Morgunblaðið - 09.09.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 09.09.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 5 Húsavík: Nýi miðbærinn í útjaðri bæjarins Húsavík 1. september. Á HÚSAVÍK er unnið að skipulagsm- álum bæjarins eins og annarsstaðar og þykir þar sitt hverjum. Nýjasta verkefni hugmynda- fræðinga er nýr miðbær — en ekki þó í miðri byggð — heldur alveg nyrst í bænum, en bærinn hefur að undanförnu mest byggst til suðurs og mun svo verða á næstu árum. Nyrst í þessum nýja „miðbæ" eru svo hugmyndir uppi um það, að staðsetja skrifstofu sýslumanns og bæjarfógeta. Norðan við skrifstof- una yrði ekkert íbúðarhús eða þjónustufyrirtæki en íþróttavöll- urinn yrði í næsta nágrenni. Raufarhöfn og Þórshöfn eru í sama lögsagnarumdæmi og Húsa- vík og með nefndri staðsetningu yrði sýsluskrifstofan nyrsta húsið austan þjóðvegarins til þeirra staða, en varla verður „nýi miðb- ærinn“ skipulagður með tilliti til þess. Mér þykja það fráleitar hug- myndir að tala um nýjan miðbæ í útjaðri byggðarinnar og staðsetn- ing sýsluskrifstofu nyrst í þeim reit. Fréttaritari FERÐ Á BYGGINGASÝNINGU (Byggeri for milliarder) I BELLA CENTER í Kaupmannahöfn 21.—27. okt. 1983 Verð frá kr. 13.610,00 Innifalið: Flug, gisting á Hótel Hebron í tvíbýli með morgun- verði. Aukagjald fyrir eins- mannsherbergi: kr. 1.300,00. Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri, Hafnarstræti 98, sími 22911. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Leikrit Ásu Sólveigar sýnt á Norðurlöndum LEIKRIT Ásu Sólveigar, „Nauðug /viljug" sem frumsýnt verður í ís- lenzka sjónvarpinu í nóvember, hefur verið valið til sýninga á Norðurlöndum. Fyrir skömmu héldu deildarstjórar leiklistar- deilda sjónvarpsstöðvanna á Norðurlöndum með sér fund í Þrándheimi, og var þá ákvörðun tekin um sýningu á leikriti Ásu Sólveigar. Viðar Vikingsson er leikstjóri. Þrjú norræn leikrit voru valin til sýninga hér á landi, frá Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi en ákvörðun hefur enn ekki verið tek- in um sýningu á finnsku verki í vetur. Mengunarrann- sóknir á Grundartanga TVEIR MENN frá Vinnueftirliti Ríkisins eru nú að störfum við mengunarrannsóknir f járnblendi- verksmiðjunni við Grundartanga og verða það fram að vikulokum, en þeir hófu rannsóknarstörf í byrjun vikunnar. Er hér um venjulegt eftir- lit með rykmengun lofts I verksmiðj- unni að ræða í samráði við for- svarsmenn hennar og launþega. Svipaðar rannsóknir hafa áður verið framkvæmdar í Kísiliðjunni og Álverinu. Einnig fóru slíkar rannsóknir fram á vegum Elkem, er það gerðist hluthafi að verk- smiðjunni. Rukkunarhefti tapaðist BLAÐBERI hjá Morgunblaðinu tapaði rukkunarhefti í Kópavogi. Fór í strætisvagn frá Víðihvammi að Snælandsskóla og aftur til baka á miðvikudagskvöld. Finn- andi vinsamlega hafi samband við skrifstofu Morgunblaðsins, sími 10100. Okkartnenn íKaupntanna- ••••■• ■................... Síminn er 90451185455 (ef þú hringir beint) Hafskip hf. hefurfluttstarfsemi markaðs- deildar sinnar að verulegu leyti til stærstu samgönguhafna erlendis. Hagræðið er ótvírætt. Þú getur verið í beinu sambandi við þann stað sem þér hentar þegar þér hentar. Okkar menn hafa sérþekkingu á flutn- ingum hver á sínu svæði. Það sparar tíma og eykur öryggi. Slíkt er ómetanlegt því tíminn í vöruflutningum er dýrmæt- ur. Þá er ekki síður mikilvægt að vita að íslenskir aðilar gæta íslenskra hags- muna erlendis. Þurfir þú að afla þér nákvæmra upplýs- inga samstundis um vöruflutninga milli staða á meginlandi Evrópu og til áfram- haldandi flutninga heim til íslands (eða öfugt) er einfaldast og áhrifaríkast að nýta sér símatæknina og ofangreinda þjónustu Hafskips. Starfsfólk Kaupmannahafnarskrif- stofunnar þau Árni Árnason, Sólklar Haraldsson, Svend Skriver, Morentsa Poulsen og HólmfríðurGunnarsdóttir munu svara og leysa strax úr erindi þínu. Viljirðu frekar nota telex, er númerið 19745. Þessi þjónusta er til þæginda fyrir þig. Notfærðu þér hana. Okkor modur, - þinn moður. SS HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.