Morgunblaðið - 07.09.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
Sveifla er ord kvöldsins
„Hinir átta stóru“ í Gamla bíói
SVEIFLA er orð kvöldsins, því
klukkan níu í kvöld hefjast
jazzhljómleikar „Hinna átta
stóru“ í Gamla bíói og er áreið-
anlegt að þar verður í hávegum
höfð hin trausta og gróna sveifla
sem reis hæst um miðbik aldar-
innar í Bandaríkjunum. „Hinir
átta stóru“ áttu allir sinn þátt í að
efla þann mikia seið og virðist
hann hafa haft góð áhrif á þá, því
þeir eru enn í fullu fjöri, þrátt
fyrir allháan aldur. Þessir átta
sveiflugerðarmenn eru: Teddy
Wilson, píanóleikari; Tal Farlow,
gítarleikari; Sam Woodyard,
trommuleikari; Slam Stewart,
bassaleikari; Buddy Tate, tenór-
saxófónleikari; Bilíy Butterfield,
trompetleikari; Johnny Mince,
klarinettuleikari og Red Norvo,
víbrafónleikari.
Allt eru þetta stórstjörnur
sveiflutímabilsins sem leikið hafa
með heilli runu af öðrum stór-
stjörnum, kannski enn frægari.
Fólki eins og Duke Ellington,
Benny Goodman, Count Basie,
Glen Miller, Billie Holliday og
þannig mætti lengi telja. Hér fer á
eftir dálftil kynning á „Hinum
átta stóru“, hverjum fyrir sig.
Teddy Wilson er fæddur árið
1912 í Austin í Texas. Hóf ungur
tónlistarnám og lærði fyrst á
fiðlu. Hann flutti síðar til
Detroit og þaðan til Chicago þar
sem hann lék m.a. með Louis
Armstrong á fyrstu árum
fjórða áratugarins. Síðan lá leið
hans til New York þar sem
hann vakti fyrst verulega at-
hygli fyrir leik sinn á plötu með
saxófónleikaranum Benny Cart-
er og árið 1935 komst hann á
spjöld sögunnar vestan hafs
með því að ganga í tríó Benny
Goodmans, þar sem Gene
Krupa var þriðji maður. Þetta
var sögulegt, vegna þess að með
tilkomu Teddys varð tríóið
fyrsta hljómsveit sveiflutima-
bilsins, þar sem bæði léku hvítir
og svartir. Á árunum eftir stríð
fékkst hann nær eingöngu við
kennslu, plötuupptökur og út-
varpsupptökur, en sást sjaldan
opinberlega. Eftir að hann lék í
kvikmyndinni „the Benny Good-
man Story" árið 1956 varð mikil
eftirspurn eftir að sjá hann og
heyra og það varð til þess að
hann stofnaði eigið tríó, sem
hann ferðaðist með víða um
Bandaríkin í mörg ár. Hann
hefur iðulega leikið með Benny
Goodman á tónleikum, plötum
og við önnur sérstök tækifæri
hin síðari ár.
Tal Farlow fæddist í Norður-
Karólínu árið 1921 og starfaði
Teddy Wilson
upphaflega sem skiltamálari en
hóf að leika á gítar á stríðsár-
unum, vegna hrifningar á
Charlie Christian. Hann hélt til
New York laust fyrir 1950 og lék
þar næstu ár með De Franco,
Red Norvo, Artie Shaw og fleir-
um. Árið 1955 settist hann að
mestu í helgan stein og lét að-
eins stöku sinnum til sín heyra
opinberlega, þar til á síðustu ár-
um, og þess má geta að í síðustu
gagnrýnendakosningum tónlist-
artímaritsins Downbeat, varð
hann í þriðja sæti á eftir Jim
Hall og Joe Pass. Er því ljóst að
hann á ennþá heilmikið erindi
við jazzunnendur og aðra tón-
elska menn.
Sam Woodyard er þekktastur
fyrir að hafa verið trommuleik-
ari í stórsveit Ellingtons um
langt skeið, en hann er fæddur
árið 1925 í New Jersey og er því
yngstur hinna átta. Áður en
hann gekk til liðs við Ellington
hafði hann m.a. leikið með Roy
Eldridge og Milt Buckner.
Slam Stewart, syngjaandi
kontrabassaleikarinn, fæddist
árið 1914 í New Jersey og sló í
gegn í dúóinu „Slim & Slam“
með gítaristanum Slim Gaillard
árið 1938 með laginu „Flat Foot
Floogee", sem margir kannast
við. Hann lék í tríói Art Tatums
á árunum 1943—4 og síðar í
hljómsveit Benny Goodmans.
Hann öðlaðist snemma frægð
fyrir þann sérstæða hátt sinn
að syngja sóló sín um leið og
hann lék þau með boganum á
konstrabassann. Auk fyrr-
nefndra jazzgoða hefur Slam
Stewart m.a. leikið inn á plötur
með Erroll Garner, Lionel
Hampton og Dizzy Gillespie.
Buddy Tate er fæddur í Texas
GOÐ VARA
GOTT VERÐ
VERÐ KR.: 850,-
árið 1915 og lék lengi í stórsveit
Count Basies, reyndar allan
fjórða áratuginn og gott betur.
Buddy Tate kom hingað til
lands og blés með hljómsveit
Benny Goodmans á Listahátíð-
artónleikum í Laugardalshöll
sumarið 1976.
Billy Butterfield fæddist árið
1917 í Ohio. Hann lék í sveitum
Bob Crosbys, Artie Shaws og
Benny Goodmans á árunum í
kringum 1940. Mestan hluta
sjötta áratugarins vann hann
við plötuupptökur í New York
auk þess sem hann stýrði eigin
hljómsveit. Á síðustu árum hef-
ur hann leikið á trompetinn
sinn í „The World’s Greatest
Jazzband".
Johnny Mince var sautján ára
farinn að. leika með hljómsveit
Joe Haymes, en fæddur er hann
árið 1912 í Illinois. Hann lék í
hljómsveit Tommy Dorseys og
var talinn einn besti klarinettu-
leikari sveiflutímabilsins. Árið
1974 lék hann hér á landi með
dixielandhljómsveitinni Kings
of Jazz.
Red Norvo er elsti maðurinn í
hljómsveitinni og er hann fædd-
„Hinir átta stóru“, Teddy Wilson, Slam Stewart, Johnny Mince, Billy Butt-
erfíeld, Buddy Tate, Sam Woodyard, Tal Farlow, Red Norvo.
ur árið 1908 í Illinois. Hann
lærði á píanó í bernsku, en tók
síðan að leika á xýlófón og hélt
til Chicago um miðjan þriðja
áratuginn á vit jazzins. Þar
kynntist hann fyrri konu sinni,
jazzsöngkonunni sálugu
Mildred Bailey, og héldu þau til
New York snemma á fjórða ára-
tugnum. Frá 1934 stjórnaði
hann eigin hljómsveitum af
ýmsum stærðum og gerðum
fram til ársins 1944 og var þá
farinn að leika á víbrafón.
Hann gekk þá til liðs við Benny
Goodman og síðar Woody Her-
man. Eftir nokkur ár í Kali-
forníu sneri Norvo aftur til New
York árið 1949 og tók á ný að
stýra eigin sveitum. Hann
stofnaði eigið tríó með þeim Tal
Farlow og Charlie Mingus árið
eftir, en síðar tóku þeir Jimmy
Raney og Red Mitschell við sæt-
um þeirra.
„Hinir átta stóru" komu að-
eins saman nú til að leika inn á
plötu og fara í tónleikaferð til
Evrópu og gera þar sjónvarps-
þátt fyrir svissneska sjónvarp-
ið. Þetta er því einstakt tæki-
færi til að heyra nokkra helstu
fulltrúa sveiflutímabilsins taka
lagið saman. Tónleikarnir í
Gamla bíói hefjast sem fyrr
segir klukkan níu í kvöld og
verða óseldir miðar til sölu við
ínnganginn.
— SIB
HAUSTTILBOÐ
FRA SHARP
Sy.t.m 31H Q Hj|« E>g Jtft \WUCÉ □□
DÍDLBV SYSTENA
SHARP System 15
Ein al fáum hljómtækjasamstæðum, þar sem
einnig er gert ráð fyrir kassettugeymslu.
Magnari,2X20 rms W. Plötuspilari.
Fullsjálfvirkur með beinum tónarmi.
Kassettutæki. Lagaleitari, Dolby-kerfi. Metal.
Útvarp FM (stereo), LW og AM.
Hátalarar. Bassa-endurkast. 40 W (music).
Skápur, b. 433. h. 804. d. 365.
KR. 29.925.00
SHARP System 31
Samræmis HI-FI gæðakröfum.
(Din 45500).
Magnari. 2X35 rms W. Plötuspilari. Hálfsjálfvirkur,
með beinum tónarmi og „strobo scope". Kassettu-
tæki. Snertirofar. Lagaleitari. Dolby-kerfi og Metal.
Útvarp. FM (stereo). LW. AM. LED-mælar.
Hátalarar Bassa-endurkast. 75 W (music).
KR. 33345.00
HLJOMBÆR
___________________________ pffnp— —
HUÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI g^^fgg010 103