Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 3 Atvinnumál HeUissands: „Fá alla þá aðstoð sem hægt er að veita — segir Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra „ÉG MUN hafa samband vest- ráð fyrir að þeir muni fá alla ur á mánudaginn til að athuga þá opinberu aðstoð sem hægt hvernig málin standa. Ég geri er að veita og venja er í svona íslensk sveit á heims- meistaramót stúdenta A MANUDAGINN hefst í Chicago í Bandaríkjunum heimsmeistara- mót sveita skipuðum skákmönnum 26 ára og yngri, en mót þetta nefndist áður heimsmeistaramót stúdcnta. íslensk sveit verður á meðal þátttakenda á mótinu og skipa hana þeir Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartar- son, Karl Þorsteinsson og Elvar Guðmundsson. Síðast tóku íslend- ingar þátt í keppni þessari árið 1975, en þá var hún haldin í Carac- as í Kólumbíu. Á mótinu nú verða tefldar ell- efu umferðir eftir Monrad-kerfi en þátttökusveitirnar verða 27 talsins. Samkvæmt upplýsingum mótshaldaranna í Chicago er ís- lenska sveitin sú fimmta öflug- Arnarvarp betra en í meðalári HAFARNARVARP varð betra en í meðalári í ár, að því er segir í frétt frá Fuglavinafélagi íslands. Með vissu er vitað um 25 arnarhjón sem verptu og komust 22 ungar upp úr 15 hreiðrum. Varp misfórst í 10 hreiðr- um. Þá er vitað um tvenn hjón sem stofnuðu óðul en verrptu ekki. Tveir ungar komust upp í sjö hreiðrum og er það óvanalegt. Heildartala arna á landinu er ekki kunn og mun ekki liggja fyrir fyrr en um áramót. Tvö arnarhræ hafa fundist það sem af er árinu. Annað þeirra af ungum erni sem hafði flækst í snæri, en hitt var of illa farið til að hægt væri að ákvarða dánarorsök. Eru Miðfjarðará glæðist ekki 770 laxar höfðu veiðst í Mið- fjarðará á hádegi í gær, sem er heldur lakara en á sama tíma í fyrra. Veitt verður út mánuðinn. rn Sævar gat þess að nokkuð hefði komið upp af nýrunnum laxi síðustu dagana. Vesturáin hefur borið af og gefið 320 laxa, síðan kemur Núpsá, Miðfjarð- aráin hefur verið slök og Austur- áin mjög léleg. Lengst af í sumar hefur verið veitt með 10 stöng um, en þeim fækkar í 8 undir það síðasta. Enginn afgerandi stór- lax í sumar, stærst 18 pund, og algengasta stærðin um þessar mundir 4—7 pund. Gott í Hrútu I fyrradag voru 235 laxar komnir á land úr Hrútafjarðará og veiðimenn mjög kátir, enda miklu betra en á sama tíma fyrra. Þeir eru margir vænir, en stærsti laxinn vó 18 pund. Stærsta flugufiskinn veiddi Sverrir Hermannsson iðnaðar ráðherra eigi alls fyrir löngu, hann var 17 pund og flugan Blue Charm númer 10. asta á mótinu samkvæmt stiga- útreikningi. Sovézka sveitin er talin langsterkust, en síðan A- sveit Bandaríkjamanna, þá Eng- lendingar og V-Þjóðverjar og eins og áður segir koma íslend- ingar síðan í fimmta sæti, en fast á hæla þeirra fylgja Frakkar, B-sveit Bandaríkjamanna, Kín- verjar og Skotar. tilvikum," sagði Alexander Stefánsson, félagsmálaráð- herra, í samtali við Mbl. er hann var spurður að því hvort stjórnvöld hefðu hugað að þeim vanda sem steðjar að at- vinnulífi í Neshreppi utan Ennis eftir að Hraðfrystihús Hellissands brann, en það veitti 50—60% íbúa hreppsins atvinnu. Alexander sagði að þessi mál hefðu ekki komið til kasta opinberra aðila enn sem komið væri enda menn rétt að átta sig, en allt yrði gert sem hægt væri, að liðka fyrir þeirra mál- um þegar þar að kæmi. Unnið við að taka umbúðir utanaf sfld og smokkfiski sem eyðilagðist í brunanum í Hraðfrystihúsi Hellissands, en fiskurinn fór síðan í gúanó. Morgunblaðið/KEE Upptökin ókunn ELDSUPPTÖK í Hraðfrystihúsi Hellissands eru enn ókunn, en frystihúsið brann til kaldra kola á miðvikudag. Rannsóknarlögreglu- menn fóru vestur sama dag og eld- ur kom upp í frystihúsinu til þess að rannsaka eldsupptök. Starfs- menn Brunamálastofnunar fóru vestur í gær til þess að vinna að rannsókn málsins og munu þessar stofnanir hafa samvinnu um rannsókn á eldsupptökum. á streitunni og blevtu* ..•«» Costa del Sol 25. ágúst Höfum fengið nokkrar viðbótaríbúðir á Timor Sol September- feröir Nokkur sæti laus til: 1., 8., 15. og 29. september. Algarve, Portúgal — 21. september. Mallorca — 6. september. 23. agust SÉRTILBOÐ 10% afsláttur í glæsilegri — afmælisferð 1 Lignano — 2 vikur, Flórens — Róm — 1 vika Stórkostlegt tækifæri til að kynnast sögu og mestu listfjársjóöum heims í fylgd meö Pótri Björnssyni, listfræöingi. Ferðaskr'ifstofan ÚTSÝN Reykjavík: Austurstræti 17, sími 26611 og 20100. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.