Morgunblaðið - 09.09.1983, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
Noregur:
Kreppan afstaðin
hjá skreiðar-
framleiðendum
Ósk'i, 8. srplrmbrr. Frá frétUriUra MorgunbliAsins, Jan Krik Lauré.
I>EIRRI miklu kreppu, sem ríkt
hefur í norskri skreiðarframleiöslu,
er nú lokið með því, að ríkið og
norskir fiskútflytjendur hafa náð
samkomulagi um að kaupa birgðir
skreiðarframleiðenda, en þsr nema
Flýðu til
V-Berlínar
Beriín, 8. september. AP.
TVEIR austur-þýzkir hermenn flýðu
í gsr yfir Berlínarmúrinn til Vestur-
Berlínar og tókst þannig að fram-
kvsma flóttatilraun, sem þeir höfðu
undirbúið vandlega í heilt ár. Not-
uðu mennirnir tskifsrið, er þeir
voru saman á vakt í varðturni og
flýðu vestur yfir, eftir að austur-
þýzkur varðflokkur hafði farið fram-
hjá í venjulegri eftirlitsferð. Ekki
hefur verið skýrt frá nöfnum mann-
anna af varúðarástsöum.
Annan september sl. skýrðu
vestur-þýzkir landamæraverðir
frá því, að tveimur ungum
mönnum hefði tekizt að komast
frá A-Þýzkalandi yfir „dauðaræm-
una“ í skjóli myrkurs og síðan flú-
ið til V-Þýzkalands. Sjónarvottar
telja sig hafa séð, hvar þriðji mað-
urinn varð fyrir fimm skotum frá
austur-þýzkum landamæravörð-
um, sem síðan hirtu upp líflausan
líkama hans og settu inn í herbif-
reið.
nú 6000—7000 tonnum. Eramleið-
endur hafa setið uppi með þessar
birgðir í langan tíma og margir
þeirra hafa beðið gjaldþrot vegna
þess, að ekki var hsgt að selja þsr.
Með þessu gera menn sér vonir
um, að skreiðarframleiðendur séu
lausir undan þeirri fjárhags-
byrði, sem síðustu 12 mánuði hef-
ur virzt ætla að stöðva allan
rekstur hjá hundruðum af
smærri fiskframleiðslufyrirtækj-
um í Norður-Noregi.
Þessir samningar nú náðust
sökum þess að ríkið veitti útflytj-
endum vaxtalaust lán, sem gerir
þeim kleift að yfirtaka birgðir
skreiðarframleiðenda, enda þótt
útflytjendur hafi átt birgðir frá
því áður, sem námu
10.000—12.000 tonnum. „Við telj-
um það heppilegt, að birgðirnar
safnist á svo fáar hendur, sem
unnt er. Það eru ennfremur út-
flytjendurnir, sem eru í sam-
bandi við hugsanlega kaupendur
— og þá fyrst og fremst í Níg-
eríu,“ var haft eftir Leiv
Grönnvedt, ráðuneytisstjóra í
norska sjávarútvegsmálaráðu-
neytinu, í dag. Hann bætti því
við, að nú ríkti „varkár bjart-
sýni“, að þvi er snerti aukna sölu
á skreið til Nígeríu. Efnahagur
þar í Iandi færi batnandi fyrst og
fremst sökum vaxandi olíufram-
leiðslu.
Rússar neita aðstoð frá Dönum
Sovéskt olíuskip strandaði á Eyrarsundi á miðvikudag, en skipstjóri olíuskipsins neitaöi aðstoð Dana við að losa
skipið. Yfirvöld í Moskvu sendu Dönum skeyti þess efnis að 3 önnur olíuskip væru á leið til aðstoðar strandaða
skipinu, ásamt dráttarbáti. Danskt varðskip og þyrla buðust til að losa skipið, meðan verið var að athuga hvort
nokkur olíuleki kæmi frá skipinu, en það boð var afþakkað. Olíufiutningaskipið reyndist dældað, en það lak
ekki.
Scargill gagnrýnir
Samstöðu í Póllandi
Blackpool, 8. september. AP.
ARTHUR Scargill, hinn vinstri
sinnaði leiðtogi brezkra námu-
verkamanna, hélt í dag ræðu á árs-
þingi brezka verkalýðssambandsins
(TUC) í Blackpool, þar sem hann
varði gagnrýni sína á Samstöðu,
samtök frjálsu verkalýðsfélaganna í
Weinberger heim-
sækir Honduras
Tegurigaipa, Honduras, 8. september. AP.
CASPAR Weinberger, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, feröaðist
um Honduras í dag, en þar hyggst
hann fylgjast með umfangsmestu
heræfingum Bandaríkjamanna, sem
nokkru sinni hafa farið fram í þess-
um heimshluta. Jafnframt mun
Weinberger ræða við Roberto Suazo
Cordova forseta og verða viðstaddur
athöfn, þar sem fyrstu hermennirnir,
er bandarískir hernaðarfræðingar
hafa þjálfað, verða útskrifaðir.
Weinberger kom til Honduras
frá E1 Salvador, þar sem tveir
menn á flokksskrifstofu hægri
sinnaðs stjórnmálaflokks voru
drepnir af leyniskyttum í dag.
Ekki er talið, að þessi skotárás
hafi staðið í neinum tengslum við
heimsókn Weinbergers til lands-
ins.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STANGAÁL
(ALM9Si 0,5) Seltuþolið.
Fjölbreyttar stærðir og þykktir.
ÁLPRÓFÍLAR
Q □□
VINKILAL
Lllll
SINDRA
FLATAL
SÍVALT ÁL
Póllandi, sem nú hafa verið bönn-
uð. „Það er skoðun mín, að Sam-
staða sé and-sósíalísk. Það þýðir
ekki það sama og að ég sé andvígur
tilveru Samstöðu, heldur hitt aö
hún er ekki sósíalísk stofnun og
sannarlega ekki byggð upp með
sama hætti og brezka verkalýðs-
sambandið,1* sagði Scargill.
Scargill hefur að undanförnu
sætt mikilli gagnrýni í brezkum
blöðum, ekki hvað sízt fyrir árásir
sínar á Samstöðu í Póllandi. Það
er þó ekki nýtt, að það sé storma-
samt í kringum Scargill, sem var
eitt sinn kommúnisti, en var kjör-
inn forseti Sambands brezkra
námuverkamanna fyrir Vh ári.
Á fundi, sem var haldinn í
Moskvu í síðasta mánuði, for-
dæmdi Scargill frú Margaret
Thatcher forsætisráðherra og
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta
sem mestu friðarspilla heimsins. í
síðustu viku neitaði hann svo að
taka undir yfirlýsingar þeirra,
sem fordæmdu Sovétmenn fyrir
að skjóta niður suður-kóreönsku
farþegaþotuna með 269 manns
innanborðs og bar það fyrir sig, að
hann þyrfti á „frekari upplýsing-
um“ að halda.
Blaðið Daily Mirror, sem styður
brezka verkamannaflokkinn ákaft
sagði í dag: „Sá dagur mun koma,
að Scargill eyðileggur sjálfan sig
og sá dagur getur ekki komið of
fljótt.“
Reagan notar
heyrnartæki
Wa.shington. 8. september. AP.
HEYRNARDEYFÐ hefur hrjáð
forseta Bandaríkjanna, Ronald
Reagan, í auknum mæli sl. ár.
Forsetinn notaði heyrnartæki á
hægra eyra í fyrsta skipti opin-
berlega á fundi með framá-
mönnum í mennta- og viðskipta-
málum þjóðarinnar fyrr í vik-
unni.
Hinn 72 ára gamli forseti
notaði heyrnartækið í fyrsta
skipti opinberlega sl. þriðju-
dag, þrátt fyrir að hann hefði
verið látinn máta það í heyrn-
armælingum sem hann gekkst
undir í Kaliforníu í síðasta
mánuði.
Forsetinn hefur látið uppi að
orsök heyrnardeyfðar sinnar
sé að rekja til þess er hann
hleypti af skoti úr byssu, of
nálægt höfði sínu, í kvikmynd
sem hann lék í fyrir mörgum
árum síðan.
Tilraunir með
greiningu AIDS
New York, 8. Heptember. AP.
VERIÐ ER að reyna nýjar tilraunir með greiningu sjúkdómsins áunninnar
ónæmisbæklunar (AIDS), með blóðprófum hjá fólki sem hugsanlega gæti
verið komið með þennan banvæna sjúkdóm. Ekki er um að ræða lækningu á
sjúkdómnum, heldur aðeins greiningu á tilraunastigi.
Blóðprófin, sem mæla sérstaka séu framkvæmdar nema á full-
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222
tegund af efninu interferon í blóði
manna, geta hjálpað læknum að
greina frumstig sjúkdómsins í
fólki sem virðist alheilbrigt, og
ber engin útvortis einkenni um
sjúkdóminn, en hefur samt smit-
ast. Rannsóknir hafa leitt f ljós, að
áður en einkenni AIDS koma
greinilega í ljós, er mikið magn af
þessari tegund interferons í blóði
sjúklinganna. Þeir læknar sem
vinna að greiningartilraununum
segja að meiri reynsla þurfi að
koma á tilraunir þeirra, áður en
blóðprófin verða notuð á almenn-
ing, og vara við því að tilraunirnar
komnustu rannsóknarstofum.
Rannsóknarmennirnir eru ekki
vissir á því hvers vegna líkami
AIDS-sjúklinga virðist framleiða
interferonið í svo miklum mæli, en
það gæti orðið vísbending um upp-
runa sjúkdómsins, sem talinn er
vera einhvers konar vírus.
Takmark rannsóknanna er, að
sögn læknanna, að finna þá sem
eru í smithættu, vegna þess að
ónæmiskerfi þeirra starfar ekki
rétt, greina blóð þeirra og búa til
hormónameðferð sem byggir upp
ónæmiskerfi þeirra.