Morgunblaðið - 09.09.1983, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983
Orkuverð til
stóriðju í Noregi
— eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
I umræðum um stóriðju hér á
landi er oft vitnað til orkuverðs í
öðrum löndum, þegar reynt er að
meta, hvernig við getum verðlagt
þá orku, sem við seljum til stór-
iðju. Reyndar er allur slíkur
samanburður mjög erfiður, því að
taka verður tillit til margra at-
riða, sem mönnum sést oft yfir eða
liggja ekki á lausu. Dæmi um slík
atriði eru skattar, kaupskylda
stóriðjufyrirtækja á rafmagni, af-
hendingaröryggi o.fl.
Stefna norska
Stórþingsins
Tilgangur þessarar greinar er
að varpa ljósi á hvernig þessum
málum er háttað í Noregi, en
Norðmenn eru hvort tveggja í
senn, samkeppnisaðilar við okkur
á orkumarkaðnum svo og sam-
starfsaðilar vegna eignaraðildar
þeirra að Járnblendiverksmiðj-
unni á Grundartanga. Á sl. vori
markaði norska Stórþingið nýja
stefnu varðandi verðlagningu á
raforku til stjóriðju. Fyrir nokkr-
um árum var sú stefna ríkjandi í
Noregi að taka bæri til endurskoð-
unar alla gamla raforkusamninga
vegna stóriðju og hækka verðið
upp í það, sem raforka úr nýjum
virkjunum kostaði. Hin nýja
stefna Stórþingsins gekk í þveröf-
uga átt, þ.e. að eldri samningar
um sölu rafmagns til stóriðju
verði óbreyttir, þar til samnings-
tíminn rennur út á tímabilinu
1996-2011.
Norðmenn búa við gamalt og
flókið kerfi að því er snertir verð-
lagningu á raforku til stóriðju.
Samningarnir eru frá ýmsum tím-
um. Sum fyrirtæki kaupa rafmagn
frá norsku ríkisveitunum, en önn-
ur fá rafmagn frá eigin virkjun-
um. Þá er ríkið smám saman að
eignast virkjanir, sem upphaflega
voru byggðar af stóriðjufyrirtækj-
um og þarf þá að verðleggja
orkuna, sem þá er venjulega keypt
af fyrri eigendum virkjunarinnar.
Þá er lagður sérstakur orkuskatt-
ur á rafmagn tíl stóriðju, sem get-
ur verið misjafn, því að stundum
er veittur afsláttur og auk þess
greiða stóriðjufyrirtækin fyrir
flutning raforkunnar og er sá
kostnaður mismunandi eftir vega-
lengdum. Þá er oft sérstakt gjald
tekið fyrir að breyta spennunni.
Frá þessu öllu er rækilega
greint í ítarlegri greinargerð með
ofangreindri þingsályktunartil-
lögu svo og í nefndaráliti orku- og
iðnaðarnefndar norska Stórþings-
ins. Verður hér reynt að gefa stutt
yfirlit yfir það verð, sem stóriðju-
fyrirtæki í Noregi greiða fyrir
rafmagn.
Fjórir flokkar
samninga
Norðmenn skipta stóriðjusamn-
ingum sínum í grófum dráttum í 4
flokka. í fyrsta flokknum eru
svokallaðir 1950-samningar, en
þeir voru gerðir á sjötta áratugn-
um og yfirleitt til 50 ára. Heildar-
orka skv. þessum samningum er
3,8 Twh (3800 Gwh). Með skatti,
flutningskostnaði og kostnaði veg-
na háspennu er meðalverð til ál-
vera sk. þessum samningum 5,5
mills. (Reiknað er með að 1 norsk-
ur eyrir sé 1.348 mills.) Stóriðju-
fyrirtækin verða að kaupa 75% af
umsömdu rafmagni. Verð til ann-
arrar stóriðju en áivera er nokkuð
hærra.
Annar flokkur stjóriðjusamn-
inga eru 1960-samningurinn, en
það eru 9 samningar, sem gerðir
voru á sjöunda áratugnum, sam-
tals að orku 3,6 Twh. Þessir samn-
ingar eru yfirleitt til 40 ára. Kaup-
skylda 75%. Verð til álvera er að
meðaltali 9,57 mills og verð til
annarrar stjóriðju lítið eitt hærra.
Þriðji flokkurinn eru fjórir
samningar, sem gerðir voru fyrir
1976, samtals að orku 2,2 Twh.
Þessir samningar voru mjög hag-
stæðir stóriðju og renna út
1996—2011. Verðið er undir með-
alverði.
Birgir fsl. Gunnarsson
„Ef reynt er að gera sér
grein fyrir því meöai-
verði, sem áliðnaöur í
Noregi greiðir fyrir
rafmagn frá ríkisveitun-
um og teknir samningar
samtals af orku 6,8
Twh, þá er grunnveröið
4,32 norskir aurar pr
Kwh eða 5,8 mills og
þegar við bætist flutn-
ingsgjald og skattur,
greiða álfyrirtækin að
meöaltali 7,0 norska
aura eða 9,43 mills/*
Fjórði flokkurinn eru samning-
ar gerðir 1976 og síðar, samtals 13
samningar að orku 2,5 Twh. Þeir
samningar eru gerðir til 20 ára.
Kaupskylda er 100%. Verð sam-
kvæmt þessum samningum er á
bilinu 13,9 mills til 16,1 mills.
Nýir samningar
Þá var í þingsályktunartillögu
norska Stórþingsins ákvæði um
verð á orku til nýrrar stóriðju.
Með flutningsgjaldi og skatti var
það ákveðið frá 1. janúar 1983
tæplega 20 mills. f augnablikinu,
virðast ekki vera á ferðinni áætl-
anir um ný stóriðjufyrirtæki í
Noregi.
Ef reynt er að gera sér grein
fyrir því meðalverði, sem áliðnað-
ur í Noregi greiðir fyrir rafmagn
frá ríkisveitunum, og teknir
samningar samtals að orku 6,8
Twh, þá er grunnverðið 4,32
norskir aurar pr. Kwh eða 5,8
mills og þegar við bætist flutn-
ingsgjald og skattur, greiða álfyr-
irtækin að meðaltali 7,0 norska
aura eða 9,43 mills. Álverin taka
rúmlega helming þess rafmagns,
sem ríkisveiturnar selja til stór-
iðju.
Grein þessi er fyrst og fremst
tekin saman til að skýra á hlut-
lausan hátt orkuverð til stóriðju,
einkum áliðnaðar í Noregi. Nauð-
synlegt er fyrir okkur að fylgjast
vel með því, sem gerist á þessu
sviði, þar í landi, enda Norðmenn
samkeppnisaðili á orkusviði eins
og fyrr segir.
Birgir fsl. Gunnarsson er alþingis-
maður fyrir Sjálfstæðisílokkinn í
Rejkjavík og formaður stóriðju-
nefndar.
Fiskeldi í Noregi
- fískeldi á íslandi
— eftir Pétur
Bjarnason
Daganna 22.-25. ágúst sl. var
haldin fiskeldissýning í Þránd-
heimi í Noregi. f tengslum við
þessa sýningu var svo haldin
ráðstefna, þar sem helstu sérfræð-
ingar Norðmanna báru saman
bækur sínar um hinar ýmsu hliðar
fiskeldismála. Mér gafst, ásamt
nokkrum öðrum íslendingum,
kostur á að sjá þessa sýningu, og
sitja ráðstefnuna. Ég taldi mig
þekkja nokkuð vel til mála á þessu
sviði, enda ekki nema rúmlega
þrjú ár síðan ég var við fiskeldis-
nám í Noregi. Þó kom mér það á
óvart, hve framfarirnar hafa orðið
miklar, og hve gífurleg fram-
leiðsluaukning hefur orðið, og er
fyrirséð á laxi og laxfiskum. Það
kom fram, að árið 1985 verður lax-
eldi stærra að umfangi en nokkur
einstök grein sjávarútvegs í Nor-
egi, ogjafnframt, að miðað við nú-
verandi verðlag á afurðunum, þá
er þénusta hverrar eldisstöðvar,
sem hefur meðal-framleiðslu-
kostnað, 25 norskar krónur á kíló
af laxi. Og eftir því sem helst var
talið, þá var ekki fyrirséð í allra
nánustu framtíð nein verðlækkun
á afurðunum. Þvert á móti sáu
menn möguleika á ýmsum mörk-
uðum, sem ekki eru nýttir í dag.
Það er því ekki furða, að eins kon-
ar gullgrafara-stemmning ríki
meðal norskra fiskeldismanna
núna.
Það er fróðlegt, en jafnframt
sorglegt að bera saman þá bjart-
sýni og atorku, sem einkennir
norskt fiskeldi, og þá stöðnun og
úrtölustarfsemi, sem íslenskt fisk-
eldi. Þetta er kannski nokkuð
sterkt sagt, en við skulum hafa
það í huga, að ekki eru nema
12—14 ár síðan norskt og íslenskt
fiskeldi stóðu í sömu sporum. Ég
hygg, að ekki sé of stórt upp í sig
tekið að fullyrða, að Norðmenn
séu nú þessum 12—14 árum á und-
an okkur. Og það sama gildir um
frændur okkar, Færeyinga, sem
kunnir eru að atorku. Fyrir þrem-
ur til fjórum árum var færeyskt
fiskeldi nánast ekki til, en þeir eru
komnir þessum þremur -til fjórum
árum á undan okkur núna. Fram-
leiðsla Færeyinga á eldislaxi mun
á næstu tveimur árum komast upp
í einhverjar þúsundir tonna.
Og hvar stöndum við íslend-
ingar svo í þessum málum? Jú, við
getum lesið um það í blöðum öðru
hverju, að árangur í fiskrækt sl.
þrjátíu árin eða svo hafi komið
heildarlaxaframleiðslu á fslandi
úr ca. 100 tonnum á ári í 200—250
tonn. Þessum árangri náum við,
meðan Norðmenn auka sitt fisk-
eldi úr 100 tonnun árið 1971 upp í
ca. 16.000 tonn nú í ár. Og viðbúið
er að framleiðsla Norðmanna auk-
ist á allra næstu árum upp 1
40—45.000 tonn á ári. Það er eftir-
tektarvert, að framleiðsla Norð-
manna á eldislaxi er nú þegar orð-
in meiri en sem nemur heildar-
veiði á villtum Atlantshafslaxi í
heiminum.
En hvers vegna stöndum við
svona aðgerðarlítil í þessum mál-
um. Hvaða úrtölur úrtölumanna
eru svona áhrifamiklar? Við skul-
um líta á nokkrar þeirra:
1. úrtala: Norðmenn standa bet-
ur að vígi á mörkuðum. Þeir eru
svo nálægt þeim, og geta flutt lax-
inn ferskan á markaðina með bíl-
um.
Hver hefur ekki heyrt eitthvað
þessu líkt? Og fljótt á litið virðist
þetta nokkuð trúverðugt. Ég
a.m.k. sá í þessu talsverðan sann-
leika lengi vel. En hvað hefur svo
gerst? Jú, einn góðan veðurdag
fóru Norðmenn að fljúga með tugi
tonna af laxi á viku hverri yfir
hausunum á okkur á markað í
Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa
það sem af er þessu ári verið ann-
ar stærsti markaðurinn fyrir
norskan eldislax. Og þegar svo er
komið, hvað stendur eftir af þess-
ari áhrifamiklu úrtölu?
2. úrtala: Aðstæður til eldis eru
miklu betri í Noregi en hér á
landi.
Þessi er nokkuð gamalkunn, en
hvernig halda menn eiginlega að
laxeldi hafi byrjað í Noregi. Halda
menn að Norðmenn hafi bara
horft út á hafið bláa hafið og sagt
einn góðan veðurdag: „Nú hefjum
við laxeldi," og þar með hafi þeim
undirbúningi verið lokið. Nei, síð-
ur en svo. Norðmenn þurftu, alveg
eins og við þurfum að gera, að
finna og þróa það form, sem best
hentaði þeim aðstæðum, sem þeir
búa við. Jafnframt þurftu þeir að
kynbæta laxinn sinn, svo hann
gæfi sem mest af sér. Og þetta
starf er ekki þess eðlis að það sé
unnið einu sinni og.svo endanlega
Pétur Bjarnason
„Þaö er fróðlegt, en
jafnframt sorglegt aö
bera saman þá bjartsýni
og atorku, sem einkenn-
ir norskt fiskeldi, og þá
stöönun og úrtölustarf-
semi, sem einkennir ís-
lenskt fiskeldi.“
búið. Þvert á móti eru þeir enn að,
og öll þessi mál eru í stöðugri
þróun og framför. Eini verulegi
munurinn á þeim og okkur er sá,
að þeir hafa hafið þetta verk, og
náð árangri, en við erum rétt að
byrja.
3. úrtala: Norðmenn hafa svo
miklu meira fjármagn að setja í
svona en við.
Úrtala af þessu tagi er reyndar
notuð til þess að stöðva öll fram-
faramál á íslandi, en skyldi vera
eitthvað til í þessu? Ég er þess
fullviss, að fyrir andvirði tíunda
parts úr skuttogara má gera stór-
virki í fiskeldismálum, og það er
öllum ljóst, sem lifa með bæði
augun opin, að við eigum 20—30
skuttogurum of mikið. Spurningin
er því kannski ekki fyrst og fremst
hvort peningarnir séu, eða hafi
verið til, heldur hvort skynsemin
til að nýta þá hafi verið næg.
Raunar væri hægt að tína fleiri
úrtölur til, en það verður ekki gert
að sinni. Þessi grein er öðru frem-
ur skrifuð til þess að fá útrás fyrir
þau áhrif, sem ég hef orðið fyrir
við að kynnast upp á nýtt um-
hverfi, þar sem bjartsýni, reynsla
og atorka hefur náð að kveða
virka dragbíta á framfarir í kút-
inn. Ég er fullkomlega sannfærður
um, að möguleikar íslendinga á
sviði fiskeldis eru miklir. Ég er
líka sannfærður um, að við eigum
að nýta okkur það hagstæða verð-
lag, sem nú er á laxi, til þess að
koma undir okkur fótunum. Við
þurfum að sjálfsögðu að gera
okkur grein fyrir því að einhverjar
fórnir þurfum við að færa áður en
fiskeldi kemst á umtalsverðan
legg hér á landi. Það er hæpið að
reikna með því, að nýr atvinnu-
vegur komist á legg alveg án
skakkafalla. Sumir segja að við
getum ekki reiknað með neinni
umtalsverðri búbót af fiskeldi
hérna megin aldamóta. Svo
svartsýnn er ég ekki. Hitt er hins
vegar alveg ljóst, að sá tími, sem
líður þar til við förum að fá tekjur
af fiskeldi, hann styttist ekkert, ef
við bara bíðum með hendur í
skauti. Sá tími fer ekki að styttast
fyrr en við hefjumst handa við
raunhæfar aðgerðir.
Pétur Bjarnason er sjávarútvegs-
fræðingur frá háskólanum í
Tromsö og er nú kennari í fiskeldi
við llólaskóla.