Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 22 „Einhverra hluta vegna spáöi ég þrumuveðri, en slíkt myndi ég aldrei gera í dag.“ (Ljósm. Mbl. Friðþjófur) gerst þarf nokkuð sérstakt ástand að fleiru leyti en einu. f fyrsta lagi þarf helst að vera hafís og auk þess þarf að vera ástand í loft- hjúpnum, sem er mjög óvenjulegt en þó hugsanlegt, og ef að þetta tvennt færi saman gætum við fengið svona sumar. Og það er vel hugsanlegt að einmitt svona sumar hafi einhvern tíma komið jafnvel þótt við þekkjum það ekki. Þó að við vitum um veðurfar í ís- landssögunni svona í stórum dráttum, þá vitum við mjög lítið um einstaka atburði. Við þekkjum hvað tíðarfar getur orðið vont eða gott á landinu þegar til nokkurra ára er litið en vitum lítið um hversu langt það getur gengið í einstökum tilvikum." En koma ekki svona kuldaköst í nokkurra ára tímabilum frekar en að eitt kalt ár komi inn á milli tveggja heitra? „Jú, það hefur tilhneigingu til þess þannig að ef að kemur eitt vont ár eru yfirgnæfandi líkur á því að það verði ekki það eina næstu árin. Það er nánast óþekkt að eitt vont ár komi inn á milli góðra ára.“ Þetta eru nú ekki beint uppörv- andi upplýsingar? „Nei, og þó. Þetta er ekki fyrsta árið í svona kuldakasti. Til dæmis árið 1979 var mjög kalt ár og fyrst að það ár kom mátti vita að það væru mjög miklar líkur á að þetta gæti orðið viðloðandi á einn eða annan hátt. Raunar eru fyrstu merki um þetta í desember 1973, fyrir tíu árum. Þá gerist það að desember er einn sá kaldasti á öld- inni. Þá hafði ekki verið talað um VERRA GÆTIÞAÐ VERIÐ Spjallað við Trausta Jónsson, veðurfræðing, um tíðarfarið og fleira ÞAÐ VAR dumbungur og gekk á með skúrum, dæmi- gert íslenskt sumarveður ef miðað er við veðrið á Suður- og Vesturlandi sumarið 1983. Dökkir skýjabakkar grúfðu yfir borginni og birtan var tæpast meiri en í desember, en það var að vísu frostlaust. „Að vísu frost- laust,“ segi ég og það er kannski einkennilega til orða tekið í miðjum ágúst, en satt að segja hefur veðrið í sumar verið þannig að menn hafa orðið að fletta upp í dagatalinu til að fullvissa sig um að það á að vera sumar, þótt það sé ekki komið enn. „Hvað ætli veður- fræðingar segi um þetta?“, hugsaði ég með mér og til að komast að því hafði ég samband við Trausta Jónsson, veðurfræðing, til að fá álit sérfræðings á ástandinu. — „Hálft í hvoru höfum við veðurfræðingar pínulítið gam- an af þessu ástandi,“ sagði hann þegar ég bar upp erindið. „Að vísu er ég frekar á móti svona kuldametum og vil heldur fá hitamet, en við því er ekkert að gera. Við á Veðurstofunni gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta er fyrirbrigði sem getur komið fyrir. Það eru ákveðnar tölfræðilegar líkur á því að þetta gerist og þá kemur auðvitað að því fyrr eða síðar. Svona sumur hafa komið áður, það hefur kannski verið óvenju kalt hér á Suður- og Vesturiandi í þetta sinn, en það eru ákveðnar líkur á því að þetta fari saman, vætan og kuldinn, þótt það sé sjaldgæft. En það getur gerst og sú hefur orðið raunin á núna. Það er hins vegar erfitt að segja til um hver ástæðan er fyrr en dálítið er frá liðið, þegar við för- um að fá inn almennilegar upplýs- ingar erlendis frá og getum litið á hlutina í meira samhengi. Það gæti orðið þriggja til fimm ára bið á því að það fáist einhverjar hald- bærar skýringar á þessu tíðarfari sem nú er.“ Er hugsanlegt að hitabylgjan í Evrópu hafi þarna einhver áhrif á? „Já, það er líklegt því þetta er auðvitað bara hluti af stærri heild, ef svo má að orði komast. Það þarf að flytja ákveðið magn af orku frá hitabeltinu norður á heimskautasvæðin, ef hitabeltið á ekki að ofhitna, sem það gerir ekki, og þessir flutningar eru dá- lítið misjafnir frá ári til árs. Ef flutningarnir ganga t.d. óvenju vel á stórum svæðum þýðir það, að það þarf líka að flytja kalt loft suður á öðrum svæðum og þeir flutningar þurfa einnig að ganga nokkuð vel fyrir sig, þannig að það er ákveðin tilhneiging til þess að þá verði tiltölulega kait einmitt þar og það vill bara svo til að við höfum lent á þannig svæði. í framhaldi af þessu má geta þess, að á þeim áratug, sem var hvað hlýjastur hér á landi, milli 1930 og 1940, voru óvenjuleg hlý- indi hér á landi, þá var venju fremur kalt á Labradorskaga. Það svæði varð þá fyrir kalda loftinu." Geturðu nefnt eitthvert sumar hér á landi sem er sambærilegt við þetta sumar? „Nei, þetta er náttúrulega ekki alveg eins og neitt sumar sem við höfum fundið. Mesta rigningar- sumar á síðasta áratug var sumar- ið 1976, sem var töluvert öðruvísi en þetta sumar. Það byrjaði ágæt- lega og endaði síðan ágætlega, en var alveg afleitt í millitíðinni. Sumarið ’69 rigndi næstum upp á hvern dag og ’55, sem lengi hefur verið miðað við, en þá var aftur á móti hlýrra, þó úrkoman væri jafnvel meiri en nú er. Annars held ég að það sé mikið til í því sem bændur hér á Suður- og Vest- urlandi segja, að það sem bjargi því að hér sé ekki komið í algjört óefni hvað varðar hey- og gras- skemmdir sé kuldinn." Hefur hafísinn einhver áhrif á þennan kulda? „Nei, hafísinn er óvenju lítill núna. Hins vegar eru óvenju tíðar vestanáttir, þær eru talsvert fyrir ofan meðallag og þetta hitastig sem við höfum haft, t.d. hérna í Reykjavík, er það sama og sjávar- hitinn vestur af landinu, það blæs alltaf af hafi. Aftur á móti á Aust- ur- og Norðurlandi hefur sumarið verið í sæmilegu meðallagi og sennilega vel yfir meðallagi á Austurlandi þegar á heildina er litið.“ Ekkert í mannlegu valdi getur breytt ástandinu Við víkjum nú örlítið út frá sjálfri veðurfræðinni og ég spyr Trausta hvort eitthvað sé hæft í því, að hægt sé að skjóta niður rigninguna, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið. „Þetta er algjör misskilningur, eins og það var sett fram í þessari frétt. Þarna hefur orðið einhver ruglingur á merkum rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Sovétríkj- unum og Bandaríkjunum, en í þeim er fyrst og fremst verið að fást við úrkomutegundir sem við höfum mjög lítið af. Það er svo- kölluð „konvektív" úrkoma, svona skúradembur eða þrumudembur, sem oft fylgja miklum hitum enda gjarnan kallað hitaskúrir. Á meg- inlöndunum valda þessar hita- skúrir oft miklu tjóni vegna þess að í þeim myndast stundum mjög stórt hag! og þegar haglið er orðið á stærð við hænuegg, eins og stundum vill verða, getur þetta valdið gífurlegum skaða, bæði á uppskeru og svo einnig bílum, rúð- um og fleiru. Með þessum tilraun- um er fyrst og fremst verið að reyna að trufla myndun þessa hagls þannig að það er alveg út í hött að tala um þennan möguleika hvað varðar úrkomuna okkar. Það er ekkert í mannlegu valdi sem getur breytt ástandinu hjá okkur." Það vakti nokkra kátínu þegar þú vitnaðir eitt sinn í Pollyönnu í sjón- varpinu og sagðir að verra gæti það verið. En getur veðrið orðið öllu verra en það hefur verið í sumar? „Já, verra gæti það verið, ég er alveg harður á því. Og það verður það einhvern tíma. Þá verður það ívið verra hér á Suður- og Vestur- landi, heldur kaldara þannig að í staðinn fyrir 8,5 stig í júlí verður júlíhitinn kannski eitthvað rúm- lega 7 stig. Einnig verður þá mun verra veður á Norðurlöndum og meiri úrkoma þannig að það verð- ur ekkert upp á heyskap eða annað að hlaupa þar. Og ef hafísinn verður svo líka fyrir landi getur það þýtt, að útsveitir á Norður- iandi yrðu í slíku sumri algjörlega graslausar. Slíkt sumar yrði auð- vitað miklu verra en þetta sumar, með þá snjókomum niður í sjó meira og minna allt sumarið. Hins vegar sleppum við hér sunnan- lands líklega við það því snjókoma hér í júlí er nánast óhugsandi." Hvað hefurðu fyrir þér í að slíkt sumar gæti komið? „Bara það að þessi möguleiki er fyrir hendi. En til að þetta geti köldustu vetrarmánuðina í ára- tugi og fyrst að þetta gerðist þá, mátti vita að töluverðar líkur væru á því að þetta myndi endur- taka sig, sem það hefur gert. En það er athyglisverðast við þessa kulda síðustu árin að þetta eru fyrst og fremst vor-, sumar- og haustkuldar, en veturnir hafa ver- ið þokkalegir. Og maður bíður eig- inlega eftir því að vetrarkuldar bætist ofan á, því þá hefur alveg vantað. Vetrarmánuðirnir hafa ekki verið eins kaldir og köldustu vetrarmánuðir sem vitað er um og þótt desember 1973 hafi verið kaldasti desember á öldinni er hann samt ekki í þeim kuldaflokki sem hinir allra köldustu mánuðir eru í. Hann er töluvert frá því. Það er aðeins einn slíkur á þessari öld og það er janúar 1918.“ Til að varpa örlítilli bjartsýni yfir þetta samtal okkar spyr ég Trausta hvort líkur sé á því að árið í ár geti verið fjörbrot kulda- kastsins og að ef til vill komi bráð- um betri tíð með blóm í haga. „Um það veit maður ekki. En þó má geta þess að einhver bestu tíð- indi sem hafa borist okkur íslend- ingum í sambandi við veðurfar var þegar meðalhiti ársins 1981 var gerður upp fyrir norðurhvel jarð- ar. Þá kom í Ijós að það er hlýjasta ár sem vitað er um á norðurhvel- inu, það er frá því að sæmilega áreiðanlegar mælingar hófust. Og það marði það ekki einu sinni að vera hlýjast heldur var það lang- hlýjast. Árið ’82 varð hins vegar í meðallagi. Og árið í ár þarf alls ekki að verða undir meðallagi á norðurhveli þótt sumarið hafi ver- ið slæmt hjá okkur og reyndar veturinn líka því víða annars stað- ar á norðurhvelinu var óvenju hlýtt, bæði í Evrópu og svo á vest- urströnd Kanada, og þó sérstak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.