Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 /-'V « 1M2 UmvirtH Prm S«irtlc«H_______________________________________________________________ nonn hefurvi-taS um okkurárum samaft. Hann he-Pur íx/'isuar veric5 Scttur ínn !" Auðvitað veit ég að það er brúð- kaupsnóttin okkar, en því ertu sí- fellt að tönnlast á því? HÖGNI HREKKVlSI Ast er... 4zS? ... að lofa honum að finna að þú hugsir til hans. TM Rm U.S Pat Oft —all rights reservad © 1961 Los Angetos Times Syndicate Ökumáti íslendinga Guðrún Magnúsdóttir skrifar Velvakandi góður íslensk akstursmenning er hreint furðulegt fyrirbæri. Á ég jafnt við um innanbæjarakstur sem akstur úti á vegum. Flestum bílstjórum virðist með öllu ómögulegt að aka eftir settum reglum, það er ýmist farið of hratt eða of hægt. Á þessu get ég furðað mig á hverjum degi, þar sem ég bý í Hafnarfirði og sæki vinnu í Reykjavík. Á morgnana myndast ætíð löng bílalest þar á milli. Gengur þokkalega að komast áfram Hafnarfjarðarveginn að Garðabæ, enda eru þrenn götuljós á leiðinni svo menn keyra á leyfi- legum hraða þeirra á milli. Þýðir lítið að þenja bílinn, það er aðeins til þess að stansað er á næstu ljós- um. Þegar komið er svo framhjá götuljósunum í Garðabænum upp- hefst einn allsherjar kappakstur út Hafnarfjarðarveginn, Kringlumýrarbrautina og að gatnamótum Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar. Keyrir þar hver sem betur getur. Jafnvel gengur þetta svo langt að þeim, sem reyna að halda leyfilegum hraða, er þröngvað, af umferðinni fyrir aftan, til að gefa allt í botn. Nú og ef viðkomandi ætlar ekki inn að Miklubraut, heldur beygir ínn á Reykjanesbraut, þá flautar hver sem betur getur, þar til við- komandi hefur farið yfir hina ak- reinina á Kringlumýrarbrautinni. Skiptir þar litlu þó linnulaus um- ferð sé á þeirri akrein Kringlu- mýrarbrautar sem keyrt er eftir til Kópavogs. Allir liggja á flaut- unni, burtséð frá því hvort hægt er að fara yfir eða ekki. Af hverju leggur þetta fólk, sem þarf svona óskaplega mikið að flýta sér til vinnu á hverjum morgni, einfaldlega ekki fyrr af stað? Sá hálftími sem ég ætla mér til að komast til Reykjavíkur, finna bílastæði, sem oft eru ekki auðfundin, og hefja mína vinnu, hefur dugað mér ágætlega fram til þessa og ættu aðrir að geta gert hið sama. Annars held ég að tíma- skortur sé ekki vandamál þessa fólks, það flýtir sér einfaldlega af gömlum vana. Þurfum við ekki að einblína á akstursmátann hér inn- anbæjar, menn keyra nefnilega eins og þeir séu í kappi við skeið- klukku þegar keyrt er úti á vegum. Auðvitað hljóta alltaf einhverjir að vera á ferð sem þurfa að flýta sér, en ég trúi því ekki að bróður- parturinn af þeim sem eru á ferð sé í einhverri óskaplegri tíma- þröng. Það er engin afsökun til fyrir ökumáta, sem er langt ofan hraðamarka, hvort heldur er í þéttbýli eða dreifbýli. Þessir bíl- stjórar eru stórhættulegir fyrir alla aðra í umferðinni. Það gleym- ist æði oft að fleiri eru á ferð. Þá er það eitt sem mig langar að minnast á í lokin. Eg hef tekið eftir því að fullorðnir ökumenn fara sér oft hægt og er það vel, enginn skyldi keyra hraðar en hann telur sig hæfan til. Aðrir bíl- stjórar verða að taka tillit til elstu ökumannanna okkar og sýna þeim, sem öðrum, fylstu kurteisi í umferðinni. Litrík lausn á sumarleysinu Jónas K. skrifar: „Ágæti Velvakandi. „Ekki er að furða þó íslendingar séu kvefsækin þjóð.“ Þessari setn- ingu laust niður í hugann, ekki alls fyrir löngu, þegar ég öslaði pollana á leið minni niður Lauga- veginn, klæddur stígvélum og lopapeysu. Mér í mót gekk hvert ungmennið á fætur öðru, uppá- klætt í tilheyrandi tískulitum, mínípilsum, stuttbuxum og skóm sem frekar hæfðu gljáfægðu dansgólfi en blautri gangstéttinni. Gott ef ekki var þarna með á ferð stráhattur með blómaskreytingu og silkiborða. Reyndar hafði ég séð í blöðum að vegna vætunnar væru regnföt á þrotum í verslun- um, en ekki var það að sjá á klæðnaði annarra vegfarenda. Gott og vel, hugsaði ég með mér, ef það er komið í tísku að vera með kvef, þá er þetta unga fólk á réttu róli. En svo fór ég að hugsa um hvað ég væri nú annars gamaldags í mér, setjandi út á unga fólkið okkar og þeirra hegðan. Fann ég að lokum skýringu á þessum litskrúðuga og létta klæðaburði. Það er nefnilega þannig að þó við gamlingjarnir séum fyrir löngu hættir að treysta á að á sumrin sé sumarveður, þá er æskan okkur öllu brattari í þessum efnum. Á sumrin skal vera sumar og þó veð- urguðirnir sjái ekki til þess, þá skal ríkja sumar yfir sumarmán- uðina. Þau, þessir ungu léttklæddu íslendingar, búa einfaldlega sumarið til. Grámygluleg vetrar- fötin skulu ofan í skúffu og skær- lit klæði taka við. Nú, og ef ekki dugir til að klæðast alls kyns lit- um og menn vilja fá sumarlit á kroppinn, þá er bara að fá hann eftir kúnstarinnar reglum. Fara í sólbekkjaböð, eða þekja sig með brúnum smyrslum. Þetta er nefni- lega mjög einfalt og þó það kosti kvef, ja, hvenær eru íslendingar ekki kvefaðir? Ef þetta unga fólk, sem landið skal erfa, á jafn auðveld svör við öðrum vandamálum, þá þurfum við ekki að kvíða framtiðinni i þessu landi. Um hundainnflutning og Háskólann Farmaður hringdi. — Mig langar til að minnast aðeins á hundahald, eftir að ég sá mynd í Mbl. af manni sem hald- inn var hundaæði. I sumar var ég í Danmörku og sá þá þátt í danska sjónvarpinu, þar sem fram kom, að á íslandi væri bannað að flytja hunda inn til landsins og sektir við þessháttar innflutningi miklar. Nú langar mig að vita hversu margir hafa verið sektaðir vegna þessa og hve margir hundar aflífaðir. Það er nefnilega mikið um erlenda hunda hér á landi. Nú, ég var að hlusta á þátt í útvarpinu um Svíþjóð. Þar kom fram, að um 50 þúsund manns sækja árlega um háskólanám þar, en 17 þúsund komast að. Er ekki kominn tími til að slíkar takmarkaðir séu að háskólanum hér? Það myndi kannski leysa eitthvað af öllum hans vanda- málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.