Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 48
____yglýsinga- síminn er 2 24 80 rs _ ^skriftar- síminn er 830 33 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 Hrefnuveiðar: Ljósmynd/Snorri Snorrasson Veiðum lýkur um mánaðamótin Gissur hviti, einn hrefnubátanna, hefur veitt um 40 dýr í sumar. GISSUK hvíti er einn þeirra sem stunda hrefnuveiöar, og er bátur- inn gerður út frá Brjánslæk. Eig- endur bátsins eru feðgarnir Guö- mundur Guðjónsson og Tryggvi Guömundsson. Blm. Morgunblaðs- ins haföi tal af Guðmundi, og kvaö hann sumariö hafa veriö erfitt vegna tíðarfars, en veiðarnar hefðu gengiö ágætlega síöustu daga. „Það er búin að vera vestanátt í mest allt sumar, svo við höfum ekki getað veitt neitt að ráði í Breiðafirði, og höfum þurft að fara allt austurá Hornbanka. Þar er allt krökkt af hrefnu, og erum við búnir að fá um 40 dýr í sumar. Veiðarnar eru háðar ákveðnum kvóta, sem er 200 dýr, og er því kapphlaup milli báta að ná sem flestum dýrum yfir sumarið. Ég býst við að við hætt- um veiðum um mánaðamótin, og höldum þá á rækjuveiðar í haust." Hrefnan, sem Gissur hvíti veiðir, er unnin til útflutnings og er sölunni eingöngu beint til Japan. Eftir tvö ár verða hrefnu- veiðar bannaðar, sem og öll hvalveiði. Við spurðum Guð- mund álits á banninu. „Mér líst ekkert of vel á hval- veiðibannið og tel það fremur vanhugsað, þótt sjálfsagt sé að fylgjast með þvi að ekki sé um ofveiði að ræða. Hvað varðar hrefnuna, þá virðist nóg til af henni, og ég sé enga ástæðu til að banna veiðar á henni." — Hvað tekur við þegar bann- ið gengur í gildi? „Að öllu óbreyttu býst ég við að förum bara á skak eftir að veiðar verða bannaðar, og veið- um með handfæri, en það er ekki ákveðið ennþá." Markaðsverð á mjöli og lýsi fer nú hækkandi — Vá fyrir dyrum verði engin loðnuveiði á þessu ári, segir Kristján Ragnarsson Erfitt viðhald á skrúðgörðum „VIÐHALD á skrúögöröum hefur gengiö upp og ofan í sumar vegna hins slæma tíöarfars. Því hefur oft og tíöum verið erfitt aö sinna slætti þó að viö höfum nýtt þá fáu góðu daga sem komið hafa í sumar tii hins ýtrasta og jafnvel unnið um helgar,“ sagði Hafliði Jónsson, garö- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Mbl. „Austurvöllur hefur t.d. verið hrein hörmung í sumar og engin blóm komið upp sökum veðurs. Hins vegar er mesta furða hve fólki hefur tekist að halda görðum sínum í sæmilegu ásigkomulagi. Er greinilegt að margir garðar í Reykjavík eru mjög vel hirtir," sagði Hafliði. Aðspurður um um- gengni í skrúðgörðum svaraði Hafliði að almenningur hefði gengið illa um þá í sumar, sérstak- lega í miðbænum. Tveir ungir menn réð- ust á 85 ára konu TVEIR menn um þrítugt réðust í gærmorgun á 85 ára gamla konu við Droplaugarstaði viö Snorra- braut. Reyndu þeir aö ná af henni veski og peningum, en tókst ekki. Ekki er taliö aö þeir hafi unnið konunni mein, en henni var mjög brugðið. Það var um klukka 10 í gær- morgun, að lögreglunni barst tilkynning um atburðinn. Er hún kom á staðinn voru menn- irnir á brott, en þeir fundust skömmu síðar og gista nú fangageymslur lögreglunnar. Mun annar mannanna hafa haft frumkvæðið að þessari árás og hefur hann alloft hlotið dóma fyrir fólskulegar árásir á fólk. Mennirnir komu að Droplaug- arstöðum skömmu fyrir klukkan 10 á bifreið. Þeir reyndu síðan með höggum og spörkum að komast inn um aðaldyr hússins, en tókst ekki þar sem þær voru læstar. Þeir gengu þá fram með húsinu og rákust þá konuna, sem er vistmaður á Droplaug- arstöðum, þar sem hún var á morgungöngu. Heimsmarkasverð bæöi á mjöli og lýsi hefur hækkað síöustu vikurnar og nú er mjölið komið í að minnsta kosti 7 dali á próteineingingu og lýs- iö á að minnsta kosti 400 dollara tonnið. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort loðnuveiðar verði leyfðar á þessu ári. Akvörðun þar að lútandi bíður niðurstaðna rannsóknarleiðangurs í október. Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, segir vá fyrir dyrum verði loðnuveiðar ekki leyfðar á þessu ári. „Það virðist vera þannig að selj- endur mjöls og lýsis haldi að sér höndum, því mjög lítið er um sölur nú, væntanlega vegna þess að þeir telja að verð fari hækkandi. Lík- lega er það ótti við minni upp- skeru soyjabauna vegna þurrka í Bandaríkjunum, sem veldur þessu. Þá hefur það sitt að segja að mjöl og lýsisframleiðsla Chile og Perú hefur dottið niður nú í ár. Norð- menn hafa ekki þorað að selja meira fyrirfram, en þeir hafa þeg- ar gert, en þeir eru þegar byrjaðir að veiða loðnu í Barentshafi. Fyrr á þessu ári var mjölverðið um 6,30 dalir á próteineinginu og lýsið var selt á 370 dali tonnið fyrir skömmu," sagði Kristinn Bald- ursson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja ríkissins, í samtali við Morgunblaðið. Kristján Ragnarsson sagði í samtali við blaðið, að þar sem ljóst væri að ákvörðun um loðnu- veiðar yrði að bíða niðurstaðna rannsóknarleiðangursins í haust, og gæti LÍÚ ekki gert annað en að leggja á það áherzlu að niðurstöð- ur lægju fyrir eins fljótt og mögu- legt væri, svo menn vissu í tíma hvað yrði. Loðnuveiðar væru nán- ast lífsnauðsyn fyrir útgerðir loðnuskipa, verksmiðjur í landi og þá staði, sem byggt hafa á loðnu- vinnslu. Mikið væri nú um það að sjómenn yrðu varir við loðnu á miðunum og yki það bjartsýni um að veiðar yrðu leyfðar. Dr. Jóhannes Nordal eftir álviðræður í London: Miðaði að samkomulagi en samningar tókust ekki „í VIÐRÆÐUNUM sem voru jákvæðar og gagnlegar miðaði í ált að sam- komulagi án þess að samningar tækjust," sagði dr. Jóhannes Nordal, sem var í forystu fyrir íslensku nefndinni er ræddi við fulltrúa Alusuisse í London, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um hádegisbiliö á laugardag. Viðræðunum var þá lokið með ákvörðun um að hittast síðar. „Okkur miðaði verulega áfram varðandi flest umræðuefnin en málið er flókið og kusu viðræðuað- ilar að láta staðar numið að sinni til að geta rætt einstaka þætti nánar við umbjóðendur sína. Nauðsynlegt er að nægur tími gef- ist til að kanna öll atriði gaum- gæfilega áður en lengra er haldið," sagði Jóhannes. Hefði verið um það rætt, að líklega gæti næsti fundur orðið 6. september. Jóhannes Nordal vildi ekki ræða stöðuna í samningaviðræðunum að öðru leyti, hann sagði að allir þættir málsins væru samtengdir og það gæfi ekki rétta mynd af stöðu málsins nú að taka einstaka þætti fram yfir aðra. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, mat stöðuna þannig í lok viðræðulotu á föstudaginn, eins og kom fram hér í blaðinu í gær, að árangur hefði orðið „lítill sem enginn" í viðræðunum og „hefði ekkert gengið saman, þetta væri mjög erfitt mál og þungt fyrir" og vísaði ráðherrann þá sér- staklega til þess þáttar, viðræðn- anna sem snerta hækkun á orku- verði til álversins. Eins og sést af ummælum Jóhannesar Nordal tókst hins vegar að þoka málum áfram áður en viðræðum lauk fyrir hádegi á laugardag. Jóhannes Nordal var væntan- legur til landsins í gær og eftir helgina verður ráðherranefnd rík- isstjórnarinnar í álmálinu, sem i sitja auk iðnaðarráðherra þeir Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, og Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, gerð grein fyrir stöðu málsins eftir fundinn í London. Þetta var þriðji viðræðufundur fulltrúa ríkisstjórnar fslands og Alusuisse frá stjórnarskiptum 26. maí síðastliðinn. í íslensku við- ræðunefndinni voru auk Jóhann- esar Nordal, dr. Gunnar G. Schram, alþingismaður, Guð- mundur G. Þórarinsson, verkfræð- ingur, Páll Flygenring, ráðuneyt- isstjóri, Garðar Ingvarsson, ritari nefndarinnar, og Hjörtur Torfa- son, lögfræðilegur ráðunautur. Dr. Paul Múller var í forystu fyrir sex manna viðræðunefnd Alusuisse og var Ragnar S. Halldórsson, for- stjóri álversins í Straumsvík, í þeirri nefnd. Kolmunn- inn bíður betri tíma „ÞAÐ fæst ekki nema smár kolmunni nú og hann getum við ekki nýtt. Það er því ekkert ann- að að gera en að láta hann eiga sig fram yfir næstu áramót," sagði Bjarni Gunnarsson, skip- stjóri á Eldborginni, í samtali við Mbl. „Því höfum við ákveðið að fara á rækju og vinna hana um borð. Ekki er ákveðið hvert við förum, en líklega norður eða austur fyrir og förum hugsanlega af stað um miðja næstu viku. Síldin og loðnan eru svo í sigti í haust," sagði Bjarni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.