Morgunblaðið - 30.08.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983
25
ÍBV og jafnar ieikinn, 1—1. Aðalsteinn markvörður ÍBV reynir að né til
MorgunMaðM/FrMþióhir Halgaton.
• Bjarni fagnar Sigurði fyrirliða Lérussyni og Sig-
þóri ómarssyni. Ssetur sigur í höfn og gleðin mikil.
Morgunblsóið/Friöþjófur.
• Sveinbjörn Hákonarson saskir að Aðalsteini
markverði ÍBV.
Sigurður Jónsson byggöi alltaf vel
upp á miöjunni og sama má segja
um Árna Sveinsson, sem lék mjög
vel. Þá átti Sveinbjörn Hákonarson
mjög góöan leik, var sívinnandi og
gafst aldrei upp. Var mikiö í boltan-
um og dreif félaga sína áfram. Hörö-
ur Jóhannsson var líka drjúgur meö-
an hans naut viö. En fyrst og fremst
var það sterk liösheild sem vann
þennan sigur. Liö ÍA leikur án efa
eina bestu knattspyrnu sem leikin er
hér á landi í dag af liðum í 1. deild.
Samleikur er góöur og þá er mjög
athyglisvert hversu vel liðiö notar
vallarbreiddina og skiptingar á milli
kantanna eru góöar. Miðjan er
sjaldnast yfirspiluö af varnar-
mönnum heldur er boltinn látinn
ganga upp völlinn þar í gegn á fram-
línumennina. Of oft sést það nefni-
lega aö miöja vallarins er yfirspiluö.
Varnarmenn kýla á framherjana sem
eiga svo aö hlaupa.
Leikmenn ÍBV komust svo sann-
arlega vel frá leiknum og eiga mikiö
hrós skilið fyrir góöan leik sinn. Þeir
böröust drengilega og léku vel. Ef
eitthvaö má finna aö leik þeirra þá
er þaö aö einna helst vantaöi meiri
kraft og ákveöni undir lokin. En þá
virtist úthald þeirra vera á þrotum.
Aöalsteinn varöi markið mjög vel.
Vörnin var góö meö Viðar, Þórö og
Snorra sem bestu menn. Þá var Val-
þór sterkur og vann óhemju vel. Þá
áttu þeir Tómas Pálsson og Ómar
Jóhannsson mjög góöan leik og
gerðu oft mikinn usla í vörn ÍA. Hlyn-
ur átti góöa spretti.
í stuttu máli: Úrslit í bikarkeppni
KSÍ 1983:
ÍA — ÍBV 2—1 eftir framlengdan
leik. (0—1).
Mörk ÍA: Höröur Jóhannsson á
70. mín. og Sveinbjörn Hákonarson
á 119. mín.
Gul spjöld: Siguröur Lárusson ÍA
gult, síöan rautt og varð aö yfirgefa
leikvöllinn. Ágúst Einarsson ÍBV gult
spjald.
Áhorfendur voru 5.152.
Dómari var Grétar Noröfjörö og
dæmdi hann ágætlega.
Völlurinn var blautur og mjög
þungur eftir miklar rigningar.
Liðin sem léku: ÍA: Bjarni Sigurös-
son, Guöjón Þóröarson, Jón Áskels-
son, Siguröur Halldórsson, Siguröur
Lárusson, Árni Sveinsson, Guöbjörn
Tryggvason, Siguröur Jónsson,
Sveinbjörn Hákonarson, Hörður Jó-
hannsson, Sigþór Ómarsson, Júlíus
Pétur Ingólfsson (vm) kom inná fyrir
Hörö síöustu 15 mín. framlengingar-
innar. ÍBV: Aöalsteinn Jóhannsson,
Tómas Pálsson, Viöar Elíasson,
Þóröur Hallgrímsson, Valþór Sig-
þórsson, Snorri Rútsson, Sveinn
Sveinsson, Jóhann Georgsson,
Hlynur Stefánsson, Ágúst Einars-
son, Ómar Jóhannsson.
— ÞR
Hörður Helgason:
„Þetta var ekta
bikarleikur"
„ÞESSI leikur var ekta bikarleik-
ur, míkil barátta og oft sáust góð-
ir kaflar knattspyrnulega séö. Það
var stígandi í leiknum hjá okkur
og það breyttist ekki þó Siggi Lár
færi útaf, hinir bættu bara viö
sem því nam. Ég bjóst við mikl-
um baráttuleik og geta Vest-
manneyinga kom okkur ekkert á
óvart en annars er það furðuleg
árátta hjá okkur í bikarleikjum aö
vera alltaf einu marki undir.
Þaö var svoleiöis hjá okkur í
fyrra og einnig núna en þaö virðist
bara efla okkur,“ sagöi Höröur
Helgason þjálfari ÍA eftir sigurinn í
bikarúrslitaleiknum.
Aðspurður sagöi Hörður aö ætl-
unin væri aö vinna tvöfalt í ár og
aö þá vantaði bara eitt stig til
þess. „Næsti leikur er viö Eyja-
menn heima á Skaga og þaö verö-
ur hörkuleikur sem viö ætlum
okkur að vinna og þá um leiö aö
tryggja þáöa bikarana á Akranes,"
sagöi Höröur um leiö og hann var
gripinn og tekinn meö í fagnaöinn
hjá leikmönnum og áhangendum
sem voru fjölmargir í búningsher-
bergi Skagamanna eftir leikinn.
— SUS
hressari. Væntanlega hefur tesopinn
yljaö þeim og þjálfararnir hleypt í þá
nýju blóði. Ótrúlega mikill kraftur var
í leikmönnum siöustu 15 mínúturnar.
Leikmenn lA voru mjög ákveönir og
áttu mun meira í leiknum undir lokin.
Júlíus Pétur Ingólfsson kom inná
sem varamaöur, átti gott tækifæri á
112. mín. en skaut yfir. Þá var bak-
vörðurinn sterki, Guöjón Þóröarson,
nærri því búinn aö skora á 115. mín.
en skot hans fór í stöngina af stuttu
færi.
Sigurmarkið kom frá
Sveinbirni
Þaö var svo á 119. mín. aö sigur-
mark leiksins kom nokkuö óvænt.
Eftir nokkra pressu á mark ÍBV náöi
Júlíus aö senda háan bolta út og
Sveinbjörn Hákonarson tók viö-
stööulaust skot aö markinu. Boltinn
skrúfaðist alveg út viö stöngina efst
og datt í markiö. Þrátt fyrir að Aðal-
steinn geröi heiöarlega tilraun til aö
verja tókst það ekki. Sveinbjörn
trúöi greinilega varla sínum eigin
augum, þegar boltinn fór í netiö.
Hann hljóp í átt til stúkunnar meö
félaga sína á hælunum og þar var
fagnaö gífurlega, jafnt leikmenn sem
áhangendur liösins í stúkunni. Þaö
sem eftir liföi leiksins geröist fátt
markvert enda lítiö eftir. Og þegar
flautaö var af var enn á ný fagnaö og
nú meir en nokkru sinni fyrr. Leik-
menn föömuöust og kysstust og
Heröi þjálfara var ákaft fagnaö og
hann „tolleraöur”. Leikmönnum ÍA
haföi tekist aö verja bikarmeistara-
titil sinn í knattspyrnu.
Góður leikur
Leikur beggja liöa var mjög góö-
ur. Allir leikmenn eiga hrós skiliö þvi
aö þeir geröu sitt besta og reyndu
allan tímann aö leika góöa knatt-
spyrnu. Liö ÍA var mjög vel aö sigrin-
um komið. Liöiö lók einum færri á
erfiöum lokakafla en náöi samt aö
ná undirtökunum í leiknum og
tryggja sér sigur. Bjarni átti sterka
og vinnslumikla bakveröi, þá Guöjón
Þóröarson og Jón Áskelsson. Þá var
Sigurður Halldórsson traustur á
miöjunni aftur.
• Sveinbjörn hefur skorað og mikil fagnaðarlæti brjótast út á varamannbekk ÍA. Hörður þjálfari er þó hinn
rólegasti í sínu horni.