Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
Hljóðritanir á samtölum soveskra flugmanna er grönduðu kóreönsku farþegaþotunni:
Þotan blikkaði ljósum
og fékk enga viðvörun
Tókýó, Washinjfton, 6. september. AP.
JAPANIR BIRTU í dag afrit af upptökum á samtölum sovézka orrustuflug-
mannsins, sem grandaði kóreönsku farþegaþotunni, við stjórnstöð í Sovét-
ríkjunum. Þar kemur fram að flugmaðurinn sá flugmennina blikka siglinga-
Ijósum. Helzti talsmaður stjórnarinnar í Tókýó sagði að af upptökunum
mætti ráða að sovézki flugmaðurinn hefði ekki reynt að ná sambandi við
farþegaþotuna og vara hana við. Rússar hefðu því virt alþjóðasamþykktir að
vettugi og sýnt mikið mannúðarleysi er þeir grönduðu þotunni. Framferði af
þessu tagi væri með öllu óþolandi og yrði ekki látið afskiptalaust.
1 afritunum kemur fram að
flugmaðurinn talaði við stjórnstöð
á eðlilegri rússnesku, en ekki
dulmáli. Þýðingarmesti hluti sam-
talanna fer hér á eftir, og er tími
viðmiðunartími Greenwich:
18:21,25: Skotmarkið blikkar
siglingaljósum. Innan við tveir
kílómetrar á milli okkar og skot-
marksins.
18:25,11: Ætla að fara nær
skotmarkinu. Hef það í miði. Fjar-
lægð átta kílómetrar.
ERLENT
18:25,16: Höfum opnað eld-
flaugarofann.
18:25,20: Höfum hleypt af.
18:25,21: Skotmarki hefur verið
grandað
18:38: Skotmark að fullu eyði-
lagt.
Farþegaþotan fór í loftið í
Anchorage klukkan 14 að Green-
wich-tíma, og klukkan 16 birtist
hún á ratsjám Sovétmanna.
Orrustuþotur voru þá sendar til
móts við þotuna, og komu til móts
við hana yfir eyjaklasa austur af
Kamtsj atka-skaga.
Síðan var það klukkan 18:12 sem
orrustuþotur frá Sakhalín-eyju,
sem sendar voru til móts við far-
þegaþotuna, tilkynna að þær hafi
þotuna í sjónmáli. Á sama augna-
bliki sézt stór hvítur blettur aust-
ur af Sakhalín á ratsjám í flugstöð
í Japan, en þar var talið að hér
væri sovézk flugvél á ferðinni.
Klukkan 18:15 óskar flugstjóri
farþegaþotunnar eftir heimild til
að hækka flugið úr 33 þúsund fet-
um í 35 þúsund fet, samkvæmt
venju á flugleiðinni, og fær hann
heimild til þess klukkan 18:20. Á
sömu mínútu birtast þrjár sovézk-
ar orrustuþotur á ratsjám í jap-
önsku flugstöðinni. Flugstjórinn
segir síðan hækkun lokið klukkan
18:23, en eins og fram kemur að
framan kom sovézk orrustuþota
upp að farþegaþotunni klukkan
18:21,35.
Sovézki flugmaðurinn tilkynnir
klukkan 18:25,21 að skotmarkið
hafi verið hæft og á næstu mínútu
heyrðist upphaf kalls frá kór-
eönsku þotunni, en miklar truflan-
ir gerðu það ólæsilegt, einungis
hægt að skilja kallmerki hennar.
Gerði þá flugstjórnarmiðstöðin í
Tókýó árangurslausar tilraunir til
að ná sambandi við þotuna á ýms-
um fjarskiptatíðnum og tilkynnti
nokkrum mínútum síðar að þot-
unnar væri saknað.
Klukkan 18:29 hvarf þotan af
ratsjárskerminum í japönsku
flugstöðinni í norðurhluta lands-
ins, og um klukkan 18:30 heyrðu
japanskir fiskimenn við Moner-
on-eyju sprengingar og leiftur-
blossa, sem talið er að hafi verið
frá þotunni.
Rússneskur diplómat í Tókýó
sagði eftir að afrit af hljóðritun-
qro-ko
LITAÐ v
STÁL v
ER FRAMTÍÐIN
Nú bjóðum við þak og veggklæðningar úr stáli með inn-
brenndum litum, hvítt, brúnt, rautt, grátt blátt og svart.
i
Plöturnar eru 1.07 m á breidd. Lengd að óskum kaupanda allt að 10 m.
klæðningarbreidd er 1 m.
Klæðningsstálið er auðvelt í uppsetningu og hefur viðurkennda yfir-
borðsáferð. Við afgreiðum alla fylgihlutit.d. við glugga, hurðir, horn, enda-
samskeyti og kyli á þök.
Afgreiðum pantanir á 2 dögum.
Verðið er með því ódýrasta sem þekkist á þessu sviði.
Leitið nánari upplýsinga í síma 33331.
• BYGGINGAVÖRLTR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
unum voru birtar, að þær væru
tilbúningur. Talsmaður japanska
utanríkisráðuneytisins sagði emb-
ættismenn hafa fundað í dag um
hugsanlegar refsiaðgerðir vegna
árásarinnar á þotuna, en engin
ákvörðun hefði verið tekin. Að
sögn Kyodo-fréttastofunnar er bú-
ist við að farið verði að fordæmi
Bandaríkjamanna og lendingar
flugvéla Aeroflots bannaðar um
tíma. Einnig að samskipti við
Rússa á sviði menningarmála
verði heft, og fyrirhuguðum við-
skiptaviðræðum í október aflýst
eða frestað.
Leitt hefur verið í ljós að ýmsir
munir, sem fundust fljótandi
norður af Moneron-eyju, séu ekki
úr kóreönsku farþegaþotunni, eins
og í fyrstu var talið.
Eftirlitsflugvélin löngu lent
Starfsmenn bandaríska varn-
armálaráðuneytisins sögðu nánast
útilokað að Rússar hafi talið sig
vera að gera árás á bandaríska
eftirlitsflugvél er þeir grönduðu
kóreönsku Júmbó-þotunni með 269
manns innanborðs. Eftirlitsflug-
vélin, sem verið hefði á svipuðum
slóðum og farþegaþotan, hefði lent
Rússnesku hershöfðingjarnir, sem
taldir eru hafa ákveðiö að kóre-
önsku farþegaþotunni, með 269
manns innanborðs, skyldi grandað,
marskálkarnir Aleksander Koldu-
nov (t.v.) og Pavel Kutakhov. Kuta-
khov er yfirmaður lofthers Sovét-
ríkjanna og aðstoðarvarnarmálaráð-
herra, en Koldunov yfirmaður loft-
varna Sovétríkjanna. Æðri þeim
Kutakhov og Koldunov eru Nikolai
Ogarkoo yfirmaður alls herafla Sov-
étríkjanna, Dmitry Ustinov varnar-
málaráðherra og Yuri Andropov.
í bækistöð sinni í Anchorage í Al-
asaka rúmlega klukkustund áður
en farþegaþotan var skotin niður.
Hefði eftirlitsflugvélinni verið
veitt eftirför af sovézkum orrustu-
þotum, en hún jafnan haldið sig
utan sovézkrar lofthelgi. Rússar
hefðu um tíma veitt báðum flug-
vélunum samtímis eftirför og því
vitað um ferðir beggja. Þá væri
farþegaþotan talsvert stærri og
öðru vísi í útliti en eftirlitsflugvél-
in.
Tveir franskir brynvagnar á norðurleið til útvirkisins Salal, 470 km frá
N’djamena, höfuðborg Chad.
Ólíkar fréttir af
ástandinu í Chad
Ndjamena, (’had, 6. september. AP.
FRETTIR um loftárás Líbýumanna
á framvarðarstöð stjórnarhersins í
Chad í Oum Chalouba stangast mik-
ið á og ber fulltrúum stjórnarinnar
og vestrænum heimildum ekki sam-
an.
Að sögm Soumaila, upplýsinga-
fulltrúa Chad-stjórnar, gerðu
margar líbýskar sprengjuþotur
loftárásir a Cum Chalouba og ollu
miklum skemmdum og mannfalli,
en vestrænar leyniþjónustuheim-
ildir, sem þykja áreiðanlegar,
segja, að aðeins ein flugvél hafi
varpað sprengjum úr mikilli hæð,
og þær hafi lent í eyðimörkinni
öllum að skaðlausu.
Stjórnvöld í Chad skýrðu seint í
dag frá mikilli sókn skæruliða að
Oum Chalouba og sögðu þau að
rúmlega 3000 manns studdir
skriðdrekum, brynvögnum og
stórskotaliði tækju þátt í sókn-
inni. Vestrænir leyniþjónustu-
menn draga þessar fréttir í efa
eins og þær fyrri.
Niksic:
Spassky tapaði
Niksic, Júgóslavíu, 6. scptcmber. AP.
YASSER Seirawan frá Bandaríkjun-
um vann skák sína við Boris
Spassky, fyrrum heimsmeistara, í
gær og er þeíta fyrsti ósigur Spassk-
ys á mótinu. í fyrri umferðum móts-
ins vann hann t.d. Garri Kasparov,
sem er efstur og líklegastur sigur-
vegari.
Úrslitin í 10. umferð urðu þessi:
Gligoric og Nikolic gerðu jafn-
tefli; Seirawan vann Spassky;
Petrosjan og Larsen gerðu jafn-
tefli; Ivanovic vann Sax; Portisch
og Ljubojevic gerðu jafntefli;
Kasparov og Tal gerðu jafntefli;
Timman og Miies gerðu jafntefli
og Anderson sat hjá.
Staðan er nú þessi: Kasparov 8
v.; Larsen 6; Spassky, Anderson,
Timman 5; Miles, Portisch, Ivan-
ovic 4 '/2; Tal 4 (eina biðskák);
Gligoric, Petrosjan, Seirawan,
Ljubojevic 4; Sax 3‘A og Nikolic 3.