Morgunblaðið - 07.09.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1983
19
íslenskt poppminjasafn?
EINS og ýmsum mun þegar
kunnugt, er í bígerð að setja
saman bók um hljómsveitina
Stuðmenn. Auk þess að fjalla í
smáatriðum um ýmsa meðlimi
hljómsveitarinnar, er einnig ætl-
unin að bregða birtu á tónlistar-
lega fortíð hljómsveitarinnar.
Komið hefur í ljós að Stuðmenn
hafa komið svo víða við á ferli
sínum, að enginn einn maður
hefur nægilega góða yfirsýn eða
þau gögn undir höndum sem
nauðsynleg eru þegar vanda á til
vinnubragða, segir í fréttatil-
kynningu frá hljómsveitinni.
Þess vegna heita Stuðmenn á
alla þá sem kunna að eiga eitt-
hvað sem tengst getur Stuð-
mönnum í gegnum tíðina, hvað
sem vera kann, ljósmyndir, högg-
myndir, dagbókarslitur eða alla
skapaða hluti að senda slíkt til:
Svipmynda, Hverfisgötu 18
(gegnt Þjóðleikhúsinu).
Ef heimtur verða góðar verður
með þessu efni lagður grunnur að
íslenska poppminjasafninu, en
það verður nánar skýrt þegar
fram líða stundir.
Bruninn í Brimnesi:
Talið að kviknað
hafi í rafali
SJÓPRÓF fóru fram í Ólafsvík
síðdegis á föstudag vegna brunans
í Brimnesinu frá ólafsvík undan
Jökli. Talið er að kviknað hafi í
rafali í vélarrúmi bátsins. Skip-
verjar komust nauðuglega í björg-
unarbát og var bjargað af Sax-
hamri frá Rifi.
„Firefox“ í Austurbæjarbíó
Austurbæjarbíó hefur nú hafið
sýningar á myndinni Firefox, og
segir i tilkynningu frá Austurbæj-
arbíó að þar sé á ferðinni ný æsi-
spennandi bandarísk litmynd, tek-
in í Panavision og Dolby Stereo.
Myndin er framleidd af Clint
Eastwood sem jafnframt er leik-
stjóri og aðalleikari. Aðrir helstu
leikarar eru Freddie Jones, David
Huffman, Warren Clarke og Ron-
ald Lacey.
Söguþráður myndarinnar er á
þá leið að aðalsöguhetjan, Mitch-
ell Gant, fær það verkefni að kom-
ast til Sovétríkjanna og ná þaðan
nýrri fullkominni herflugvél sem
Sovétmenn hafa smíðað og nefnd
er Firefox. Þegar Gant kemur til
Sovétríkjanna, þá kemst hann
fljótlega að því að KGB veit allt
um hann. Hann kemst undan og
nær að komast til flugvélarinnar
og koma henni á loft. KGB hefur
þegar eftirför og hefst tvísýnn elt-
ingarleikur sem ekki verður nánar
sagt frá hér.
héraðslæknir var á Síðu. Bjarni
Jensson læknir gegndi því emb-
ætti þá. Bjarni sá, sem von var, að
of mikið yrði færst í fang fyrir
hann einan og áhaldalítinn að
ganga til verks, enda naumast til
nægilegar sáraumbúðir til svo
stórkostlegra skurðlækninga, sem
nauðsynlegar voru, og því var það
að hann gerði Þorgrími Þórðar-
syni boð um að koma á vettvang
sér til aðstoðar, en Þorgrímur var
einmitt orðlagður skurðlæknir og
fyrir aðgerðir sínar á útvortis
meinum.
Þegar Þorgrímur læknir fékk
boðin, ásamt lýsingu af því verki,
sem fyrir höndum var, lét hann
hendur standa fram úr ermum.
Hestar voru söðlaðir og ferðaföt
tekin fram. Einn hestur bar ekki
annað en sáralín, áhöld og lyf og
síðan var haldið af stað sem leið
liggur vestur sanda. Læknanna
tveggja beið mikil barátta og erf-
iðar aðstæður. Nú myndi reyna á
kunnáttu þeirra og sálarþrek. í
skýrslu sinni til iandlæknis getur
Þorgrímur þess, að hann hafi haft
meðferðis þýska handbók um
skurðlækningar.
Þegar Þorgrímur læknir var
kominn vestur heilu og höldnu, yf-
ir torfærulandslag um hávetur,
var látið til skarar skríða.
Um sjúkrahús eða þjálfað að-
stoðarfólk, sem nú þykir nauð-
synlegt, var ekki að ræða, og urðu
því leikir að aðstoða læknana tvo
við störf þeirra. Svo sem við hafði
verið búist, voru strandmenn of
illa leiknir af kalinu til þess að
þeir mættu halda limum sínum
óskertum, en til þess að fara fljótt
yfir sögu, þá lýsir stuttur kafli í
bréfi frá Guðlaugi Guðmundssyni
sýslumanni til Þorleifs Jónssonar
í Hólum ástandinu hvað best, en
bréf þetta ritar Guðlaugur sýslu-
maður Þorleifi í Hólum í mars-
mánuði sama ár.
Hljóðar bréfkaflinn á þessa leið:
„Þorgrímur er kominn langt
með að „aflima" strandmennina,
og það hefur alit heppnast prýð-
isvel að þessu og verður svo von-
andi framúr, en ekki var það
árennilegt í fyrstu. Hann hefur
tjóðrað mig á þeim blóðvelli alla
daga og látið mig hafa þá virð-
ulegu(!) atvinnu að „halda fótun-
um“ og kann ég honum enga þökk
fyrir.“
Svo mörg eru þau orð, og sýslu-
maður grípur til gamanseminnar
til að skýra vini sínum frá við-
burðum, sem hann sjálfur hefur
ekki komist hjá að taka þátt í
nauðugur viljugur.
í Fjallkonunni 12. apríl segir
svo í fréttagrein:
„Þorgrímur læknir er fyrir
skömmu kominn heim til sín vest-
an af Síðu. Hann hefur verið þar
yfir þýskum mönnum af „Fried-
rich Albert" frá Getsemunde, sem
strandaði á Svínafellsfjöru 19.
janúar síðastliðinn og er búinn að
taka af þeim fimm mönnum, sem
kól, átta fætur og allar tær af
tveim fótum. Þeir eru nú að mestu
grónir og líður vel, eru allfrískir
og kátir."
Hér hafa verið raktir fáeinir
þættir í mikilli sögu; aðeins fáein-
ir þættir. Ekki til þess eins að
minna á nær sextíu ára gamlan
harmleik, heldur til að leggja lít-
inn stein í minnisvörðu um óeig-
ingjarnt starf hinna nafnlausu
landa vorra, sem hafa frá fyrstu
tíð dregið menn úr strandi, gefið
þeim húsaskjól og fatnað, og að
lokum skotið undir þá hesti í
kaupfar.
Við sjáum í anda mörgum vik-
um síðar, þegar hinir fótalausu
skipverjar af Friedrich Albert frá
Getsemunde snúa sér við á
hnakknum og horfa í síðasta sinn
yfir sandauðnina miklu, mjóa
grastorfuna og hrikaleg fjöllin.
Um veika líkamina fer alda djúpra
tilfinninga, þakklæti og endur-
minning um mikinn sársauka,
bata og vináttu.
Þegar strandmennirnir náðu til
Þýskalands, rak þýska lækna í
rogastans. Gat það verið satt, að
íslenskir sveitalæknar ynnu slíkt
afreksverk í skurðlækningum?
Svo snilldarlega hafði tekist, að
engu var við að bæta. En læknarn-
ir tveir voru sæmdir hinni prússn-
esku, rauðu arnarorðu fyrir afrek-
ið. — Strandmennirnir sjálfir
voru mjög þakklátir og skrifuðu
læknum sínum bréf og sögðu af
högum sínum, en þess verður ekki
getið hér.“
Við þessa sögu er ekki miklu að
bæta, og yfir hana eigum við ekki
að moka, — ef annað er hægt,
heldur draga þetta járnhnoðaða
minnismerki um afrek, mannúð og
atvinnu til sjávar á ný.
HAUST-
og
VETRARFATNAÐUR
tekinn upp
DAGLEGA!!
Meö hverjum
deginum eykst
úrvalið af
glæsilegum
haust- og
vetrarfatnaöi
Sjón er sögu ríkari
Ekki er úr vegi
þegar sólin (loks-
ins!) skín í heiði
að minna á bata-
merki okkar.
Júní: íslensk spjör. betri
kjör.
Júlí: Með bros á vör
Ágúst: íslensk iðn
Kjölfesta komandi kynslóð-
ar.
Og umboðsmenn um allt land:
í Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Laugavegi 66 — Glæsibæ.
úti á landi: Epliö ísafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum — Fataval Keflavík — Álfhóll
Siglufiröi — Nína Akranesi — Ram Húsavík — Bakhúsiö Hafnarfiröi — Austurbær
Reyöarfiröi — Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli — Sparta Sauðárkróki — Skógar Egils-
stööum — ísbjörninn Borgarnesi — Lea Ólafsvík — Lindin Selfossi — Paloma Vopnaf-
irði — Patróna Patreksfirði — Báran Grindavík — Þórshamar Stykkishólmi — Hornab-
ær Höfn Hornafiröi — Aþena Blönduósi — Nesbær Neskaupsstaö — Versl. Magnúsar
Rögnvaldssonar Búðardal.