni um að allir menn séu jafnir.“ Nú hefur meirihluti stjórnar Dagsbrúnar hafn- að kenningunni um að allir menn í þjónustu félagsins og innan þess skuli vera jafnir í launum svo ræki- lega að hinn nýráðni for- stjórí ætti ekki að þurfa að óttast reiði vinar verkalýðs- ins, Karls Marx, þótt hann veitti heiðursfélaga-nafn- bót vinnuveitenda viðtöku. Heildsölubirgöir: Agnar Ludvigason hf. Nýlendugötu 21, sími 12134. ^ Er móða á rúð- unum hjá þér? Ef til vill getum við leyst þetta hvimleiða vandamál fyrir þig. Viö veitum frekari upplýsingar og tökum á móti pöntunum af öllu landinu. Símar: 91-79846, 42867, 96-22308, 93- 7369 og 99-1697. Fjöltak hf., Dalalandi 6 — Reykjavík Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.