Morgunblaðið - 09.09.1983, Page 19

Morgunblaðið - 09.09.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 19 Framkvæmdastjóm Alþýðubandalagsins: Fordæmir málsmeð- ferð í samningavið- ræðum við Alusuisse Morgunbladinu barst í gær eftir- farandi samþykkt sem gerð var á fundi framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins 8. september: „Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins fordæmir harðlega alla málsmeðferð núverandi ríkis- stjórnar varðandi samningavið- ræður við Alusuisse og það sam- komulag sem gengið var frá undir forystu Jóhannesar Nordal úti í Sviss sl. miðvikudag. Ekkert minnsta samráð hefur verið haft við stjórnarandstöðuna og engar marktækar upplýsingar verið veittar almenningi um gang þessa máls. Þó er ljóst af frásögnum ráð- herra og málgögnum ríkisstjórn- arinnar að samkomulagsdrögin frá Ztirich fela í sér háskalega uppgjöf og tilslakanir af íslands hálfu. Á sama tíma og fram- leiðslukostnaðarverð raforku hér- lendis er nálægt 20 mills er fallist á að selja Alusuisse um ótiltekinn tíma raforku til álversins á hálf- virði eða innan við 10 mills. Þetta er gert á sama tíma og verð á áli hefur tvöfaldast það sem af er þessu ári en sú staðreynd hefði átt að styrkja mikið samningsstöðu íslands frá því sem áður var. Leiðrétting á raforkuverðinu um 3,5 mills eða tæpa 10 aura er nú hins vegar keypt því verði að fallist er á kröfu Alusuisse um stórfelldar hagsbætur auðhringn- um til handa. Þar ber hæst eftir- talið: 1) Veitt er vilyrði fyrir um helm- ings stækkun álversins i Straumsvík án þess að nokkuð liggi fyrir um endanlegt raf- orkuverð. 2) Alusuisse fær heimild til að selja þriðja aðila helmingshlut í ÍSAL og þar með aðgang að íslenskum orkulindum. 3) Skattkröfu íslenska ríkisins uppá 300 milljónir króna vegna vantalins hagnaðar ÍSAL er nú að ósk Alusuisse kippt út úr einföldum gerðardómi sem lög- bundnir samningar íslands og Alusuisse gera ráð fyrir og í staðinn á að búa til miklu flóknari og óvissari leið með mörgum gerðardómum. Með slíku samkomulagi er verið að glutra niður sterkri stöðu Is- lands og gefast upp við að sækja sjálfsagðan rétt okkar sem full- valda ríkis til að tryggja eðlilegan afrakstur af íslenskum auðlind- um. Samþykkt á þessum drögum jafngildir því að dæma islensk heimili og atvinnurekstur til að greiða áfram mörg hundruð millj- ónir króna með raforkusölunni til álversins um leið og auðhringnum er veitt skuldbindandi vilyrði til að stórauka umsvif sín hérlendis. Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins skorar á ríkisstjórn- ina að stíga ekki slíkt ógæfuspor en taka þess í stað upp samstarf við alla þingflokka um að ná fram nauðsynlegum breytingum á samningum vegna álversins í Straumsvík." Tvær stúlkur úr hópi skosku skemmtikraftanna á Hótel Loftleidum dansa skoskan sverðadans undir dynjandi sekkjapíputónlist. Skoskir dagar á Hótel Loftleiðum SKOSKIR dagar með tilheyrandi skemmtikröftum og matseld standa nú yfir á Hótel Loftleitum í Reykja- vík. Skoskir skemmtikraftar koma fram á hverju kvöldi í Víkingasal undir stjórn Bob Mitchell, sem ný- lega hefur í Skotlandi verið krýndur titlinum „Rödd Skotlands“. Hann syngur skoska söngva íklæddur Skotapilsi, og honum til aðstoðar eru stúlkur er dansa sverðadansa og fleiri dansa, og skoskir hljóðfæra- leikarar. Stendur dagskráin í hálfa aðra klukkustund, auk hinnar hefðbundnu skosku Haggis-athafn- ar. Kinnig fer fram kynning á Skot- landi sem ferðamannalandi. Skoskir þjóðarréttir eru í boði sem Robert Robertson sér um að Höfundarnafn I minningargrein um Guðrúnu Sörensen eftir Júl. M. Magnús, féll niður í greininni höfundarnafn á stökum sem þar var vitnað í. Þær eru upphaf og endir kvæðis Einars Beinteinssonar, „Á hverfandi hveli". tilreiða, en hann er einn af yfir- matsreiðslumönnum Stakis-hótel- anna. Kalda borðið í Blómasal verður með skosku ívafi, skoskir smáréttir bornir fram á barnum og veitingabúð hótelsins hefur skoska rétti á boðstólum allan daginn. Efnt er til happdrættis meðal gesta á skosku dögunum og er vinningur þriggja daga ferð til Skotlands fyrir tvo. Breska ferðamálaráðið, (BTA) Flugleiðir og Stakis-hótelin á Skotlandi standa að þessum skosku dögum, en þeim lýkur á sunnudagskvöld. Á blaðamannafundi, sem efnt var til á Hótel Loftleiðum í gær vegna skosku daganna, kom fram að fyrirhugaðar eru fjölbreyti- legar kynningar og uppákomur á hótelinu í vetur. Meðal þess sem þegar hefur verið ákveðið eru kynningar á Japan, Thailandi, Grikklandi, ísrael og fleiri lönd- um. Þá verður haldið áfram með sælkerakvöldin, kynnt verður matreiðsla úr lambakjöti, villi- bráð og fleiru. Stefnt að gerð heildar- samingins Almenningsmót í hjólreiðum UM HELGINA gengst Hjólreiðafé- lag Reykjavíkur fyrir almennings- móti í hjólreiðum, nánar tiltekið laugardaginn 10. september kl. 9.30 f.h. Hjólaðir verða rúmir 4 km, sem er viðurkennd vegalengd í almenn- ingshjólreiðamótum. Mótið hefst við Baðstofuna, Grandagarði, og fer skráning fram á staðnum. Verðlaun verða veitt í þremur flokkum. Allir þeir sem mæta á venjulegum gírahjólum fara í sér flokk. Á ensku hafa svona mót verið nefnd „Time Trail“, sem hefur ver- ið útlagt á móðurmálinu sem ein- staklingsmót. HFR „Samkomulag varð um það með samningsaðilum, að stefnt skyldi aö gerð heildarsamnings vegna virkjunarframkvæmda Landsvirkjunar og fundir um slíka samninga hæfust sem fyrst,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi samninganefnda Lands- virkjunar og Vinnuveitenda- sambands íslands annars vegar og verkalýðsfélaganna og Landssambanda iðnaðarmanna hins vegar í Blöndudeilunni svonefndu. „Þetta markar ákveðin þátta- skil í deilunni, því með þessari bókun eru öll virkjunarsvæði, sem Landsvirkjun kann að vera með framkvæmdir á komin inn í myndina," sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, í samtali við Morgunblaðið í gær. Útboð í framkvæmdir við Blönduvirkjun verða opnuð 14. október í stað 12. september, eins og upphaflega var áætlað. VIÐ FLYTJ U M í dag í HJARTA BORGARINNAR í nýtt húsnæöi að Tryggvagötu 26 — 2. hæö (gegnt Tollstöðinni). Hagkvæmir flutningar erlendis — og tengd þjónusta Bein tengsl við trausta hérlendÍS samstarfsaðila erlendis tryggja örugga þjónustu. Sækjum vörur að verksmiðjudyrunum hvaðanæva í Vestur-Evrópu og víðar. Sjáum um FOB sendingar í höfnum. Skilum vörum útflytjenda til endastöðva. Sjáum um tollpappír; og tengda þjónustu hér heima. Fjölbreyttara val um leiðir. SamstarfsaAilar i Bretlandi, Austurlöndum fjxr, N-Ameriku og víðar. • Öll þjónusta á sama stað. Meginland Evrópu — til Norðursjávarhafna Nokkur dæmi: Frá MlLANÓ — Feróir alla vlrka daga. Frá PARlS — 3-4 ferðir á viku. Frá TORINO — 2-4 terðir á viku. Frá BASEL — 2-4 feröir á viku Frá VlN — 2-4 ferðir á viku. Frá LINZ — 2-4 ferðir á viku. Frá BARCELÓNA — 1-2 ferðir á viku Frá VALENCIA — 1-2 feröir á viku. Frá LISSABON — 1-2 ferðir á viku. Frá OPORTO — 1-2 feiðir á viku. Frá AÞENU — 1-2 ferðirá viku. Frá MARIBOR (Jugosl ) 1-2 ferdir á viku. Auk ferða frá fjölmörgum borgum i Þýskalandi, Hollandi, Belgíu og Norðurlöndum flesta virka daga. Tollskýrslugerð Umsjón endursendinga Telex og íjölritunarþjónusta. FLUTNINGSMIDLUNIN TRVGGVAGOTU 26. REYKJAVIK, SIMAR: 29S71 OG 29073 (Gegnt Tollstöðinni) TELEX: 2370 REYNSLAN TRYGGIR GÆÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.