Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 35 [ radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Til sölu Muller mjólkurtankur 2400 lítra. Verö 120 þús. Uppl. í síma 96-43102, á kvöldin. Jörö til sölu Jöröin Sunnudalur í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Uppl. í síma 95-3143, eftir kl. 7 á kvöldin. Fyrsta flokks ís Fyrsta flokks ís til fiskiskipa er til sölu hjá okkur. Mjög stuttur afgreiöslutími. íslager tekur 300 lestir og hægt er aö afgreiöa 36 lestir á klukkustund. P/F Bacalao, Þórshöfn, Færeyjum. Sími 11360. Skuldabréf Höfum kaupendur aö óverðtryggðum og verötryggöum skuldabréfum. Austurstræti veröbréfasala, Austurstræti 9, sími 28190. Loftpressa Notuð loftpressa 2ja til 6 rúmmetra óskast keypt. Upplýsingar í símum 34788 og 85583 mánudag og þriöjudag. Steintak hf. Öskjuhlíðarskóli óskar eftir dvalarheimilum fyrir nemendur utan af landi skólaáriö 1983—1984. Upplýsingar í síma 23040 eöa 17776. Innanhússarkitektúr í Danmörku Ung stúlka sem hefur hug á námi í innan- hússarkitektúr í Kaupmannahöfn, gæti hugs- aö sér að vera í samfloti með annarri, sem færi í sama nám. Sé áhugi fyrir hendi, sendið þá nafn, heimilisfang og símanúmer í bréfi til blaösins, merkt: „Innanhússarkitektúr — 107“ fyrir 25. september. Lagerhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu 200—300 m2 húsnæði á jaröhæö fyrir húsgagnalager. Æskileg staðsetning: Skeifusvæöi. Nánari upplýsingar gefur Gísli Blöndal á skrifstofu okkar Skeifunni 15. HAGKAUP Erlent sendiráð óskar-að taka á leigu einbýlishús eöa íbúö meö 3—4 svefnherb. miösvæðis í stór- Reykjavík. Nánari uppl. veittar í síma 29100 á skrifstofutíma. Fulbrightstofnunin óskar aö taka á leigu íbúö fyrir bandaríska fjölskyldu í fjóra mánuöi frá 10. september nk. íbúöin þarf aö vera 3—4 herbergi meö húsgögnum. Upplýsingar í síma 10860 klukkan 2—6 e.h. alla virka daga. Bílddæling vantar íbúð Ungur Bílddælingur í góöri atvinnu óskar eftir lítilli íbúö. Góöri og reglusamri umgengni heit- iö svo og öruggum greiöslum. Vinsamlegast hringiö í síma 28757 frá 2—5 e.h. Magnús. Skrifstofuhúsnæði Óskum eftir 50—100 fm skrifstofuhúsnæði til leigu á góöum stað í borginni. Markaðsþjónustan, sími 26911. Skeifunni15 ---------------------—----------- Húsnæði á Seltjarnarnesi Óskum eftir aö taka á leigu 4ra, 5—6 herb. íbúö á Seltjarnarnesi í 8—12 mánuöi. Allt fyrirfram. Trygging um góöa umgengni ef óskaö er. Upplýsingar í síma 45193 eöa 11757. Þroskahjálp á Suðurnesjum óskar sem fyrst eftir lítilli íbúö eöa herb. meö aðgangi aö baöi og eldunaraðstööu fyrir er- lendan sjúkraþjálfara. Uppl. í síma 92-3330. Atvinnuhúsnæði óskast Óskum eftir vörugeymsluhúsnæði á leigu. 450—550 fm, þarf aö vera með einhverju útisvæöi. Upplýsingar um leigukjör og staö- setningu sendist afgr. blaösins merkt: „D — 3543 — Vörugeymsla" fyrir 15. september 1983. Bergþór Aðalsteins- son Hafnarfirði Fæddur 11. ágúst 1912 Dáinn 3. ágúst 1983 Hinn 11. ágúst sl. var Bergþór Aðalsteinsson jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. Hann var fæddur þann sama dag árið 1912 í Hvammi, Þistilfirði, sonur hjón- anna Aðalsteins Jónassonar og Jó- hönnu Sigfúsdóttur sem þar bjuggu. Bergþór var sjötti í röð- inni af 11 systkinum. Mér er ljúft að minnast Berg- þórs frænda míns, hann þekkti ég frá bernskudögum mínum og allt fram á hinstu stund. Þegar vinir hverfa á braut fer maður ósjálf- rátt að huga að því sem liðið er og hvað sé framundan, því enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti. Bergþór ólst upp við þau kjör og störf er tíðkuðust til sveita á hans uppvaxtarárum. f Hvammi var mannmargt og oft glatt á hjalla, kunni Bergþór því vel og kunni að gleðjast á góðri stund. A ég margar góðar minningar frá þeim dögum er við báðir áttum heima fyrir norðan. Bergþór giftist ekki en átti heimili hjá Birni bróður sínum og konu hans, Hönnu Friðjónsdóttur. Lengst af bjuggu þeir bræður saman í Hvammi. Þegar Björn og Hanna brugðu búi í Hvammi og fluttu til Þórshafnar flutti Berg- þór með þeim þangað. Á Þórshöfn bjó fjölskyldan nokkur ár en flutti til Hafnarfjarðar 1970. Þeir bræð- ur gerðust starfsmenn Hafnar- fjarðarbæjar og störfuðu þar til dauðadags, en Björn lést 29. júlí 1979. Veit ég, að sambúð Bergþórs við félagana í bæjarvinnunni var góð og ánægður var hann er við ræddum þau mál. Hann tók til þess hve vel honum líkaði vinnan og aðbúnaður allur á þeim vett- vangi. Undir þetta munu félagar hans geta tekið heils hugar. Sambúð Bergþórs við fjölskyldu Björns var með eindæmum góð, enda mikið fyrirmyndarheimili sem gott var að koma á. Börn Björns og Hönnu, Hólmfríður Bergþóra, Aðalheiður Jóhanna og Guðmundur, voru frænda sfnum til mikillar gleði og var gagn- kvæmt traust og vinátta milli þeirra. Oft var hann gestur þeirra og bjó hjá Bergþóru nöfnu sinni og Jóni Inga um tíma eftir lát bróður síns. Bergþór var hamhleypa til vinnu, ákafinn leyndi sér ekki og fór hann ekki dult með ef verkin gengu ekki nógu vel. Trúmennsk- an sat í fyrirrúmi og ekki var ver- ið að hugsa um verkalaunin. Man ég þann mikla ákafa sem hann sýndi oft við heyskapinn í gamla daga og reyndar allt sem hann tók sér fyrir hendur. Þá var einn þáttur í fari Berg- þórs sem var aðdáunarverður, það var hversu góður hann var við okkur krakkana. Þá var orðið „kynslóðabil" ekki til og aldurs- munurinn til góðs eins. Þegar ég lít yfir farinn veg minnist ég frænda míns með þakklæti fyrir elsku hans í minn garð, það var gott fyrir lítinn dreng að eiga góðan frænda. Margt fleira vildi ég segja, en læt hér staðar numið. Það var mannmargt á heimili Hönnu Friðjónsdóttur að Lauf- vangi 16 eftir jarðarförina. Sýndi hún, börn hennar og fjölskyldur þá sem áður þann hug er þau báru til Bergþórs frænda. Blessuð sé minning hans. Eftirlifandi systkinum, Hólm- fríði og Jónasi, svo og Hönnu, Beggu, Heiðu, Guðmundi og fjöl- skyldum sendi ég mínar bestu kveðjur. Aðalsteinn J. Maríusson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar veröa að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. SVAR MITT eftir Billy (iraham „Þú ert maðurinn!“ Ég veit ekki, hvað eg get gert fyrir góða vinkonu mína. Hún er trúfost í starfinu fyrir söfnuðinn, en er sífellt að setja út á nágranna sína og sparar þá ekki gífuryrðin. í Biblíunni, í 2. Sam. 11—12, segir frá því, er Davíð drýgði tvær alvarlegar syndir. Guð vildi áminna hann og sendi þjón sinn á hans fund. Hann sagði honum sögu um ríkan mann, sem hafði tekið eina lamb fátæklings til að búa gesti sinum máltíð. Þegar Davíð heyrði söguna, hitnaði honum i hamsi eins og von var og hét hinum seka refsingu. Spámaður Guðs sagði þá við Davíð: „Þú ert maður- inn!“ Er Davíð heyrði þessa ásökun sannfærðist hann um synd sína. Kannski væri yður hyggilegt að segja vinkonu yð- ar sögu til að leiða henni fyrir sjónir, hve syndsam- legt það er að tala illa um aðra. Lýsið fyrir henni, hvernig hægt er að hella úr poka fullum af fiðri, en við getum ekki safnað því saman aftur, það hefur fokið út í veður og vind. Eins er auðvelt að blaðra og gagnrýna, en það verður aldrei bætt að fullu. Verið hreinskilin við þessa konu. Með hegðun sinni varpar hún rýrð á nafn hans, sem hún kennir sig við. Biðjið fyrir henni, og biðjið með henni, ef hún er fús til þess. Guð getur breytt því, sem hvorki þér eða hún getið breytt, og hann vill gera það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.