Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 16

Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 16 LJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Menntakerfi í vanda Menntakerfi okkar er komið í mikinn vanda. Það virðist ekki hafa ráðið nema að tak- mörkuðu leyti við þær breytingar, sem hófust fyrir einum og hálfum ára- tug og í upphafi stefndu að því að opna fleiri ungmenn- um leið til langskólanáms. Háskólinn er að drukkna í því flóði nýstúdenta, sem sækja um inngöngu ár hvert. Framhaldsskólarnir ráða ekki við að halda uppi þeim kennslugæðum, sem gera fólki kleift að stunda háskólanám með árangri. Hlutfall þeirra, sem falla á fyrsta ári í háskóla, er ótrúlega hátt. Þess eru nú dæmi, að erlendir háskólar neiti að taka íslenzkt stúd- entspróf gilt. Fyrir einum og hálfum áratug var vandi mennta- kerfisins sá, að of fáir úr hverjum árgangi áttu þess kost að hefja langskóla- nám. Skólakerfið eins og það var þá, lokaði leiðum þeirra sem ekki voru til- búnir til þess að ákveða það á landsprófsaldri, að þeir vildu ganga menntaveginn. Breytingarnar, sem gerðar voru, leiddu til þess, að skólakerfið varð sveigjan- legra, leiðirnar inn í há- skólann urðu fleiri, fjöl- breytni í námsefni var stóraukin og þeim fjölgaði verulega, sem lögðu út á braut langskólanáms. Þá var trú manna líka sú, að framtíðarvelferð þjóðar- innar byggðist á slíkri menntun æskufólks. Nú virðist vandi skóla- kerfisins sá, að of margir leggi út í langskólanám. Þá má spyrja: Við hvaða mæli- kvarða er miðað? í fyrsta lagi þann, að hlutfall þeirra, sem falla á fyrsta ári í háskóla, er svo hátt, að það er vísbending um, að margir þeirra, sem þangað leita og hafa áunnið sér rétt til þess, séu einfaldlega ekki undir það búnir. f öðru lagi er ljóst, að Háskóli ís- lands er þess vanbúinn að taka við þeim mikla fjölda námsmanna, sem til hans leita. Hvers vegna eru nem- endur, sem ljúka stúd- entsprófi ekki betur undir háskólanám búnir? Ástæð- an hlýtur að vera sú, að framhaldsskólarnir hafi ekki verið undir það búnir að taka við og veita þeim mikla fjölda, sem stefnir á stúdentspróf ár eftir ár, þá menntun sem dugar. Þetta er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni, enda er það alvarleg þróun, ef gæði menntunar í skólum lands- ins eru minni en áður var. En annars konar vandi steðjar einnig að mennta- kerfinu og því unga fólki, sem gengur menntaveginn nú um stundir. Fjölbreytni í háskólanámi hefur aukizt mjög, bæði heima og er- lendis. Það er augljóslega erfitt fyrir marga náms- menn að taka ákvörðun um það, að hverju skal stefna. Vandinn er mikill, þegar úr mörgu er að velja. Til við- bótar kemur, að atvinnu- horfur fara versnandi í mörgum háskólafögum. Frá því var skýrt í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum dög- um, að ekki væri langt í at- vinnuleysi meðal lækna hér. Margir íslenzkir lækn- ar eru starfandi erlendis, en hversu lengi? Má ekki búast við að þrengi að þeim, þegar læknum fjölg- ar í viðkomandi löndum? Svipaða sögu er að segja í fjölmörgum öðrum há- skólafögum. Takmarkaðir atvinnumöguleikar auka því mjög á erfiðleika ungs fólks við ákvörðun um námsefni í háskóla. Þetta er ekki bara vanda- mál námsmanna, heldur einnig háskólans.. Er of mikil áherzla lögð á hefð- bundnar námsgreinar, sem ekki er lengur jafn mikil þörf fyrir og áður var? í Bandaríkjunum t.d. er mik- il áherzla lögð á náið sam- band háskólanna við at- vinnulífið. Háskólakennar- ar og stúdentar starfa með einum eða öðrum hætti í tengslum við atvinnulífið, ekki sízt á hinum nýju svið- um rafeindaiðnaðar og tölvutækni. Hér er á ferð- inni eitt stærsta verkefni í þjóðlífi okkar á næstu ár- um. Enn einu sinni er sú krafa gerð til menntakerf- isins, að það aðlagi sig breyttum aðstæðum og nýj- um þjóðlífsháttum. Sigurvegarar keppninnar, Kristín Haraldsdóttir og Heiðdís Steinsdóttir. í baksýn má sjí fímm aðra þátttakend- ur í keppninni, t.f.v. Kristín Stefánsdóttir, Þórdís Thorlacius, Halla Bryndís Jónsdóttir, Jóhanna Sveinjónsdóttir og Biynja Sverrisdóttir. „Aldurínn ekkert mál“ Aðstandendur keppninnar hérlendis, tf.v. Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks, John Casablancas, eigandi Elite og Bryndís Schram, ritstjóri tískublaðsins Lífs. Fegurðar- dísir teknar tali NÚ ERU úrslitin orðin kunn í fyrirsætukeppninni sem fyrirtækið Elite og tískublaðið Líf stóðu fyrir, og stúlkurnar tvær sem sigruðu, Kristína Haraldsdóttir og Heiðdís Steinsdóttir, örugglega enn að átta sig á á öllum ósköpunum. Eftir að úrslit voru kunn, og stúlkurnar búnar að taka á móti ótal fagnað- aróskum, ræddi Mbl. stuttlega við fegurðardísirnar tvær um keppn- ina og framtíðina. „Ég vona að aldurinn verði mér ekki til trafala, þó svo að hann hafi sett svolítið strik í reikninginn í þessari keppni, þar sem aldurstakmörkin voru 16 ára,“ sagði Kristína Haralds- dóttir, en hún er aðeins 14 ára. Kristína er þegar komin á samn- ing hjá Elite og spurðum við hana hvernig það hefði komið til. „Móðir mín býr í New York, og í sumar fór ég i heimsókn til hennar. Einn dag fór ég út að kaupa ávexti, og sem ég stóð við ávaxtasöluna, gekk að mér mað- ur og spurði mig hvað ég væri há, hvað gömul og þar fram eftir götum. Þetta var þá ljósmyndari hjá Elite og komst ég á samning hjá þeim til áramóta. Ástæðan fyrir því að þeir taka mig inn svona unga, er að móðir mín býr þarna úti, þannig að ég get verið hjá henni." — En hvað með skólagöngu? „Ég fer í skóla sem heitir Professional Children School, en hann er einmitt fyrir krakka sem eru á vinnumarkaðinum, en eiga eftir að ljúka skyldunámi." Það verður því væntanlega mikið að gera hjá Kristínu næsta vetur, og ef marka má orð fyrirsætukóngsins Casablancas, þá einnig á komandi árum, því hún er sögð eiga mikla framtíð fyrir sér í þessari grein. Heiðdís Steinsdóttir er tvítug að aldri, og ekki nýgræðingur í tískuheiminum, því hún hefur verið vinsæl ljósmyndafyrirsæta og tískusýningardama. Við spurðum hana hvernig henni lit- ist á úrslitin í keppninni. „Mér finnst þetta allt frekar óraunverulegt ennþá, og er ekki alveg búin að átta mig á þessu öllu, en auðvitað er ég ánægð með úrslitin." — Hvernig verður með þitt nám? „Ég er að læra til snyrtisér- fræðings, og á að ljúka því námi í desember, svo ég vona að þetta bjargist allt saman." — Gætirðu hugsað þér að búa erlendis og vinna sem fyrirsæta? „Já, það gæti ég. Ef svo færi að ég fengi samning hjá Elite, þá yrði það spennandi tækifæri fyrir mig að skoða heiminn og reyna eitthvað nýtt.“ Kristína og Heiðdís fara því báðar utan til áframhaldandi keppni hjá Elite, sem fram fer í Acapulco í Mexíkó í nóvember á þessu ári. Þær ferðast þó ekki einsamlar, því fulltrúi tísku- blaðsins Lífs mun fylgja þeim alla leið. Að svo mæltu voru báðar stúlkurnar orðnar óþreyjufullar að komast til fjölskyldna og vina, sem biðu eftir þeim með hamingjuóskir, blóm og freyði- vín, eins og tilheyrir við svona tækifæri. Vetrardvöl ellilífeyrisþega í sólarlöndum: Allt að fimm mánaða ferðir Ferðaskrifstofan Flugferðir-Sólar- flug skipuleggur í vetur langdvalar- ferðir til Mallorka fyrir ellilífeyris- þega. Geta eldri borgarar þannig dvalið frá einum mánuði upp í fímm á vegum ferðaskrifstofunnar, og eins og skýrt var frá í Morgunblað- inu á laugardaginn, getur fólk greitt ferðina með ellistyrk sínum, auk fímm þúsund króna mánaðar- greiðslu, sem þannig nægir fyrir dvalarkostnaði og flugfari. — í fyrra var ferðaskrifstofan einnig með hlið- stæðar ferðir, og dvöldu til dæmis tuttugu ellilífeyrisþegar í fímm mán- uði á Mallorka veturinn 1982 til 1983. Morgunblaðið leitaði til nokk- urra ferðaskrifstofa í gær og spurðist fyrir um hvort boðið yrði upp á hliðstæðar ferðir hjá þeim í sumar. Örn Steinsen hjá Útsýn sagði, að nú væri unnið að skipu- lagningu vetrarferða ferðaskrif- stofunnar, þar sem meðal annars yrði eitt og annað sérstaklega fyrir eldri borgara. Hvað það nákvæmlega yrði, yrði tilkynnt innan tíðar. Ýmsar skemmri ferð- ir sagði Örn svo þegar ákveðnar, svo sem til Kanaríeyja og Costa dei Sol. Á Samvinnuferðum varð Sigríður Árnadóttir fyrir svörum, og sagði hún ekki um að ræða vetrarferðir skrifstofunnar fyrir ellilífeyrisþega í vetur, síðasta ferðin með eldri borgara yrði farin 6. september. Inga Engilbertsdótt- ir hjá Úrvali sagði, að þar væri verið að leggja línurnar fyrir vet- urinn þessa dagana, en hvað fælist í vetraráætlunum ferðaskrifstof- unnar yrði ljóst næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.