Morgunblaðið - 30.08.1983, Síða 40
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ástóum Moggans!
jprmmlblfoMib
Veist þú um einhverja
Hgóóa frétt?
ringduþáí 10100
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983
Nýtt dilkakjöt
í verslanir
í GÆR var 117 lömbum slátrað í
sláturhúsi Verslunar Sigurðar
Pálmasonar á Hvammstanga, og
verður kjötið flutt til Reykjavíkur í
dag en sala hefst á því í nokkrum
verslunum á höfuðborgarsvæðinu
á morgun. Kjötið verður selt ófros-
ið og við nokkuð hærra verði en
annað það dilkakjöt sem er á
markaðnum í dag.
Að sögn Björns Hannessonar
hjá Verslun Sigurðar Pálmason-
ar verður aftur slátrað næsta
mánudag ef vel gengur með
þessa sendingu en þessi slátrun
á Hvammstanga mun vera eina
sumarslátrunin í ár.
Söluskatts- og innflutningstekjur í fjárlagafrumvarpi fyrir 1984:
1800 milljón kr.
tekjur en í ár
SAMKVÆMT útreikningum sem gerðir hafa verið við gerð
fjárlagafrumvarps fyrir árið 1984 munu tekjur ríkissjóðs af
innflutningsgjöldum og söluskatti á árinu 1984 minnka um
sem nemur 1.600 til 1.800 milljónum króna miðað við verðlag
í desembermánuði 1983 en sú upphæð er samsvarandi um
10% af heildarútgjöldum ríkissjóðs þessa árs miðað við sömu
verðlagsforsendur.
Á ríkisstjórnarfundi árdegis
verður samkvæmt heimildum
Mbl. gengið frá ýmsum grund-
vallarforsendum varðandi gerð
fjárlagafrumvarpsins, svo sem
varðandi gengis-, launa-, verðlags
og vaxtamál, en frágangur frum-
varpsins mun nú vera á lokastigi.
Samkvæmt heimildum Mbl. mun
m.a. stefnt að því að halda gengi
íslenzku krónunnar stöðugu út
Vestmannaeyjar:
Rannsókn á afgreiðslu
hjá fógetaembættinu
Rannsóknarlögregla rfkisins
hefur að kröfu ríkissaksóknara
hafið rannsókn á meintri óheim-
illi meðferð starfsmanna bæjar-
fógetaembættisins í Vestmanna-
eyjum á fjármunum og afhend-
ingu ótollafgreiddra vara. Rann-
sókn RLR er tilkomin vegna at-
hugasemda, sem ríkisendurskoð-
un gerði í sumar. I*ann 20. maí
síðastliðinn sendi ríkisendur-
skoðun dómsmálaráðuneytinu at-
hugasemdir sínar. Ráðuneytið
sendi ríkissaksóknara málið
þann 19. júlí og það var svo í
byrjun þessa mánaðar að rann-
sóknar var krafist af hálfu sak-
sóknara.
Fjórir starfsmenn RLR voru í
Vestmannaeyjum í gær vegna
rannsóknar málsins. Rannsóknin
beinist annars vegar að afhend-
ingu ótollafgreiddra vara — mun
um að ræða fimm sendingar — og
hins vegar ávísana, sem voru látn-
ar liggja í sjóði, ýmist mjög gaml-
ar eða nokkurra mánaða gamlar,
án þess að þær væru lagðar í
banka.
næsta ár. Þá er og ljóst að veru-
legur samdráttur verður á flest-
um gjaldaliðum frumvarpsins,
eins og tekjuliðum sem að fram-
an greinir.
Forsendur útreikninga á 1.600
til 1.800 milljóna króna minnkun
tekna af innflutningsgjöldum og
söluskatti milli áranna 1983 og
1984 eru byggðar á þeim sam-
drætti sem þegar hefur átt sér
stað í innflutningi. Reiknað er
með um 600 milljón króna lægri
innflutningstekjum, þ.e. af toll-
um og aðflutningsgjöldum og í
framhaldi af því um 1.200 milljón
króna minni söluskattstekjur, en
í því dæmi er einnig reiknað með
minnkandi veltu. Helztu ástæður
þessa eru sagðar minnkandi ráð-
stöfunartekjur fólks og þar af
leiðandi minni eyðsla og inn-
flutningur. í mót kemur að
reikna má með hagstæðari við-
skiptajöfnuði.
Hangikjötið hitað í vélarrúminu
Bræðurnir ömar og Jón gleypa í sig íslenskt hangikjöt, sem hélst
ylvolgt í heitu vélarrúmi Subaru-bílsins, sem þeir aka í íslands-
rallinu. Standa þeir vel að vígi í keppninni, ásamt Þorsteini og
Gunnlaugi á Lada Sport, en þessir ökumenn eru einir íslenskra
keppenda rallsins.
Sjá frásögn af rallinu á bls. 14. Morgunbi»Aið/(;unniau(nir.
Mikill áhugi á kaupum á Ríkisskip, Álafossi og graskögglaverksmiðju:
Tilboð komin í Siglósíld,
Flugleiðir og Iðnaðarbankann
„ÉG GÆTI vel hugsað mér að
byrja á að selja Ríkisskip, svo
framarlega sem hagsmunum
landsbyggðarinnar yrði borg-
Gullskipsmenn á Skeiðarársandi eru nú komnir niður á efsta hluta skipsins
sem liggur í sandinum og við hreinsun á sandinum náðu þeir smávegis af eik
og jarni, m.a. keðjubút sem talið er hugsanlegt að sé úr lás á fallbyssu og vír
sem virðist silfurblandaður. Búið er að dæla 7 metra þykku lagi af sandi
burtu, en dæling bíður nú í nokkra daga á meðan gengið verður frá meiri
styrkingum á þilið. Á meðan styrkingar eru ófrágengnar verður þilið haft
fullt af vatni, en í kring um næstu helgi er reiknað með að dælt verði frá
efsta hluta skipsins þannig að það komi í dagsljósið og verði á þurru.
iö. Þá hafa margir sýnt áhuga
á að kaupa Álafoss. Fjársterk-
ir aðilar í Reykjavík eru aö
kanna möguleika á kaupum á
Landsmiöjunni. Borist hafa
tilboð í Siglósfld, einnig í
hlutabréf Flugleiða og Iön-
aðarbankans, einnig hef ég
fengið fyrirspurnir um eina
graskögglaverksmiðju, svo
dæmi séu nefnd,“ sagði Albert
Guðmundsson fjármálaráð-
herra, er Mbl. spurði hann
hvað liði undirbúningi að sölu
ríkisfyrirtækja.
Albert sagði að hugmyndum
sínum um sölu ríkisfyrirtækja
hefði verið mjög vel tekið af
ráðherrum Framsóknar, en hug
sjálfstæðisráðherranna til máls-
ins vissu allir, eins og hann orð-
aði það. Aðeins væri eftir að
taka sameiginlega ákvörðun um
hvernig málið yrði lagt fram.
Aðspurður um hverjir það væru
sem sýnt hefðu áhuga á kaupum
þeirra ríkisfyrirtækja, sem hann
nefndi í upphafi fréttarinnar,
sagði hann. „Það er opinbert
leyndarmál að skipafélögin hafa
verið að kanna, hvort þau hefðu
hag af því að reka Ríkisskip í
einu eða öðru formi sameigin-
lega.“ Varðandi Álafoss og fleiri
fyrirtæki sagði ráðherrann að
það væru helst starfsmenn
þeirra og fólk sem hefði atvinnu
og hag af rekstri þeirra sem gert
hefðu tilboð og borið fram fyrir-
spurnir.
Fjármálaráðherra var í lokin
spurður hvort hann teldi þessa
aðila, sem hann sagði ekki rétt
að nafngreina á þessu stigi máls-
ins, hafa fjárhagslegt bolmagn
til kaupa á fyrirtækjunum.
Hann kvað svo vera og sagði í
lokin að sala ríkisfyrirtækja yrði
í áframhaldandi athugun innan
ríkisstjórnarinnar.
Gæsluvarðhalds krafist
yfir þrítugum manni
vegna nauðgunarkæru
LIÐLEGA þrítugur maður
hefur verið kærður fyrir
nauðgun. Honum er gefið að
sök að hafa ráðist inn á
hcimili 35 ára gamallar konu
að morgni sunnudagsins og
krafíst þess aö konan léti að
vilja hans.
Hann hótaði konunni þegar
hún neitaði að þýðast hann og
kom fram vilja sínum. Rann-
sóknarlögregla ríkisins hefur
krafist þess að maðurinn verði
úrskurðaður í gæsluvarðhald og
fellur úrskurður væntanlega í
dag.
Maður þessi hefur áður gerst
sekur um tilraun til nauðgunar.
Hann var dæmdur í 13 mánaða
fangelsi fyrir að ráðast inn á
heimili konu, hóta henni og mis-
þyrma.