Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 17

Morgunblaðið - 07.09.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983 17 Sjálfboðaliðar í heyskap: Fyrir liggja 20 hjálparbeiðnir sem ekki hefur verið hægt að verða við — segir Sigurður Magnússon hjá Rauða krossi íslands „JÚ, VIÐ höfum sem betur fer getað orftið vift allmörg- um hjálparbeiðnum frá bændum hér á Suðurlandi, en vift höfum enn ekki getaft hjálpað bændum á Snæfells- nesi og í Borgarfírði, en þar er einnig vífta þörf á aðstoft", sagfti Sigurður Magnússon fulltrúi hjá Raufta Krossi ís- lands í samtali viö Mbl. í gærkvöldi er hann var spurft- ur að því hvort það hjálp- arstarf sem Raufti Krossinn setti nýlega í gang meft því að Ánægjuleg tilbreyting frá daglega starfínu — segir Jakob Hálfdánarson sjálfboðaliði á Böðmóðsstöðum „Ég gaf mig fram við Rauða krossinn vegna þess að þeir auglýstu eftir sjálfboftaliðum til hjálparstarfa en þetta er einnig ánægjuleg tilbreyting frá því aft teikna brýr sem er starf mitt dags daglega," sagfti Jakob Hálfdánarson tækni- fræðingur úr Reykjavík sem mættur var ásamt börnum sín- um í heyskapinn hjá Árna bónda Guðmundssyni á Böft- móftsstöðum í Laugardals- hreppi. „Já, það er gaman að þessu en ég er þó fyrst og fremst að reyna að gera eitthvert gagn,“ sagði Jakob, „til þess er ég kominn, og við erum þegar búin að tína bagga á einn vagn. Ég tók krakk- ana mína með, við drifum okkur hingað austur eftir að þau voru búin í skóla og vinnu enda er þetta ekki síður gert fyrir þau. Ég er í sumarfríi og get líka komið hingað á morgun ef þörf verður á en mér skilst að þetta klárist í dag.“ Arni Guðmundsson á Böð- móðsstöðum sagði að sumarið væri búið að vera erfitt heyskap- arsumar og hefði óvanalegur kuldi einkennt það. Benti hann á Heklu og sagðist aldrei hafa séð hana svona hvíta á þessum tíma áður. Sagðist hann vera að hirða af síðasta stykkinu, hörkuþurrk- ur væri og næði hann að hirða af því fyrir kvöldið með aðstoð sjálfboðaliðanna. Sagði hann að mikilsvert hefði verið að fá þessa aðstoð, það væri virð- ingarvert hjá Rauða krossinum að fara út í þetta hjálparstarf. Það kæmi sér líka vel þar sem víða væri orðið fáliðað, sumar- fólkið að mestu farið í skólana. Jakob sagði að ágætt væri að vera kominn í sveitina. Hann væri fæddur og uppalinn í Reykjavík en hefði verið eitt sumar í sveit hjá Einari á Jarð- langsstöðum í Borgarfirði þegar hann var 13 ára gamall. Það hefði einmitt verið rigninga- sumarið mikla 1955, sem nú væri orðið rigningasumarið næst- mesta á eftir þessu sumri sem nú væri að líða. Sagðist hann því ekki vera allsendis óvanur þurrkleysinu. Morgunblaðiö/Friöþjófur Það þarf talsverð átök við að koma bagga upp á fullhlaðinn vagn eins og sjá má á Jakobi Hálfdánarsyni tæknifræðingi úr Reykjavík þar sem hann var að aðstoða heimilisfólkið á Böðmóðsstöðum í Laugardalshreppi í gær. Gaman í sveitinni. Jakob ásamt börnum sínum sem eru frá vinstri á myndinni: Þórný Björk, Hlynur Sveinn og Jón Víðis. senda sjálfboftaliöa til aft- stoðar bændum á óþurrka- svæðunum í heyskap. Sigurður sagði einnig: „Við erum mjög þakklát öllum þeim sem veitt hafa hjálp að undanförnu, en þegar ég hætti störfum í kvöld lágu fyrir beiðnir um hjálp frá 20 sveitabæjum á óþurrkasvæðunum sem við gátum ekki liðsinnt. Þess vegna er okkur nú bráð- nauðsynlegt að Morgun- blaðið skili því til góðvilj- aðra iesenda sinna að okkur er nú brýn þörf á að fá hjálp frá sjálfboðaliðum, einkum þeim sem hafa yfir bifreiðum að ráða. Þetta á jafnt við þó nú fari ef til vill að rigna aftur, því nauðsynlegt er að hafa handbær nöfn sjálfboðaliða þegar styttir upp aftur," sagði Sigurður Magnússon. Bjarni ásamt Skúla og Guðmundi Norðdahl á Úlfarsfelli að fesU hey- klóna betur á ámokstursgálga dráttarvélarinnar. Mæli óhikað með þessu við félagana — segir Bjarni S. Einarsson sjálfboðaliði „ÉG GAF mig fram við Raufta krossinn um helgina og í morg- un var svo hringt í mig og ég beftinn að hjálpa til hérna í dag og ef til vill á morgun ef á þarf að halda. Maður verður að reyna að gera eitthvað gagn fyrir þjóðfélagiö,“ sagði Bjarni S. Halldórsson, 19 ára Hafn- fírftingur, er vift hittum hann að máli úti á túni á Úlfarsfelli í Mosfellssveit þar sem hann var aft hjálpa til við heyskap- inn. Grímur Norðdahl er bóndi á Úlfarsfelli en synir hans þrír, Skúli, Guðmundur og Guðjón voru allir heima í heyskapnum. Þeir vinna allir í Álafossverk- smiðjunni og fengu ýmist frí til að fara í heyskapinn eða voru á þannig vöktum að þeir gátu komið því við að hjálpa til heima. Skúli sagði, að farið væri að sjá fyrir endann á heyskapnum sem gengið hefði með eindæmum illa í sumar. Sagði hann heyin verða orðin sæmilega þurr og næðist því talsvert inn á stuttum tíma meðan þurrt væri. Bjarni S. Einarsson sagðist hafa verið í sveit eitt sumar þegar hann var 5 ára. „Það er gaman að kynnast þessu. Mig hefur alltaf langað í sveit en aldrei fengið tækifæri til þess.“ Sagðist hann hafa tekið sér frí í Flensborgarskóla því skólinn hefði verið byrjaður en engin af skólafélögum hans hafði haft tíma til þess að fara með hon- um. Hann myndi þó óhikað hvetja þá til að taka þátt í þessu Bjarni S. Einarsson tók sér frí úr skólanum til að geta hjálpað til við heyskapinn á Ulfarsfelli í Mos- fellssveit. þegar hann færi aftur í skólann. Sagði Bjarni að þessi dagur reiknaðist sem fjarvist í skólan- um og fannst honum það órétt- látt því hann væri að hjálpa fólki sem væri í nauðum statt. „Það er þrælgaman að þessu," sagði Bjarni. „Mér iíkar þetta mjög vel. Ég vann í mengaða loftinu í Álverinu í sumar og ég finn því greinilega hvað það er miklu heilnæmara að koma hérna út í náttúruna."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.