Morgunblaðið - 07.09.1983, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
Morgunblaðid/Steingrfmur.
Kveikt í sögufrægu
húsi í Siglufirði
Siglunrði, 3. september.
SÖGUFRÆGT hús var brennt hér á
Siglufirði í dag. í tíð Óskars Hall-
dórssonar, sfidarsaltanda og útgerð-
armanns, var húsið notað sem ver-
búð og skrifstofuhúsnæði vegna tug-
þúsunda tunna sfldarsöltunar og
annarrar fiskvinnslu hjá Frystihús-
inu Bakka, sem enn stendur aðeins
norðar, en bryggjurnar eru löngu
horfnar.
Ekki hafði verið búði í húsinu í
nokkur ár og fékk slökkviliðið á
Siglufirði húsið til æfingar. Eftir
að kveikt hafði verið í húsinu æfði
slökkviliðið reykköfun, leit að
fólki og beint slökkvistarf. Að-
spurður sagðist slökkviliðsstjór-
inn, Kristinn Georgsson, vera
mjög ánægður með árangurinn af
æfingunni. „Húsið var stórt og í
þvi mikið af rangölum og skúma-
skotum, auk þess sem húsið stóð
afsíðis. Mannskapurinn sýndi að
hann er í góðri þjálfun og veður
var hagstætt, þannig að reykur sté
að mestu leyti beint til himins,"
sagði Kristinn.
— S.K.
Kanadískur akkoreon-
leikari staddur hér á landi
UNGUR kanadískur akkordeonleikari er nú staddur hér á landi á vegum
Tónskóla Emils Adólfssonar og mun hann halda tónleika í Norræna húsinu
þann 7. september nk. kl. 20.30.
Leonard Turnevicius er fæddur í
Hamilton, Ontario, Kanada, árið
1960. Hefur hann um langt skeið
verið nemandi hjá Boris Borgstrom
og unnið meðal annars keppnina
„Championship of the Americas" í
New York. Stundaði hann nám við
Tónlistarháskólann í Toronto og
hefur tvívegis tekið þátt í heims-
keppninni. Árið 1978 varð hann í
fjórða sæti i heimskeppninni sem
þá var haldin í Lodz í Póllandi og
árið 1980 í öðru sæti í heimskeppn-
inni sem haldin var í Cannes í
Frakklandi. Árið 1982 lauk hann
burtfararprófi frá tónlistar-
háskólanum í Toronto með ágætis-
einkunn. Stundar hann nú nám við
einleikaradeild Konunglega tónlist-
arháskólans í Kaupmannahöfn
undir handleiðslu Mogens Elle-
gaard.
Leonard Turnevicius
íslenska sveitin sigursæl
Á NÝAFSTÖÐNU Evrópumeistaramóti eigenda íslenskra hesta, sem fram fór í Vestur-Þýskalandi, urftu íslendingar
mjög sigursælir, svo sem áftur hefur verift frá skýrt í fréttum Morgunblaðsins.
Úrslit í hinum einstöku keppnisgreinum urðu sem hér segir:
Gæftingaskeið:
stig
1. Aðalsteinn Aðalsteinsson Islandi á Baldri 104
2. Reynir Aðalsteinsson íslandi á Sprota 86
3. Jóhannes Pucher Austurríki á Bjarka 75,50
4. Eyjólfur Isólfsson íslandi á Krák 65
5.—6. Els Dutilh Hollandi á Mána 64
5.-6. Alexander Sbustav Austurríki á Dróma 64
Tölt (einkunnir úr forkeppni)
stig
1. Hans Georg Gundlach Þýskalandi á Skolla 102
2. Andreas Trappe Þýskal. á stóðhestinum Thor 104
3. Daniela Stein Þýskalandi á Seifi 86
4. Joris van Grimsver Hollandi á Rauðdreka 89
5. Walter Feldman Þýskalandi á Magnúsi 91
Fjórgangur: stig
1. Hans Georg Gundlach Þýskalandi á Skolla 56,95
2. Andreas Trappe Þýskalandi á Thor 57,80
3. Walter Feldman Þýskalandi á Magnúsi 56,95
4. Daniela Stein Þýskalandi á Seifi 51,00
5. Joris van Grimsver Hollandi á Rauðdreka 48,45
Fimmgangur: stig
1. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Baldri 51
2. Tómas Ragnarsson á Fjölni 60
3.-4. Reynir Aðalsteinsson á Sprota 54
3.-4. Piet Hoyos Austurríki á Sóta 54
Hlýðniæfingar: stig
1. Walter Feldman Þýskalandi á Magnúsi 49,47
2. Sylvia Dubs Sviss á hryssunni Skollu 42,27
3. Thomas Haag Sviss á Skugga 40,67
4. Heidi Nielsen Noregi á Heru 46,15
Víftavangshlaup: stig
1. Heidi Nielsen Noregi á Heru 50
2. Mathieu Dischinger Frakklandi á Kóp 48,92
3. Arild Oterholt á Fífli 48
4. Thomas Haag Sviss á Skugga 46,84
250 metra skeift: sek.
1. Tómas Ragnarsson á Fjölni 126 stig 21,7
2. Reynir Aðalsteinsson á Sprota 120 stig 22,0
3. Aðalsteinn AðalsteinSson á Baldri 106 stig 22,7
4. Christ. Dhriltiarindeaur Sviss á Valsa 86 stig 23,7
5. Hannes Diebolt Þýskalandi á Fjölni 78 stig 24,1
Er Friedrich Albert
ekki lflka gullskip?
— eftirJónas
Guðmundsson
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um þau vonbrigði, sem urðu,
er mönnum varft það Ijóst, að
„gullskipið“ á Skeiðarársandi,
reyndist „aðeins vera togari", eins
og einhver orftaði það. Og nú munu
björgunarmenn hafa í hyggju að
taka upp sín stálþil, og gröfin mun
þá lokast og sandurinn umlykja hið
þjáða skip Friedrich Albert öðru
sinni.
Það skal að vísu fúslega viður-
kennt, að á því er nokkur munur,
hvort menn finna gullskip, hollenskt
Indíafar, ellegar togara, en á hinn
bóginn tel ég það alls ekki sjálfgef-
ið, að eigi svari það kostnaði að
bjarga þessu skipi, ef hægt er, kostn-
aðarins vegna, og liggja til þess
margar ástæður. Þyngst vegur lík-
lega sú, að raér er ekki kunnugt um
að svo gamall og heill togari sé til f
víðri veröld og svo er það hitt, að
saga þessa togara er fræg. Hún er
saga mannrauna og um þaft, hvernig
sjómenn voru heimtir úr helju.
Þama um borð eru, vonandi vel
varðveitt, allskyns vélar og tæki, er
notuð voru fyrir heilli öld, þar á
meðal vélbúnaður, þ.e. gufuvél og
ketill, ásarat mörgu öðru. Er ég þess
viss, að þetta eru nú mikil söguleg
verðmæti — og peningaleg líka.
Þess vegna eiga menn nú að reikna
sig fram, og kanna hvort ekki sé nú
rétt að færa togarann til strandar og
gjöra hann sjófæran á ný.
Friedrich Albert
Það er þó ef til vill nauðsynlegt
að rifja ofurlítið upp sögu þessa
þýska togara, vegna þeirra, er
hana þekkja ekki, og leyfi ég mér
að grípa hér ofan í grein er ég
ritaði um þennan atburð fyrir
tveim áratugum, eða svo, en þar
stendur á þessa leið:
„Það var árið 1903, eða nánar
tiltekið 19. janúar það ár, sem
þýski togarinn Friedrich Albert
frá Getsemúnde strandaði á
svonefndri Svínafellsfjöru, sem
liggur milli Skeiðarárósa að aust-
an, og Hvalsíkis að vestan.
Það mun hafa verið um 10-leyt-
ið um kvöldið, sem togarinn
kenndi grunns í brimgarðinum.
Flestir skipverja voru í fasta-
svefni, nema þeir, sem voru á
verði. Úti á grunninu helltust
brotsjóirnir yfir skipið, og fyrr en
varði hálffyllti það af sjó. Þannig
barst leikurinn gegnum brimgarð-
inn, uns það hafnaði undir sand-
bökkunum.
Þó undarlegt sé, sakaði engan
skipverja né tók fyrir borð, meðan
brimsjóirnir steyptu sér látlaust
yfir Friedrich Albert frá Getse-
múnde og klukkan fjögur um
morguninn hafði fjarað það undan
skipinu, að áhöfnin komst á land
— lifandi.
Það er auðvelt að geta sér til um
það, hvað efst var í huga þeirra 12
þýsku sjómanna, sem á kaldri
janúarnótt stóðu votir inn að
skinni á ókunnri strðnd, umluktir
myrkri. Að baki þeirra lá togarinn
í brimlöðrinu.
Um þetta segir í Fjallkonunni
17. febrúar 1903:
„Sem von var, varð veslings
mönnunum fyrst fyrir að fara að
leita mannabyggða. Þeir fóru víðs
vegar um sandinn og gerðu ýmsar
atrennur til að vaða vötnin, bæði
uppi undir jökli og niðri við sjó, en
alls staðar var óvætt. Þeir komust
sem sé að þeirri ömurlegu stað-
reynd, að þeir voru innilokaðir í
gildru."
Um strandstaðinn er það að
segja, að hann var einn hinn
versti, sem þarna var að finna, og
um hann segir í sama blaði Fjall-
konunnar:
„Þar eystra eru margar land-
tökur ekki góðar, en þessi staður
er þó langvoðalegastur þeirra
allra. Þaðan eru nálega 5 mílur
upp að jöklinum, þar sem sumar-
vegurinn liggur, en þó enn lengra
til mannabyggða, hvort sem farið
er austur eða vestur og ófær vötn
báðum megin. Skeiðarársandarnir
að austan, en Hvalsíki að vestan,
og þarna eru engar mannaferðir,
nema þá sjaldan menn fara þang-
að á fjörur, og má nærri geta,
hvað oft það er farið um hávetur-
inn, þegar öll vötn eru auð, eins og
nú var, því þangað er sögð 4—5
stunda reið frá næstu bæjum, þó
allan vatnaflákann megi skeiðríða
á ísum.“
Það var því ekki glæsileg til-
vera, sem blasti við þeim
mönnum, sem í svörtu náttmyrkri
leituðu bæja eftir að hafa brotist
af hálfsokknum togara upp á
ströndina. Og manni verður hugs-
að til orða þjóðskáldsins, þó við
annan stað sé átt:
„Þau Héraðsvötn eru háskaspil
og hvað þá, er enginn sér handaski!
og vakir í vök hverri dauðinn."
(Matth. Joch.)
Vatnsflæmi
Og það átti ekki fyrir skip-
brotsmönnum að liggja að losna
úr prísundinni í bráð. Samt gerðu
þeir árangurslausar tilraunir til
að vaða ófærurnar í vestri og
austri, og sólarhringum saman
urðu þeir að láta fyrirberast á
sandinum. Um það segir Fjallkon-
an á þessa leið:
„Á þessum ferðum þraut þá oft
dag og urðu þá að liggja úti á
bersvæði og stundum á ísum. En
skýli höfðu þeir smám saman gert
sér úr tunnum og rusli, sem úr
skipinu rak, breitt yfir segl og
mokað að sandi. En einar þrjár
nætur voru þeir í skýlinu, því
óttinn við að verða að deyja þar úr
hungri rak þá sífellt af stað. Á
þessu vonleysiseigri voru þeir í
átta sólarhringa, og 28. janúar
lagði stýrimaður af stað og ætlaði
að reyna að komast vestur yfir
vötnin einn síns liðs, en til hans
hefur ekki spurst síðan, hefur
annaðhvort drukknað eða helfros-
ið.
Þann 29. leggja þeir enn af stað
og höfðu þá rekið saman eitthvert
flekaskrifli, sem þeir ætluðu að
reyna að fljóta á yfir dýpstu álana
og drógu það með sér vestur að
síki.
Þeir sjá þá menn á fjörunni
fyrir vestan, en með engu móti
gátu þeir vakið athygli þeirra.
Vegurinn milli þeirra var lengri
en svo. En svo leggja þeir þó á
fremsta hlunn og komast þá loks
yfir vatnsflæmið, en tvo félaga
sína urðu þeir að skilja eftir hel-
frosna. Þeir fylgdu svo braut
fjörumanna og komust loks að
Orrustustöðum á Brunasandi
næsta morgun, en lúrðu undir
skipsflaki á fjörunni um nóttina.
Þeir höfðu þá verið að hrökklast
um sandinn nær fjóra sólar-
hringa.
Þeir voru þá eftir níu og þrír
lítið kalnir, en sex mikið og þrír
þeirra mikið skemmdir, mest á
höndum og fótum."
Þó vafalaust hefði mátt skrifa
um stríð mannanna á sandinum,
verður það ekki gert hér. Það er þó
raunar ástæðulaust, því hver og
einn getur gert sér í hugarlund
það, sem á vantar.
Að lokum segir svo í Fjallkon-
unni, að þá hafi á Orrustustöðum
Jónas Guðmundsson
búið fótalaus einyrki, og hafi hann
unnið þeim allan greiða, sem hann
mátti, en sýslumaður sá þeim síð-
ar fyrir læknishjálp og öðrum
nauðsynjum.
Gert að sárum
Það kemur hér síðar í ljós, að
það var undarleg tiiviljun, að það
verður til þess „fótalaus einyrki"
að skjóta fyrstur manna skjóls-
húsi yfir hina níu skipverja, sem
eftir lifðu af Friedrich Albert, og
gengu í hlað á Orrustustöðum að
morgni hins 30. janúar árið 1903.
Eftir að hafa þá verið í rúmlega 10
sólarhringa á „vonleysiseigri" aft-
ur og fram um eyðisanda að leita
mannabyggða. Þó ærnar mann-
raunir væru fyrir, var ekki öllu
lokið enn, því nú fóru í hönd dagar
veikinda, kvala og hugarangurs,
því þeir voru „mikið skemmdir" og
kalsárin höfðust illa við í fyrst-
unni.
Vafalaust hafa strandmennirn-
ir, sem drógust á tilfinninga-
lausum ganglimunum í hlaðið á
Orrustustöðum, talið sig hólpna.
Og það var á vissan hátt rétt, en
nú fóru í hönd tímar sársauka,
sálarstríðs og mikillar karl-
mennsku. Þeir voru í einu orði
sagt hryllilega leiknir líkamlega.
Læknismálum íslensku sveit-
anna hafði þokað það áleiðis, að