Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 37 Fyrir seglum þöndum frá Sralbarða á 23 dögum En hvers konar ferðalag er þetta? Chantal er í litlum sigl- ingaklúbbi fyrir ungt fólk af róm- önskum stofni í Sviss, JEM (Jeunes en mer), en hann er hlið- argrein úr Siglingaklúbbi Sviss- lendinga. í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins er í ár ráðist í stærra verkefni en áður og hefur það ver- ið í undirbúningi í 2 ár. Tekin var á leigu 14 metra löng skúta í St. Malo. Eigandinn á 3 slíkar skútur, sem sérstaklega eru útbúnar til siglinga í íshafinu. Sjálfur er hann nú á einni þeirra við Georgíu á suðurhveli. Og svo er ferðinni skipt í 4 áfanga og skipt um áhöfn að mestu eftir hvern áfanga til að gefa sem flestum tækifæri. 10 manna áhöfn hverju sinni. Skil- yrði að hafa siglt hálfan mánuð í æfingarsiglingu, helst á Norður- sjó. Þannig verður kostnaður við- ráðanlegur. Bátaleigan er um 40 þús . svissneskir frankar, sem skiptist á 40 manns svo að allur kostnaður verður ekki nema um 20 þúsund krónur íslenskar á mann fyrir fæði, bátaleigu og siglinga- þjónustu. Og svo vitanlega að koma sér á staðinn. Fyrsti hópurinn sigldi skútunni Le Basile til Þrándheims í Noregi, þar sem skipt var um áhöfn. það tók einn mánuð. Næsti 10 manna hópur sigldi svo norður til Sval- barða, sem tók annan mánuð. Þangað kom Chantal fljúgandi ásamt 9 öðrum, sem ætluðu að sigla þriðja áfangann til Reykja- víkur. Og þar byrjaði æfintýrið, sem hún segir okkur frá: Mánaðar sigling — Ég flaug semsagt til Long- yearbyen ásamt þeim, sem þar áttu að taka við, sagði Chantal. Á Svalbarða eru um 1.000 Norðmenn og um 2.000 Rússar við kolanámu- gröft. Við vorum hjá Norðmönn- unum og Rússarnir tóku vel á móti okkur. Fyrst sigldum við til stað- ar, þar sem er einn gamall veiði- maður í kofa. Hann er norskur, prófessor í stærðfræði, sem sestur er í helgan stein þarna. Hann sagðist venjulega sjá 2 bjarndýr á dag í 2 mánuði, en þar sem bjarndýr eru nú friðuð, þá getur hann ekki veitt þau. Núna veiðir hann aðeins refi handa hundunum sínum, því hann er með 10 sleða- hunda. Sjálfur borðar hann líka eitthvað af refakjöti, en mest fisk, sem hann veiðir. Hann fær póst- inn sinn tvisvar sinnum á ári með þyrlu. Skipstjórinn okkar fór fyrir 2 árum til Svalbarða og hitti hann Viðtal við Chantal frá Sviss þá. Nú sigldum við á skútunni til að heilsa upp á hann. Hann var alveg stórkostlegur. — Þaðan héldum við til Pyra- miden. Einsetumaðurinn hafði gefið okkur nafn á vini sínum. Við spurðum um hann. Það reyndist vera yfirmaðurinn í rússnesku búðunum, sem tók frábærlega vel á móti okkur. Rússarnir eru þarna við kolavinnslu. Við vorum hjá þeim i einn dag, vorum boðin að borða í yfirmannasalnum og þeir sýndu okkur staðinn. M.a. sáum við gróðurhús, þar sem þeir rækta tómata við jarðhita. Það var skfytið, því allt í kring er gróður- laust að mestu. Þaðan sigldum við aftur til Norðmannanna í Long- yearbyen, til að taka vatn, 250 Íítra, og sækja vistir sem við höfð- um látið senda frá Tromsö með skipi. Og við komum í Nýja- Álasund, sem er nyrsti bær í heimi. Þarna hittum við 2 Frakka, sem eru við jöklarannsóknir og fórum upp að jökli með þeim. Einnig 3 Frakka, sem voru þarna á enn minni bát en við, 12 metra löngum. Við höfðum siglt norður eftir og vorum stödd á 82. gráðu norður lengdar þegar mótorinn bilaði í bátnum. Og þá ákváðum við að halda til Reykjavíkur til að fá hann viðgerðan. Enginn staður nær. Þótt við kæmum aðeins við á Jan Mayen og stönzuðum þar í 6 tíma, þá var ekki hægt að fá við- gerð þar. Við bjuggum okkur bara til stórt plakat og skrifuðum á það: Fjárans mótorinn. Eftir að hann fór gátum við ekki lengur náð í neina tónlist, fengum engar veðurfregnir og gátum ekki lengur staðsett okkur frá gerfihnetti. öll slík tæki voru úr sambandi. En það gerði ekkert til, við héldum af stað fyrir seglum. Alveg logn og við rugguðum bara — Á leiðinni fengum við litinn byr. Enginn vindur og báturinn vaggaði hægt, klakk klakk tímun- um saman, segir Chantal og hlær mikið. Við bara biðum, lásum og spiluðum og biðum. Stundum fengum við vind í seglin í 3 klukkutíma og svo varð allt kyrrt aftur. Á Jan Mayen er norsk herstöð. Þar vorum við boðin i kaffi, áður en við kvöddum þá. Siglingin til Reykjavíkur tók 23 daga. Einn daginn var sterkur vindur og við flugum áfram. Bara í öfuga átt við það sem við vildum fara. Höfðum ætlað að koma að íslandi austanverðu. En nú stefndum við beint í vestur, á Grænland. Sáum marga ísjaka. Við munum hafa verið á móts við Scoresby-sund. Land sáum við þó ekki. Að degi liðnum datt aftur í dúnalogn. Og við byrjuðum aftur að vagga á öldunum, klakk klakk klakk! Miðaði ekkert áfram. Við vorum satt að segja búin að fá nóg í lokin. Á 23. degi fengum við svo nægan byr og náðum inn til Reykjavíkur. Um leið og við kom- um inn í hafnarmynnið, komu hafnsögumennirnir strax á móti okkur og vísuðu okkur á stað. Ákaflega elskulegir. Chantal kvaðst mjög ánægð með ferðina. — Stórkostleg, segir hún. Að vísu var kalt, því engin upphitun var í bátnum og hita- stigið venjulega 4 gráður. Auk þess mikill raki. En báturinn er góður, svefnpláss fyrir alla. Og eldunartæki með ofni, svo meira að segja var hægt að baka. Oftast var skýjað og þurrt veður. Svo komum við til Reykjavíkur og á sunnudag var komin sól hér. Mótorinn fengu ferðalangarnir viðgerðan strax á mánudag. Hér Hún var sæl á svip og hressileg hún Chantal Nied- erhauser frá Sviss, þegar við hittum hana. Búin að vera mánuð á siglingu norður í höfum og mánuð á leiðinni frá Svalbarða til íslands ásamt níu félög- um sínum á 14 metra langri skútu. Vindurinn var ekki hagstæður fyrir seglin og hjálparvélin bilaði þar norður frá. Næsti staður til að fá hana viðgerða var ísland. Hingað komu þau aðfaranótt sunnu- dags og nú voru félagarnir að prufukeyra nývið- gerða vélina, áður en lagt yrði upp í næsta og síðasta áfanga ferðarinnar, frá Reykjavík til St. Malo á Frakklandsströnd Bretagneskaga. En Chantal ætlar að verða hér eftir til að kynnast íslandi og íslenzkum kindum segir hún og hlær við. Fyrst í viku hjá fjölskyldu Rannveigar Sigur- geirsdóttur, nemanda úr MH, sem er með henni og fær þarna góða æfingu í að tala frönsku. Síðan uppi í sveit, á Brekku í Biskupstungum. Hún hafði verið að Ijúka námi í prentiðn heima í Delimond í Sviss og er nú að skvetta úr klaufunum og sjá heiminn áður en hún fer að vinna um miðjan október. Hyggst fara héðan til Finnlands, helst á sjó ef hægt er og síðan heim. Svissneska stúlkan Chantal, nýkomin úr siglingunni frá Svalbaröa, meö reykvískri vinkonu sinni, Rannveigu. Skútan Basil í Reykjavfkurhöfn, þar sem teppi og annar farangur er breiddur til þerris eftir raka og 4 stiga hita í norðurhöfum. Áhöfnin var í landi, að láta gera viö hjálparmótorinn, þegar ÓI.K.Mag. tók myndina. var skipt um áhöfn. Aðeins skip- stjórarnir tveir halda áfram, taka tvo áfanga. Hinir fljuga heim héð- an. Nýja áhöfnin er tekin við, ætl- ar að koma við í Vestmannaeyjum og vera með bátinn í mánuð áður en þau skila honum i St. Malo. Chantal ein verður eftir á íslandi. Vill kynnast íslenzkri sveit En af hverju vill Chantal dvelja á íslandi? Hún sagði að íslenzk kona, Helga Guðmundsdóttir, byggi í sama bæ og hún í Sviss. Henni sagði hún að sig langaði til að vera einn mánuð á íslandi. Og hún kom henni fyrir hjá fjöl- skyldu Rannveigar Sigurgeirs- dóttur á Birkimel 10 í Reykjavík í eina viku. Og svo hjá móðursystur sinni á Brekku í Biskupstungum. Ég hefi ekkert verið í sveit fyrr og hlakka mikið til. Svo langar mig til að fara til Finnlands og vera þar í mánuð. Helst vildi ég fara sjóleiðina. Kannski ég finni flutn- ingaskip. Og svo tek ég ferju og járnbrautarlest heim til Sviss. Og úti er æfintýri. - E.Pá. Leiöin, sem Svisslendingarnir sigldu í 4 áföngum. 1. Frá St. Malo í Frakk- landi til Þrándheims í Noregi. 2. Frá Þrándheimi til Svalbarða 3. Frá Svalbaröa til Reykjavíkur á 23 dögum. Ætlunin var aö fara beina leiö, koma aö Austurlandi og sigla suöur fyrir, en bátinn hrakti upp undir Grænlands- strendur. 4. Frá Reykjavík til Frakklands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.