Morgunblaðið - 30.08.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983
3
Anna Björns og Malcolm McDowell í hlutverkum sínum á hátíðinni miklu á
gamlárskvöld 1983.
Get Crazy frumsýnd
hér fyrst Evrópulanda
Anna Björns og Malcolm
McDowell leika aðalhlutverkin
KVIKMYNDIN Get Crazy verður
frumsýnd í Bíóhöllinni fyrrihluta
september og er ísland fyrsta landið
í Evrópu sem myndin verður frum-
sýnd í. Er þetta vegna sérsamninga
við Sherwood Productions og vegna
þess að íslensk leikkona, Anna
Björns, leikur eitt aðalhlutverkanna.
Þetta er söngva- og rokkmynd
sem samtvinnuð er með miklu
gríni. Anna Björns ætti ekki að
vera ókunn slíkum myndum, eftir
að hún lék í íslensku myndinni
Með allt á hreinu.
í þessari mynd fær Anna sitt
stærsta hlutverk í amerískri mynd
til þessa, en hún leikur kærustu
Malcolm McDowell. Myndin gerist
á gamlárskvöld 1983, og fyrri utan
leikara kemur fram í myndinni
fjöldi þekktra hljómlistarmanna.
Malcolm McDowell er þekktast-
ur fyrir leik sinn í myndunum
Clockwork Orange, Royal Flash og
Cat People. Myndin var frumsýnd
í Bandaríkjunum 5. ágúst sl.
12.000 nemendur
í grunnskólum í ár
SENN FER að líða að því að skólar
hefji göngu sína á ný eftir sumarfrí
og mörg börn stíga sín fyrstu skref á
menntabrautinni. Mbl. hafði sam-
band við skrifstofu fræðslustjóra og
fékk þar uppgefið að um 12.000 börn
muni sitja á skólabekk í grunnskól-
um landsins í ár.
„Það eru nú ekki komnar ná-
kvæmar tölur um fjölda nemenda
í grunnskólum næsta vetur, en það
verða um 12.000 börn,“ sagði Þrá-
inn Guðmundsson hjá Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur, í samtali
við Mbl. Af þessum 12.000 börnum
eru um 1.100 sem sækja skóla í
fyrsta sinn. Tveir skólar taka inn
5 ára nemendur, skóli ísaks Jóns-
sonar og Álftamýrarskóli.
Mbl. hafði tal af Ragnari Júlíus-
syni, skólastjóra Álftamýraskóla
og sagði hann að þetta væri í
fyrsta sinn sem 5 ára börn væru
tekin inn í skólann. Þau yrðu í
einni deild og yrði kennt 4
kennslustundir á dag. Einhver
lenging verður á skólatíma for-
skólabarna, og verður þeim kennt
18—20 tíma á viku.
Lést í umferðar-
slysi á Fagradal
Kgilsstöðum, 28. ágúst.
SÍÐASTLIÐNA nótt fór lítil fólks-
bifreið út af þjóðveginum á Fagradal
með þeim afleiðingum að ökumaður
bifreiðarinnar beið bana og fimm far-
þegar slösuðust.
Slysið átti sér stað skömmu eftir
miðnætti rétt ofan við Egilsstaða-
skóg. í bifreiðinni voru sex ung-
menni á leið sinni til Egilsstaða frá
Reyðarfirði — og mun ökumaður-
inn hafa misst stjórn á bifreiðinni í
beygju. Ökumaðurinn, 17 ára Hér-
aðsbúi, mun hafa látist nær sam-
stundis.
Hann hét Pálmar Dvalinsson, til
heimilis að Vörðubrún, Hallgríms-
stöðum í Jökulsárhlíð í N-Múla-
sýslu. Pálmar heitinn var fæddur
18. janúar 1966.
Farþegarnir slösuðust allir og
voru fjórir þeirra fluttir í sjúkra-
hús á Akureyri og Neskaupstað til
frekari rannsóknar eftir að gert
hafði verið að sárum þeirra í
sjúkrahúsinu á Egilsstöðum.
Meiðsli þeirra munu þó hafa verið
minni en á horfðist í fyrstu að sögn
Pálmar Dvalinsson
lögreglu. Þá kvað lögreglan bifreið-
ina mjög illa farna ef ekki ónýta.
Ólafur
Þú gerir ekki
betri bflakaup í dag
Frá kr. 255.000
(og þú greiöír þaö verð, sem við auglýsum)
Viö eigum eftir örfáa Charmant gæöabíla á þessu verði
Viðurkennd gæði og þjónusta gera Daihatsu nr. 1 í endursölu.
Daihatsu-umboöið ÁRMÚLA 23.5.5587S — 51733
I
I