Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 Hinar ljóðrænu stundir Andropovs Sovétforystan og herferð hennar í menningarmálum eftir Christian Schmidt-Háuer Yuri Andropov Sovézka milljónaborgin Moskva hefur á þessu sumri á sér vingjarnlegra yfirbragð, verkar litríkari, þróttmeiri og hefur á sér meiri svip heims- borgar en nokkurn tíma áð- ur. Hin kommúnísku íkon — risastórar helgimyndir af fiokksleiðtogunum — eru nú horfin af húsveggjunum og meðfram helztu breiðgötun- um inn í borgina: Hvergi sézt nokkur mynd af forseta landsins og flokksleiðtoga, Andropov. Síðasta risaskiltið með einhverjum landsföður- legum áminningarorðum Leonids Brézhnevs var tekið niður fyrir fáeinum dögum. Pólitískar skrýtlur í umferð Á framhliðum fallegustu hús- anna í miðborginni helzt ennþá málningin og pússningin frá ólympíuárinu 1980. Það er verið að hamast við að mála Lúþjanka, þetta hús skelfingarinnar, aðal- stöðvar sovézku leyniþjónustunn- ar KGB, þar sem Andropov réði húsum sem yfirstjórnandi í 15 ár. Spölkorn frá þessu húsi eru ferða- menn frá Vesturlöndum og sov- ézkir unglingar að spóka sig og báðir hóparnir eru klæddir f áþekka boli og gallabuxur. Nokkur hundruð metrum fjær safnast á kvöldin saman litlir hópar af held- ur léttklæddum sovézkum stúlk- um fyrir framan gistihúsin á milli Marx-Engels-torgs og Gorkí- breiðgötunnar, þar sem flestir út- lendingar gista. Þessar stúlkur ávarpa núorðið mögulega viðsk- iptavini sína jafnvel á götum úti. Fljótt á litið virðist hinu óvenjulega stjórnarsamstarfi í Kreml, á milli leyniþjónustunnar og hersins, hafa mistekizt eitt af höfuðáformum sínum, nefniiega að stugga Sovétmönnum út úr sín- um vestrænu paradísar-draum- sjónum og koma á strangari vinnuaga meðal almennings. Fyrstu strengilegu herferð yfir- valda til að bæta vinnuagann hjá almenningi hefur þegar verið snú- ið upp í púra grín: Tveir sovézkir hershöfðingjar, segja Moskvubúar illkvittnislega, skruppu í gufubað í vinnutíma sinum og vissu þá ekki fyrri til en að þeir stóðu berir að sök fyrir framan agaeftirlitsmenn Andropovs. Þó virðist svo komið, að nokkru meiri aga gæti orðið í verksmiðjum heldur en var á valdatímum Brézhnevs. Það lítur hins vegar út fyrir, að yfir Moskvu hafi annars aftur tekið að færast einhvers konar millibilsástand eða jafnvel kyrrstaða á sviði innanrík- ismála, sem einn háttsettur er- lendur sendiráðsstarfsmaður orðaði á þessa leið: „Andropov minnir svolítið á Roosevelt — nokkurn hluta valdatíma síns verður hann að sitja í hjólastól." Hugmyndafræðileg mengun frá Vesturlöndum En slíkar myndir sýna aðeins yfirborð hlutanna. Á bak við veggi Súlnasalarins, sem hinar vissu og sjálfsöruggu ungu Moskvudömur ganga framhjá á leið sinni til gistihúsanna fyrir útlendinga, hélt Grisjin, formaður Moskvu- deildar kommúnistaflokksins, magnaða þrumuræðu fyrir nokkr- um vikum, þar sem hann fór hin- um hörðustu orðum um þá hug- myndafræðilegu hættu, sem staf- aði frá Vesturlöndum, og gagn- rýndi harkalega þá neikvæðu þætti, sem tekið hefðu að skjóta upp kollinum í sovézku menning- arlífi. Fjarri hversdagslegu lífi verkamanna og fjarri öllum dagdraumum sovézks æskufólks um táknmyndir kapítalískra neyzluvenja, hafa hinir einlæg- ustu hugsjónamenn kommúnista verið mánuðum saman að föndra í sérstökum starfshópum Flokksins og í hinum ýmsum samtökum við að móta alveg nýja stefnu í sov- ézkum menningarmálum, og eins við að byggja upp tilhlýðilegar varnir gegn „heimsvaldasinnaðri undirróðursstarfsemi." Á nýaf- stöðnum fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins, sem ein- mitt var helgaður þessum mála- flokki, lagði skæðasti keppinautur Andropovs og nýi „aðalhugmynda- fræðingur" Flokksins, Konstantín Tsjernénko, fram þá eindregnu kröfu sína, að sovézk list skyldi stuðla að uppbyggingu sósíalisma, líkt og á fyrstu árunum eftir síð- ari heimsstyrjöld. „Við höfum mikla þörf fyrir það, að hetjur fimmára-áætlunar- innar hljóti áberandi og eftirtekt- arverða umfjöllun í listum." Viðbrögð þeirra sovézkra lista- manna, sem ekki hafa orð á sér fyrir að dansa ávallt eftir tónum flokkspípunnar, voru í fyrstu ein- huga — en síðar tók fylkingin að riðlast. í fyrstu færðust þeir allir sem einn undan því að eyða yfir- leitt tímanum i að lesa ræðurnar frá ofangreindum miðstjórnar- fundi. Þegar þeir loksins höfðu sig í það, tóku sumir þeirra að gerast órólegir eða jafnvel skelfingu lostnir, en aðrir skelltu einfald- lega skollaeyrum við boðskapnum: „I hinu forna Kínaveldi varð hver nýr keisari að hafa um sig 30.000 geldinga — á svipaðan hátt leitar flokksforystan okkar líka að sín- um jákvæðu hetjum." Spurningin er, hverjir af hinum valdamestu forystumönnum innan kommúnistaflokksins taki að leggja sig sérstaklega fram í þess- ari leit. Verður það ef. til vill Tsjernénko, í hlutverki sínu sem hugmyndafræðilegur vörður hinna helgu vébanda Flokksins, sem sjálfur fylgir þessari stefnu eftir með hörku — eða lætur And- ropov honum viljandi eftir þetta mjög svo vanþakkláta starf, sem kemur til með að brennimerkja Tsjernénko ennþá meir sem ofstækisfullan flokksdela og gróf- marxískan „kenningasmið"? „Hve lengi enn ... ? Hinn heilsutæpi Kreml-leiðtogi heldur að minnsta kosti áfram að leggja á það höfuðáherzlu að vera í hópi hinna gagnrýndu sovézku menntamanna talinn gæddur óvéfengjanlegri andagift. Það sanna til dæmis viðbrögð hans við afar óvenjulegri uppákomu í marzmánuði síðastliðnum: Það var við lokaathöfn vetraríþrótta- hátíðarinnar á þéttskipuðum íþróttaleikvangi i borginni Krassnojarsk í Síberíu; alveg eins og dagskráin gerði ráð fyrir, gekk hinn afar mikilsmetni fulltrúi byggðastefnunnar í sovézkum bókmenntum, rithöfundurinn Viktor Astafév, að hljóðnemanum. Það sem hann svo tók að æpa út yfir mannfjöldann í heilar tíu mínútur, stóð hins vegar alls ekki í hinni skipulögðu dagskrá hátíða- haldanna: „Hve lengi á að halda enn áfram að eyðileggja jörð okkar?" spurði þessi umhverfis- verndarmaður meðal sovézkra rit- höfunda og lét svo enn skýrar í ljós sívaxandi vanþóknun sína. „Skógurinn deyr, fiskarnir drep- ast. Jafnvel Síbería er bráðum að verða eyðileggingunni að bráð. Hve lengi verða baskakar (en svo kölluðust hinir illræmdu skatt- heimtumenn tataranna, þegar Mongólar höfðu náð Rússlandi á sitt vald) ennþá við völd? Hve lengi á þessi opritsjnína (böðuls- sveitir Ivans grimma) að vera við völd ennþá?" Viktor Astafév, sem algjörlega hafði misst alla stjórn á tilfinn- ingum sínum, var að lokum dreg- inn með valdi frá hljóðnemanum. Hann gat þakkað það örorku sinni frá stríðsárunum og hinni miklu frægð sinni sem einn víðlesnasti rithöfundur Sovétríkjanna, að hann hlaut í bili ekki verra af. { aprílmánuði síðastliðnum not- aði Andropov þetta atrik í Krassn- ojarsk sem yfirskyn til að kalla ritara sovézka rithöfundasam- bandsins, Markov, á sinn fund til viðræðna; ýmislegt bendir þó til þess að Andropov hafi lengi ætlað sér að kalla hann fyrir. { stað þess að snúa sér með hörku gegn Mark- ov sem fulltrúa sovézkra rithöf- unda, ausa yfir hann ásökunum og gefa honum harðorða ofanígjöf, fór sovézki flokksleiðtoginn á kostum sem framúrskarandi vel lesinn maður í sovézkum bók- menntum. Hann ræddi lengi um Astafév og aðra sovézka rithöf- unda, sem ýmist njóta nokkurrar opinberrar viðurkenningar eða eru álitnir hálfgerðir vandræða- gemlingar, eins og t.d. Kirgísann Aitmatov og síberíska rithöfund- inn Vampilov, sem drukknaði fyrir nokkru. Eins og ósjálfrátt og af einskærri hendingu fór hann svo að koma með beinar tilvitnan- ir í kvæði ljóðskáldsins Osip Mandelstams, sem á sínum tíma lét lífið í gúlaginu — hinum ill- ræmdu refsifangabúðum Stalíns. Það gengur á ýmsu í leikhúslífinu Viðræður þeirra Andropovs og Markovs stóðu í þrjár klukku- stundir, og fulltrúa rithöfund- asambandsins var sýnilega öllum lokið, þegar hann loks gekk út af þeim fundi. Það var auðsætt, að flokksleiðtoginn hafði búið sig frábærlega vel undir þetta ljóð- ræna, bókmenntalega samtal og náði líka alveg tvímælalaust þeim árangri, sem hann hafði ætlað sér strax í upphafi. Markov var næst- um því dáinn af einskærri lotn- ingu, og á aukafundi, sem hann svo hélt með helztu forystu- mönnum rithöfundasambandsins skýrði hann þeim skilmerkilega frá þessum mjög svo óvenjulega bókmenntaviðræðufundi þeirra. Við annað tækifæri virðist And- ropov flokksleiðtogi hafa haldið verndarhendi sinni yfir leikhús- verki einu eftir leikritahöfundinn Arro, sem er hálf-rússneskur og hálf-gyðinglegur að uppruna. Þetta leikrit, „Sjáið bara, hver kominn er,“ sem sýnt var í Majakovskíj-leikhúsinu í Moskvu, varð eitt hið vinsælasta stykki í borginni á liðnu leikári. Strax í upphafi hafði hin opin- bera sovézka ritskoðun haft ýmis- legt út á sviðsetningu leikritsins að setja: { stað ungs manns, sem átti að hengja sig í stykkinu, var settur gamall maður, af því að sjálfsmorð hins fyrrnefnda kynni að verða sovézkri æsku slæmt for- dæmi. Eftir þessar breytingar mátti svo hefjast handa við að sýna leikritið opinberlega. En strax eftir fyrstu sýningarnar þóttist ritskoðunarnefndin sjá ýmsa aðra vankanta á boðskap leikritsins. Áður en til þess kæmi, að leik- ritið yrði með öllu tekið af sýn- ingarskrá leikhússins, kom frú Andropov alveg óvænt á næstu auglýstu sýningu verksins, og varð það til þess, að leikritinu hafði þar með verið endanlega bjargað frá sýninarbanni því, sem yfir vofði. Þetta var í fyrsta skipti, sem vest- rænir fréttamenn litu yfirleitt eiginkonu sovézka flokksleiðtog- ans augum. Skýringin á hinni undursamlegu björgun leikritsins í Majakovskíj-leikhúsinu reyndist alls ekki svo langt undan: Tengda- sonur Andropov-hjónanna, sér- staklega geðþekkur og almennt vinsæll leikari, Alexander Filipov, leikur eitt af aðalhlutverkunum í þessu stykki. Sacharov syngur aftur Því miður kemur sá hinn sami Filipov ekki á sama tíma líka fram í leikritinu „Sjálfsmorðingjarnir" eftir Nikolai Erdman í Teatr Satirij, í „Boris Godunov" á Taganka-sviðinu, né heldur í leik- gerðinni af bréfi Franz Kafka til föður síns í Khúdozéstvennij teatr (Listræna leikhúsinu) — allar þessar sviðsetningar hafa nefni- Iega verið bannaðar. Eins fór með „Faust“-kantötuna eftir hið nút- ímalega tónskáld Schnittke, sem beðið hafði verið með mikilli eftir- væntingu í Moskvu; enda þótt rit- skoðunarnefnd sovézka kommún- istaflokksins hafi þegar verið búin að kreista rækilega úr safaríkustu stöðum verksins, var flutningur þess samt bannaður með öllu á síðustu stundu. Þá er ofsóknunum gegn hinum litla hópi sovézkra andófsmanna líka haldið áfram af engu minni krafti en áður, þótt þessir and- ófsmenn hafi raunar týnt mjög tölunni á undanförnum árum. Sovézkur almenningur lætur sér hins vegar allt bramboltið í sam- bandi við þessa nýjustu herferð stjórnvalda í menningarmálum í ákafiega léttu rúmi liggja. Aftur á móti fylgdist allur almenningur í Rússlandi heilshugar og af óskipt- um áhuga með öðru atviki á menningarsviðinu. Aðalpersón- urnar í þessu heiftúðlega deilu- máli bera tvö víðfræg fjölskyldu- nöfn: Romanov og Sacharov. Hinn ungi vinsæli dægurlagasöngvari Sacharov frá Leningrad hafði fyrir nokkrum árum stofnað til slagsmála, þegar hann ætlaði að lauma nokkrum vinum sínum framhjá dyravörðunum inn á eina hljómleika, sem hann átti að halda. Sacharov hlaut stranga refsingu fyrir þetta tiltæki sitt, og formaður Leningrad-deildar kommúnistaflokksins, Romanov, sór þess þá dýran eið, að Sacharov skyldi aldrei framar fá að koma opinberlega fram í Leningrad, á meðan hann væri leiðtogi Flokks- ins í borginni. Á fundi þeim, sem miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna hélt fyrr í sumar í Moskvu, var Romanov kjörinn ritari mið- stjórnarinnar — og er þar með orðinn líklegur erfðaprins í Kreml. Romanov varð því að flytj- ast búferlum frá Leningrad og setjast að í Moskvu. Svo til þegar í stað, eða aðeins örfáum dögum eftir brottflutning Romanovs, endurheimti dægurlagasöngvar- inn Sacharov, með pomp og pragt, stöðu sína sem einn vinsælasti skemmtikraftur landsins með dýr- legum hljómleikum í sérstakri sjónvarpsdagskrá frá Leningrad. Hljómleikum þessum var sjón- varpað um gjörvöll Bandaríkin, og það reyndust líka ólíkt fleiri sov- ézkir sjónvarpsáhorfendur fylgj- ast með þessari útsendingu, en þeir, sem yfirleitt horfa á alla um- ræðuþætti sovézka sjónvarpsins um efni eins og „hugmyndafræði- leg störf í þágu fjöldans". (Úr Die Zeit.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.