Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 29 MAHATMA Kvíkmyndír Sæbjörn Valdimarsson STJÖRNUBÍÓ: GANDHI Leikstjóri: Richard Attenborough. Handrit: John Briley. Kvikmynda- taka: Biily Williams, Ronnie Tayl- or. Tónlist: Ravi Shankar. Fram- leióandi: Attenborough. Aðalhlut- verk: Ben Kingsley, Ian Chaleson, Edward Fox, Candice Bergen, Sir John Gielgud, Trevor Howard, John Mills, Martin Sheen, Saeed Jaffrey, Roshan Seth, Rohini Hatt- angady. Bresk, frumsýnd 1982. Sýningartími 189 mín. Það má fullyrða að fáar mynd- ir hafa vakið jafnmikla athygli og umtal og Gandhi, á undan- förnum árum. Og kemur margt til. Þó það líti einkar hjákátlegt út í dag, þá átti gerð þessarar miklu myndar geysi erfitt upp- dráttar. Attenborough gekk með hugmyndina hátt á annan ára- tug án þess að augu fjármögnun- armanna iðnaðarins opnuðust. Það var svo ekki fyrr en undir lok síðasta áratugs, er hið ný- stofnaða National Film Deve- lopement á Indlandi, ákvað að leggja talsvert fé í gerð myndar- innar, að Gandhi fór að fæðast. Þá loks komu fjársterkir ein- staklingar og fjármögnunar- fyrirtæki til sögunnar. En þegar til kom, er myndin var komin vel á veg, vildi ekkert I hinna stóru kvikmyndarisa dreifa henni um heimsbyggðina. Kvikmyndamógúlarnir hristu höfuðið er minnst var á hina rösklega þriggja tíma mynd um „hálf-beran, indverskan fakír". Sumir þeirra hafa örugglega „hrist af sér höfuðið", er vel- gengni myndarinnar kom i ljós. Þegar Columbia tók svo loks að sér dreifingu Gandhi, töldu flestir það hina mestu óráðsíu. En það kom íljótlega í ljós að fyrirtækið hafði veðjað á réttan hest. Myndin sló umsvifalaust I gegn hvarvetna sem hún var sýnd og hefur sópað að sér öllum eftirsóknarverðustu kvikmynda- verðlaunum í ár. Vandamálin við gerð þessarar miklu myndar hafa verið mörg og flókin. Það erfiðasta að þjappa saman langri ævi og störfum Gandhis með kvik- myndina í huga. Ákveða hvað skyldi standa og hvaða persón- um og atburðum sleppa að ein- hverju eða öllu leyti. Án þess að skilja nokkurn eftir særðan eða móðgaðan. Og um þennan þátt hefur nokkuð verið deilt, hjá því hefði ekki verið komist. Við sjá- um aðeins goðsögnina Gandhi. Þrátt fyrir að undirritaður hafi til þessa grátlega lítið þekkt til þessa mikla heimspekings, mannvins og stjórnmálamanns, (utan örfárra, óglöggra bernsku- minninga um tágrannan, austur- lenskan öldung sem tókst að halda saman þjóð sinni með tóman ask að vopni), þá tel ég víst að sú mynd sem okkur býðst geti tæpast verið betri. í þessu sambandi má geta þess að þeim mikla stórmyndasmið, David Lean, stóð myndgerðin til boða, en hann treysti sér ekki að tak- ast á við þetta margslungna verkefni. Annað undirstöðuvandamál sem Attenborough leysir af snilld er val Kingsleys í hið erf- iða hlutverk Gandhis, en með því siglir hann myndinni í heila höfn. Eftir að nokkur styrr hafði staðið um hvor yrði ráðinn í hið heimssögulega hlutverk, John Hurt eða Kingsley, var sá síðar- nefndi blessunarlega valinn, þvert ofaní álit flestra. Erfitt er að ímynda sér Gandhi í höndum annars leikara, (hér er ekki verið að draga mikla hæfileika Hurts, Guinnes, né margra annarra í efa, sem orðaðir voru við hlut- verkið í einn eða annan tíma), svo djúpt virðist hann sökkva sér í hlutverkið auk þess sem það hæfir honum líkamlega betur en öðrum. Svo mikið hefur verið rætt og ritað um efni Gandhi að undan- förnu að óþarft er að tíunda efni hennar. En myndin fylgir lífs- hlaupi Gandhis frá vendipunkt- inum, er honum, þá nýútskrifuð- um lögfræðingi, er hrundið úr klefa sínum á 1. farrými í s-afr- íkanskri járnbrautarlest sakir litarháttar síns. Þá hefst hin ofbeldislausa, ævilanga barátta hans fyrir jafnrétti allra trú- arbragða og þjóðflokka. Réttlæti til handa öllum og andleg and- staða gegn styrjöldum. Við fylgjumst síðan með Gandhi halda austur yfir hafið til föðurlandsins þar sem honum er tekið sem þjóðhetju eftir rösklega tuttugu ára friðsam- lega jafnréttisbaráttu í S-Afr- íku. Þá verða þáttaskil því hann snýr sér alfarið að sjálfstæði síns ástkæra föðurlands. Og sameiningu hinnar miklu stór- þjóðar sem einkum klofnaði í Múhameðstrúarmenn og Hindúa og lauk á svo hörmulegan hátt 30. janúar 1948. Það dylst engum að Atten- borough er mikilhæfur leikstjóri sem kann að sigrast á hinum margvíslegustu vandamálum og lætur ekki bugast við mótlæti frekar en maðurinn sem hann gerir að viðfangsefni f þessari stórbrotnustu mynd níunda ára- tugarins til þessa. Sérstök tök og mikla skipu- lagshæfileika sýnir Atten- borough í fjöldaatriðunum. Þau eru margvísleg, víðfeðm og gefa áhorfandanum tilfinningu fyrir þeim milljónahundruðum sem byggja þetta fjarlæga land. Áður er getið afreks Kingsl- eys, það er einsog leikarinn og Gandhi séu eitt. Öll önnur hlut- verk eru vel mönnuð, einkanlega er eiginkonu Gandhi vel borgið í næmum, kyrrlátum leik Rohini Hattangady, sem aldrei hafði áður staðið framan við kvik- myndatökuvél; eins er Edward Fox eftirminnilegur sem hersh- öfðinginn Dyer, sem stóð fyrir blóðbaðinu í Jallinwala Bagh og átti eftir að leiða til fullkominn- ar samstöðu Indverja gegn hin- um bresku nýlendukúgurum. Áður er minnst á handrit John Brileys. Einsog hann kryfur æviskeið Gandhis, gæti það betra verið? Þá eru búningar, leikmynd og kvikmyndataka með miklum ágætum. Tónlist Ravi Shankar er látlaus, hógvær og heillandi, trú anda og boðskap myndarinnar. Sem ég vona að megi hljóma í flestra hjörtum. IDNFCTJINfi A 19/8-4/9 * U I IAUGARDALSHÖLL FÉLAG ÍSLENSKRA ÐNREKENDA 50ÁRA ERINDI OG UMRÆÐUR Á IÐNSÝNINGU ”83 Þriðjudaginn 23. ágúst Aö selja íslenskar iðnaðarvörur á erlendum markaði Úlfur Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins Jens Pétur Hjaltested, skrifstofustjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnarins Þriðjudaginn 30. ágúst Tölvur í iðnaði a. Tölvur vió stjórnun Gunnar Ingimundarson, viðskipta- fræðingur hjá F.í.l. b. Tölvur við hönnun og vöruþróun Páll Kr. Pálsson, deildarstjóri tæknideildar F.í.l. c. Tölvur við framleiðslu Elías Gunnarsson, vélaverkfræðingur Fimmtudaginn 1. september Iðnaður — f ramtíðarsýn a. Hvaða iðnaður? Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri F.í.l. b. Að þróa nýjar vörur Páll Kr. Pálsson, deildarstjóri tæknideildar F.í.l. Erindin verða flutt að Hótel Esju, 2. hæð, og hefjast alla dagana kl. 17:00. Islensk framtíó á iónaði byggö IERA Isskápar og Frystískápar á SÉRTILBOÐI AFE268 — Isskápur, 340 lítra meö 33 lítra frystihólfi. H. 144 cm B. 60 cm D. 64 cm Verö kr. 14.460- AFE523 — Frystiskápur, 140 lítra meö sérstökum hraöfrysti. H. 85 cm B. 55 cm D. 60 cm Verð kr. 14.280- HLJOMBÆR HLJÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.