Morgunblaðið - 30.08.1983, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.08.1983, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983 27 hann féll á söguprófi. Hegningin reyndist honum hin besta tekjulind því þar meö gat hann keppt fyrir þann sem bauö hæstu launin eöa þá upphæö sem hann setti upp, sem nam nokkrum þúsundum dollara, fyrir hvert mót. Dágóöar tekjur hefur Lewis einnig af auglýsingasamningi sem hann geröi viö Xerox-fyr- irtækið í Japan. Lewis býr nú í glæsilegu ein- býlishúsi í Houston og viröist engar fjárhagsáhyggjur þurfa aö hafa í nánustu framtíð. En þaö fylgir böggull skammrifi; öfundarmönnum og andstæöingum fjölgar aö sama skapi og fjárhagurinn styrkist og velgengnin eykst. Öörum keppendum líkaöi ekki þegar Lewis sem sigurvegari aö lok- inni keppni teygði hendur sínar upp til himins, en töldu slíkt óviöeigandi sýndarmennsku. Mótherjar hans hafa einnig haft á oröi „aö alvarleg fagnaö- arlæti muni brjótast út þegar Carl veröi sigraður". Decker: „Little Mary“ Hún var aöeins 11 ára þegar hún keppti fyrst í hlaupi — og vann — sem fram fór í heima- bæ hennar Huktington Beach, Californíu. Fleiri sigrar sigldu í kjölfariö og litla hnátan vakti athygli al- mennings fyrir þrek sitt. Þjálfarinn Don DeNoon hóf aö undirbúa Mary undir ólympíu leikana 1976 meö æfingum og ýmsum keppnum. Hún var þá 12 ára gömul og tók meðal annars þátt í maraþonkeppni, en svo mikiö þoldi hinn ungi lík- ami hennar ekki og henni var komið undir læknishendur. Við bættust heimilisáhyggjur þar sem hjónaband foreldra hennar gekk ekki sem best. En María litla, sem þá var orðin vel þekkt í heimalandi sínu, hélt áfram æfingum og sumariö 1973 varö henni eftir- minnilegt. Hún ferðaöist víöa meö bandarísku keppnisliöi og vakti m.a. athygli fyrir aö sigra sovésku stúlkuna Niele Saba- ite. En lífið var ekki einber dans á rósum. Ári síðar slitu foreldr- ar hennar samvistir og John faöir hennar fór að heiman ásamt yngri systur hennar, Christine. Móöir hennar, Jackie, þurfti aö vinna myrkranna á milli til aö sjá börnum sínum, Mary, Den- ise og John, farboröa. Líkami Mary hélt áfram að láta undan og ólympíuáriö 1976 var hún svo illa haldin að hún gat ekki gengiö eölilega vegna meiösla í vöövum í fótleggjum. Eftir fjölda uppskuröa hefur hún nú hlotið bót á meinum sín- um og er farin aö keppa aftur. En hvert vandamáliö rak annaö og nú er þaö hún sem er í misheppnuðu hjónabandi. Hún giftist fyrir tveimur árum maraþonhlauparanum Ron Tabb, en þau hafa nú slitið samvistir, í bili a.m.k. „Þaö hlýtur eitthvað aö vera bogið viö hlaupara," segir Tabb. „Þrír fremstu maraþon- keppendurnir í keppninni í Boston á þessu ári standa aliir í skilnaöi." Decker hefur aö mestu dval- iö í Evrópu í sumar þar sem hún hefur átt þess kost aö keppa viö sambærilega hlaupara. En hún veröur aö fara aö öllu meö gát. Hingað til hefur allt • Lewis fyrir framan heimili sitt í Texas. Lewis er sagdur hafa góðan smekk fyrir dýrum húsbúnadi og fallegum hlutum. Hann hefur líka efni á því. gengiö aö óskum. 26. júlí vann hún 1.500 m hlaup í Stokkhólmi og fimm dögum síðar setti hún amerískt met í 800 m hlaupi og nú síöast keppti hún í Helsinki meö góöum árangri. Tilgangslaust væri aö spyrja Decker hver sé hennar harðasti andstæðingur á hlaupabraut- inni. Hún harðneitar að leggja nöfn andstæðinganna á minnið. „Ég hef engan áhuga á nöfn- um því þaö getur haft slæm áhrif á mann aö heyra þau,“ segir Decker. „Tíminn er minn keppinautur.“ „Mary leggur allt sitt kapp á velgengni á hlaupabrautinni og metur verðleika sína eingöngu eftir árangrinum þar,“ segir fyrrverandi þjálfari hennar, Sundlun. Ólíkt öörum kvenhlaupurum gleymir Decker aldrei aö setja á sig andlitsfaröa og gulleyrna- lokkana áöur en hún fer út aö vinna. Á heimili hennar, sem er hlý- legt og vistlegt, er brons-stytta af afrískum hermanni sem for- sætisráðherra Senegal færöi henni á 15 ára afmælisdegi hennar. „Þá grét ég,“ segir Decker er hún lét hugann reika aftur til „Little Mary“. „Þetta er mér svo fjarlægt.“ Mary Decker er á háum laun- um hjá fyrirtækinu „Athletics West“, sem hún auglýsir fyrir; keppir í skóm og skyrtu frá þeim, auk þess sem hún fær greiddan allan ferðakostnaö og bónus fyrir sérhvert innan- hússmet sem hún setur. Auk húss og BMW 320i á hún mikiö safn af góðum vín- um. En fyrst og síðast veröa Lewis og Decker aö vera sjálfum sér trú og þekkja sín takmörk sem fulltrúar áhuga- fólks í frjálsum íþróttum. Ekkert fyrirtæki getur gefiö þeim sterkara hjarta eöa meira þol. Og víst er aö hvorugt þeirra verður fullkomlega ánægt fyrr en þau eignast hlutinn sem enginn getur keypt fyrir pen- inga, gullverðlaun ólympíu- leikanna. • Mary Decker sigrar í 1500 m hlaupinu í Helsinki. Hún háói haröa baráttu viö rússnesku stúlkuna Zamira sem henti sér fram í lokin á marklínuna og féll viö þaö eins og sjá má á myndinni. Bryjólfur bætir sig „Ég er tiltölulega ánægöur með þetta hlaup, en tel aö óg geti meira, árangurinn hefur látiö bíöa eftir sér í sumar hjá mér,“ sagöi Brynjúlfur Hilmarsson milli- lengdahlaupari úr UÍA, sem bú- settur er í Svíþjóö, í samtali vió Morgunblaðið. Brynjúlfur setti persónulegt met ( 800 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í Borás í Svíþjóö í vikunni, hljóp á 1:50,56 mínútum. Aðeins Jón Diðriksson, UMSB, hefur náð betri árangri en Brynjúlf- ur í ár, en Jón hljóp á 1:50,46 í Essen fyrir viku. Þá er tími Brynj- ólfs fimmti bezti árangur íslend- ings í 800 metrum frá upphafi, aö- eins Jón Diðriksson, Þorsteinn Þorsteinsson KR, Gunnar Páll Jóa- kimsson ÍR og Svavar heitinn Markússon KR hafa hlaupið betur. Brynjúlfur hefur færst ört upp eftir afrekaskránni undanfarin ár, og á ugglaust eftir að halda því áfram. Brynjólfur varð fimmti í hlaupinu og bætti fyrri árangur sinn um sek- úndu. Hann er 22 ára gamall og framfarirnar milli ára stöðugar. Tveir Kanadamenn uröu í fyrstu sætum í hlaupinu, Simon Hooge- werf á 1:48,12 og Pierre Leveille á 1:48,66. Þá kom sænski landsliös- maðurinn Gert Möller á 1:50,15, og er Brynjolfur því ekki nema tveimur metrum á eftir honum í hlaupinu. Á mótinu setti sænska stúlkan Ann-Louise Skoglund nýtt lands- met í 400 metrum, hljóp á 51,79 og Noröurlandamethafinn í 800 metr- um, Jill McCabe, varð önnur á 53,98. Þá kastaöi Leif Lundmark spjóti 85 metra slétta á mótinu, en hann þekkja íslenzkir frjálsíþrótta- unnendur úr Kalott-keppninni. — ágás. Lilja hleypur vel LILJA Guðmundsdóttir frjáls- íþróttakona úr ÍR hefur náö ágæt- um árangri á mótum í Svíþjóö síóustu dagana, m.a. sett per- sónulegt met í míluhlaupi. Á móti í Ballerup á þriöjudag sigraöi hún í míluhlaupi á 4:49,2 mínútum og bætti fyrri árangur sinn, sem var 4:50,24, um sek- úndu. Næsta stúlka í hlaupinu hljóp á 5:08, svo yfirburðir Lilju voru miklir. Og á miövikudag hljóp hún 800 metra í Borás á 2:07,77, varö þriöja í hlaupinu, sem vannst á 2:05,78. Lilja hefur í sumar náð góöum árangri á hlaupabrautinni, verið al- veg við sitt bezta í 800 og 1500 metrum og stöan stórbætti hún ár- angur sinn í 3000 metra hlaupi. Hún náði sínum bezta árangri í 800 og 1500 metrum fyrir sex til sjö árum, og átti lengi fslandsmetin í þessum greinum. — ágás. Austurlandsmót í sundi: Lífleg keppni hjá unga fólkinu FYRR í þessum mánuöi fór fram á Neskaupstaö Austurlandsmótiö i sundi og voru keppendur frá þremur félögum, Austra, Val og Þrótti. Keppnin var mjög jöfn og spennandi en helstu úrslit uröu þessi: í flokki 10 ára og yngri sigraði Heimir Steindórsson, Þrótti, bæði í 50 m skriösundi og bringusundi, tími hans var 57,4 í e-kriösundinu en ein mínúta slótt í skriösundinu. i meyjaflokki yngri en 10 ára sigr- aöi Sveina Másdóttir í 50 m bring- usundi á 43,9 og Sveina sem er úr Þrótti sigraði einnig í bringusund- inu á 55,8. Theodór Alfreðsson, Þrótti, sigr- aöi í 50 m skriösundi í flokki 11 — 12 ára á tímanum 38,8 en í 50 m bringusundi sigraöi Eyþór Stef- ánsson úr Val á 50,5. Meyjar á sama aldri kepptu í sömu vega- lengd og sigraöi Guörún Ragnars- dóttir i skriðsundinu á 40,0 en Svala Guömundsdóttir í bringu- sundinu en þær eru báöar úr Þrótti. Drengjaflokkur 13—14 ára keppti í 50 m skriösundi og þar sigraði Ásgeir Ásgeirsson á 37,1, í 100 m bringusundi sama flokks sigraöi fólagi hans úr Val, Einar Rikharðsson, á 1:43,9. Telpurnar á sama aldri kepptu sín á milli í sömu vegalengdum og í skriö- sundinu sigraöi íris Alfreðsdóttir úr Þrótti og Guðrún Sveinsdóttir, einnig úr Þrótti, sigraöi í bringu- sundinu. Tími Irisar var 36,1 en Guörún synti á 1:36,05. Stúlkur 15 ára og eldri kepptu einnig í 50 m skriösundi og 100 m bringusundi. Sigríöur Ingvadóttir úr Austra sigraöi í báðum greinun- um á tímanum 40,1 í skriösundinu og 1:39,5 í bringusundinu. í opnum karlaflokki var keppt í 50 m bak- sundi og þar sigraöi Einar Rík- harösson úr Val á 48,0 en á sömu vegalengd hjá stúlkunum sigraði íris Alfreðsdóttir Þrótti á 46,2sek. NM í kraft- lyftingum ÞANN 17. og 18. september næstkomandi veröur háö Noröurlandameistaramót í kraftlyftingum 1983 í Laug- ardalshöll og hefst mótið klukkan 13.00 báöa dagana. Keppt veröur í þyngdar- flokkunum 52 kg til 82,5 kg fyrri daginn og 90 kg til +125 kg seinni daginn. Fram- kvæmd mótsins er í höndum Lyftingasambands fslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.