Morgunblaðið - 09.09.1983, Side 7

Morgunblaðið - 09.09.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 7 Kæru vitiir og vandamenn. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig meö hlýhug, gjöfum og skeytum á sjötugsafmœli mínu 5. sept. sl Guð blessi ykkur öU. Þorvaldur Þorvaldsson, Aðalgötu 6, Sauðárkróki. Þaðfáallir rétta útkomu með OMIC Omic reiknivélarnar okkar eru landsfrægar fyrir gæði og frábæra endingu. Þær eru líka afburða þægilegar og einfaldar í meðförum og leysa með sóma allar reikningsþrautir, sem fyrir þær eru lagðar. Við eigum ávallt fyrirliggjandi nokkrar gerðir af Omic. Hringið eða skrifið og fáið upplýsinga- bækling sendan. • Reiknaðu með Omic. plúrg- 11 lilwl S Áskriftarsíminn er 83033 Alþýðuflokk- urinn er kom- inn fram Fyrir nokkrum dögum var orð á því haft hér f Staksteinum, aö Alþýöu- flokkurinn væri týndur og ekkert hefði til hans spurzt frá því sl. vor. Skylt er aö geta þess hér á sama vett- vangi, að Alþýðuflokkurinn er kominn fram. Hann verður hægt að finna í Munaöarnesi um aðra helgi, þar sem flokkurinn efnir til ráöstefnu um sveit- arstjórnamál. Eitt helzta dagskrármál þeirrar ráð- stefnu er erindi, sem Guð- mundur Árni Stefánsson, ritstjóri Alþýðublaösins, flytur. Hann mun ræða um: KJARNORKU- VOPNALAUS SVEITAR- FÉLÖG. Alþýðuflokkurinn er fundinn. Sameining? Eins og við er að búast getur Alþýðuflokkurinn ekki hugsað sér að lifa sjálfstæðu lífi, eftir að hann er kominn fram í dagsljósið. Hann er búinn að finna flokk, sem hann vill sameinast, Bandalaga jafnaöarmanna. f forystu- grein Alþýðublaðsins um það mál í gær segir m.a.: „Það skal ekki undan dregið, að ýmsir Alþýðu- flokksmenn urðu allt ann- að en ánægðir, þegar Bandalag jafnaðarmanna sá dagsins Ijós. Mörgum þótti, sem enn á ný væri verið að stía jafnaðar- mönnum í sundur og dreifa þeim milli flokka. Kjartan Jóhannsson Hjörleifur Guttormsson Kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög Alþýöuflokkurinn er kominn fram í dagsljósið og tvö helztu verkefni hans á næstunni eru að efna til ráöstefnu um kjarnorkuvopnalaus sveitarfélög og sam- einast Bandalagi jafnaöarmanna. Bráöa- birgöasamningarnir, sem geröir hafa ver- iö viö Svissneska álfélagiö eru mikiö áfali fyrir Hjörleif Guttormsson, sem mistókst jafnan aö ná fram hækkun á núverandi rafmagnsveröi til Svisslendinga. Orsakaði þetta sárindi meðal nokkurs fjölda Al- þýðuflokksmanna, sem sáu á eftir mörgum góðum flokksmanninum yfír í Bandalag jafnaðarmanna. En það er liðin tíð. Per- sónuleg sárindi verða að víkja fyrir meiri hagsmun- um — nefnilega þeim mál- um, sem jafnaðarmenn, hvar í flokki, sem þeir kunna að standa, berjast fyrir. Bandalag jafnaöar- manna aðhyllist jafnaðar- stefnuna. Þess vegna er skynsamlegt að láta reyna á það, hvort ekki er grunn- ur fyrir samstarfi þessara aðila. Á hinn bóginn er rétt að taka það fram, vegna blaðafrétta um að í gangi séu umræður um hugsan- lega samruna fíokkanna, að þær fréttir eru ekki á rökum reistar. Ekkert slfkt hefur verið rætt Þær hugmyndir hafa a.m.k. ekki verið á borðum Al- þýöuflokksmanna. Slikir þankar eru og ekki tíma- bærir, hvað sem framtíðin kann aö bera í skauti sér í þvísambandi." Á mæltu máli þýðir þessi leiðari, að Alþýðuflokks- menn eru að byrja að huga að því að sameina Alþýðu- flokkinn og Bandalag jafn- aðarmanna. Áfall fyrir Hjörleif Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iönaðarráð- herra, kemst að þeirri niðurstöðu í Þjóðviljanum í gær, að bráðabirgðasamkomulagið sem gert hefur verið við Svissneska áifélagið sé „áfall fyrir fslendinga". Sönnu nær væri að segja, að þetta samkomulag sé áfall fyrir Hjörleif Gutt- ormsson, sem misserum saman mistókst að ná samningum við Álfélagið og bakaði þjóðinni þar með ómælt tjón. Nú, nokkrum mánuðum eftir að ný rikis- stjórn tekur við völdum, hefur hún þegar tryggt okkur verulegan tekjuauka af núverandi rafmagnssöhi til Álfélagsins, þótt ósamið sé um allt annað. Fátt sýnir betur, hversu lélegur ráð- herra Hjörleifur var, enda frægur fyrir það eitt, að I geta ekki tekið ákvarðanir. Eddan hreppti versta veöur á leiðinni til Islands: Farþegarnir runnu út í aðra síðuna — segir Gunnar Andersen, einn farþega „HLAÐBORÐINU var lokað, það kom alda og það hrundi allt saman í borðsalnum og leirtau brotnaði,** sagði Gunnar Andersen, einn far- þega í síðustu ferð ms. Eddu, en á leiðinni til íslands hreppti skipið ofsaveður og seinkaði af þeim sök- um um 4 klukkutíma. „Síðan komu tvær eða þrjár öld- ur og þá runnu allir farþegarnir út í aðra síðuna ásamt borðum og stólum og síðan sitt á hvað. Þetta var aðallega vegna þess að skip- stjórinn var að reyna að ná áætlun og keyrði upp og tók upp veltiugg- ana. En eftir að þetta gerðist, að við köstuðumst til, þá hægði hann á og setti uggana niður og þá fór þetta allt að ganga mun betur," sagði Gunnar. Gunnar sagði að fyrrgreindur atburður hafi átt sér stað um klukkan 16 á miðvikudag, en þá var skipið statt einhvers staðar fyrir sunnan Surt. Gunnar sagði aðspurður að heilsufar farþeg- anna hefði verið fremur slæmt og flestir í koju, nema alhörðustu sjómenn, sem voru uppi. Hins veg- ar gat hann þess að ástandið hefði lagast mikið eftir að veltiuggarnir voru settir niður og skipið hægði ferðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.